Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 40— Fæðan sem við neytum

  Líkami okkar byggist upp af þeirri fæðu sem við neytum. Það er stöðugt verið að brjóta niður vefi líkamans. Hver hreyfing líffæranna hefur slit í för með sér og þetta slit er bætt með fæðunni. Hvert líffæri líkamans þarfnast hluta síns af næringu. Heilinn verður að fá sinn hluta, bein, vöðvar og taugar þurfa á sínu að halda. Það er undursamlegt starf sem breytir fæðu í blóð og notar þetta blóð til þess að byggja upp hina ýmsu hluta líkamans. En þetta starf heldur stöðugt áfram og veitir hverri taug, vöðva og vef líf og styrk.BS2 256.1

  Þær fæðutegundir ætti að velja sem veita bestu næringarefnin sem þörf er fyrir uppbyggingu líkamans. Matarlystin er ekki örugg leiðsögn í þessu vali. Matarlystin hefur spillst af röngum matarvenjum. Oft krefst hún fæðu sem skerðir heilsuna og orsakar veikleika í stað styrks. Við getum ekki verið örugg þegar við látum venjur þjóðfélagsins stjórna okkur. Sjúkdómar þeir og þjáningar, sem alls staðar sjást, eru að mestu leyti sprottin af vinsælum villum varðandi mataræði.BS2 256.2

  En ekki eru allar fæðutegundir, sem í sjálfum sér eru heilsusamlegar, jafn hæfar til að uppfylla þarfir okkar undir öllum kringumstæðum. Við ættum að vera vandlát í fæðuvali. Mataræði okkar ætti að fara eftir árstíðinni, loftslaginu, sem við lifum í og því starfi sem við stundum. Sumar fæðutegundir eru vel fallnar til matar á einni árstíð eða í einni tegund loftslags en ekki í öðru. Svo eru mismunandi fæðutegundir best fallnar fyrir persónur við hin ýmsu störf. Oft eru fæðutegundir, sem gagnlegastar eru fyrir þá, sem vinna erfiðisvinnu, óhæfar fyrir persónur, sem sitja við vinnu eða vinna andleg störf. Guð hefur gefið okkur nóg úrval af heilsusamlegum fæðutegundum og hver maður ætti að velja þar af þá hluti sem reynsla og heilbrigð dómgreind sanna best hæfa hans eigin þörfum.1MH, bls. 295—297;BS2 256.3

  Upprunalegt áform Guðs um mataræði mannsins

  Til þess að komast að því hvað sé best okkur til fæðu verðum við að kynna okkur upprunalegt áform Guðs um mataræði mannsins. Sá sem skapaði manninn og skilur þarfir hans ákvað Adam fæðu. „Sjá”, sagði hann, „ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir... og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í — það sé ykkur til fæðu.” 1. Mós. 1, 29. Þegar maðurinn hvarf úr Eden og fór að vinna fyrir lífsviðurværi sínu með jarðrækt undir bölvun syndarinnar, fékk hann leyfi til þess að eta einnig „jurtir merkurinnar.” (1. Mós. 3, 18)BS2 257.1

  Korntegundir, ávextir, hnetur og grænmeti er það fæði sem skapari okkar valdi okkur. Þessar fæðutegundir matreiddar á eins einfaldan og náttúrlegan hátt og mögulegt er eru heilsusamlegastar og hafa mest næringargildi. Þær veita styrk, þol og vitsmunaþrótt sem margbrotnari og meira örvandi fæði veitir ekki.2MH, bls. 295, 296;BS2 257.2

  Til þess að viðhalda heilsunni þurfum við að fá nægilega mikið magn af góðri og nærandi fæðu.BS2 257.3

  Ef við leggjum viturleg áform, er hægt að fá í nær öllum löndum það sem stuðlar að góðri heilsu. Hrísgrjón, hveiti, maís og hafrar lagað á ýmsa vegu er sent erlendis víðsvegar, einnig baunir, ertur og linsur. Þetta ásamt innlendum eða innfluttum ávöxtum og ýmis konar grænmeti, sem vex í hverju landi, gefur taekifæri til þess að velja þá fæðu, sem er algjörlega án kjöts.BS2 257.4

  Hvar sem þurrkaðir ávextir, svo sem rúsínur, sveskjur, epli, perur, ferskjur og apríkósur, eru fáanlegir á viðráðanlegu verði mun það sjást, að þá er hægt að nota miklu meira en nú tíðkast sem eina af höfuðuppistöðum viðurværisins með sem bestum árangri til að stuðla að heilsu og styrk allra vinnandi stétta. 3MH, bls. 299;

  BS2 257.5

  Matreiðsla sem vísindagrein

  Matreiðsla er ekki lítilfjörleg vísindagrein heldur ein af hinum þýðingarmestu í hagnýtu lífi. Það er sú vísindagrein sem allar konur ættu að læra og hún ætti að vera kennd á þann hátt að fátækari stéttirnar hafi gagn af. Að tilreiða mat þannig að hann verði lystugur og jafnframt einfaldur og nærandi krefst hæfni en það er mögulegt að gera það. Þeir sem matreiða ættu að vita hvernig útbúa á einfaldan mat á einfaldan og heilsusamlegan hátt á þann veg að hann verði bragðbetri og jafnframt heilsusam- legri vegna einfaldleikans. 4MH, bls. 302, 303;BS2 257.6

  Við skulum taka skynsamlegum framförum í því að gera fæðu okkar einfaldari. Eftir forsjón Guðs gefur hvert land af sér fæðutegundir sem hafa að geyma nauðsynleg næringarefni til að byggja upp líkamskerfið. Úr þessum fæðutegundum má búa til heilsusamlega og bragðgóða rétti.5CD, bls. 94;BS2 258.1

  Mörgum finnst þetta ekki tilheyra skyldu sinni og þar af leiðandi reyna þeir ekki að matbúa fæðuna á tilhlýðilegan hátt. Slíkt er hægt að gera á einfaldan, heilsusamlegan hátt án þess að nota svínafeiti, smjör eða kjöt. Hæfni verður að vera samfara einfaldleika. Til þess að konur geti gert þetta verða þær að lesa og síðan í þolinmæði láta það koma fram í verki sem þær lesa.61T, bls. 681;BS2 258.2

  Ávextir, korntegundir og grænmeti sem matbúið er á einfaldan hátt, laust við krydd og feiti*Feiti er skýrgreind sem „dýrafita, einkum þegar hún er lin: hvaða fitukennt eða olíukennt efni sem er.” Þau miklu með mæli sem koma fram með olívurolíu í ritum Ellen G. White sem gagnlegri fædutegund í stað smjörs og annarrar dýrafitu sýnir að hún gerði sér grein fyrir því að fita er hluti af góðri fæðu og hún mælti með efnum úr jurtaríkinu í þessum tilgangi séu þau rétt notuö.alls konar, mynda ásamt mjólk eða rjóma hina heilsusamlegustu fæðu. 7CH, bls. 115;BS2 258.3

  Korntegundir og ávextir matbúnir án fitu og í eins náttúrlegu ástandi og mögulegt er ætti að vera sú fæða sem er á borðum allra þeirra sem segjast vera að búa sig undir að fara til himins.7 82T, bls. 352;BS2 258.4

  Vanalega er notað allt of mikið af sykri í fæðu. Kökur, sætir búðingar, hlaup og sultur eru beinar orsakir harðlífis. Einkum eru þeir búðingar hættulegir sem hafa sem aðalefni mjólk, egg og sykur. Það ætti að förðast það að nota mikið af mjólk og sykri saman.9MH, bls. 302;BS2 258.5

  Því minna sem notað er af sykri í matartilbúningi því minni erfiðleikum mun heitt loftslag valda.10CD, bls. 95; BS2 258.6

  Ef mjólk er notuð ætti hún að vera vel gerilsneydd. Sé þessi varúðarráðstöfun viðhöfð er minni hætta á því að fá sjúkdóma af notkun hennar.11MH, bls. 302;BS2 258.7

  Sá tími kann að koma þegar óöruggt verður að nota mjólk. En ef kýrnar eru hraustar og mjólkin vel soðin, er ekki nauðsyn að gera sér áhyggjuefni fyrirfram.12CD, bls. 357;

  BS2 258.8

  Sterkkryddaður matur

  Kryddið sem fólkið í heiminum notar svo oft er skaðlegt meltingunni. 13CD, bls. 339;BS2 258.9

  Á þessari öld hraðans er fæðan þeim mun betri eftir því sem hún örvar minna. Krydd er skaðlegt í eðli sínu. Sinnep, pipar, krydd, „pickles” og annað því líkt ertir magann og kemur hita í blóðið og gerir það óhreint. Þrútinn magi drykkjumannsins er oft sýndur sem dæmi um áhrif áfengis. Líkar bólgur koma fram með því að nota ertandi krydd, Það kemur fljótlega að því að vanaleg fæða fullnægir ekki matarlystinni. Líkaminn finnur til vöntunar, löngunar eftir einhverju sem örvar meira.14MH, bls. 325;BS2 259.1

  Sumir hafa látið svo eftir smekk sínum að þeir hafa enga ánægju af að neyta matar nema þeir fái það margar tegundir sem smekkurinn kallar á. Ef krydd og kryddaður matur er settur fyrir framan þá láta þeir magann vinna með því að beita þessari grimmilegu svipu því að hann hefur verið þannig meðhöndlaóur að hann víðurkennir aðeins fæðu sem örvar.15CD, bls. 340;BS2 259.2

  Krydd ertir í fyrstu hina viðkvæmu þekju magans en að lokum eyðir það hinu eðlilega tilfinninganæmi þessarar viðkvæmu himnu. Það hleypur hiti í blóðið og dýrslegar hneigðir eru vaktar á sama tíma og siðferðilegir og vitsmunalegir hæfileikar veikjast og verða þjónar lágkúrulegra ástríðna. Móðirin ætti að læra að setja fyrir fjölskyldu sína einfalda en samt næringarríka fæðu.16CH, bls. 114;

  BS2 259.3

  Reglulegar máltíðir

  Eftir að lokið er við að borða reglubundna máltíð ætti maginn að fá að hvílast í fimm stundir. Ekki ætti matarbiti að koma inn í magann fram að næstu máltíð. Í þessu hléi vinnur maginn sitt verk og mun síðan vera undir það búinn að taka við meira af fæðu.17CD, bls. 179;BS2 259.4

  Það ætti að halda sér fast við reglubundna matmálstíma. Einskis ætti að neyta milli mála, ekki sælgætis, hneta, ávaxta eða neins konar fæðu. Óregla í mat skaðar heilsusamlegan blæ meltingarfæranna til tjóns fyrir heilsu og glaðværð. Þegar börnin koma til borðs geðjast þeim ekki að heilsusamlegum mat. Þau langar í það sem er skaðlegt.18MH, bls. 384; BS2 259.5

  Þegar við leggjumst til hvíldar ætti maginn að vera búinn að ljúka verki sínu svo að hann geti eins og önnur líffæri líkamans notið hvíldar. Einkum er síðbúinn kvöldverður skaðlegur fyrir þá sem sitja við vinnu sína.BS2 259.6

  Í mörgum tilfellum er máttleysi það sem leiðir til löngunar í mat komið af því að of mikið hefur verið lagt á meltingarfærin yfir daginn. Meltingarfærin þurfa á hvíld að halda eftir að þau eru búin að melta hverja máltíð. Að minnsta kosti fimm til sex stundir ættu að líða milli máltíða og flestir sem reyna munu finna að tvær máltíðir á dag eru betri en þrjár. 19MH, bls. 304;BS2 259.7

  Sú venja að neyta aðeins tveggja máltíða á dag reynist yfirleitt vera gagnleg heilsunni. Samt kann fólk að þarfnast þriðju máltíðarinnar undir vissum kringumstæðum. Ef hennar er yfirleitt neytt ætti hún að vera mjög létt, aðeins auðmeltustu fæðutegundir.20MH, bls. 321; BS2 260.1

  Þegar nemendur eru bæði undir líkamlegu og andlegu álagi hverfa að mestu leyti ástæðurnar fyrir því að hafa á móti þriðju máltíðinni. Látið nemendurna fá þriðju máltíðina, matbúna án grænmetis, en úr einfaldri og heilsusamlegri fæðu svo sem ávöxtum og brauði. 21CD, bls. 178; BS2 260.2

  Fæðuna ættum við hvorki að borða mjög heita eða mjög kalda. Ef maturinn er kaldur er gengið á lífsþrek magans til þess að hita hann upp áður en meltingin getur átt sér stað. Af sömu ástæðu eru kaldir drykkir skaðlegir og á sama hátt hefur hömlulaus neysla heitra drykkja veikjandi áhrif. Reyndar má segja að því meir sem við drekkum af vökva við máltíðir þeim mun erfiðara er að melta fæðuna því að vökvann verður að sjúga upp áður en meltingin getur hafist. Borðið ekki mikið salt, forðist að nota „pickles” og kryddaðan mat, borðið gnægð af ávöxtum og þá mun erting sú sem kallar á svo mikinn drykk á máltíðum að miklu leyti hverfa. Matinn ætti að borða hægt og tyggja vel. Það er nauðsynlegt til þess að munnvatnið geti almennilega blandast fæðunni og meltingarsafarnir verið kallaðir til starfa. 22MH, bls. 305, 306;

  BS2 260.3

  Að hagnýta meginreglur heilsuumbótar

  Það er vissulega heilbrigð skynsemi í umbótum í mataræði. Efnið ætti að athuga á breiðum grundvelli og skoðast djúpt og enginn ætti að gagnrýna aðra þó að venjur þeirra séu ekki í öllum hlutum í samræmi við hans eigin. Það er ómögulegt að gera óumbreytanlega reglu til að stjórna venjum allra. Og enginn ætti að skoða sig sem mælikvarða fyrir alla. Ekki geta allir borðað hið sama. Fæðutegundir sem einum finnst bragðgóðar og heilsusamlegar kunna að vera bragðvondar og jafnvel skaðlegar öðrum. Sumir geta ekki notað mjólk þó að aðrir þrífist vel á henni. Sumir geta ekki melt ertur og baunir, öðrum fínnst þær vera heilsusam- legar. Sumum finnst grófur kornmatur góð fæða en aðrir geta ekki notað hann.23MH, bls. 319, 320;BS2 260.4

  Þeir sem hafa tamið sér rangar matarvenjur ættu ekki að láta undir höfuð leggjast að bæta ráð sitt. Þegar harðlífi hefur komið sem afleiðing af því að maganum hefur verið misboðið ætti allt að vera gert sem hægt er til að varðveita það sem eftir er af lífsþreki með því að fjarlægja hverja of þunga byrði. Það kann að vera að maginn komist aldrei alveg til fullrar heilsu eftir að honum hefur verið misboðið lengi en tilhlýðilegt mataræði mun koma í veg fyrir frekari veiklun og margir munu ná sér næstum fyllilega.BS2 261.1

  Sterkir menn sem vinna erfiðisvinnu þurfa ekki að vera eins aðgætnir varðandi magn og gæði þeirrar fæðu sem þeir neyta eins og þeir sem sitja við vinnu sína. En jafnvel þeir mundu hafa betri heilsu ef þeir temdu sér sjálfstjórn í mat og drykk.BS2 261.2

  Sumir vilja að þeim séu sett nákvæm fyrirmæli um mataræði. Einn getur ekki sett ákveðna reglu fyrir annan. Allir ættu að sýna skynsemi og sjálfstjórn og að láta stjórnast af meginreglu.24MH, bls. 308, 310;BS2 261.3

  Umbætur í mataræði ættu stöðugt að halda áfram. Eftir því sem sjúkdómar í dýrum aukast mun neysla mjólkur og eggja verða æ óöruggari. Við ættum að reyna að finna í þeirra stað annað sem er heilsusamlegt og ódýrt. Alls staðar ætti að kenna fólki að matbúa án mjólkur og eggja að svo miklu leyti sem mögulegt er en samt að hafa fæðu sína heilsusamlega og bragðgóða.BS2 261.4

  Það er ekki Guði til heiðurs að vanrækja líkamann eða misbjóða honum og gera hann þannig óhæfan til þjónustu við Guð. Að annast um líkamann með því að sjá honum fyrir fæðu sem er bragðgóð og styrkir hann er ein af fyrstu skyldum húsbóndans. Það er miklu betra að hafa minna af dýrum fatnaði og húsgögnum en að skerða matarskammtinn.BS2 261.5

  Sumir húsbændur skera fæðu fjölskyldunnar við nögl sér til þess að geta veitt gestum dýrar veitingar. Þetta er óviturlegt. Þegar við bjóðum gestum ættu móttökurnar að einkennast meira af einfaldleika. Þarfir fjölskyldunnar ættu að sitja í fyrirrúmi.BS2 261.6

  Skortur á hagsýni og yfirborðssiðir koma oft í veg fyrir að sýnd sé gestrisni þar sem hennar er þörf og hún væri blessun. Við ættum að sjá fyrir það miklum mat á borðið hjá okkur að við gætum boðið óvæntan gest velkominn án þess að íþyngja húsmóðurinni með aukalegum undirbúningi.BS2 261.7

  Íhugaðu vel hvað þú ætlar að leggja þér til munns. Láttu hugann reika frá orsök til afleiðingar. Ræktaðu með þér sjálfstjórn. Haltu matarlystinni undir stjórn skynseminnar. Aldrei skaltu ofbjóða maganum með ofáti en neitaðu þér heldur ekki um þá heilsusamlegu og bragðgóðu fæðu sem nauðsynleg er til heilsu.BS2 261.8

  Þeir sem skilja lögmál heilsunnar og láta stjórnast af meginreglu munu forðast öfgarnar, bæði eftirlátssemina og of mikið aðhald. Fæðu sína velja þeir ekki til þess eins að fullnægja matarlystinni heldur til þess að byggja upp líkamann. Þeir leitast við að varðveita sérhvern hæfileika í sem bestu ásigkomulagi til sem æðstrar þjónustu fyrir Guð og menn. Matarlystin er undir stjórn skynsemi og samvisku og að launum hljóta þeir heilsu líkama og hugar. Þeir þröngva ekki skoðunum sínum óþægilega upp á aðra en fordæmi þeirra gefur réttum meginreglum gott vitni. Slíkir menn hafa víðtæk áhrif til góðs. 25MH, bls. 310—323;BS2 262.1

  Á hvíldardögum ættum við ekki að hafa meira af mat eða fleiri fæðutegundir en á öðrum dögum. Þvert á móti ætti fæðan að vera einfaldari og við neyta minna magns til þess að hugurinn geti verið skýr og virkur til að skilja andlega hluti.BS2 262.2

  Við ættum að forðast að matreiða á hvíldardeginum en ekki er samt nauðsynlegt að borða kaldan mat. Í köldu veðri ætti maturinn, sem var matbúinn deginum áður, að vera hitaður. Og þó að máltíðirnar séu einfaldar ætti maturinn samt að vera bragðgóður og aðlaðandi. Einkum í fjölskyldum, þar sem börn eru, er það rétt að framreiða á hvíldardeginum eitthvað sérstakt, eitthvað sem fjölskyldan hefur ekki á hverjum degi. 26MH, bls. 307;

  BS2 262.3

  Að stjórna matarlyst og ástríðum

  Ein af sterkustu freistingum sem maðurinn verður að horfast í augu við er á sviði matarlystar. Á milli hugar og líkama er dularfullt og undursamlegt samband. Þeir hafa áhrif hvor á annan. Það ætti að vera fremsta rannsóknarefni okkar í lífinu að varðveita líkamann í heilsusamlegu ásigkomulagi til þess að auka styrk hans svo að hver hlutur hins lifandi vélkerfis geti verkað í samræmi við annan. Að vanrækja líkamann er að vanrækja hugann. Það getur ekki verið Guði til dýrðar að börn Guðs hafi óhraustan líkama og dvergvaxinn huga. Að láta eftir smekk á kostnað heilsu er óguðleg misnotkun á skilningarvitunum. Þeir sem sýna skort á bindindi á hvaða sviði sem er í mat eða drykk sóa líkamskröftum sínum og veikja siðferðisþrekið. Þeir munu finna fyrir refsingu þeirri sem fylgir í kjölfar þess að brjóta lögmál líkamans. 273T, bls. 485, 486; BS2 262.4

  Margir verða óhæfir til starfs bæði andlega og líkamlega af ofáti og því að seðja lostafullar girndir. Dýrslegar hneigðir styrkjast en siðferðilega og andlega eðlið veikist. Hvers konar skýrslu mun líf margra hafa að geyma sem verða viðstaddir þegar við munum standa umhverfis hið mikla hvíta hásæti? Þá munu Þeir sjá hvað þeir hefðu getað gert ef þeir hefðu ekki spillt þeim hæfileikum sem Guð gaf þeim. Þá munu þeir skilja hversu langt þeir hefðu getað náð vitsmunalega ef þeir hefðu gefið Guði allan þann líkamlega og andlega styrk sem hann hafði falið þeim. Þeir munu sárlega iðrast og þrá að þeir ættu aftur lífið framundan til þess að lifa því á ný. 285T, bls. 135; BS2 263.1

  Hver sannur kristinn maður mun hafa stjórn á matarlyst sinni og ástríðum. Hann getur ekki verið sannur, hlýðinn þjónn Krists nema hann sé laus úr þrældómi og fjötrum matarlystarinnar. Það sem gerir sannleikann áhrifalausan í hjartanu er eftirlátssemi við matarlystina og ástríðurnar. Það er ómögulegt fyrir anda og kraft sannleikans að helga mann, sál, líkama og anda þegar hann stjórnast af matarlyst og ástríðum.293T, bls. 569, 570;BS2 263.2

  Það mikla markmið sem Kristur hafði með því að þola langa föstu í eyðimörkinni var að kenna okkur nauðsyn sjálfsafneitunar og bindindis. Það starf ættum við að hefja við matarborðið og ætti það að koma fram nákvæmlega í verki á öllum sviðum lífsins. Endurlausnari heimsins kom frá himnum til að hjálpa manninum í veikleika hans, svo að hann gæti í þeim krafti, sem Jesús kom til að færa honum, orðið sterkur til að sigra matarlyst og ástríður og gæti orðið sigurvegari í sérhverju atriði.303T, bls. 488.BS2 263.3

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents