Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kærleikur Guðs til mannanna

  Bæði náttúran og guðleg opinberun vitna um kær-leika Guðs. Faðir okkar á himnum er uppspretta lífsins, vizkunnar og gleðinnar. Virð þú fyrir þér dá-semdir og fegurð náttúrunnar. Hugleiddu, hversu allt er aðdáanlega lagað til þess að fullnægja þörfum og hamingjuþrá mannanna og allrar skepnunnar. Sól-skinið og regnið, sem lífga og endurnæra jörðina, há-lendið, vötnin og undirlendið, allt vitnar þetta um kær-leika skaparans. Það er Guð, sem daglega sér öllum skepnum sínum fyrir þörfum þeirra, eins og höfundur sálmanna orðar svo fagurlega:VK 13.1

  “Allra augu vona á þig
  og þú gefur þeim fæðu þeirra á réttum tíma,
  þú lýkur upp hendi þinni
  og seður allt, sem lifir, með blessun.”
  VK 13.2

  Guð skapaði manninn fullkomlega heilagan og ham-ingjusaman, og þegar foldin fagra kom frá hendi skaparans, var hún laus við gróm hrörnunarinnar og skugga bölvunarinnar. Það eru brot Guðs boða, sem hafa haft í för með sér eymdina og dauðann. Engu að síður opinberast kærleikur Guðs meira að segja mitt í þeim þjáningum, sem eru afleiðing syndarinnar. Skrifað stendur, að Guð hafi formælt jörðinni vegna mannsins. En þyrnar og þistlar, torfærur þær og erfiðleikar, sem baka mönnum áhyggjur og fyrirhöfn á lífsleiðinni, voru ætluð þeim sjálfum til ávinnings. Hér er um að ræða þátt í áformi Guðs að hefja menn-ina úr feni þeirrar spillingar og niðurlægingar, sem syndin hefur teymt þá út í. Ekki ríkir alls staðar eymd og sorg, þótt mannkynið sé fallið. Náttúran sjálf flytur okkur boðskap vonar og huggunar. Þistl-arnir bera blóm og þyrnarnir eru þaktir rósum.VK 13.3

  “Guð er kærleikur”, gefur að lesa á hverjum blómknappi, sem út springur, hverju grasstrái, sem úr jörð sprettur. Fuglarnir fögru, sem fylla loftið gleðisöngvum sínum, fagurlit blómin, sem ylminn leggur frá í allar áttir, tíguleg skógartrén með grænu og lífvænu laufskrúðinu, allt vitnar þetta um nær-færna og föðurlega umhyggju Guðs og þrá hans til að gera börn sín hamingjusöm.VK 14.1

  Orð Guðs opinbera eðli hans. Sjálfur hefur hann borið vitni um takmarkalausan kærleika sinn og miskunnsemi. Þegar Móse bað: “Lát mig þá sjá dýrð þína”, svaraði Drottinn: “Eg vil láta allan minn ljóma liða fram hjá þér”. Drottinn gekk fram fyrir augsýn Móse og kallaði: “Drottinn, Drottinn, misk-unnsamur og líknsamur Guð, bolinmóður, gæzku-ríkur og harla trúfastur, sem auðsýnir gæzku þús undum og fyrirgefur misgerðir, afbrot og syndir”. Hann er “líknsamur og miskunnsamur”, því að hann “hefur unun af að vera miskunnsamur”.VK 14.2

  Guð hefur tengzt hjörtum okkar með óteljandi táknum á himni og jörð. Hann hefur leitazt við að opinberast okkur í undrum náttúrunnar og með hinum traustustu og innilegustu jarðneskum bönd-um, sem mannleg hjörtu fá kynnzt. Samt er þetta einungis ófullkominn vottur kærleika hans. Þrátt fyrir allar þessar sannanir, hefur óvinur hins góða blindað sálir mannanna svo mjög, að þeir óttuðust Guð, álitu hann strangan og ósveigjanlegan. Satan blekkti mennina til að ímynda sér Guð þannig, að eiginleikar hans væru öðru fremur dómharka og smásmygli í skuldheimtum. Hann útmálaði skapar-ann sem veru, er án afláts vekti með öfundsjúkum augum yfir ávirðingum og yfirsjónum mannanna svo að hann geti reitt yfir þeim refsivöndinn. Til þess að létta af þessum dapra skugga og opinbera heiminum hinn óendanlega kærleika Guðs kom Jesús og settist að meðal mannanna.VK 15.1

  Sonur Guðs kom frá himnum til þess að sanna til-vist Guðs. “Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eingetni, sem hallast að brjósti föðurins, hann hefur veitt oss þekking á honum”. “Og eigi heldur gerþekkir nokkur föðurinn nema sonurinn, og sá er sonurinn vill opinbera hann”. Þegar einn lærisveinanna bar fram tilmælin: “Sýn þú oss föðurinn”, svaraði Jesús: “Svo langa stund hef ég með yður verið, og þú, Filuppus, þekkir mig ekki? Sá, sem hefur séð mig, hefur séð föðurinn. Hvernig segir þú: Sýn þú oss föðurinn?”.VK 15.2

  Jarðnesku hlutverki sínu lýsti Jesús á þessa leið: “Andi drottins er yfir mér, af því að hann hefur smurt mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap. Hann hefur sent mig til að boða bandingjum lausn og blindum, að þeir skuli aftur fá sýn, til að láta þjáða lausa”.VK 16.1

  Þetta var starf Jesú. Hann fór um meðal mann-anna og gerði gott, og læknaði þá, sem þjakaðir voru af Satan. Til voru heil þorp, þar sem hvergi gaf að heyra stunu eða sársaukahljóð, af því að hann hafði farið þar um og læknað alla þá, sem sjúkir voru. Verk hans staðfestu, að hann var drottins smurði. Kærleikur, náð og miskunnsemi birtast í öllum verk-um hans. Innileg hluttekning í kjörum mannanna barna bjó í brjósti hans. Hann bjóst mannlegu gervi til þess að mæta þörfum mannanna. Hinir fátækustu og umkomuminnstu hikuðu ekki við að nálgast hann. Meira að segja litlu börnin löðuðust að honum. Þau þráðu að mega setjast á kné hans og horfa á íhugul-an svip hans, ljómandi af ástúð.VK 16.2

  Jesús dró ekki fjöður yfir neitt sannleiksorð, en sannleiksorð hans voru ævinlega þrungin kærleika. Hann auðsýndi fyllstu háttvísi, aðgát og nærfærni í samskiptum sínum við fólkið. Hann var aldrei óhefl-aður, viðhafði aldrei hörð ummæli að þarflausu, særði aldrei viðkvæma sál án þess að nauðsyn byði.VK 16.3

  Hann álasaði engum fyrir mannlegan ófullkomleika. Hann fordæmdi hræsni, vantrú og rangsleitni, en hann mælti ekki áfellisorð sín án þess að vikna. Hann grét yfir Jerusalem, borginni, sem hann elskaði, en neitaði að veita honum viðtöku, honum sem var vegur-inn, sannleikurinn og lífið. Þeir höfðu afneitað hon-um, frelsaranum, en hann horfði á þá fullur með-aumkunar. Líf hans var samfelld sjálfsafneitun og óbugandi umhyggja fyrir öðrum. í hans augum var sérhver sál dýrmæt. Jafnframt því sem hann kom í hvívetna fram með guðdómlegri reisn, auðsýndi hann allri Guðs skepnu viðkvæma tillitssemi. í hverj-um manni sá hann fallna sál, og hans hlutverk var að frelsa þá.VK 17.1

  Á þennan hátt opinberast skapgerð Krists í ævi-ferli hans. Slík er skapgerð Guðs. Frá hjarta föður-ins streymir sú guðlega miskunnsemi, sem opinber-aðist í Kristi, út á meðal mannanna barna. Jesús, hinn ástríki, líknsami frelsari, var Guð, “sem opin-beraðist í holdi”.VK 17.2

  Jesús lifði, leið og dó til þess að frelsa okkur. Hann lagði á sig þungar raunir til þess að við mættum öðlast hlutdeild í eilífum fögnuði. Guð leyfði elskuðum syni sínum, fullum náðar og sannleika, að fara úr heimi, sem fullur var af ólýsanlegri dýrð, til verald-ar, er saurguð var og þjökuð af synd og myrkvuð af skugga dauðans og bölvunarinnar. Hann heimilaði honum að yfirgefa skaut kærleika síns og tilbeiðslu englanna til þess að hreppa í staðinn svívirðingu, spott, auðmýkingu, hatur og dauða. “Hegningin, sem vér höfum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.” Sjáið hann í eyðimörkinni, i Getsemane, á krossinum. Hinn flekklausi sonur Guðs tók syndabyrðina á sínar herð-ar. Hann sem verið hafði eitt með Guði, fann í sálu sinni til hins skelfilega djúps, sem syndin hefur stað-fest milli Guðs og manna. Þetta knúði af vörum hans neyðarópið: “Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?” Syndabyrðin, tilfinningin um hið ógnarlega djúp, sem staðfest var milli sálnanna og Guðs, — af þessum sökum var það, að hjarta Guðs sonar brast.VK 17.3

  En þessi mikla fórn var ekki færð til þess að vekja kæreika til mannanna í hjarta föðurins eða fá hann til að frelsa þá. Öðru nær. “Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn”. Það er ekki vegna hinnar miklu fórnar, sem faðirinn elskar okkur, heldur færði hann fórnina vegna þess, að hann elskar okkur. Fyrir meðalgöngu Krists auðnaðist föðurnum að úthella kærleika sínum yfir hinn fallna heim. “Því að það var Guð, sem í Kristi sætti heiminn við sig”. Guð þjáðist með syni sínum. Hinn eilífi kærleikur greiddi endurlausnargjaldið fyrir okkur með dauða-angist hans í Getsemane og dauða hans á Golgata.VK 18.1

  Jesús sagði: “Fyrir því elskar faðirinn mig, að ég legg líf mitt í sölurnar til þess að taka það aftur”. Það er með öðrum orðum: “Svo mjög hefur faðir minn elskað yður, að hann elskar mig jafnvel meira fyrir það, að ég læt líf mitt til þess að endurleysa yður. Með því að koma í yðar stað og gerast ábyrgðarmaður yðar, framselja lif mitt og taka á mínar herðar afbrot yðar og lögmálsbrot, verð ég föðurnum enn kærari. Því að fyrir fórn mína getur Guð verið réttlátur og þó réttlætt þann, sem trúir á Jesúm.”VK 18.2

  Enginn gat endurleyst okkur annar en sonur Guðs, því að enginn gat opinberað föðurinn nema sá, sem var í skauti hans. Þeim einum, sem þekkti kærleika Guðs til hlítar, mátti auðnast að gera hann lýðum ljósan. Minna hrökk ekki til að sýna ást föðurins á hinu glataða mannkyni en hin ómetanlega fórn, sem Kristur færði fyrir hinn fallna heim.VK 19.1

  “Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn.” Hann gaf hann ekki til þess eins, að hann skyldi lifa meðal mannanna, bera syndir þeirra og fórna lífi sínu fyrir þá, heldur gaf hann hinu fallna mannkyni hann sjálfan. Kristur átti að kynnast af eigin raun hagsmunum mannkynsins og þörfum. Hann sem var í föðurnum, hefur tengzt mannanna börnum böndum, sem aldrei eiga að rofna. Jesús telur “sér eigi vanvirðu að kalla þá bræður.” Hann er fórn vor, talsmaður og bróðir, íklæddur vorri mannlegu mynd frammi fyrir hásæti föðurins og um alla eilífð sameinaður því kyni, sem hann endurleysti.VK 19.2

  hann er mannsins sonur. Allt þetta hefur hann gert til þess, að mennirnir mættu hefjast úr spilling-ar-og niðurlægingarfeni syndarinnar og veitast færi á að hugleiða kærleika Guðs og öðlast hlutdeild í fögnuði hins heilaga.VK 19.3

  Það sem goldið var fyrir endurlausn okkar, hin ómetanlega fórn, sem okkar himneski faðir færði, er hann gaf son sinn, að hann mætti deyja fyrir okkur, ætti að vekja okkur háleitar hugmyndir um, hvað við gætum orðið fyrir tilstilli Krists. Þegar hinum innblásna postula, Jóhannesi, opnaðist sýn yfir óend-anleika þess kærleika, sem Guð ber í brjósti til hinna dauðlegu manna, fylltist hann aðdáun og lotningu. Og er hann brast orð til að tjá mikilleika og við-kvæmni þessa kærleika, brýndi hann mennina til þess að virða hann fyrir sér. “Sjáið, hvílíkan kærleika faðirinn hefur auðsýnt oss, að vér skulum kallast Guðs börn.” Svo mikils metur Guð mennina. Með afbrotum verða mennirnir þegnar Satans. Með trúnni á frið-þægingarfórn Krists geta synir Adams orðið synir Guðs. Þegar Kristur tók sér mannlegt gervi, veitti hann mannkyninu aukna göfgi og tign. Fallið mann-kyn er nú þannig sett, að fyrir tengslin við Krist getur það unnið sér verðleika til þess að kallast “börn Guðs.”VK 20.1

  Engu verður jafnað við þennan kærleika. Börn hins himneska konungs. Hvílíkt fyrirheit. Efni til djúptækustu hugleiðinga. Óviðjafnanlegur er kærleik-ur Guðs í garð þessa heims, sem elskaði hann ekki á móti. Tilhugsunin bugar sálirnar og beygir þær undir vilja Guðs. Því lengur sem við athugum eðli Guðs í ljósi krossins, því skýrar greinum við náð, ástúð og fyrirgefningu samofið sanngirni og réttlæti, og því betur blasa við okkur ótölulegir vitnisburðir um hinn óendanlega kærleika og þá viðkvæmu meðaumkun, sem tekur fram ástríkustu umhyggju móður fyrir villuráfandi barni sínu.VK 20.2

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents