Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 37— Kristileg menntun

    Við nálgumst hröðum skrefum síðustu tímamót heimssögunnar og það er þýðingarmikið að við skiljum að menntunarskilyrði þau sem skólar okkar bjóða upp á eiga að vera ólík þeim skilyrðum sem boðin eru í heimsskólunum.1CT, bls. 56;BS2 233.1

    Hugmyndir okkar um menntun spanna of þröngt og of lágt svið. Þörf er á víðari sýn, hærra marki. Sönn menntun felur meira í sér en það að stunda ákveðna námsbraut. Hún felur meira í sér en undirbúning fyrir lífið sem nú er. Hún snertir alla mannveruna og allt það tilveruskeið sem manninum er gefið. Hún er samræmdur þroski líkamlegra, vitsmunalegra og andlegra hæfileika. Hún býr nemandann undir fögnuð þjónustunnar í þessum heimi og undir æðri fögnuð og víðtækari þjónustu í hinum komandi heimi. 2Ed., bls. 13;BS2 233.2

    Í æðsta skilningi er verk menntunarinnar og endurlausnarinnar hið sama, „því að annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem lagður er sem er Jesús Kristur” og á það jafnt við menntun sem endurlausn. 3Ed., bls. 30;BS2 233.3

    Það er hinn mikli tilgangur allrar menntunar og ögunar í lífinu að leiða manninn aftur til samræmis við Guð og hefja og göfga siðferðishæfileika hans svo að hann geti aftur endurspeglað mynd skaparans. Svo þýðingarmikið var þetta verk að frelsarinn yfirgaf himnasali og kom í eigin persónu til þessarar jarðar til þess að hann gæti kennt mönnum hvernig öðlast ætti hæfni til æðra lífs. 4CT, bls. 49;BS2 233.4

    Það er svo auðvelt að berast með straumnum, fylgja heimslegum áformum, aðferðum og venjum og víkja frá sér allri hugsun um þann tíma sem við lifum á eða um það mikla verk sem framkvæma þarf, líkt og var með fólkið á dögum Nóa. Sú hætta er stöðugt fyrir hendi að menntafrömuðir okkar fari aftur og aftur yfir sama efnið eins og Gyðingarnir og fari að lúta þeim háttum, siðum og venjum sem Guð hefur ekki lagt blessun sína yfir. Sumir halda fast við gamlar venjur af ákefð og festu og elska ýmsar námsgreinar sem eru ekki nauðsynlegar eins og hjálpræði þeirra væri komið undir slíkum hlutum. Með því að gera slíkt hverfa þeir frá hinu sérstaka starfi Guðs og veita nemendum sínum ónóga og ranga menntun. 56T, bls. 150,151;BS2 233.5

    Til ættu að vera menn sem eru hæfir til að vinna í söfnuðunum og þjálfa unga fólkið okkar fyrir sérstakt starfssvið svo að leiða megi sálir til að sjá Jesúm. Skólarnir sem við stofnum ættu að hafa þetta markmið í huga og ekki að fylgja venju safnaðarskóla sem aðrar kirkjudeildir stofna eða fylgja reglu heimslegra háskóla og menntaskóla. Þeir eiga að vera algjörlega annars konar, þar sem ekkert svið vantrúarinnar er fundið upp eða liðið. Nemendurnir eiga að vera menntaðir í kristindómi í verki og Biblían verður að vera skoðuð sem æðsta og besta námsbókin. 6FE, bls. 231;

    BS2 234.1

    Ábyrgð safnaðarins

    Um næturskeið var ég í stórum hóp þar sem allir viðstaddir voru að ræða menntun. Maður einn, sem um langan tíma hefur verið kennari okkar var að tala til fólksins. Hann sagði: „Allur söfnuður Sjöunda dags aðventista ætti að hafa áhuga á menntun.” 76T, bls. 162;BS2 234.2

    Söfnuðurinn hefur sérstakt verk að vinna við að mennta og þjálfa börn sín svo að þau verði ekki, er þau sækja skóla eða eru í öðrum félagsskap, fyrir áhrifum af þeim sem hafa spilltar venjur. Heimurinn er fullur af óguðleika og virðingaleysi fyrir kröfum Guðs. Borgirnar eru orðnar sem Sódóma og á vegi barna okkar verður daglega margt illt. Þeir sem sækja opinbera skóla hafa oft félagsskap við aðra sem eru vanræktari en þeir og verða utan kennslustunda að hljóta uppeldi sitt á strætinu. Það er auðvelt að hafa áhrif á hjörtu hinna ungu og Satan mun nota þessi vanræktu börn til að hafa áhrif á þá sem hafa hlotið betra uppeldi nema uppeldi þeirra sér af réttri tegund. Þannig er búið að læra siðferðisspillinguna áður en foreldrar, sem halda hvíldardaginn, vita hvað er að gerast og líf barna þeirra hefur spillst.BS2 234.3

    Margar fjölskyldur, sem í þeim tilgangi að mennta börnin sín flytja á staði þar sem við höfum stofnað stóra skóla, mundu betur þióna meistara sínum með því að vera kyrrar þar sem þær eru. Þær ættu að hvetja söfnuðinn sem þær tilheyra til að stofna safnaðarskóla þar sem börnin innan marka hans gætu fengið alhliða, hagkvæma kristilega menntun. Það mundi vera margfalt betra fyrir börnin, fyrir þau sjálf og fyrir málefni Guðs að þau yrðu kyrr í smærri söfnuðunum þar sem hjálpar þeirra er þörf í stað þess að flytjast til stærri safnaða þar sem sú freisting er stöðugt fyrir hendi að falla í andlegt athafnaleysi af því að þeirra er ekki þörf.BS2 234.4

    Þar sem eru fáeinir, er halda hvíldardaginn, ættu foreldrarnir að taka höndum saman um að sjá fyrir stað fyrir dagskóla þar sem börn og unglingar geta hlotið fræðslu. Þeir ættu að ráða kristinn kennara sem menntar börnin sem helgaður trúboði á þann hátt að þau verði leidd til að verða trúboðar. 8CT, bls. 173, 174;BS2 235.1

    Við höfum þá alvarlegu og heilögu skyldu gagnvart Guði að ala börnin okkar upp fyrir hann og ekki fyrir heiminn, að kenna þeim að leggja ekki hönd sína í hönd heimsins en að elska og óttast Guð og varðveita boðorð hans. Það ætti að leggja ríkt á við þau að þau eru sköpuð í mynd skapara síns og að Kristur er sú fyrirmynd sem þau eiga að mótast af. Sinna ætti vandlega þeirri menntun, sem veitir þekkingu á hjálpræðinu og mun móta líf og lunderni eftir líkingu Guðs.96T, bls. 127;BS2 235.2

    Til að fullnægja þörfinni á starfskröftum vill Guð að menntasetur séu stofnuð í hinum ýmsu löndum þar sem efnilegir nemendur geta hlotið menntun í verklegum greinum og í Biblíusannleika. Er þessar persónur taka þátt í verkinu, munu þær setja svip á starf hins tímabæra sannleika á hinum nýju svæðum.BS2 235.3

    Þeir sem á að senda út sem trúboða frá eldri starfssvæðum eiga að hljóta menntun sína en auk þess eiga persónur í hinum ýmsu hlutum heimsins að vera menntaðar til að starfa fyrir eigin landsmenn og eigin nágranna. Það er betra og öruggara fyrir þá að hljóta menntun sína, að svo miklu leyti sem mögulegt er, á því svæði þar sem þeir eiga að starfa. Það er sjaldan best, hvorki fyrir starfsmanninn né framgang starfsins, að hann fari til fjarlægra landa til menntunar. 1o6T, bls. 137;BS2 235.4

    Ef við sem söfnuður og einstaklingar viljum standa hrein í dóminum verðum við að sýna sterkari viðleitni til að mennta æskufólk okkar svo það geti verið betur hæft til að inna af hendi ýmsar greinar þess mikla verks sem okkur er falið í hendur. Við ættum að leggja viturleg áform til þess að göfugur hugur þeirra, sem hafa hæfileika, geti styrkst, agast og slípast samkvæmt hugsjón himinsins, svo að starf Krists tefjist ekki fyrir skort á hæfum starfsmönnum sem eru fúsir til þess að vinna af ákafa og trúmennsku. 11CT, bls. 43;

    BS2 235.5

    Siðferðilegur stuðningur við stofnanir okkar

    Feður og mæður ættu að samstarfa með kennurunum, að vinna af kappi að afturhvarfi barna sinna. Þau leitist við að halda andlegum áhuga vakandi og eðlilegum á heimilinu og að ala upp börn sín í ótta og umvöndun Drottins. Þau ættu að helga hluta af hverjum degi til náms og verða þá nemendur með börnum sínum. Þannig geta þau gert lærdómsstundina ánægjulega og gagnlega og tiltrú þeirra á þessa aðferð við að vinna að sáluhjálp barna þeirra mun aukast. 126T, bls. 199;BS2 236.1

    Sumir nemendanna fara heim möglandi og kvartandi og foreldrar og safnaðarfólk ljá ýktum og einhliða umsögnum þeirra eyra með athygli. Þau gerðu vel að hugsa um, að tvær hliðar eru á hverju máli. En þess í stað leyfa þau þessum rangfærðu sögum að byggja upp múr milli sín og skólans. Síðan fara þau að láta í ljós ótta, spurningar og tortryggni varðandi stjórnun skólans. Slík áhrif valda miklu tjóni. Ónægjuorð dreifast eins og smitsjúkdómur og það er erfitt að má út þau áhrif sem búið er að hafa á huga manna. Sagan magnast við hverja endurtekningu þar til hún verður langt frá raunveruleikanum, þegar athugun hefði getað leitt í ljós þá staðreynd að ekki er hægt að finna að kennurunum. Þeir voru aðeins að gera skyldu sína í því að halda fram reglum skólans sem varð að gera til þess að skólinn spilltist ekki.BS2 236.2

    Ef foreldrar vildu setja sig í stöðu kennara og sjá hversu erfitt það hlýtur að vera að stjórna og halda uppi aga í skóla sem í eru hundruð nemenda af öllum aldurshópum og manngerðum, kynnu þeir við íhugun að skoða hlutina öðruvísi. Þeir ættu að gera sér grein fyrir því að sum börn hafa aldrei verið öguð heima. Jesús mun aldrei veita þessum börnum viðtöku nema eitthvað sé gert fyrir þau sem hafa svo dapurlega verið vanrækt af ótrúum foreldrum. Þau munu verða einskis nýt í þessu lífi og eiga engan hlut í komandi lífi nema eitthvert afl til stjórnar komi til þess að hafa áhrif. 134T, bls. 428, 429;BS2 236.3

    Margir feður og mæður fara vill vega í því að láta undir höfuð leggjast að snúast á sveif með viðleitni hins trúa kennara. Börn og unglingar sem hafa ófullkominn skilning og óþroskaða dómgreind geta ekki alltaf skilið áform og aðferðir kennarans. Þegar þau bera sögur heim um það, sem sagt er og gert í skólanum, eru þær samt ræddar af foreldrunum í fjölskyldunni og stefna kennarans gagnrýnd úr hömlu. Með því læra börnin lexíur sem ekki er auðvelt að gleyma. Þegar þau fá að kenna á aðhaldi sem þau eru ekki vön eða þess krafist af þeim að þau haldi sér að erfiðu námi skírskota þau til óskynsamra foreldra sinna til að hljóta samúð og eftirlátssemi. Þannig er ýtt undir anda eirðarleysis og óánægju. Skólinn sem heild líður af spillandi áhrifum og byrði kennarans verður við þetta miklu þyngri. En fyrir mestu tjóni verða fórnarlömb óstjórnar foreldranna. Skapgerðargallar, sem hefði verið hægt að leiðrétta með réttu uppeldi, fá að styrkjast með árunum og draga úr og ef til vill eyðileggja nytsemi viðkomandi. 14FE, bls. 64, 65;

    BS2 236.4

    Kennarar undir Guð settir

    Drottinn starfar með hverjum helguðum kennara og það er kennaranum fyrir bestu að hann geri sér grein fyrir þessu. Kennarar, sem eru undir ögun Guðs settir, hljóta náð og sannleika og ljós fyrir Heilagan anda til að veita börnunum. Þeir eru settir undir mesta kennara sem heimurinn hefur þekkt og hversu óviðeigandi mundi það vera fyrir þá að vera óvingjarnlegir og hvassir í tali og fyrtnir! Á þennan hátt mundu þeir magna eigin galla í börnunum.BS2 237.1

    Guð mun hafa samband við sálina fyrir Anda sinn. Gjör það að bæn þinni er þú rannsakar: „Ljúk upp augum mínum, að ég megi skoða dásemdirnar í lögmáli þínu.” Sálm. 119, 18. Þegar kennarinn reiðir sig á Guð í bæn mun Andi Krists koma yfir hann og Guð mun verka með tilstilli hans fyrir Heilagan anda á huga nemandans. Heilagur andi fyllir huga og hjarta von og hugrekki og biblíulegu táknmáli sem mun birtast nemendunum. Orð sannleikans munu vaxa að þýðingu og munu að merkingu taka á sig breidd og fyllingu sem hann hefur aldrei látið sig dreyma um. Fegurð og eiginleikar Guðs orðs hafa ummyndandi áhrif á huga og skapgerð. Neistar himnesks kærleika munu falla á hjörtu barnanna eins og innblástur. Við getum leitt hundruð og þúsundir barna til Krists ef við viljum vinna fyrir þau. 15CT, bls. 171, 172;BS2 237.2

    Áður en menn geta í sannleika orðið vitrir verða þeir að gera sér grein fyrir því hversu háðir þeir eru Guði og verða fylltir af visku hans. Guð er uppspretta jafnt vitsmunalegs sem andlegs kraftar. Mikilmennin, sem hafa náð því sem heimurinn kallar undursamlegar hæðir í visindunum, er ekki hægt að bera saman við Johannes hinn elskaða eða postulann Pál. Það er, þegar vitsmunalegir og andlegir hæfileikar sameinast, að æðsta marki manndóms er náð. Þeim sem þetta gera mun Guð veita viðtöku sem samverkamönnum sínum við það að þjálfa huga manna. 16CT, bls. 66;BS2 237.3

    Þýðingarmesta starf menntastofnana okkar á þessum tíma er að setja fram fyrir augu heimsins fordæmi sem mun vera Guði til heiðurs. Heilagir englar eiga að hafa yfirsjón með því verki sem mannleg verkfæri vinna og hver deild á að bera með sér merki guðlegra eiginleika. 17CT, bls. 57;

    BS2 238.1

    Eiginleikar kennarans

    Fáið sterkan mann til að vera skólastjóra skólans ykkar, mann sem hefur líkamskrafta til þess að vinna gagngert verk í ögunarstarfinu, mann sem hefur hæfileika til að ala með nemendunum reglu, snyrtimennsku og iðni. Gerið gagngert verk í hverju sem þið takið ykkur fyrir hendur. Ef þið eruð trúir í því að kenna almennar greinar gætu margir af nemendum ykkar farið beint inn í starfið sem bóksalar og trúboðar. Við verðum ekki að skoða það sem nauðsyn að allir starfsmenn háfi framhaldsmenntun. 18CT, bls. 213, 214;BS2 238.2

    Er við veljum kennara ættum við að vanda okkur vel, vitandi að þetta er eins alvarlegt mál eins og það að velja persónu til preststarfs. Vitrir menn sem geta gert sér grein fyrir skaphöfn manna ættu að taka að sér valið því að það er þörf hinna bestu hæfileika sem hægt er að fá til að mennta og móta huga hinna ungu og að annast með árangri mörg þau verk sem kennarar í skólum okkar þurfa að gera. Setjið ekki yfir börnin unga, óreynda kennara sem hafa enga stjórnunarhæfileika því að verk þeirra mun leiða til skipulagsleysis. 19CT, bls. 174, 175;BS2 238.3

    Það ætti enginn kennari að vera ráðinn nema þið hafið vitneskju um það með prófun og reynslu að hann elskar Guð og vill ekki valda honum vonbrigðum. Ef kennarar eru af Guði fæddir, ef þeir læra lexíur sínar daglega í skóla Krists, munu þeir starfa eins og Kristur ætlast til. Þeir munu vinna menn fyrir Krist og draga þá til hans því að hvert barn og unglingur er dýrmætur. 20FE, bls. 260;BS2 238.4

    Venjur og meginreglur kennara ætti að skoða enn þýðingarmeiri en bóknám hans. Til þess að hann geti haft rétt áhrif ætti hann að hafa fullkomna stjórn á sér og hjarta hans ætti að vera fyllt af kærleika til nemenda sinna, þannig að sá kærleikur komi fram í augnatilliti, orðum og athöfnum. 21FE, bls. 19;BS2 238.5

    Kennarinn ætti ávallt að koma fram eins og kristinn maður og góður drengur, Afstaða hans til nemenda sinna ætti að vera sem vinar og ráðgjafa. Ef allt okkar fólk — kennarar, prestar og leikmenn — mundu rækta með sér kristilega kurteisi, mundi það eiga auðveldara með að komast að hjarta fólks. Margir fleirí mundu verða leiddir til að athuga sannleikann og veita honum viðtöku. Þegar hver kennari gleymir sjálfum sér og eignast mikinn áhuga á árangri og velfarnaði nemenda sinna og gerir sér grein fyrir að þeir eru eign Guðs og að hann verður að gera reikningsskil fyrir áhrif sín á huga og lunderni, þá munum við hafa skóla sem englar vildu dvelja í. 22CT, bls. 93, 94;BS2 239.1

    Safnaðarskólar okkar þarfnast kennara sem hafa háa siðferðilega eiginleika, sem hægt er að treysta, sem eru heilir í trúnni, sem koma rétt fram og eru þolinmóðir, sem ganga með Guði og halda sig frá hverri mynd hins illa.BS2 239.2

    Það er illa gert að setja yfir ung börn kennara sem eru stoltir og kærleikslausir. Kennari með þessu móti mun gera mikinn skaða þeim sem eru í örri mótun. Ef kennarar beygja sig ekki fyrir Guði, ef þá skortir kærleika til barnanna, sem þeir eiga að stjórna eða ef þeir draga hlut þeirra sem geðjast þeim og láta í ljós afskiptaleysi gagnvart þeim sem eru minna aðlaðandi eða þeim sem eru eirðarlausir og taugaóstyrkir, ætti ekki að ráða þá því að árangur starfs þeirra mun vera sá að sálir glatast fyrir Krist.BS2 239.3

    Kennara er þörf fyrir börn sem eru rólegir og vingjarnlegir og sýna umburðalyndi og kærleika gagnvart þeim sem mest þarfnast þess. 23CT, bls. 175, 176; BS2 239.4

    Kennarinn mun missa sjónar á kjarna menntunarinnar nema hann geri sér grein fyrir þörfinni á bæn og auðmýki hjarta sitt fyrir Guði. 24CT, bls. 231;BS2 239.5

    Það er erfitt að ofmeta þýðingu líkamlegra hæfileika kennarans, sökum þess að því betri sem heilsa hans er þeim mun fullkomnara verður starf hans. Hann getur ekki hugsað skýrt þegar líkamskraftarnir líða vegna veiklunar eða sjúkdóms. Hjartað verður fyrir áhrifum fyrir tilstilli hugans en ef hugurinn vegna líkamlegs þrekleysis missir styrk sinn hefur leiðin til æðri tilfinninga og hvata að jafn miklu leyti verið hindruð og kennarinn er þá síður fær um að greina á milli hins rétta og ranga. Það er ekki auðvelt að vera þolinmóður og glaðvær eða að koma fram af heiðarleika og réttlæti þegar við líðum vegna heilsuleysis. 25CT, bls. 177;

    BS2 239.6

    Biblían í kristilegri menntun

    Sem tæki til vitsmunalegrar þjálfunar er Biblían áhrifameiri en nokkur önnur bók eða allar aðrar bækur samanlagt. Það örvar hugsanirnar og hefur þær upp meira en nokkuð annað að skoða hin háleitu efni sem þar er að finna, að líta göfgi og einfaldleika hennar og fegurð táknmálsins. Ekkert annað nám getur styrkt svo vitsmunalega hæfileika sem sú viðleitni að skilja hin mikilfenglegu sannleiksatriði opinberunarinnar. Sá hugur, sem þannig kemst í snertingu við hinn óendanlega, getur ekki annað en vaxið og styrkst. Þegar til þess kemur að þroska andlega eiginleika er máttur Biblíunnar jafnvel enn þá meiri. Maðurinn, sem skapaður er til samfélags við Guð, getur aðeins í slíku samfélagi fundið raunverulegt líf og þroska. Þar sem maðurinn er skapaður til að finna í Guði hina æðstu gleði getur hann ekki í neinu öðru fundið það sem fullnægir þörfum hjartans og satt hungur og slökkt þorsta sálarinnar. Sá sem af einlægum og fróðleiksfúsum huga rannsakar orð Guðg. og leitast við að -skilja sannleiksatriði þess mun komast í snertingu við höfund þess og það eru engin takmörk fyrir möguleikunum til þroska hans nema hans eigið val. 26Ed., bls. 124, 125;BS2 240.1

    Þýðingarmestu ritningargreinarnar sem tengdar eru lexíunni ætti að læra utanbókar, ekki sem verkefni, heldur sem forréttindi. Þó að minnið sé í fyrstu slaemt mun það styrkjast við notkun svo að eftir nokkurn tíma muntu hafa ánægju af því að geyma í huga þínum orð sannleikans. Og þessi venja mun reynast dýrmætasta hjálp til andlegs þroska. 27CT, bls. 137, 138;

    BS2 240.2

    Hættan við að senda börnin of ung í skóla

    Eins og íbúar Eden lærðu af spjöldum náttúrunnar, svo sem Móse greindi rithönd Guðs á sléttum og fjöllum Arabíu og barnið Jesús á hlíðum umhverfis Nasaret, geta börn í dag lært af Kristi. Hið ósýnilega er skýrt með því sem séð verður.BS2 240.3

    Barnið ætti allt frá fyrstu tíð að vera, eftir því sem mögulegt er, þar sem þessi dásamlega námsbók er opin fyrir því. 28Ed., bls. 100, 101; BS2 240.4

    Sendið ekki litlu börnin ykkar of snemma í skólann. Móðirin ætti að fara varlega í það að treysta öðrum fyrir mótun hugar barnsins. Foreldrar ættu að vera bestu kennarar barna sinna þar til þau verða átta eða tíu ára gömul. Skólastofan ætti að vera undir berum himni, innan um blóm og fugla og kennslubók þeirra ætti að vera dýrgripir náttúrunnar. Foreldrarnir ættu að opna þeim hina miklu bók náttúrunnar eins fljótt og hugur þeirra getur skilið hana. Slíkar lexíur sem lærðar eru í þannig umhverfi munu ekki gleymast fljótt. 29FE, bls. 156, 157;BS2 240.5

    Það er ekki aðeins það að líkamleg og andleg heilsa barna hefur verið lögð í hættu með því að vera send í skólann of snemma, heldur hafa þau einnig borið skaða frá siðferðislegu sjónarmiði. Þau hafa fengið tækifæri til að kynnast börnum sem voru ófáguð í framkomu. Þau voru sett í samfélag hinna hrjúfu og óhefluðu, sem ljúga, bölva, stela og blekkja og hafa ánægju af því að veita þekkingu sína um lesti, þeim sem eru yngri en þau sjálf. Séu ung börn á eigin spýtum læra þau hið illa hraðar en hið góða. Slæmar venjur eiga best við hið náttúrlega hjarta og það sem þau sjá og heyra í frumbernsku og bernsku festist þeim vel í huga og illa sæðið sem sáð er í ung hjörtu mun skjóta rótum og verða að hvössum þyrnum til að særa hjarta foreldra þeirra.30CG, bls. 302;

    BS2 241.1

    Gildi þjálfunar í hversdagslegum skyldustörfum

    Nú sem á dögum Ísraels ætti hver unglingur að vera fræddur um hversdagsleg skyldustörf. Allir ættu að öðlast þekkingu á einhverju sviði líkamlegs starfs sem gæti orðið honum til lífsviðurværis ef þörf kræfi. Þetta er nauðsynlegt, ekki aðeins sem vörn gegn hverfleika lífsins, heldur vegna þess sem það hefur að segja fyrir líkamlegan, andlegan og siðferðislegan þroska.BS2 241.2

    Ýmsar iðngreinar ættu að vera stundaðar í skólum okkar. Iðnfræðslan ætti að fela í sér bókfærslu, smíðar og allt það sem lýtur að búsýslu. Undirbúa ætti kennslu í járnsmíði, málun, skósmíði og í matreiðslu, bakstri, þvottum, fataviðgerðum, vélritun og prentun. Allt kapp ætti að vera lagt á þetta þjálfunarstarf svo að nemendur geti farið frá skólanum hæfir til að inna af hendi hversdagsleg skyldustörf.BS2 241.3

    Stúlkunum á meðal nemendanna þarf að bjóða upp á margs konar störf svo að þær geti öðlast yfirgripsmikla menntun og verklega. Þeim ætti að kenna saumaskap og garðyrkju. Blóm ætti að rækta og gróðursetja ætti jarðarber. Þannig geta þær, á sama tíma og þær eru vandar við nytsöm störf, fengið heilsusamlega hreyfingu utan dyra.31CT, bls. 307—312;BS2 241.4

    Leggja ætti áherslu á áhrif hugar á líkama jafnt sem áhrif líkama á hug. Rafstraumur heilans, sem eflist við andleg störf, veitir öllu líkamskerfinu kraft og þar með ómetanlega hjálp við að standa í gegn sjúkdómum.BS2 242.1

    Það er lífeðlisfræðilegur sannleikur — sannleikur, sem við þurfum að íhuga — í ritningargreininni: „Glatt hjarta veitir góða heilsubót.” 32Ed, bls. 197; BS2 242.2

    Til þess að börn og unglingar hafi heilsu, glaðværð, fjör og vel þroskaða vöðva og heila, ættu þau að vera mikið úti undir hreinu lofti og hafa reglubundna vinnu og skemmtun. Börn og unglingar sem haldið er í skóla og þau bundin við bækur geta ekki haft heilbrigðan líkama. Notkun heilans í námi án tilsvarandi hreyfingar hefur tilhneigingu til að draga blóðið til heilans og þá fer blóðrásin um líkamskerfið úr jafnvægi. Heilinn fær of mikið blóð og útlimirnir of lítið. Það ætti að setja börnum og unglingum ákveðnar stundir til náms og síðan ætti að nota hluta af tíma þeirra til líkamlegs starfs. Og ef venjur þeirra varðandi mat, klæðaburð og svefn eru í samræmi við lögmál líkamans geta þau hlotið menntun án þess að fórna líkamlegri og andlegri heilsu. 33CT, bls. 83;

    BS2 242.3

    Göfgi vinnunnar

    Það ætti að leiða unglinga til að sjá hina sönnu göfgi vinnunnar. Sýnið þeim að Guð er stöðugt að verki. Allt í náttúrunni gerir sitt tilskipaða verk. Allt sköpunarverkið er starfsamt og til þess að við getum uppfyllt hlutverk okkar verðum við líka að vera virk.34Ed, bls. 214;BS2 242.4

    Líkamlegt starf samfara nytsamlegri andlegri áreynslu er ögun til verklegra athafna sem verður ávallt kærkomin fyrir hugsunina um að hún styrkir og menntar huga og líkama til þess að framkvæma betur það verk sem Guð ætlar mönnum að vinna á ýmsum sviðum. 35FE, bls. 229; BS2 242.5

    Ekkert okkar ætti að fyrirverða sig fyrir vinnu hversu lítilmótleg og lág sem hún kann að virðast. Starfið göfgar. Allir sem erfiða með höfði eða höndum eru vinnandi menn eða vinnandi konur. Og allir eru að gera skyldu sína og vegsama jafnt trú sína hvort sem þeir vinna við þvottabalann og við þvott á diskum eða þeir fara á samkomu. Á sama tíma og hendurnar fást við algengustu störf má göfga hugann með hreinum og heilögum hugsunum. 364T, bls. 590;BS2 242.6

    Ein ástæða fyrir því að litið er niður á líkamlegt starf er sú að það er oft framkvæmt á kæruleysislegan og gálausan hátt. Það er framkvæmt af skyldukvöð en ekki af fúsum vilja. Verkamaðurinn leggur ekki hjarta sitt í það og varðveitir hvorki sjálfsvirðingu sína né ávinnur virðingu annarra. Þjálfun handarinnar ætti að leiðrétta þessa villu. Hún ætti að þroska með okkur nákvæmni og vandvirkni. Nemendur ættu að læra að vinna á viðeigandi og kerfísbundinn hátt. Þeir ættu að læra að fara vel með tímann og láta hverja viðleitni beinast að settu marki. Það ætti ekki eðeins að kenna þeim bestu aðferðirnar, heldur uppörva þá til þess að keppa eftir því að bæta sig stöðugt. Takmark þeirra sé að verk þeirra verði svo nálægt fullkomnun sem mannlegur heili og hendur geta gert það. 37Ed, bls. 222;BS2 243.1

    Það er synd að láta börnin vaxa upp í iðjuleysi. Þau ættu að nota limi sína og vöðva þó að það valdi þeim þreytu. Hvernig má það vera að þreyta skaði þau meira en ykkur ef þau þá bara eru ekki ofþjökuð? Það er mikill munur á því að vera þreyttur eða uppgefínn. Börn þurfa oftar að breyta um vinnu og oftar að fá hvíldarhlé en hinir fullorðnu. En þau geta byrjað að læra að vinna á meðan þau eru mjög ung. Og þau munu gleðjast yfir þeirri hugsun að þau séu að verða til gagns. Þau munu sofa sætt eftir heilbrigt starf og endurnærast fyrir störf næsta dags. 38AH, bls. 289;

    BS2 243.2

    Móðurmálið ætti ekki að vanrœkja

    Á hverju sviði menntunarinnar er þýðingarmeira takmark að keppa að en það sem fæst með tæknilegri þekkingu einni saman. Takið tungumál sem dæmi. Hæfileikinn til að rita og tala móðurmál sitt reiprennandi og af nákvæmni er þýðingarmeiri en þekking á erlendum tungumálum, lifandi eða dauðum. En engin þjálfun í þekkingu á málfræðireglum getur komið í hálfkvisti við þýðingu þess að nema tungumál með æðri tilgang í huga. Undir þessu námi er að miklu leyti kominn velfarnaður eða ófarnaður í lífinu. 39Ed, bls. 234;

    BS2 243.3

    Guð bannar verk efasemdarmanna

    Er það tilgangur Guðs að fölskum meginreglum, fölskum röksemdafærslum og blekkingum Satans sé haldið á lofti við unglinga og börn? Á að bera á borð fyrir nemendur okkar skoðanir heiðindóms og vantrúar sem væri þetta verðmæt viðbót við þekkingarforða þeirra? Þó að um sé að ræða verk hinna bráðgáfuðustu meðal vantrúarmanna eru þau þó aðeins verk hugar sem svikist hefur undan merkjum og gengið í þjónustu óvinarins og ættu þeir sem segjast vera siðbótarmenn, sem leitast við að leiða börn og unglinga á rétta vegu, vegu sem ætlaðir eru hinum endurleystu Drottins að ganga, að ímynda sér að Guð vilji láta þá bera á borð fyrir unglinga að rannsaka, það sem rangtúlkar lunderni Guðs og birtir hann í skökku ljósi? Alls ekki! 40CT, bls. 25, 26;

    BS2 243.4

    Afleiöingar kristilegrar menntunar

    Svo sem börnin sungu í forgarði musterisins: „Hósanna, sæll er sá sem kemur í nafni Drottins” (Mark. 11, 9), þannig munu börnin á þessum síðustu dögum hefja raust sína til þess að flytja síðasta viðvörunarboðskapinn heimi sem er að farast. Þegar himneskar vitsmunaverur sjá að mönnum er ekki lengur leyft að boða sannleikann, mun Andi Guðs koma yfir börnin og þau munu vinna það verk að boða sannleikann sem eldri starfsmenn fá ekki að gera vegna þess að þeir eru hindraðir í því.BS2 244.1

    Skólar okkar eru settir af Guði til að búa börnin undir þetta mikla verk. Þar á að fræða börn um hin sérstöku sannleiksatriði fyrir þessa tíma og í verklegu trúboðsstarfi. Þau eiga að ganga í starfsmannaherinn til að hjálpa hinum sjúku og hinum þjáðu. Börn geta tekið þátt í trúboðsstarfi á heilbrigðissviðinu og með aðstoð sinni í hinu smáa hjálpað til þess að veita því brautargengi. Framlag þeirra kann að vera lítið en allt hjálpar til og vegna viðleitni þeirra munu margar sálir gangast sannleikanum á hönd. Boðskapur Guðs mun vera gjörður kunnur með tilstilli þeirra og einnig hjálpræði hans öllum þjóðum. Hver söfnuður ætti að hafa áhuga á lömbunum í hjörðinni. Börnin ætti að mennta og þjálfa til að inna þjónustu af hendi fyrir Guð því að þau eru arfur Drottins.BS2 244.2

    Þegar safnaðarskólar eru reknir á réttan hátt munu þeir verða tæki til að lyfta merki sannleikans á þeim stöðum sem þeir hafa verið settir niður því að börn sem hafa fengið kristilega menntun munu vera vitni fyrir Krist. Eins og Jesús leysti í musterinu þær ráðgátur sem prestar og stjórnendur höfðu ekki fundið lausn á, munu börn, sem hafa fengið rétta menntun, mæla í lokaverkinu orð sem munu verða undrunarefni mönnum sem nú tala um „æðri menntun.” 416T, bls. 202, 203; BS2 244.3

    Mér var sýnt að skólinn okkar væri ætlaður af Guði til að framkvæma mikið verk við að bjarga sálum. Það er aðeins þegar hæfileikar einstaklingsins eru beygðir að fullu undir stjórn Anda Guðs að þeir notast til fulls. Boð og meginreglur trúarinnar eru fyrstu skrefin í þekkingaröflun og liggja til grundvallar sannri menntun. Þekking og vísindi verða að eflast af Anda Guðs til þess að þjóna hinum háleitasta tilgangi. Aðeins kristinn maður getur notað þekkingu á réttan hátt. Ef við eigum að meta vísindin að fullu verðum við að skoða þau frá trúarlegu sjónarmiði. Það hjarta sem náð Guðs hefur göfgað getur best skilið hið raunverulega gildi menntunar. Þá eiginleika Guðs sem sjást í sköpunarverki hans getum við aðeins lært að meta er við höfum þekkingu á skaparanum. Til þess að leiða unglinga að lind sannleikans, til lambs Guðs sem ber syndir heimsins, þurfa kennararnir ekki aðeins að þekkja sannleikann fræðilega heldur verða þeir að sýna í verki veg heilagleikans. Þekking er máttur þegar hún tengist sannri guðhræðslu.424T, bls. 427;

    BS2 245.1

    Það er ábyrgð nemandans að styðja við skólann sinn

    Þeir nemendur, sem segjast elska Guð og hlýða sannleikanum, ættu að eiga nægilega sjálfsstjórn og skapstyrk til að þeim veitist mögulegt að standast óbifaðir andspænis freistingum og standa í fyrirsvari fyrir Jesúm í skólanum, á vistunum eða hvar sem þeir eru. Trúna á ekki að bera á sér einungis sem hempu í húsi Guðs heldur verða trúarlegar meginreglur að einkenna allt lífið.BS2 245.2

    Þeir sem eru að svala sér við lind lífsins munu ekki eins og heimshyggjumaðurinn sýna ástríðufulla þrá eftir breytingu og skemmtun. Í hegðun þeirra og lunderni mun koma fram sú hvíld og friður og hamingja sem þeir hafa fundið í Jesú við það að leggja daglega erfiðleika sína og byrðar að fótum hans. Þeir munu sýna, að það er fullnæging og jafnvel friður á vegi hlýðni og skyldu. Slíkir munu hafa áhrif á samnemendur sína og munu þau snerta allan skólann.BS2 245.3

    Þeir sem mynda þennan trúa her munu örva og styrkja kennarana í viðleitni þeirra með því að draga úr hvers konar ótrúmennsku, sundurlyndi og vanrækslu á því að fylgja reglunum. Áhrif þeirra munu vera til björgunar og verk þeirra munu ekki týnast á hinum mikla degi Guðs, heldur fylgja þeim inn í hinn komandi heim og áhrifa þeirra í lífi þeirra hér mun gæta um ókomnar tíðir eilífðarinnar.BS2 245.4

    Einn einlægur, samviskusamur og trúr ungur maður í skóla er ómetanlegur fjársjóður. Englar himinsins líta með ástúð á hann. Hinn ástkæri frelsari hans elskar hann og í bók himnanna mun verða skráð hvert réttlætisverk, hver freisting sem sigruð var, sérhvað illt sem staðið var í gegn. Þannig mun hann leggja góðan grundvöll fyrir það sem koma á til þess að hann geti náð taki á eilífu lífi.BS2 246.1

    Verndun og framgangur stofnunarinnar sem Guð hefur sett sem tæki til að vinna að framgangi starfsins er að miklu leyti komið undir kristinni æsku. Þessi mikla ábyrgð hvílir á æskunni í dag sem er að koma fram á athafnasviðið. Aldrei fyrr hefur svo þýðingarmikil niðurstaða verið háð einni kynslóð manna. Það er því þýðingarmikið að hinir ungu séu hæfir fyrir hið mikla verk svo að Guð geti notað þau sem tæki sín. Skapari þeirra hefur kröfu á þau sem er æðri öllum öðrum.BS2 246.2

    Það er Guð sem hefur gefið þeim líf og alla þá líkamlegu hæfileika sem þau búa yfir. Hann hefur gefið þeim hæfileika sem þau áttu að ávaxta viturlega svo að hægt væri að fela þeim verk sem mundi vara svo lengi sem eilífðin. Sem endurgjald fyrir hinar miklu gjafir sínar fer hann fram á viðeigandi ræktun og þjálfun vitsmunalegra og siðferðislegra hæfileika. Hann gaf þeim ekki þessa hæfileika til þess eins að þau gætu gamnað sér við þá eða til þess að þeir væru misnotaðir til þess að vinna gegn vilja hans og forsjón heldur til þess að þau notuðu þá til framdráttar þekkingu á sannleika og heilagleika í heiminum. Hann biður þau um þakklæti, virðingu þeirra og kærleika fyrir stöðuga gæsku hans og óendanlega náð. Það er sanngjarnt af honum að ætlast til hlýðni gagnvart lögum hans og öllum viturlegum boðum sem aga og leiða æskuna frá blekkingum Satans inn á leið friðarins.BS2 246.3

    Ef unglingarnir gætu séð að ef þeir fylgja lögum og reglum stofnana okkar eru þeir aðeins að gera það sem bætir stöðu þeirra í samfélaginu, göfgar lunderni þeirra og hefur huga þeirra og eykur hamingju þeirra, mundu þeir ekki sýna andstöðu réttlátum reglum og réttlátum kröfum eða taka þátt í því að vekja upp tortryggni og hleypidóma gegn þessum stofnunum. Unglingar okkar ættu að hafa anda kraftar og trúmennsku til að horfast í augu við þær kröfur sem á þau eru lagðar og þetta mun leiða til árangurs. Það er skelfílegt að sjá hversu lunderni margra unglinga á þessu skeiði heimssögunnar er villt og hirðuleysislegt. Mikið af sökinni hvílir á foreldrum þeirra heima. Án guðsótta getur enginn maður í sannleika verið hamingjusamur. 434T, bls. 432—435.BS2 246.4

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents