Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 54— Bæn fyrir sjúkum

  Ritningin segir, að menn „ættu stöðugt að biðja og ekki þreytast” (Lúk. 18, 1) og ef menn ættu einhvern tíma að finna þörf á bæn þá er það þegar þrótturinn er að dvína og lífið sjálft virðist vera að hverfa. Þeir sem eru í fullri heilsu gleyma oft þeim undursamlegu náðargjöfum sem þeim veitast dag eftir dag, ár eftir ár og þeir sýna Guði engan þakklætisvott fyrir velgjörðir hans. En þegar veikindi koma, er munað eftir Guði. Þegar mannlegur styrkur bregst, finna þeir þörf sína á guðlegri náð. Og aldrei snýr kærleiksríkur Guð okkar frá þeirri sál sem í einlægni leitar hans um hjálp. Hann er hæli okkar hvort sem við erum sjúk eða heilbrigð.BS2 359.1

  Kristur er núna hinn sami samúðarfulli læknir og hann var á jarðneskum starfstíma sínum. Í honum er læknandi smyrsl við hverjum sjúkdóm, læknandi kraftur í hverjum krankleika. Lærisveinar hans nú eiga að biðja fyrir hinum sjúku eins og lærisveinarnir til forna báðu. Lækningin mun koma á eftir, því að „fyrir trúarbæn mun hinn sjúki læknast.” Við höfum kraft Heilags anda, örugga fullvissu trúarinnar sem getur gert tilkall til fyrirheita Guðs. Fyrirheit Drottins er þetta: „Þeir munu leggja hendur yfir sjúka og þeir munu verða heilir” (Mark. 16, 18) og það er rétt eins öruggt nú eins og á dögum postulanna. Í því felast forréttindi Guðs barna og í trú ættum við að grípa allt það sem það nær yfir. Þjónar Krists eru sá farvegur sem hann starfar eftir og með tilstilli þeirra vill hann sýna læknandi kraft sinn. Það er okkar starf að koma með hina sjúku og hrjáðu til Guðs á örmum trúarinnar. Við ættum að kenna þeim að trúa á hinn mikla lækni. Frelsarinn vill að við hvetjum hina sjúku, hina vonlausu og hina hrjáðu til að ná taki á styrk hans.BS2 359.2

  Skilyrði fyrir því ad bæn sé svarað

  Því aðeins að við lifum í hlýðni við orð hans getum við farið fram á uppfyllingu fyrirheita hans. Sálmaskáldið segir: „Ef ég hygg á illt í hjarta mínu, þá heyrir Drottinn ekki.” Sálm. 66, 18. Ef við hlýðum honum aðeins að nokkru leyti og af hálfum huga, munu fyrirheit hans ekki uppfyllast á okkur.BS2 360.1

  Í orði Guðs höfum við leiðbeiningar varðandi sérstaka bæn fyrir lækningu sjúkra. En það er hátíðleg athöfn að flytja slíka bæn og slíkt ætti ekki að vera gert án vandlegrar íhugunar. Í mörgum þeim tilfellum þegar bæn um lækningu er flutt fyrir sjúkum er það sem kallað er trú ekki annað en ofdirfska.BS2 360.2

  Margir leiða sjúkdóma yfir sjálfa sig með eftirlátssemi. Þeir hafa ekki lifað í samræmi við lögmál náttúrunnar eða strangar meginreglur hreinlífisins. Aðrir hafa misvirt lögmál heilsunnar í matarog drykkjarvenjum sínum, klæðaburði eða starfi. Oft er einhvers konar löstur ástæða fyrir veikleika hugar eða líkama. Næðu þessar persónur blessunum heilsunnar, mundu margar þeirra halda áfram að fylgja sömu stefnu, brjóta náttúrulög Guðs og andleg lög og hugsa sem svo að ef Guð læknar þá sem svar við bæn séu þeir frjálsir til að halda .áfram sínum óheilbrigðu venjum og láta undan spilltri matarlyst hömlulaust. Ef Guð ætti að gera kraftaverk til að endurreisa þessa persónu til heilsu, væri hann að hvetja til syndar.BS2 360.3

  Það er gagnslaust starf að kenna fólki að líta til Guðs sem þess er læknar sjúkleika þeirra nema þeim sé kennt einnig að leggja niður óheilbrigðar venjur. Til þess að öðlast blessun hans sem svar við bæn verða þeir að hætta að gera illt og læra að gera gott. Umhverfi þeirra verður að vera hreinlegt og lífsvenjur þeirra réttar. Það verður að lifa í samræmi við lögmál Guðs bæði náttúruleg og andleg.BS2 360.4

  Þeim sem óska eftir bæn til þess að endurreisa heilsuna ætti að vera gert ljóst, að brot á lögum Guðs, náttúrlegum og andlegum, er synd og það verði að sjá það og láta af syndinni til þess að geta öðlast blessun hans.BS2 360.5

  Ritningin segir: „Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigðir.” Jak. 5, 15. Við þá sem biðja um bæn ætti þetta að vera sagt: „Við getum ekki lesið hjartað eða þekkt leyndardóma lífsins. Það er Guð einn og þú sjálfur sem þekkir slíkt. Ef þú iðrast synda þinna er það skylda þín að játa þær.” Syndir í einkalífi á að játa fyrir Kristi hinum eina meðalgangara milli Guðs og manns. Því að „þótt einhver syndgi, þá höfum við árnaðarmann hjá föðurnum, Jesúm Krist hinn réttláta. 1. Jóh. 2, 1. Sérhver synd er brot gegn Guði og hana á að játa fyrir honum fyrir tilstilli Krists. Sérhver opinber synd ætti að vera á sama hátt opinberlega játuð. Ranglæti gagnvart náunganum ætti að vera leiðrétt við þann sem gert var á móti. Ef einhverjir þeir sem eru að leita heilsu hafa verið sekir um illt umtal, ef þeir hafa sáð sundurlyndi á heimilinu, í umhverfinu eða söfnuðinum og hafa vakið upp sundrungu og óeiningu, ef þeir með einhverri rangri venju hafa leitt aðra til syndar, ætti allt slíkt að játa fyrir Guði og frammi fyrir þeim sem gert hefur verið á móti. „Ef við játum syndir vorar þá er hann trúr og réttlátur svo hann fyrirgefur oss syndir vorar og hreinsar oss af öllu ranglæti.” 1. Jóh. 1, 9.BS2 360.6

  Þegar ranglæti hefur verið leiðrétt, getum við sett fram þarfir hinna sjúku fyrir Drottin í öruggri trú eins og Andi hans gefur til kynna. Hann þekkir hvern einstakling með nafni og ber umhyggju fyrir hverjum og einum eins og ekki væri annar á jörðinni sem ástkær sonur hans dó fyrir. Þar sem kærleikur Guðs er svo mikill og óbrigðull ætti að hvetja hina sjúku til að treysta á hann og vera glaðvær. Að bera kvíðboga fyrir sjálfum sér vill leiða til veikleika og sjúkdóma. Ef þeir vilja hefja sig yfir áhyggjur og kvíða, aukast batamöguleikarnir. Því að „augu Drottins hvíla á þeim ..., er vona á miskunn hans.” Sálm. 33,18.BS2 361.1

  Þegar beðið er fyrir sjúkum ætti að minnast þess, að „vér vitum ekki, hvers vér eigum að biðja eins og ber.” Róm. 8, 26. Við vitum ekki hvort þær blessanir sem við óskum eftir verði okkur fyrir bestu eða ekki. Þess vegna ættu bænir okkar að fela í sér þessa hugsun: „Drottinn, þú þekkir leyndarmál sálarinnar. Þú ert kunnugur þessum persónum. Jesús, árnaðarmaður þeirra, gaf líf sitt fyrir þær. Kærleikur hans til þeirra er meiri en okkar kærleikur getur mögulega verið. Ef það er því þér til dýrðar og til góðs fyrir hina sjúku þá biðjum við í nafni Jesú að þær megi hljóta heilsuna aftur. Ef það er ekki þinn vilji að þeir fái heilsu aftur, biðjum við, að náð þín megi hugga og þín návist styrkja í þjáningunni.”BS2 361.2

  Guð þekkir endinn frá upphafi, hann þekkir hjörtu allra manna. Hann les hina leyndu hluti sálarinnar. Hann þekkir hvort þeir sem beðið er fyrir gætu eða gætu ekki þolað reynslu sem kæmi yfir þá ef þeir lifðu. Hann þekkir hvort líf þeirra mundi verða blessun eða bölvun fyrir þá sjálfa og heiminn. Þetta er ein ástæðan fyrir því að þegar við leggjum fram beiðni okkar af einlægni og ákafa þá ættum við að segja: „en verði þó ekki minn, heldur þinn vilji.” Lúk. 22, 42. Jesús bætti við þessum orðum í undirgefni við visku og vilja Guðs þegar hann í Getsemanegarðinum bað: „Faðir minn, ef mögulegt er, þá fari þessi bikar fram hjá mér.” Matt. 26, 39. Og ef þau voru viðeigandi fyrir hann, son Guðs, hversu miklu fremur á vörum dauðlegra, villuráfandi manna!BS2 361.3

  Skynsamleg stefna er að fela óskir okkar alvísum himneskum föður og síðan í fullkomnu trausti leggja allt í hendur hans. Við vitum, að Guð hlýðir á okkur ef við biðjum samkvæmt vilja hans. En að þrýsta fram beiðni okkar án undirgefni er ekki rétt. Bænir okkar mega ekki taka á sig mynd skipunar heldur beiðni.BS2 362.1

  Það eru tilfelli, þar sem Guð vinnur eindregið fyrir guðlegan kraft sinn að endurreisn heilsunnar. En ekki eru allir sjúkir læknaðir. Margir eru lagðir til hvíldar til að sofna í Jesú. Johannes var á Patmos eyju beðinn um að rita: „Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni deyja upp frá þessu. Já, segir Andinn, þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim.” Op. 15, 13. Af þessu sjáum við að ef menn eru ekki reistir upp til heilsu aftur ættu þeir ekki þess vegna að vera taldir skorta trú.BS2 362.2

  Við óskum öll eftir beinum og skjótum svörum við bænum okkar og við freistumst til að missa kjarkinn þegar svarið dregst eða kemur í óvæntri mynd. En Guð er vitrari og betri en svo að hann svari bænum okkar alltaf á þeirri stundu og á þann hátt sem við óskum. Hann vill gera meira og betra fyrir okkur en verða við öllum óskum okkar. Og þar sem við getum treyst visku hans og kærleika ættum við ekki að biðja hann að láta að vilja okkar heldur að leitast við að framkvæma tilgang sinn. Óskir okkar og áhugamál ættu að lúta vilja hans. Þær reynslur sem reyna á trú okkar eru okkur til gagns. Í þeim kemur það í ljós hvort trú okkar er sönn og einlæg og byggist á orði Guðs einu eða hvort hún er háð kringumstæðum og er óviss og breytileg. Trúin styrkist af áreynslu. Við verðum að láta þolgæðina vinna sitt verk og minnast þess að það eru dýrmæt fyrirheit fyrir þá sem bíða Drottins.BS2 362.3

  Það eru ekki allir sem skilja þessa meginreglu. Margir sem leita læknandi náðar Drottins álíta að þeir verði að fá bein og skjót svör við bænum sínum því að annars sé eitthvað að trú þeirra. Af þessari ástæðu þurfa þeir sem verða fyrir barðinu á sjúkdómum að hljóta viturleg ráð svo að þeir geti komið fram af skynsemi. Þeir ættu ekki að misvirða skyldu sína við vini sína sem kunna að lifa eftir þá eða vanrækja að nota tæki náttúrunnar til þess að endurreisa heilsuna.BS2 362.4

  Oft er hætta á mistökum í þessu efni. Þar sem sumir trúa því að þeir muni verða læknaðir sem svar við bæn, óttast þeir að gera nokkuð það sem kynni að virðast gefa trúarskort til kynna. Þeir ættu ekki að vanrækja að kippa málum sínum í lag eins og þeir vildu óska að hafa þau ef þeir byggjust við að sofna svefni dauðans. Ekki ættu þeir heldur að óttast að láta í ljós hvatningarorð eða leiðbeiningar sem þeir vildu tala á skilnaðarstundu við ástvini sína.BS2 363.1

  Þeir sem leita lækninga fyrir bæn ættu ekki að láta undir höfuð leggjast að notfæra sér leiðir til lækninga sem þeir hafa tök á. Það er ekki afneitun á trú að nota slíkar leiðir sem Guð hefur séð fyrir til þess að draga úr þjáningu og hjálpa náttúrunni í endurreisnarstarfi sínu. Það er engin afneitun á trú að samstarfa með Guði og skapa sér aðstæður sem eru hagstæðastar til bata. Guð hefur lagt það í okkar vald að öðlast þekkingu á lögum lífsins. Þessi þekking hefur verið veitt okkur til þess að við notuðum hana. Við ættum að nota hvern hæfileika til endurreisnar heilsunnar. Og notfæra okkur alla hugsanlega möguleika til þess að vinna í samræmi við náttúruleg lög. Þegar við höfum beðið fyrir bata sjúkra, getum við unnið af því mun meiri ákafa og þakkað Guði fyrir þau forréttindi að mega samstarfa með honum og beðið hann um blessun yfir þær leiðir sem hann hefur sjálfur lagt fyrir.BS2 363.2

  Orð Guðs leggur blessun sína yfir það að við notum lækningataeki. Hiskía, konungur í Ísrael var sjúkur og spámaður Guðs færði honum þann boðskap að hann ætti að deyja. Hann hrópaði til Drottins og Drottinn hlýddi á þjón sinn og sendi honum boð um það að 15 árum yrði bætt við líf hans. Nú hefði eitt orð frá Guði getað læknað Hiskía samstundis, en sérstakar leiðbeiningar voru í té látnar. „Taka skyldi fíkjudeig og leggja á kýlið, og mundi honum þá batna.” Jesaja 38, 21.BS2 363.3

  Þegar við höfum beðið um bata fyrir sjúka skulum við ekki missa trú á Guð hvernig sem svarið verður. Ef við verðum að horfast í augu við dauðann skulum við taka á móti þeim beiska bikar og minnast þess að hönd föðurins heldur honum að vörum okkar. En skyldi heilsa veitast aftur ætti það ekki að gleymast að sá sem þiggur læknandi náð tekur á sig nýjar skyldur gagnvart skaparanum. Þegar holdsveiku mennirnir tíu voru hreinsaðir kom aðeins einn til baka til að finna Jesúm og gefa honum dýrðina. Enginn okkar ætti að vera eins og hinir hugsunarlausu níu þar sem hjörtu þeirra voru ósnert af náð Guðs. „Sérhver góð gjöf og sérhver fullkomin gáfa er að ofan og kemur niður frá föður ljósanna en hjá honum er hvorki umbreyting né umhverfingarskuggi.” Jak. 1,17. 1MH, bls.225—233.BS2 363.4

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents