Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 44—Safnaðarskipulag

    Einhver verður að framkvæma skipun Krists. Einhver verður að framkvæma það verk sem hann hóf hér á jörðu. Söfnuðinum hefur verið veitt það hlutverk. Í þeim tilgangi hefur hann verið stofnsettur.16T, bls 295;BS2 284.1

    Prestar ættu að hafa yndi af reglu og ættu að aga sjálfa sig því að eftir það geta þeir með árangri agað söfnuð Guðs og kennt honum að starfa saman sem órofa heild eins og vel þjálfuð hersveit. Sé þörf á aga og reglu til þess að ná árangri í orustu er hins sama þeim mun meiri þörf i því stríði sem við tökum þátt í þar sem við höfum æðra og göfugra marki að ná en þeir sem stríða á orustuvellinum. Í þeim átökum, sem við tökum þátt í, eru eilíf verðmæti í veði.BS2 284.2

    Englar eru samtaka. Fullkomin regla einkennir allar athafnir þeirra. Því meir sem við líkjum eftir samræmi og reglu englasveitanna þeim mun árangursríkara verður starf þessara himnesku vera í okkar þágu. Þeir sem hafa smurningu frá hæðum munu í öllu starfi sínu stuðla að reglu og aga og samræmdri athöfn og þá geta englar Guðs samstarfað með þeim. En aldrei, aldrei munu þessir himnesku boðberar samþykkja óreglu, óskipulag og óreiðu. Allt þetta böl kemur sem afleiðing af viðleitni Satans til þess að veikja kraft okkar, draga úr hugrekkinu og að fyrirbyggja árangursríka athöfn.BS2 284.3

    Satan veit vel að árangur fylgir því aðeins að fram fari skipulag og samræmd athöfn. Hann veit vel að allt sem er tengt himninum er í fullkominni reglu, að undirgefni og algjör agi eru einkenni á hreyfíngum englasveitanna. Það er keppikefli hans að leiða kristna menn eins langt frá fyrirkomulagi himinsins og hann getur. Þess vegna blekkir hann jafnvel fólk Guðs og fær það til að trúa að regla og agi sé í andstöðu við andlegt líf, að eina öryggið fyrir það sé að leyfa hverjum og einum að fylgja eigin stefnu og halda sig aðgreindum frá hópum kristinna manna sem eru sameinaðir og eru að vinna að því að koma á aga og samræmdri athöfn. Öll viðleitni til að koma á reglu er talin hættuleg, hömlur á réttmætu frelsi og því skelfast menn slíkt sem pápísku. Þessar blekktu sálir telja það dyggð að stæra sig af frelsi sínu til að hugsa og framkvæma sjálfstætt. Þeir vilja ekki taka til greina neinar fyrirskipanir frá mönnum. Þeir eru ekki ábyrgir gagnvart neinum manni. Mér var sýnt að Satan leggi sig í framkróka um að fá menn til að halda að það sé Guðs vilji fyrir þá að hefjast handa á eigin spýtur og setja sér stefnu alveg óháðir bræðrum þeirra.21T, bls. 649, 650;BS2 284.4

    Guð hefur gert söfnuð sinn á jörðu að farvegi ljóss og eftir honum berast boð frá Guði um tilgang hans og vilja. Hann leiðir ekki einn af þjónum sínum í lífsreynslu sem er óháð og andstæð reynslu safnaðarins sjálfs. Ekki veitir hann heldur einum manni þekkingu á vilja sínum handa öllum söfnuðinum á sama tíma og söfnuðurinn — líkami Krists — er skilinn eftir í myrkri. Í forsjón sinni kemur hann þjónum sínum í náið samband við söfnuð sinn til þess að þeir geti haft minni tiltrú á sjálfum sér og þeim mun meiri tiltrú á öðrum, þeim sem hann er að leiða til að vinna að framvindu verks síns.3AA, bls. 163;

    BS2 285.1

    Söfnuðir skipulagðir af spámönnunum

    Skipulag safnaðarins í Jerusalem átti að vera sem fyrirmynd að skipulagi safnaða á öllum öðrum stöðum þar sem boðberar sannleikans áttu eftir að vinna sálir til fagnaðarerindisins. Þeir sem hlutu þá ábyrgð að gegna almennu umsjónarstarfi með söfnuðinum áttu ekki að drottna yfir arfleifð Guðs heldur áttu þeir sem vitrir hirðar að „gæta .. . hjarðar Guðs ... og vera fyrirmynd hjarðarinnar” ... og djáknar (safnaðarþjónar) áttu „að vera siðprúðir, fullir af Heilögum anda og visku.” Þessir menn áttu að taka sameinaða afstöðu með réttlætinu og halda henni með festu og einurð. Þannig mundu þeir með áhrifum sínum stuðla að samheldni hjá allri hjörðinni.4AA, bls. 91;BS2 285.2

    Postularnir gættu þess vel að umlykja nýendurfædda brjóstvörnum þeirrar reglu sem fagnaðarerindið býður og átti það að vera þýðingarmikið atriði í andlegum vexti þeirra. Starfsmenn voru settir í hverjum söfnuði og komið var á tilhlýðilegri röð og reglu til að framkvæma mætti öll þau mál sem snertu andlega velferð hinna trúuðu.BS2 285.3

    Þetta var í samræmi við áform fagnaðarerindisins um að sameina í einn líkama alla trúaða í Kristi og gætti Páll þess vandlega að fylgja þessu áformi í öllu sínu starfi. Fólk á ákveðnum stað, sem fyrir starf hans var leitt til þess að veita Kristi viðtöku sem frelsara, setti á stofn söfnuð þegar tími var kominn til. Þetta var jafnvel gert þó að hinir trúuðu væru aðeins fáeinir að tölu. Hinum kristnu var þannig kennt að hjálpa hver öðrum, minnast fyrirheitisins: „Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra.” 5AA, bls. 185,186;

    BS2 285.4

    Að fást við ágreining í söfnuðinum

    Í Jerusalem hittu fulltrúarnir frá Antíokkíu bræðurna frá hinum ýmsu söfnuðum sem höfðu safnast saman til almennrar samkomu. Þeir sögðu þeim frá árangri starfs þeirra á meðal heiðingjanna. Síðan skýrðu þeir skýrt frá þeirri ringulreið sem hafði komið af því að vissir farísear, sem snúist höfðu til kristinnar trúar, höfðu farið til Antíokkíu og lýst því þar yfir að heiðingjar yrðu að láta umskerast og halda lögmál Móse til þess að verða hólpnir. Heitar umræður urðu um mál þetta á fundinum.BS2 286.1

    Heilagur andi sá það gott vera að leggja ekki helgisiðalögmálið á endurfædda heiðingja og í því máli voru postularnir sama sinnis og Heilagur andi. Jakob sat í forsæti á ráðstefnunni og lokaákvörðun hans var þessi: „Fyrir því er það minn úrskurður að ekki skuli íþyngja þeim er af heiðingjunum snúa sér til Guðs.” Þar með lauk umræðunum.BS2 286.2

    Í þessu tilviki virðist Jakob hafa verið valinn til að tilkynna ákvörðun ráðstefnunnar. Þeir heiðingjar sem trú höfðu tekið áttu samt að hætta við venjur þær sem voru í ósamræmi við meginreglur kristindómsins. Postularnir og öldungarnir voru því á einu máli um það að fræða heiðingjana í bréfi um það að halda sig frá allri flekkun af skurðgoðum og frá saurlifnaði og köfnuðu og frá blóði. Það átti að leggja ríkt á við þá að halda boðorðin og að lifa heilögu líferni. Það átti einnig að fullvissa þá um að þeir menn sem höfðu lýst því yfir að umskurn væri bindandi hefðu ekki fengið tilskipun um það frá postulunum.6AA, bls. 190—195; BS2 286.3

    Ráðstefnuna sem ákvarðaði í þessu málefni sátu postular og kennarar, sem höfðu staðið framarlega í því að stofna kristna söfnuði meðal Gyðinga og heiðingja, ásamt kjörnum fulltrúum frá ýmsum stöðum. Viðstaddir voru öldungar frá Jerusalem og sendimenn frá Antíokkíu og áttu allir áhrifamestu söfnuðirnir fulltrúa sína þar. Ráðstefnan tók ákvarðanir í samræmi við það sem upplýst samviska bauð og með þeirri reisn sem hæfír söfnuði sem stofnaður er eftir vilja Guðs. Útkoman úr umræðum þeirra var sú að þeir sáu allir að Guð sjálfur hafði svarað þeirri spurningu sem um var að ræða með því að veita heiðingjunum Heilagan anda og þeir gerðu sér grein fyrir að það var þeirra hlutverk að fylgja leiðsögn Andans.BS2 286.4

    Allur þorri kristinna manna var ekki beðinn að greiða atkvæði um málið. „Postularnir og öldungarnir,” áhrifamenn, menn með góða dómgreind tóku álitsgerðina saman og settu hana fram en síðan var hún almennt viðurkennd af kristnum söfnuðum. Ekki voru samt allir ánægðir með ákvörðunina. Það var klíka framagjarna og eigingjarna bræðra sem voru ósammála henni. Þessir menn tóku að sér að vinna verkið á eigin ábyrgð. Þeir voru með miklar kvartanir og aðfinnslur, settu fram ný áform og leituðust við að rífa niður verk þeirra manna, sem Guð hafði sett til að fræða um boðskap fagnaðarerindisins. Söfnuðurinn hefur frá fyrstu tíð orðið að fást við slíka erfiðleika og svo mun vera til endalokanna.7AA, bls. 196, 197;

    BS2 287.1

    Hættan við það að skoða dómgreind einstaklingsins ofar öllu

    Þeir sem gjarnt er á að skoða eigin dómgreind sem ofar öllu eru í mikilli hættu. Það er ásetningur Satans að aðskilja slíka frá þeim sem eru farvegur ljóssins sem Guð hefur notað til þess að byggja upp starf sitt á jörðu og stuðla að vexti þess. Að vanrækja eða smá þá sem Guð hefur skipað til að bera leiðtogaábyrgð í sambandi við framgang sannleikans er að hafna því tæki sem hann hefur skipað til að vera til hjálpar, hvatningar og styrks fyrir fólk sitt. Ef einhver starfsmaður í víngarði Drottins gengur framhjá slíkum mönnum og telur að sér megi ekki berast ljós á neinn annan hátt en beint frá Guði er hann að setja sig í þá aðstöðu, þar sem líklegt er að hann verði blekktur af óvininum og hann falli.BS2 287.2

    Drottinn hefur í visku sinni hagað því þannig til, að vegna hins nána sambands sem vera skal á milli allra trúaðra, ætti einn kristinn maður að tengjast öðrum og söfnuður söfnuði. Þannig mun hinu mannlega verkfæri gert kleift að samstarfa með hinu guðlega. Hvert tæki mun verða undirgefið Heilögum anda og allir trúaðir verða sameinaðir í skipulögðu og beinskeyttu átaki til þess að veita heiminum fagnaðartíðindin um náð Guðs.8AA, bls. 164;BS2 287.3

    Eins og allir hinir ólíku limir mannslíkamans tengjast og mynda allan líkamann og hver limur framkvæmir sitt starf í hlýðni við þá vitsmuni sem ráða heildinni, þannig ætti fólkið í söfnuði Krists að tengjast í fagran líkama sem undirgefinn er helguðum vitsmunum heildarinnar.91TT, bls. 443;

    BS2 288.1

    Val og vígsla starfsmanna safnaðanna

    Páll postuli skrifar til Títusar: „Til þess að þú færðir í lag það sem ógert var og skipaðir öldunga í hverri borg svo sem ég lagði fyrir þig. Þann einn sem er óaðfinnanlegur, einnar konu eiginmaður, á trúuð börn, sem eigi eru sökuð um andvaraleysi eða þrjósku.” Títus 1, 5—7. „Eigi skal þú fljótráðið leggja hendur yfir nokkurn mann.” 1. Tím. 5, 22.BS2 288.2

    Í sumum safnaða okkar hefur val og vígsla öldunga verið of fljótráðin. Vikið hefur verið frá reglu Biblíunnar og af því hafa leitt alvarleg vandamál yfir söfnuðinn. Það ætti ekki að flýta sér svo mikið við að velja leiðtoga að það verði til þess að menn verði vígðir sem eru á engan hátt hæfir til ábyrgðarstarfa — menn sem þurfa að endurfæðast, göfgast og fágast áður en þeir geta þjónað málstað Guðs á einhverju sviði.105T, bls. 617,618;

    BS2 288.3

    Söfnuðurinn að eignast fasteign

    Þegar áhugi er vakinn í einhverri borg eða bæ ætti að fylgja eftir þeim áhuga. Svæði ætti að vinna gagngert þangað til að búið er að reisa einfaldan tilbeiðslustað sem standi sem merki, sem minnisvarði um hvíldardag Guðs, ljós í siðferðismyrkri. Slík minnismerki eiga að standa á mörgum stöðum til vitnisburðar um sannleikann.116T, bls. 100;BS2 288.4

    Mál þau sem snerta söfnuðinn ættu ekki að vera skilin eftir í lausu lofti. Ráðstafanir ætti að gera til að málefni Guðs eignist fasteign, svo að framvinda starfsins stöðvist ekki og þeir fjármunir sem menn vilja helga málstað Guðs renni ekki í vasa óvinarins.BS2 288.5

    Mér yar sýnt að Guðs fólk ætti að koma viturlega fram og láta einskis ófreistað af sinni hálfu til að koma viðskiptum safnaðarins á öruggan grundvöll. Eftir að fólkið er búið að gera allt sem það getur ætti það að treysta Drottni fyrir því sem það getur ekki ráðið við svo að Satan megni ekki að ná sér niðri á fólki Guðs. Þetta er vinnutími Satans. Stormasamur tími er framundan og söfnuðurinn ætti að vera vakandi og sækja fram svo þeir geti staðið öruggir gegn áformum hans. Það er tími til kominn að eitthvað sé gert. Guð er ekki ánægður að fólk hans skilji mál safnaðarins eftir í lausu lofti og leyfi óvininum að hafa yfirburði og stjórna málunum eins og honum geðjast best.121T, bls. 210, 211;

    BS2 288.6

    Árlegar samkomur

    Leggið hart að ykkur að sækja samkomur Guðs fólks.BS2 289.1

    Bræður og systur, það væri mikið betra fyrir ykkur að láta veraldleg viðskipti ykkar og starf líða heldur en að vanrækja tækifæri að hlýða á boðskap Guðs fyrir ykkur. Komið ekki fram með afsakanir til þess að halda ykkur frá því að öðlast allan þann andlega ávinning sem mögulegt er. Þið þurfið á hverjum ljósgeisla að halda. Þið þurfið að verða hæf til að gefa ástæðu fyrir þeirri von sem í ykkur býr með auðmýkt og ótta. Þið hafið ekki efni á því að missa af slíkum forréttindum.BS2 289.2

    Ekkert okkar ætti að fara á sumarmótið (ársfund) og treysta alveg á það að prestarnir eða Biblíustarfsmennirnir geri samkomuna að blessun fyrir okkur. Guð vill ekki að fólk hans leggi allt sitt traust á prestinn. Hann vill ekki að það veiklist af því að setja allt sitt traust á mannlegar verur um hjálp. Það á ekki að styðjast eins og hjálparvana börn við einhvern eins og hækju. Hver safnaðarmaður ætti sem ráðsmaður náðar Guðs að finna til persónulegrar ábyrgðar á því að eiga líf og rót í sjálfum sér.BS2 289.3

    Árangur samkomunnar er kominn undir nærveru og krafti Heilags anda. Hver sá sem elskar málefni sannleikans ætti að biðja um úthellingu Andans. Og við ættum eftir því sem okkur er kleift að fjarlægja hvað það sem er í vegi fyrir starfi hans. Andanum er ekki hægt að úthella meðan fólkið í söfnuðinum elur á misklíð og beiskju gagnvart hvert öðru. Öfund, afbrýðisemi og illt umtal eru frá Satan og loka leiðinni fyrir starfi Heilags anda.BS2 289.4

    Ekkert í heiminum er Guði eins kært og söfnuðurinn. Einskis annars gætir hann af svo mikilli umhyggju. Ekkert særir Guð sem það er skaðar áhrif þeirra sem eru að vinna að hans verki. Hann mun krefjast reikningsskila af hverjum þeim sem hjálpar Satan í starfi hans að gagnrýna og letja. 136T, bls. 39—42.BS2 289.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents