Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 56— Afstaða til þeirra sem eru ekki sömu trúarskoðunar og við

  Spyrja má: eigum við ekki að hafa neins konar samband við heiminn? Orð Drottins á að vera leiðarljós okkar. Hvert það samband við guðleysingja og vantrúaða sem leiddi til þess að við værum sett í sama hóp og þeir er bannað í orði Guðs. Við eigum að ganga út frá þeim og vera aðskilin. Við eigum ekki í neinu tilviki að tengjast þeim í áformi þeirra um starf. En við eigum ekki að lifa einsetulífi. Við eigum að gera heimshyggjumönnum allt það góða sem við mögulega getum.BS2 371.1

  Kristur hefur gefið okkur fordæmi í þessu. Þegar honum var boðið að snæða með tollheimtumönnum og syndurum neitaði hann ekki boðinu því hann gat ekki náð til þessa hóps manna á annan hátt en að hafa samneyti við þá. En í hverju tilviki leiddi hann samtalið að eilífum verðmætum. Og hann segir við okkur: „Þannig lýsi ljós yðar mönnunum, til þess að þeir sjái góðverk yðar og vegsami föður yðar, sem er í himnunum.” Matt. 5, 16.1GW, bls. 394;BS2 371.2

  Samfélag vantrúaðra mun því ekki verða okkur til tjóns ef við höfum samneyti við þá í þeim tilgangi að tengja þá Guði og erum nógu sterk andlega til þess að standast áhrif þeirra.BS2 371.3

  Kristur kom inn í þennan heim til þess að bjarga honum, til að tengja fallinn mann við hinn óendanlega Guð. Fylgjendur Krists eiga að vera sem farvegur ljóss. Þeir eiga að halda við samfélagi við Guð og veita þeim sem í myrkri og villu ganga þær bestu blessanir sem himinninn veitir. Enok varð ekki spilltur af óguðleika þeim sem ríkti á hans dögum. Hví þurfum við þess á okkar dögum? Og við getum eins og meistari okkar haft samúð með líðandi mannkyni, borið meðaumkun til þeirra sem bágt eiga og litið með hlýleika á tilfinningar og nauðþurftir hinna þurfandi, hrjáðu og örvæntingarfullu.25T, bls. 113;BS2 371.4

  Ég bið þess að bræður mínir geri sér grein fyrir því að boðskapur þriðja engilsins hefur mikla þýðingu fyrir okkur og að helgihald hins sanna hvíldardags á að vera tákn sem aðgreinir þá sem þjóna Guði og þá sem þjóna honum ekki. Þeir sem eru orðnir syfjaðir og kærulausir skulu vakna.BS2 371.5

  Við erum kölluð til að vera heilög og við ættum vandlega að forðast það að láta í það skína að það sé þýðingarlítið hvort við varðveitum okkar sérstöku trúaratriði eða ekki. Á okkur hvílir sú alvarlega skylda að taka ákveðnari afstöðu með sannleikanum og réttlætinu en við höfum gert á liðnum tíma. Markalínan milli þeirra sem varðveita boð Guðs og þeirra sem ekki gera það á að koma skýrt fram og óvéfengjanlega. Við eigum samviskulega að heiðra Guð og nota af kostgæfni allar leiðir til þess að halda sáttmálann við hann til þess að við getum öðlast blessanir hans, þær blessanir sem eru svo nauðsynlegar fyrir fólkið sem verður fyrir svo miklum reynslum.BS2 372.1

  Að láta í það skína að trú okkar sé ekki ráðandi afl i lífi okkar er að vanheiðra Guð mikillega. Þannig snúum við okkur frá boðorðum hans, sem eru líf okkar og afneitum því að hann sé Guð okkar og að við séum fólk hans.37T, bls. 108;

  BS2 372.2

  Að tala við presta og hópa annarra safnaða

  Þú kannt að fá tækifæri til að tala í öðrum kirkjum. Þegar þú hagnýtir þér þessi tækifæri skalt þú minnast orða frelsarans: Vekið ekki reiði óvinarins með því að vera fordæmandi í ræðuflutningi ykkar. Þannig lokið þið dyrum fyrir sannleikanum. Skýran boðskap á að flytja. En varið ykkur á því að vekja andúð. Það þarf mörgum sálum að bjarga. Talið ekki hörð orð. Verið vís til hjálpræðis í orðum ykkar og athöfnum og sýnið öllum þeim Jesúm Krist sem þið komið i snertingu við. Látið alla sjá að þið eruð skóuð á fótunum með fúsleika til að boða fagnaðarboðskap friðarins öllum mönnum. Dásamlegar eru afleiðingarnar sem við sjáum ef við hefjumst handa í þessu verki fyllt Anda Krists. Okkur mun veitast hjálp ef við framkvæmum þetta verk í réttlæti, náð og kærleika. Sannleikurinn mun fara með sigur af hólmi.4Ev„ bls. 563, 564;BS2 372.3

  Við höfum verk að vinna fyrir presta annarra kirkjudeilda. Guð vill að þeir verði einnig hólpnir. Þeir geta líkt og við aðeins öðlast ódauðleika fyrir trú og hlýðni. Við verðum að starfa fyrir þá af einlægni til þess að þeir geti einnig öðlast það. Guð vill að þeir eigi þátt í hinu sérstaka verki fyrir þessa tíma. Hann vill að þeir séu meðal þess hóps sem gefur heimilisfólki hans fæðu á réttum tíma. Hví ættu þeir ekki að taka þátt í þessu verki? Prestar okkar ættu að leitast við að nálgast presta annarra safnaða. Biðjið fyrir þessum mönnum og með þeim, mönnum sem Kristur er meðalgöngumaður fyrir. Alvarleg ábyrgð hvílir á þeim. Sem boðberar Krists ættum við að sýna djúpan og einlaegan áhuga á þessum hirðum hjarðarinnar.56T, bls. 77, 78;BS2 372.4

  Prestar okkar ættu að gera það að sérstöku starfi sínu að vinna fyrir presta. Þeir eiga ekki að deila við þá, en með Biblíuna í hendinni eiga þeir að hvetja þá til að rannsaka orðið. Ef það er gert, munu margir prestar, sem nú prédika villu, prédika sannleikann fyrir þessa tíma.6Ev., bls. 562.BS2 373.1

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents