Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Þekking á Guði

    Með margvíslegu móti leitast Guð við að opinber-ast okkur og leiða okkur í samfélag við sig. Nátt-úran talar til okkar án afláts gegnum skilningarvitin. Móttækilegt hjarta mun verða fyrir áhrifum frá kær-leika Guðs og dýrð, eins og þau birtast í verkum handa hans. Eyrað sem hlustar fær heyrt og skilið boðskap Guðs í undrum náttúrunnar. Grænar víðátt-ur, hávaxin tré, brum og blóm, ský sem líða um loft-in, regn, niðandi lækur, dýrð himinsins, allt talar þetta til hjartans og býður okkur að kynnast meist-aranum, sem allt þetta skóp.VK 93.1

    Frelsarinn tengdi dásamlegustu fræðslu sína við fyrirbæri náttúrunnar. Trén, fuglarnir, dalablómin, hæðirnar, vötnin og fegurð himinsins, ásamt atvikum á sviði daglega lífsins, allt var þetta samofið orðum sannleikans, svo að kenningar hans mættu þeim mun oftar vakna í huga okkar, mitt í önn og erfiði brauð-stritsins.VK 93.2

    Guð vill, að börn hans kunni að meta verk hans og finni fögnuð í einfaldri og kyrrlátri fegurðinni, sem hann hefur prýtt jarðnesk heimkynni okkar með.VK 93.3

    Hann ann hinu fagra, en fagra skapgerð elskar hann samt heitar en nokkuð það, sem gætt er ytri þokka. Hann kysi helzt af öllu, að við legðum rækt við hrein-leika og einfaldleika, hinn hógværa þokka blómanna.VK 94.1

    Ef við einungis fáumst til að ljá eyra, þá geta sköp-unarverk Guðs veitt okkur dýrmæta fræðslu um hlýðni og trúnaðartraust. Allt í náttúrunni hlýðir vilja Guðs, allt ofan frá stjörnunum, sem í aldaraðir hafa þrætt óvarðaða slóð, niður í minnstu ódeilisagn-ir. Guð annast allt og sér fyrir öllu, sem hann hefur skapað. Hann sem heldur uppi óteljandi sólkerfum um ómælisgeiminn, annast samtímis þarfir litlu spörv-anna, sem óttalausir syngja yfirlætislausu söngvana sína. Okkar himneski faðir vakir ævinlega yfir okkur af viðkvæmri blíðu, hvort sem við göngum að dag-legum störfum eða biðjumst fyrir, hvort sem við erum að klæðast eða ganga til hvílu, hvort sem auðkýfing-ar halda veizlu í skrauthýsum sínum eða fátæklingar safna að sér börnum sínum umhverfis fábreyttan kost. Ekkert tár fellur án vitundar Guðs, og ekkert bros fær dulizt honum.VK 94.2

    Ef við einungis trúum þessu fullkomlega, gufa allar fánýtar áhyggjur upp. Líf okkar yrði ekki svo von-brigðum stráð sem raun ber vitni, því að hvað eina, stórt og smátt, mundi falið Guði á vald, en honum vaxa ekki í augum hinar margvíslegu flækjur, né læt-ur hann á sjá, að byrðarnar íþyngi honum. Við mund-um þá hljóta sálarró, sem mörgum okkar hefur verið með öllu framandi.VK 94.3

    Þegar skilningarvit þín njóta dásemda jarðarinnar, skalt þú leiða hugann að heiminum, sem í vændum er og aldrei mun verða grómtekinn af bölvun syndar og dauða, og þar sem ásjóna náttúrunnar mun ekki framar myrkvast af skugga bölvunarinnar. Gerðu þér í hugarlund bústaði hinna frelsuðu og minnstu þess, að þeir munu verða dýrlegri en fjörugasta ímyndunarafl getur skapað fyrir hugarsjónum sín-um. Í hinum margvíslegu gjöfum Guðs í náttúrunni sjáum við ekki nema daufasta bjarmann af dýrð hans. Skrifað stendur: “Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki, og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann.”VK 95.1

    Skáldin og náttúrufræðingarnir kunna frá mörgu að segja um náttúruna, en kristnir menn kunna ennþá betur að meta fegurð jarðarinnar, því að þeir greina þar handaverk föðurins og skynja ást hans frá hverju blómi, runna og tré. Enginn kann til fulls að meta mikilvægi hæða og dala, fljóta og vatna, sem ekki lítur á slíkt sem tjáningu á kærleika Guðs til mann-kynsins.VK 95.2

    Guð talar til okkar með forsjón sinni og áhrifum anda síns á hjörtun. í aðstæðum okkar og umhverfi, í daglegum umskiptum umhverfis okkur bjóðast okk-ur margir dýrmætir lærdómar, ef hjörtu okkar eru aðeins opin fyrir þeim. Sálmaskáldið segir, þegar hann hugleiðir verk forsjónar Guðs: “Jörðin er full af misk-unn Drottins.” “Hver sem er vitur, gefi gætur að þessu, og menn taki eftir náðarverkum Drottins.”VK 95.3

    Guð talar til okkar í orði sínu. Þar opinberast í ljós-um dráttum eðli hans, samskipti hans við mennina og hið mikla endurlausnarstarf. Þar er lokið upp fyrir okkur sögu feðranna og spámannanna og annarra helgra mann í fyrndinni. Þeir voru menn, “sama eðlis og vér.” Okkur gefur að líta, hversu þeir máttu stríða við sams konar andstreymi og við, féllu fyrir freist-ingum eins og við, hertu þó upp hugann á ný og fögn-uðu sigri fyrir náð Guðs. Þegar við athugum þetta, fyllumst við hugmóði í baráttu okkar fyrir réttlæti. Þegar við lesum um hina dýrmætu reynslu, sem þeim hlotnaðist, um ljósið, kærleikann og blessunina, sem þeir urðu aðnjótandi og um starfið, sem þeir leystu af hendi fyrir náðina, sem þeim var gefin, þá vekur andinn, sem þeir voru innblásnir, heilagan loga í hjört-um okkar og þrá eftir að verða þeim líkir að hugar-fari og ganga sem þeir á Guðs vegum.VK 96.1

    Jesús sagði um bækur Gamla testamentisins, — og enn frekar á það þó við um hið nýja: “Þær eru það, sem vitna um mig.” Um endurlausnarann, hann sem allar vonir okkar um eilíft líf eru reistar á. Já, öll Bibl-ían segir frá Kristi. Allt frá fyrstu frásögninni um sköpunina,— því að “án þess varð ekkert til, sem til er orðið” — til loka fyrirheitisins: “Sjá, eg kem skjótt”, lesum við um verk hans og hlýðum á rödd hans. Viljir þú kynnast frelsaranum, skaltu gaumgæfa heilaga ritningu.VK 96.2

    Fyll hjarta þitt orðum Guðs. Þau eru hið ferska vatn, sem fær svalað brennandi þorsta þínum. Þau eru hið lif andi brauð af himnum. Jesús segir: “Ef þér etið ekki hold manns-sonarins og drekkið blóð hans, hafið þér ekki líf í yður.” Og hann skýrir orð sín þannig: “Orðin, sem eg hef talað við yður, eru andi og eru líf.” Líkamir okkar eru byggðir upp af því, sem við etum og drekkum, og andlega lífinu er eins farið og hinu efnislega: Það sem við hugleiðum, ræður stefnu og styrk anda okkar.VK 96.3

    Endurlausnin er efni, sem englana fýsir að skyggn-ast í. Hún mun verða þau vísindi sem hinir endur-leystu iðka og inntak söngva þeirra um allar aldir eilífðarinnar. Verðskuldar hún ekki gaumgæfa íhug-un og rannsókn nú þegar? Óendanleg miskunnsemi og kærleikur Jesú, fórnin sem fyrir okkur var færð, þarfnast alvarlegustu og háleitustu hugleiðinga okk-ar. Við ættum að dvelja við eiginleika endurlausnara okkar og árnaðarmanns. Okkur ber að hugleiða verk hans, sem kom til þess að frelsa fólk sitt frá syndum þess. Þegar við hugleiðum himnesk efni, eflist trú okkar og kærleikur, og bænir okkar verða Guði þóknanlegri, því að þær verða æ meira blandaðar trú og kærleika. Þær verða skynsamlegri og innilegri. Traust okkar á Jesú verður stöðugra, og við öðlumst daglega lifandi reynslu í mætti hans til að frelsa hvern einstakan, sem kemur til Guðs fyrir milli-göngu hans.VK 97.1

    Þegar við hugleiðum fullkomleika frelsarans, mun-um við þrá að ummyndast algerlega og endurnýjast í mynd hreinleika hans. Sálina mun hungra og þyrsta eftir að verða sem hann, er við dáum. Því meira sem við hugsum um Krist, því meira munum við tala um hann við aðra og koma fram fyrir hann gagnvart heiminum.VK 97.2

    Biblian var ekki rituð fyrir lærða menn eingöngu. Þvert á móti var hún ætluð almenningi. Hin miklu sannindi, sem nauðsynleg eru til sáluhjálpar, eru gerð deginum ljósari, og engir geta glapizt né villzt af vegi nema þeir, sem fylgja eigin dómgreind í stað hins greinilega opinberaða vilja Guðs.VK 98.1

    Við eigum ekki að hlíta vitnisburði nokkurs manns um kenningar ritningarinnar, heldur sjálf að kanna orð Guðs. Ef við leyfum öðrum að hugsa fyrir okkur, mun orka okkar skerðast og hæfileikarnir rýrna Hið göfuga afl hugans getur kyrkzt svo mjög, ef því er ekki beitt við verðug viðfangsefni, að það missir mátt-inn til að skilja kjarnann í orðum Guðs. Huganum mun aukast ásmegin, ef honum er beitt til að rekja afstöðuna milli frásagna Biblíunnar og gera saman-burð á ritningarstöðum og andlegum hlutum.VK 98.2

    Ekkert er betur til þess fallið að efla skynsemina en nákvæmur lestur ritningarinnar. Engin bók önn-ur er fær um að hefja hugann svo mjög og gefa hæfi-leikunum þrek eins og hin víðtæku og göfgandi sann-indi Biblíunnar. Væri orð Guðs gaumgæft eins og vera ber, væru menn víðsýnni, göfugri og stefnu-fastari en títt er nú á dögum.VK 98.3

    En lítil blessun hlýzt af lauslegri yfirferð ritning-arinnar. Menn geta lesið Biblíuna spjaldanna á milli án þess að koma auga á fegurð hennar eða skiljast djúp og hulin merking hennar. Einn ritningarstaður, sem athugaður er, unz huganum er ljóst mikilvægi hans og afstaða hans í áætluninni um endurlausnina, er meira virði en lestur margra kapítula án ákveðins augnamiðs og án þess að áskotnast nein jákvæð fræðsla. Hafðu Biblíuna jafnan hjá þér. Þegar tæki-færi býðst, skaltu lesa í henni. Festu þér orð hennar í minni. Þú getur meira að segja lesið ritningargrein og hugleitt, þegar þú ert á gangi á götum úti og þannig fest þér hana í huga.VK 98.4

    Við getum ekki öðlazt vizku án alvarlegrar ástund-unar og nákvæms lestrar samfara bænum. Vissulega eru sumir hlutar ritningarinnar of ljósir til þess að verða misskildir, en sums staðar liggur merkingin ekki í augum uppi, svo að hún verði greind við fyrsta tillit. Bera verður saman hin ýmsu rit Biblíunnar. Menn verða að rannsaka og íhuga með nákvæmni og bæn, og mun slík rannsókn borga sig margfaldlega. Eins og námumaðurinn uppgötvar æðar af dýrmæt-um málmi, sem hulinn er undir yfirborði jarðar, þann-ig mun sá, sem af þrautseigju leitar í Guðs orði eins og hann væri að leita fólgins fjársjóðs, finna hin verðmætustu sannindi, sem dyljast sjónum þeirra, er slælega leita. Þegar hin innblásnu orð eru hug-leidd, verða þau eins og straumur, sem rennur frá uppsprettu lífsins.VK 99.1

    Aldrei skyldi rannsaka Biblíuna án bænar. Áður en við opnum hana, eigum við að biðja um að verða upplýst af heilögum anda, og það mun okkur veitast. Þegar Nathanael kom til Jesú, sagði frelsarinn: “Sjá, sannarlega er þar Ísraelíti, sem ekki eru svik í.” Nathanael sagði: “Hvaðan þekkir þú mig?” Jesús svar-aði: “Áður en Filippus kallaði á þig, sá ég þig, þar sem þú varst undir fíkjutrénu.” Og Jesús mun einnig sjá okkur, þegar við biðjumst fyrir í einrúmi, ef við biðjum um ljós frá honum, svo að okkur megi lærast, hvað er sannleikur. Englar frá ríki ljóssins munu vera með þeim, sem af hjartans lítillæti leita guðlegrar handleiðslu.VK 99.2

    Heilagur andi upphefur og lofsyngur frelsarann. Hans verk er að kynna Krist, hreinleika réttlætis hans og hina miklu sáluhjálp, sem við fáum fyrir hann. Jesús segir: “Af mínu mun hann taka og kunn-gera yður.” Andi sannleikans er hinn eini hæfi kenn-ari guðdómlegra sanninda. Hversu mikils hlýtur Guð að meta mannkynið, að hann gaf son sinn til að deyja fyrir það og sendir anda sinn til að kenna mönnunum og leið þá sífelldlega.VK 100.1

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents