Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Iðrun

  Hvernig á maðurinn að réttlæta sig fyrir Guði? Hvernig getur syndari orðið réttlátur? Það er aðeins fyrir Krist, að við komumst í samræmi við vilja Guðs og heilagleikann. En hvernig eigum við að kom-ast til Krists? Enn í dag spyrja margir sömu spurn-ingarinnar og mannfjöldinn forðum á hvítasunnu-daginn, þegar hann hafði sannfærzt um synd sína og hrópaði: “Hvað eigum vér að gera,” Og svar Péturs hófst með orðunum: “Gerið iðrun.” Og skömmu síðar sagði hann við annað tækifæri: “Gerið því iðrun og snúið yður, að syndlr yðar verði afmáðar.”VK 28.1

  í iðruninni er sorg yfir syndinni og fráhvarf frá henni. Við hverfum ekki frá syndinni, fyrr en okkur er orðið ljóst, hversu viðurstyggileg hún er, og engin veruleg breyting getur orðið á líferni okkar, fyrr en við hverfum frá henni af öllu hjarta.VK 28.2

  Þeir eru margir, sem ekki skilja hið sanna eðli iðr-unarinnar. Fjölmargir hryggjast yfir því, að þeir hafa syndgað og bæta jafnvel ytri breytni sína, af því að þeir óttast, að illvirki þeirra færi þeim sjálfum þjáningu. En slíkt er ekki iðrun að skilningi Biblí-unnar, því að þessir menn harma þjáninguna, en ekki syndina. Þannig var því farið um hryggð Esaús, þeg-ar hann sá fram á, að hann hafði fyrirgert frumburð-arréttinum að fullu og öllu. Bileam skelfdist og gekkst við afbroti sínu, til þess að fá lífi haldið, þegar eng-illinn gekk í veg fyrir hann með brugðnu sverði. En þar var alls ekki til að dreifa neinni iðrun vegna synd-ar, meðvituðu afturhvarfi né andstyggð á hinu illa. Þegar Júdas Ískaríot hafði svikið herra sinn, hrópaði hann: “Ég hef drýgt synd, er ég sveik saklaust blóð.”VK 28.3

  Það var hræðileg meðvitund um fyrirhugaða for-dæmingu og óttaslegið hugboð um dóminn, sem knúði hina sakbitnu sál hans til þessarar játningar. Afleið-ingar gerða hans, sem við honum blöstu, fylltu hann skelfingu, en í sál hans fannst engin djúp, nístandi sorg yfir því, að hann hafði svikið hinn flekklausa son Guðs og afneitað hinum heilaga í Ísrael. Þegar dómar Guðs þjökuðu Faraó, viðurkenndi hann synd sína til þess að komast hjá frekari refsingu, en bauð himnunum birginn, jafnskjótt og plágunum var af-létt. Allir þessir menn hörmuðu afleiðingar syndar-innar, en ekki vegna syndarinnar sjálfrar.VK 29.1

  En þegar andi Guðs nær valdi á hjarta mannsins, þá vaknar samvizkan, og syndarinn greinir að nokkru leyti víðfeðmi og helgi Guðs laga, sem eru grundvöll-ur stjórnar hans á himni og jörðu. “Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann” uppljómar leyndustu kima sálarinnar og leiðir það fram, sem í myrkrunum leyn-ist. Sannfæring altekur hugann og hjartað. Syndar-inn gerir sér grein fyrir réttlæti Jehóva og finnur til skelfingarinnar við að birtast í synd sinni og óhrein-leika frammi fyrir Honum, sem rannsakar hjörtun. Honum birtist kærleikur Guðs, fegurð heilagleikans, fögnuður hreinleikans. Hann þráir að verða hreinn og komast í samfélag himnanna.VK 29.2

  Bæn Davíðs eftir hrösun hans, sýnir ljóslega sanna hryggð vegna syndar. Iðrun hans var mikil og einlæg. Hann bar ekki við að bera í bætifláka fyrir afbrot sitt, bæn hans var ekki borin uppi af ósk um að komast hjá yfirvofandi refsingu. Davíð sá, hversu skelfilegt brot hans var. Honum skildist saurgun sálar sinnar, og honum hraus hugur við synd sinni. Hann bað ekki einvörðungu um fyrirgefningu, heldur og um hrein-leika hjartans. Hann þráði fögnuð heilagleikans, svo að hann mætti á ný komast í samfélagið við Guð. Þessi voru orð sálar hans:VK 30.1

  “Sæll er sá, er afbrotin eru fyrirgefin,
  synd hans hulin.
  Sæll er sá maður, er Drottinn tilreiknar eigi misgerð,
  sá er eigi geymir svik í anda.”
  VK 30.2

  “Guð, vertu mér náðugur sakir elsku þinnar,
  afmá brot mín sakir þinnar miklu miskunnsemi.
  Þvo vandlega af mér misgerð mína
  og hreinsa mig af synd minni,
  því að ég þekki sjálfur afbrot mín
  og synd mín stendur mér stöðugt fyrir hugskotssjónum.
  Gegn þér einum hef ég syndgað
  og gert það, sem illt er í augum þínum,
  til þess að þú sért réttlátur, er þú talar,
  sért hreinn, er þú dæmir. Sjá, í misgerð er ég fæddur
  og í synd gat mig móðir mín.
  Sjá, þú hefur þóknun á hreinskilni hið innra
  og í fylgsnum hjartans kennir þú mér vizku.
  Hreinsa mig með ísóp, svo að ég verði hreinn,
  þvo mig, svo að ég verði hvítari en mjöll.
  Lát mig heyra fögnuð og gleði,
  lát kætast beinin, sem þú hefur sundurmarið.
  Byrg auglit þitt fyrir syndum mínum
  og afmá allar misgerðir mínar.
  Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð,
  og veit mér af nýju stöðugan anda.
  Varpa mér ekki burt frá augliti þínu
  og tak ekki þinn heilaga anda frá mér.
  Veit mér aftur fögnuð þíns hjálpræðis
  og styð mig með fúsleiks anda,
  að ég megi kenna afbrotamönnum vegu þína
  og syndarar megi hverfa aftur til þín.
  Frelsa mig frá blóðsúthellingu, Drottinn, Guð hjálpræðis míns,
  lát tungu mína fagna yfir réttlæti þínu.”
  VK 30.3

  Iðrun sem þessi er okkar eigin ramleik um megn. Hún fæst ekki nema fyrir Krist, sem steig upp til himna og hefur gefið mönnunum gjafir.VK 32.1

  Hér er einmitt um að ræða atriði, sem mörgum skjátlast um, og af þeim sökum fara þeir á mis við þá hjálp, sem Kristur vill veita þeim. Þeir halda, að þeir geti ekki komið til Krists, fyrr en þeir hafa iðr-azt, og iðrunin færi þeim fyrirgefningu syndanna. Satt er það að vísu, að iðrunin er nauðsynlegur und-anfari fyrirgefningar syndanna, því að þau hjörtu ein, sem eru iðrandi og kramin, finna þörfina á frelsaran-um. En þarf syndarinn að bíða, unz hann hefur iðrazt, áður en hann getur komið til Jesú? Á iðrunin að vera þröskuldur milli syndarans og frelsarans?VK 32.2

  Biblian kennir ekki að syndarinn verði að iðrast, áður en hann getur þegið boð Krists: “Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og eg mun veita yður hvíld.” Það er krafturinn, sem stafar frá Kristi, er leiðir til sannrar iðrunar. Á þetta varp-aði Pétur skýru ljósi í yfirlýsingu sinni til Ísraels-manna, er hann sagði: “Þennan hefur Guð upp hafið að foringja og frelsara með hægri hendi sinni til að veita Israel afturhvarf og synda-fyrirgefning.” Við getum engu fremur iðrazt, án þess að til komi andi Krists að vekja samvizkuna, en öðlazt fyrirgefningu án Krists.VK 32.1

  Kristur er uppspretta allra jákvæðra tilhneiginga. Hann einn megnar að vekja í hjartanu óbeit á synd-inni. Sérhver þrá eftir sannleika og hreinleika, hver sannfæringarvottur okkar um eigin syndarástand, er vitni þess, að hans heilagi andi hrærir hjörtu okkar.VK 32.2

  Jesús hefur sagt: “En er eg verð hafinn frá jörðu, mun eg draga alla til mín.” Kristur verður að opin-berast syndaranum sem sá frelsari, er lét lífið vegna synda heimsins. Og þegar við sjáum lamb Guðs á krossinum á Golgata, tekur leyndardómur endur-lausnarinnar að opnast fyrir hugarsjónum okkar, og gæzka Guðs leiðir okkur til iðrunar. Með því að deyja fyrir syndarana, auðsýndi Kristur okkur kærleika, sem er ofar skilningi okkar; og þegar syndurunum birtist þessi ást, þá mýkist hjarta þeirra og sál þeirra hrærist, og hjá þeim vaknar iðrun.VK 32.3

  Vist er um það, að stundum fyrirverða menn sig fyrir syndugt líferni sitt og leggja niður sumar af ljótum venjum sínum, áður en þeir eru sér þess með-vitandi. að þeir eru að laðast að Kristi. En hvenær sem þeir gera tilraun til siðbótar af einlægum vilja til að gera það, sem rétt er, þá er það máttur frá Kristi, sem knýr þá. Áhrif, sem eru þeim ómeðvituð, leika um sál þeirra, samvizkan vaknar og ytri breytni þeirra batnar. Þegar Kristur síðan knýr þá til að líta til krossins og virða fyrir sér hann, sem kvalinn var fyrir þeirra syndir, hitta boð hans samvizku þeirra. Augu þeirra opnast fyrir spillingu þeirra og hversu djúpar rætur syndin hefur fest í sálum þeirra. Þeim byrjar að skiljast að nokkru réttlæti Krists og hrópa: “Hvílík er syndin, að hún skyldi útheimta slika fórn til að frelsa fórnarlömb hennar? Var allur þessi kærleikur, öll þessi þjáning, öll þessi niðurlæging nauðsynleg til þess, að við skyldum ekki glatast, heldur hljóta eilíft líf?”VK 33.1

  Syndarinn kann að veita bessum kærleika mót-spyrnu, þverskallast við boðinu um að koma til Krists. En ef hann spyrnir ekki við fótum, þá mun hann lað-ast að Jesú. Vitneskjan um tilgang frelsunarinnar mun leiða hann að krossinum, iðrandi vegna synda sinna, sem hafa valdið þjáningum hins elskaða sonar Guðs.VK 33.2

  Sami guðdómsandinn, sem er að verki í náttúrunni, talar einnig til mannshjartans og vekur ólýsanlega þrá eftir einhverju, sem það vantar. Veraldlegir hlutir fá ekki fullnægt þessari þrá. Andi Guðs leggur fast að þeim að leita þeirra hluta, sem einir fá veitt frið og hvíld: náðar Krists og fagnaðar heilagleikans. Frelsari okkar er sístarfandi, ljóst og leynt, að því að draga hjörtu mannanna burt frá hinni fullnægju-lausu nautn syndarinnar og að hinni óendanlegu blessun, sem þau geta eignazt í honum. Hinn guð-dómlegi boðskapur: “Og sá sem þyrstur er, hann komi. Hver sem vill, hann taki ókeypis lífsvatnið”, hljómar til allra þeirra sálna, sem árangurslaust leit-ast við að svala þorsta sínum í gruggugum brunnum þessa heims.VK 34.1

  Þið, sem í hjarta ykkar þráið eitthvað betra en það, sem þessi heimur fær boðið, athugið, að þessi þrá er rödd Guðs i sálu ykkar. Biðjið hann um að veita ykkur náð til að iðrast og opinbera ykkur Krist í óendanlegum kærleika hans og fullkomnum hrein-leika. Uppistaðan í lögmáli Guðs, kærleikurinn til Guðs og manna, birtist fullkomlega í lífi frelsarans. Velvild og óeigingjörn ást var honum fyrir öllu. Þegar frelsarinn birtist okkur og ljós hans lýsir okkur þá sjáum við, hversu syndugt hjarta okkar er.VK 34.2

  Við kunnum, eins og Nikódemus, að hafa blekkt okkur með því, að við höfum verið hrein og bein og siðgæði okkar óaðfinnanlegt, og því álitið, að við þurfum ekki að auðmýkja hjarta okkar fyrir Guði eins og ótíndir syndarar. En þegar ljós Krists lýsir upp sál okkar, mun okkur verða ljóst, hversu óhrein við erum. Okkur mun skiljast eigingirni hvata okkar og fjandskapurinn við Guð, sem hafa saurgað sér-hverja athöfn okkar. Þá fáum við að vita, að réttlæti okkar er engu betra en ötuð flík, og að blóð Krists er hið eina, sem getur hreinsað af okkur saurgun syndar-innar og endurnýjað hjörtu okkar í hans mynd.VK 34.3

  Einn geisli Guðs dýrðar, bjarmavottur frá hrein-íleika Krists, sem brýzt inn í sálina, leiðir greinilega í ljós sérhvern syndarvott og afhjúpar afskræmingu og bresti mannlegrar skapgerðar. í ljós koma hinar óhelgu hvatir, vantrú hjartans og óhreinleiki varanna. Þau verk, sem hinn ótrúi syndari hefur unnið og hafa brotið í bága við lögmál Guðs, eru leidd honum fyrir sjónir, og önd hans engist undir rannsakandi áhrifum Guðs anda. Hann fær óbeit á sjálfum sér, er hann sér hina hreinu og flekklausu skapgerð Krists.VK 35.1

  Þegar Daníel spámaður leit dýrðina, sem ljómaði um hinn himneska boðbera, sem til hans var sendur, varð hann gagntekinn meðvitund um eigin veikleika og ófullkomleika. Hann lýsir áhrifum þessarar dá-samlegu vitrunar á þessa leið: “En hjá mér var eng-inn máttur eftir orðinn, og yfirlitur minn var til lýta umbreyttur, og ég hélt engum styrk eftir.” Þegar sálin hefur verið þannig snortin, fær hún óbeit á eigingirni sinni og sjálfsást og leitar réttlætis fyrir Krist til þess að öðlast þann hreinleika hjartans, sem samræmist lögmáli Guðs og skapgerð Krists.VK 35.2

  Páll segir, að að því er tók til ytri hegðunar hafi hann verið “óásakanlegur” “ef litið er á réttlætið, sem fæst með lögmálinu.” En þegar augu hans opn-uðust fyrir anda lögmálsins, gerði hann sér grein fyrir, að hann var syndari. Hann hafði sneitt hjá syndinni eftir bókstaf lögmálsins að dómi þeirra manna, sem heimfæra það einungis til ytra lífernis. En þegar hann skyggndist undir yfirborð hinna heil-ögu boða og sá sjálfan sig í sama ljósi og Guð sá hann, þá laut hann í auðmýkt og játaði sekt sína. Hann segir: “Ég lifði einu sinni án lögmáls; en er boðorðið kom, lifnaði syndin við, en ég dó.” Þegar honum hafði skilizt hið andlega eðli lögmálsins, sá hann syndina í allri sinni viðurstyggð og sjálfsálit hans hvarf eins og dögg fyrir sólu.VK 36.1

  Ekki eru allar syndir jafnalvarlegar fyrir augliti Guðs. Þær eru misalvarlegar að hans dómi sem mann-anna. En hversu smávægilegar sem ýmsar misgerðir kunna að virðast fyrir augum manna, er engin synd smá fyrir augliti Guðs. Dómar manna eru hlutdrægir og ófullkomnir, en Guð metur hluti eftir raunveru-legu gildi þeirra. Ofdrykkjumaðurinn er fyrirlitinn og honum sagt, að synd hans útiloki hann frá himna-ríki, en dramb, eigingirni og ágirnd láta menn of oft óátalið. En slíkar syndir eru öðrum fremur viður-styggilegar fyrir augliti Guðs, því að þær brjóta í bága við gæzku hans og óeigingjarna ást, sem kalla má hið sanna lífsloft í hinum syndlausa heimi. Sá sem fellur í einhverja af hinum meiri háttar syndum, kann að finna til blygðunar og andlegrar örbirgðar og getur kennt þarfarinnar á náð Krists. En dramb-semin viðurkennir enga þörf, og þess vegna lokar hún hjartanu á ný fyrir Kristi og þeirri óendanlegu blessun, sem hann vildi færa okkur.VK 36.2

  Tollheimtumaðurinn, sem bað með orðunum: “Guð, vertu mér syndugum líknsamur”, leit á sjálfan sig sem syndum spilltan mann, og samur var annarra dómur um hann. En hann kenndi þarfar sinnar, og hann laut Guði, hlaðinn byrði sektar og blygðunar og bað um náð. Hjarta hans var opið fyrir anda Guðs og náð hans og levsti hann þannig undan valdi syndar-innar. Hrokafull og sjálfumglöð bæn faríseans sýndi, að hjarta hans var lokað fyrir áhrifum heilags anda. Vegna fjarlægðar sinnar frá Guði, skorti hann allt skyn á eigin saurugleika, andstætt fullkomleika guð-legrar helgi. Hann kenndi engrar innri þarfar, og þess vegna hlotnaðist honum ekkert.VK 37.1

  Ef þú sérð, hversu syndugur þú ert, þá bíddu ekki eftir að þú verðir betri. Þeir eru óneitanlega margir, sem álíta sig ekki nógu góða til að koma til Krists. Hyggur þú þig geta barizt af eigin ramleik? “Getur blámaður breytt hörundslit sínum eða pardusdýrið flekkjum sínum? Þá munduð þér og megna að breyta vel, þér sem vanizt hafið að gera illt.” Við getum engrar hjálpar vænt nema frá Guði. Við megum eng-an veginn biða eftir öflugri fortölum, betri tækifær-um eða háleitara hugarfari. Við getum ekkert gert á eigin spýtur. Við verðum að koma til Krists eins og við stöndum.VK 37.2

  En enginn skyldi blekkja sjálfan sig með því að ætla, að Guð muni af sinni miklu ást og miskunn-semi frelsa jafnvel þá, sem hafna náð hans. Ljótleiki syndarinnar verður ekki á annan hátt metinn en í ljósi krossins. Þegar menn halda því fram, að Guð sé of góður til að útskúfa syndaranum, þá skyldu þeir líta til Golgata. Kristur tók á sínar herðar sök hinna óhlýðnu og þjáðist í stað syndaranna, af því að engin önnur leið var til þess að frelsa mennina, og án þessarar fórnar Krists var mannkyninu ekki unnt að umflýja vanheilagt ofurveldi syndarinnar og kom-ast á ný í samfélag heilagra, — verða aftur þátttak-endur andlegs lífs. Kærleikur, þjáningar og dauði Guðs sonar, allt vitnar þetta um viðurstyggð syndar-innar og sýnir, að engrar undankomu er að vænta undan mætti hennar né vonir um æðra líf, nema sálin beygi sig fyrir Kristi.VK 38.1

  Hinir þverúðarfullu afsaka sig stundum með því að segja um þá, sem játa kristni: “Ég er alveg eins góður og þeir. Ekki sýna þeir meiri sjálfsafneitun, hófsemi eða hógværð í breytni sinni en ég. Þeir hafa engu minni mætur á skemmtunum og nautnum en ég.” Þannig nota þeir annarra yfirsjónir sem skálka-skjól fyrir eigin vanrækslu skyldu sinnar. En syndir og ávirðingar annarra fá ekki talizt neinum til máls-bóta, því að Drottinn hefur ekki fengið okkur til eftirbreytni hrösula og mannlega fyrirmynd. Til fordæmis hefur okkur verið gefinn hinn flekklausi son-ur Guðs, og þeir sem mögla yfir rangri breytni krist-inna manna, ættu einmitt að breyta betur og gefa veglegra dæmi til eftirbreytni. Ef þeir gera sér svona háar hugmyndir um, hvernig kristnum mönnum ber að breyta, er þeirra eigin synd þá ekki að því skapi meiri? Þeir vita hvað rétt er, en breyta samt ekki eftir því.VK 38.2

  Varizt hik. Frestið því ekki að snúa frá syndum ykkar og leita hreinleika hjartans í Kristi. Í þessu efni hefur þúsundum manna yfirsézt sér til ævarandi glötunar. Hér vil ég ekki fjölyrða um, hversu stutt og fallvalt lífið er. En það stofnar okkur í geigvæn-lega hættu, — hættu, sem við metum ógjarnan rétti-lega, — að skjóta því á frest að sinna áminningar-rödd heilags anda og kjósa heldur að lifa áfram í syndinni, því að af þeim sökum er það einmitt, að við frestum afturhvarfinu. Hversu smávægileg sem synd kann að vera metin, þá er ekki hægt að ofur-selja sig henni án þess að stofna sér í hina mestu hættu. Það sem við sigrum ekki, mun vinna sigur á okkur og leiða okkur í glötun.VK 39.1

  Adam og Eva töldu sér trú um, að smámunir eins og að eta af forboðna ávextinum, gæti ekki haft í för með sér svo skelfilegar afleiðingar sem Guð hafði lýst. En þessir smámunir voru brot á óbreytanlegu og heilögu lögmáli Guðs, og það skildi manninn frá Guði, opnaði flóðgáttir dauðans og leiddi ólýsanlegar hörm-ungar yfir heiminn okkar. Öld eftir öld hafa stöðug neyðaróp stigið upp frá jörðinni, og öll skepnan hef-ur stunið og engzt í kvöl, sem leitt hefur af óhlýðni mannanna. Jafnvel á himnum hefur gætt afleiðinga uppreisnar þeirra gegn Guði. Golgata er minnisvarði hinnar stórkostlegu fórnar, sem útheimtist til að bæta fyrir brotin á lögmáli Guðs. Við skulum því ekki líta syndina smáum augum.VK 39.2

  Sérhvert afbrot, sérhver vanræksla eða höfnun á náð Krists, bitnar á okkur sjálfum. Það forherðir hjartað, dregur úr viljaþrekinu, sljóvgar skynsem-ina og gerir menn bæði tregari og óhæfari til að hlýða kallinu frá heilögum anda.VK 40.1

  Margir friða slæma samvizku með því að telja sér trú um, að þeir geti séð að sér, þegar þá lystir. Þeir geti daufheyrzt við náðarboðuninni, og þó æ ofan í æ orðið snortnir. Þeir ætla sig geta snúið af syndaferli sínum, þegar að þeim kreppir, þó að þeir hafi for-smáð anda náðarinnar og lagt lóð sín á vogarskál Satans. En þetta er langt frá svo einfalt. Lífsreynslan og menntunin á ævibrautinni hafa mótað skapgerðina svo mjög, að fáir kjósa þá að laga sig að dæmi Jesú.VK 40.2

  Þótt ekki komi til meira en einn skapgerðarbrestur, ein syndsamleg hvöt, sem menn halda fast við, þá mun það um síðir hrökkva til að byggja út mætti fagnaðarerindisins. Sérhver holdleg nautn eflir and-stöðu sálarinnar gegn Guði. Sá sem auðsýnir þrjózku trúleysisins eða sljóleika kæruleysisins gagnvart guð-legum sannindum, uppsker einungis eftir því, sem hann hefur til sáð. Í allri ritningunni gefur ekki að finna hræðilegri viðvörun við því að daðra við hið illa, en orð spekingsins um, að syndarinn “verður veiddur i snöru synda sinna.”VK 40.3

  Kristur er reiðubúinn að frelsa okkur frá syndinni, en hann þvingar engan. Og sc vilji okkar staðráðinn i áframhaldandi afbrotum og ástundun hins illa, og við óskum ekki eftir frelsi og viljum ekki þekkjast náð hans, hvað getur hann þá frekar að gert? Við höfum sjálf leitt okkur í glötun með því að vísa kær-leika hans algerlega á bug. “Sjá, nú er mjög hag-kvæm tið, sjá, nú er hjálpræðisdagur.” “Í dag, ef þér heyrið raust hans, þá forherðið ekki hjörtu yðar.” “Mennirnir líta á útlitið, en Drottinn litur á hjart-að”, hið mannlega hjarta, þar sem togast á geðs-hræringar gleði og harma, hið reikula og óstöðug-lynda hjarta, sem er aðsetur svo mikils óhreinleika og táls. Hann þekkir hvatir þess, hugrenningar og áform. Farðu til hans, hversu saurug sem sál þín er. Opna leyndustu fylgsni hennar fyrir auganu alltsjá-andi að dæmi sálmaskáldsins, sem hrópaði: “Prófa mig, Guð, og þekktu hjarta mitt; rannsaka mig og þekktu hugsanir mínar; og sjá þú, hvort ég geng á glötunarvegi, og leið mig hinn eilífa veg.”VK 41.1

  Margir aðhyllast skynsemistrú, ytri mynd guð-hræðslu, þó að hjartað hafi ekki verið hreinsað. Þeir ættu að biðja: “Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér af nýju stöðugan anda.” Vertu hreinskilinn við þína eigin sál. Vertu eins alvörugefinn og þraut-seigur og þú mundir vera, ef líkamlegt líf þitt væri í veði. Þetta er mál, sem Guð og sál þín verða að út-kljá fyrir eilífðina. Tálvonirnar einar munu leiða til tortímingar.VK 41.2

  Hugleiddu orð Guðs samfara bæn. Það mun leiða í Ijós fyrir þig lögmál Guðs og líf Krists, hin mikils-verðu grundvallaratriði heilagleikans, “því að án hennar fær enginn Drottin litið.” Þau færa mönn-um heim sanninn um syndina og opinbera ljóslega veg sáluhjálparinnar. Gefðu gaum að þeim, því að í þeim talar rödd Guðs við sál þína.VK 42.1

  Ekki skalt þú örvænta, þegar augu þín opnast fyrir því, hversu skelfileg syndin er, og þú sérð sjálfan þig í réttu Ijósi. Kristur kom einmitt til þess að frelsa syndara. Við þurfum ekki að sætta Guð við okkur, athugaðu hinn undursamlega kærleika, — “með því að það var Guð, sem í Kristi sætti heiminn við sig.” Hann býður af nærfærnum kærleika villuráf-andi börnum sínum að koma til sín. Engir jarðneskir foreldrar gætu umborið bresti barna sinna af slíkri Dolinmæði sem Guð auðsýnir þeim, er hann leitast við að frelsa. Enginn gæti áminnt hina brotlegu blíð-legar. Engar mannlegar varir hafa nokkru sinni flutt hinum villuráfandi þýðari boðskap en hann. Fyrir-heit hans öll og áminningar eru eingöngu vottur um ólýsanlegan kærleika.VK 42.2

  Þegar Satan tjáir ykkur, að þið séuð stórsyndarar, þá skuluð þið líta til frelsara ykkar og svara með verðleikum hans. Það mun bjarga ykkur, ef þið lítið til ljóss hans. Gangizt við syndum ykkar, en segið óvininum, “að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn”, og þú getur frelsazt fyrir óum-ræðilegan kærleika hans. Jesús lagði fyrir Símon spurningu um tvo skuldunauta. Annar skuldaði lánar-drottni sínum smávægilega upphæð, en hinn verulega. En hann fyrirgaf báðum, og Kristur spurði Símon, hvor skuldunauturinn mundi elska lánardrottin sinn meira. Símon svaraði: “Ég hygg sá, sem hann gaf meira upp.” Við höfum syndgað gróflega, en Kristur dó, svo að okkur mætti hlotnast fyrirgefning. Verð-skuldun fórnar hans er föðurnum nægileg fyrir okkur. Þeir, sem hann hefur fyrirgefið mest, munu elska hann heitast og standa næstir hástóli hans til að lof-syngja hann, hinn mikla kærleika hans og ómetanlega fórn. Þegar okkur skilst til fulls kærleikur Guðs, þá opnast augu okkar fyrir virðurstyggð syndarinnar. Þegar við sjáum, hversu löng sú festi er, sem okkur hefur verið rétt til frelsunar og skiljum að nokkru hina ómetanlegu fórn, sem Kristur færði fyrir okkur, hlýtur hjarta okkar að verða gagntekið af viðkvæmni og iðrun.VK 42.3

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents