Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 57— Afstaða okkar til stjórnvalda og laga

  Postulinn setti skýrt fram afstöðu þá sem trúaðir ættu að hafa gagnvart borgaralegum yfirvöldum: „Verið Drottins vegna undirgefnir sérhverju mannlegu skipulagi, hvort heldur er konungi, svo sem hinum æðsta, eða landshöfðingjum, svo sem þeim, er af honum eru sendir illgjörðamönnum til refsingar, en til lofs þeim, sem vel breyta. Því að þannig er vilji Guðs, að þér skulið, með því að breyta vel, niðurþagga vanþekking heimskra manna, sem frjálsir menn, en ekki sem þeir, er hafa frelsið fyrir hjúp yfír vonskuna, heldur sem þjónar Guðs. Virðið alla menn, elskið bræðrafélagið, óttist Guð, heiðrið konunginn.” 1. Pét. 2, 14—17.1AA, bls. 522;BS2 374.1

  Við höfum menn setta yfir okkur sem stjórnendur og lög til þess að leiðbeina fólkinu. Væru lög þessi ekki til staðar mundi ástand heimsins vera mun verra en það nú er. Sum þessara laga eru góð, önnur slæm. Slæmu lögunum hefur fjölgað og enn eigum við eftir að komast í erfiðar aðstæður. En Guð mun veita fólki sínu styrk til að vera staðfast og lifa samkvæmt meginreglum orðsins.21T, bls. 201;BS2 374.2

  Mér var sýnt að það væri skylda okkar í hverju tilviki að hlýða lögum lands okkar nema þau stríði gegn þeim æðri lögum sem Guð hefur talað með raustu sinni frá Sínaífjalli og síðar ritað á stein með eiginn fíngri. „Ég mun gefa lög mín í hugskot þeirra og rita þau á hjörtu þeirra og ég mun vera Guð þeirra og þeir munu vera lýður minn.” Sá sem hefur lög Guðs rituð í hjarta sitt mun fremur hlýða Guði en mönnum og mun fremur óhlýðnast öllum mönnum en að víkja hið minnsta frá boðorðum Guðs. Fólk Guðs sem frætt hefur verið af innblásnum sannleika og leitt af góðri samvisku til að lifa samkvæmt hverju orði Guðs mun taka lögmál hans sem rituð eru á hjörtu þeirra sem eina valdið sem þeir geta viðurkennt eða samþykkt að hlýða. Viska og vald guðlegra laga eru æðst og mest.31T, bls. 361;BS2 374.3

  Stjórnin sem Jesú lifði við var spillt kúgunarafl. Á báða bóga var æpandi óréttlæti — kúgun, harka og hræðileg grimmd. Samt vann frelsarinn ekki að félagslegum umbótum. Hann réðist ekki á neins konar þjóðarósóma og ekki fordæmdi hann heldur óvini þjóðarinnar. Hann skipti sér ekki af valdi eða stjórn þeirra sem með völdin fóru. Sá sem var fordæmi okkar hélt sig í fjarlægð frá jarðneskum stjórnvöldum.4DA, bls. 509; BS2 375.1

  Aftur og aftur hafði Kristur verið beðinn um að skera úr í lagalegum málum og stjórmálalegum. En hann neitaði að skerast í leikinn í tímanlegum efnum. Kristur stóð í heiminum sem höfuð hins mikla andlega ríkis sem hann kom í heiminn til að stofna — ríkis réttlætisins. Kenningar hans gerðu hinar göfugu og helgustu meginreglur skýrar, þær sem ráða ríki hans. Hann sýndi að réttlæti og náð og kærleikur eru stjórnandi öfl í ríki Jehóva.59T, bls. 218;Njósnararnir sem komu til hans að því er virtist í einlægni eins og þeir vildu vita um skyldu sína og sögðu: „Vér vitum, meistari, að þú segir og kennir svo sem rétt er og gjörir þér engan mannamun, heldur kennir þú Guðs veg í sannleika. Leyfist að gjalda keisaranum skatt eða ekki?”BS2 375.2

  Í svari sínu reyndi Kristur ekki að fara fram hjá efninu heldur gaf hann beint svar við spurningunni. Hann hélt í hendi sér rómverskri mynt sem nafn og mynd keisarans var þrykkt á og lýsti því yfir að þar sem þeir lifðu undir vernd rómversks valds ættu þeir að veita því valdi þann stuðning sem það fór fram á svo lengi sem það stríddi ekki við æðri skyldur.BS2 375.3

  Þegar Farísearnir heyrðu svar Krists „undruðust þeir og þeir yfirgáfu hann og gengu burt.” Hann hafði ávítað þá fyrir hræsni þeirra og ofdirfsku og þegar hann gerði það setti hann fram mikla meginreglu, meginreglu sem setur skýrt fram takmörk skyldu mannsins gagnvart borgaralegum yfirvöldum og skyldu hans við Guð.6DA, bls. 601—603;

  BS2 375.4

  Eiðtaka

  Mér var sýnt að sumum börnum Guðs hafi orðið á mistök varðandi eiða og Satan notfærði sér þetta til þess að kúga þau og taka frá þeim peninga Drottins. Mér var sýnt að orð Drottins um „ekki að sverja” eiga ekki við eið fyrir rétti. „En ræða yðar skal vera: já, já, nei, nei. En það sem er umfram þetta er af hinu vonda.” Matt. 5, 34. 37. Þetta á við almennt samtal. Sumir eru gjarnir á að ýkja í tali sínu. Sumir sverja við eigið líf, aðrir sverja við höfuðið — svo vissulega sem þeir lifa, svo vissulega sem þeir hafa höfuð. Sumir taka himin og jörð til vitnis um að hlutirnir séu svo eða svo. Sumir vona að Guð taki frá þeim lífið ef það sem þeir segja er ekki satt. Það er þess konar almennir svardagar sem Jesús varar lærisveina sína við.BS2 375.5

  Mér var sýnt að Drottinn hefur enn eitthvað að gera með lög landsins. Meðan Jesús er enn í helgidóminum finna stjórnendur og fólkið enn fyrir hamlandi áhrifum Anda Guðs. en Satan stjórnar að miklu leyti múgnum og væri það ekki fyrir lög landsins yrðum við fyrir miklum þjáningum. Mér var sýnt að þegar það er raunverulega nauðsynlegt að börn Guðs beri vitni fyrir dómi og þau eru kölluð til þess er það ekki brot á orði Guðs, að börn hans kalli Guð hátíðlega til vitnis um að það sem þau segi sé sannleikur og ekkert annað en sannleikur.BS2 376.1

  Mér var sýnt að ef það er einhver á jörðinni sem getur samviskusamlega borið vitni með eiði þá er það hinn kristni. Hann lifir í ljósi ásjónu Guðs. Hann styrkist fyrir styrk hans. Og þegar þýðingarmikil mál verður að ákvarða með lögum er enginn sem getur jafnvel skýrskotað til Guðs en hinn kristni. Engillinn bað mig að taka eftir því að Guð sver við sjálfan sig.71T, bls. 201—203;

  BS2 376.2

  Æsing yfir stjórnmálum

  Þeim sem kenna Biblíuna í söfnuðum okkar og skólum er ekki leyfilegt að gera kunnar skoðanir sínar með eða móti stjórnmálamönnum eða -málum því að með því æsa þeir upp aðra og leiða menn til að setja fram eigin kenningar. Það eru til þeir á meðal þeirra sem segjast trúa sannleikanum fyrir þessa tíma sem æsast með því upp til þess að tjá tilfinningar sínar og stjórnmálaskoðanir, þannig að sundrung verður í söfnuðinum.BS2 376.3

  Drottinn vill að fólk hans sinni ekki málum stjórnmálalegs eðlis. Hvað þessi efni snertir er þögnin mælska. Kristur kallar á fylgjendur sínar að fylgja hreinum meginreglum fagnaðarerindisins sem eru skýrt sett fram í orði Guðs. Við getum ekki með öryggi greitt atkvæði með stjórnmálaflokkum, því að við vitum ekki hverjum við erum að greiða atkvæði. Við getum ekki með öryggi tekið þátt í neinni stjórnmálalegri áætlun.BS2 376.4

  Þeir sem í sannleika eru kristnir menn munu vera greinar á hinum sanna vínviði og bera sama ávöxt og vínviðurinn. Þeir munu koma fram í samræmi hver við annan, í kristilegu samfélagi. Þeir munu ekki hafa á sér merki stjórnmálaflokka, heldur merki Krists.BS2 376.5

  Hvað eigum við þá að gera? — Látið málefni stjórnmálalegs eðlis eiga sig.BS2 377.1

  Það er stór víngarður sem þarf að rækta en þó að kristnir menn eigi að vinna meðal vantrúaðra eiga þeir ekki að koma fram eins og heimshyggjumenn. Þeir eiga ekki að verja tíma sínum í það að tala um stjórnmál eða koma fram fyrir stjórnmálaflokka, því að með því gefa þeir óvininum tækifæri til að koma inn og leiða til sundrungar og ósamlyndis.BS2 377.2

  Guðs börn eiga að halda sig frá stjórnmálum. Takið ekki þátt í stjómmáladeilum. Skiljið ykkur frá heiminum og forðist það að leiða inn í söfnuðinn eða skólann hugmyndir sem leiða til sundrungar og ósamlyndis. Sundrung er það siðferðislega eitur sem þær mannverur taka inn í líkamskerfið sem eru eigingjarnar.8GW, bls. 391—395;

  BS2 377.3

  Hættan við það að koma með óviturlegar fullyrðingar

  Kennið fólkinu að fylgja í öllum hlutum lögum landsins þegar það getur gert það án þess að það stríði við lög Guðs. 99T, bls. 238;BS2 377.4

  Sumir bræður okkar hafa talað og ritað margt það sem túlkað hefur verið á þann veg, að það láti í ljós andúð á stjórnvöldum og lögum. Það eru mistök að bjóða þannig heim misskilningi. Það er ekki viturlegt að finna stöðugt að því sem ráðherrar ríkisstjórnanna gera. Það er ekki okkar hlutverk að ráðast á einstaklinga eða stofnanir. Við ættum að gæta okkar vel, svo að það verði ekki talið að við séum í andstöðu við borgaraleg yfirvöld. Það er satt að stríð okkar er árásarstríð en vopn okkar er að finna í orðunum: „svo mælti Drottinn.” Okkar mikla verk er að búa fólk undir að standast á hinum mikla degi Guðs. Við ættum ekki að láta víkja okkur af vegi inn á þær slóðir sem munu leiða til deilna og vekja andúð hjá þeim sem eru ekki af okkar trú.BS2 377.5

  Sá tími mun koma þegar vanhugsuð fordæmingarorð sem bræður okkar hafa talað eða ritað í hugsunarleysi verða notuð af óvinum okkar til að fordæma okkur. Þau munu ekki aðeins verða notuð til þess að fordæma þá sem sögðu þau heldur notuð sem ákæra á alla aðventista. Ákærendur okkar munu segja að á þessum eða hinum degi hafi einn af ábyrgum leiðtogum okkar sagt svo eða svo gegn lögum landsins. Margir munu undrast það að sjá hversu margt hefur geymst og verið munað af því sem getur verið stoð fyrir rök óvina okkar. Margir munu verða undrandi að heyra eigin orð túlkuð á þann veg sem þau voru ekki meint. Því þurfa starfsmenn okkar að gæta sín að tala ávallt með varúð undir öllum kringumstæðum. Allir skyldu gæta sín svo að þeir valdi ekki á erfiðleikatímum miklum erfiðleikum með vanhugsuðum orðum sínum.BS2 377.6

  Við ættum að minnast þess að allur heimurinn dæmir okkur eftir því sem við virðumst vera. Þeir sem eru að leitast við að vera fulltrúar Krists ættu að gæta sín að ekki komi fram í lunderni þeirra einkenni sem eru honum ósamhljóma. Áður en við birtumst að öllu leyti ættum við að sjá til þess að Heilögum anda sé hellt yfir okkur af hæðum. Þegar það gerist munum við hafa ákveðinn boðskap að flytja en þá mun hann hafa til að bera minni fordæmingatón en þann sem sumir hafa verið að flytja og allir sem trúa munu hafa miklu meiri áhuga fyrir hjálpræði andstæðinga okkar. Látið Guð algjörlega um það að fordæma yfirvöld og stjórnir. Sem trúir varðmenn skulum við í auðmýkt og kærleika verja meginreglu sannleikans eins og hún er í Jesú.106T, bls. 394—397;

  BS2 378.1

  Sunnudagalög

  Kirkjuleg völd sem segjast vera tengd himninum og telja sig hafa einkenni lambsins munu sína með athöfnum sínum að þau hafa hjarta drekans og eru hvött áfram og stjórnað af Satan. Sá tími er að koma þegar Guðs fólk mun finna til ofsóknanna af því að þau halda sjöunda daginn. Satan hefur stuðlað að breytingum sunnudagsins í þeirri von að framkvæma þá ætlun sína að gera áform Guðs að engu. Hann leitast við að gera boð Guðs ómerkari í heiminum en lög manna. Glötunarsonurinn sem hafði í hyggju að umbreyta helgitíðum og lögum og alltaf hefur kúgað fólk Guðs mun sjá til þess að lög verði sett um helgihald fyrsta dags vikunnar. En fólk Guðs á að standa fast með Guði. Og Drottinn mun starfa með þeim og sýna skýrt að hann er Guð guðanna.BS2 378.2

  Löginn um helgihald fyrsta dags vikunnar eru afkvæmi fráfallins kristinsdóms. Sunnudagurinn er barn páfadómsins sem hafinn hefur verið upp í hinum kristna heimi yfir hinn heilaga hvíldardag Guðs. Fólk Guðs á ekki í neinu tilviki að sýna honum lotningu. En ég vil að þau skilji að þau eru ekki að gjöra Guðs vilja með því að sýna honum andstöðu þegar hann vill að þau komist hjá því. Þannig skapa þau svo beiska andúð að útilokað er að boða sannleikann. Hafið ekki neitt það í frammi á sunnudegi sem gæti verið ögrun við lög. Ef slíkt er gert á einum stað og þið eruð auðmýkt mun það sama vera gert á öðrum stað. Við getum notað sunnudaginn sem dag til að framkvæma starf sem mun vera málefni Krists til framdráttar.*Aths.: Meginreglur þær sem settar eru fram í þessum vitnisburði um sunnudagalög geta vel átt við aðra trúarlega daga og frídaga þar sem dagur til hvíldar er settur með lagaboði Útg. Við eigum að gera okkar besta, vinna í lítillæti og auðmýkt.BS2 378.3

  Þegar við notum sunnudaginn til trúboðsstarfa tökum við svipuna úr hendi þeirra ákafamanna sem glaðir vildu auðmýkja Sjöunda dags aðventista. Þegar þeir sjá að við verjum sunnudeginum til þess að heimsækja fólk og ljúka upp ritningunum fyrir því mun það skilja að það sé gagnslaust fyrir þá að reyna að hindra verk okkar með því að koma á sunnudagalögum.BS2 379.1

  Sunnudaginn má nota til að framkvæma ýmis konar verk sem mun vera til framgangs fyrir starf Drottins. Á þeim degi er hægt að halda útisamkomur og samkomur á heimilum. Einnig er hægt að ganga á milli húsa. Þeir sem geta skrifað geta notað þennan dag til þess að skrifa greinar sínar. Hvenær sem er ætti að halda trúarlegar samkomur á sunnudögum. Gerið þessar samkomur mjög skemmtilegar. Syngið sannkallaða vakningasálma og talið með krafti og fullvissu um kærleika frelsarans. Talið um bindindi og um sanna trúarreynslu. Á þann hátt munuð þið læra mikið um það hvernig á að vinna og munið ná til margra sálna.BS2 379.2

  Kennarar í skólum okkar ættu að nota sunnudaginn til trúboðsstarfa. Þannig var mér sýnt að þeir gætu kollvarpað tilgangi óvinarins. Kennararnir ættu að taka nemendurna með sér og halda samkomur fyrir þá sem ekki þekkja sannleikann. Þannig munu þeir koma miklu meira til leiðar en þeir gætu á nokkurn annan hátt.BS2 379.3

  Það verður að flytja fólkinu sannleikann, hreinan, jákvæðan sannleika. En þennan sannleika á að boða í Anda Krists. Við eigum að vera sem sauðir á meðal úlfa. Þeir sem eigi vilja sakir Krists taka til greina viðvörunarorðin sem hann hefur flutt, sem vilja ekki sýna þolgæði og sjálfsstjórn munu glata dýrmætum tækifærum til að vinna fyrir meistarann. Drottinn hefur ekki gefið fólki sínu að flytja ofstækisræður gegn þeim sem brjóta log hans. Ekki eigum við í neinu tilviki að gera árásir á aðra söfnuði.BS2 379.4

  Við eigum að gera allt sem við getum til þess að nema í burtu fordóma, hleypidóma sem eru í hugum margra í gegn verki okkar og hvíldardegi Biblíunnar.119T, bls. 229—238.BS2 379.5

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents