Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 38— Kall til hófsamra lifnaðarhátta

    Heilsan er ómetanleg blessun og er nátengdari samvisku og trú en margir gera sér grein fyrir. Hún hefur mikið með að gera hæfileika mannsins til þjónustu og hennar ætti að gæta jafnvel og lyndiseinkunnarinnar sökum þess að því betri sem heilsan er þeim mun sterkari verður viðleitni okkar til framvindu málefnis Guðs og til þess að blessa mannkynið. 1CT, bls. 294;BS2 248.1

    Þann 10. des. 1871 var mér aftur sýnt að heilsuumbót er ein af greinum þess mikla starfs sem á að gera fólk hæft fyrir komu Drottins. Hún er eins nátengd boðskap þriðja engilsins eins og hönd er nátengd líkama. Maðurinn hefur ekki haft boðorðin tíu í hávegum en Drottinn vildi ekki koma til að hegna þeim sem brjóta þau lög án þess að senda fyrst viðvörunarboðskap. Þriðji engillinn boðar þann boðskap. Hefðu menn ávallt verið hlýðnir boðorðunum tíu og sýnt í lífi sínu meginreglur þeirra fyrirmæla væri ekki til staðar sú bölvun sjúkdóma sem núna flæðir yfir heiminn.BS2 248.2

    Menn geta ekki brotið náttúrulögmálin með því að láta undan spilltri matarlyst og girndaspillingunni án þess að brjóta lögmál Guðs. Þess vegna hefur hann leyft ljósi heilsuumbótarinnar að skína á okkur svo að við getum séð synd okkar sem felst í því að brjóta þau lögmál sem hann hefur sett veru okkar. Alla okkar gleði eða þjáningu má rekja til hlýðni eða óhlýðni við náttúrulögmálin. Okkar náðarríki himneski faðir sér hið hörmulega ástand manna, sem sumir vitandi en margir óafvitandi, lifa í andstöðu við þau lögmál sem hann hefur sett. Og vegna þess að hann elskar mannkynið og hefur samúð með því, lætur hann ljós heilsuumbótar skína. Hann gjörir kunn lögmál sín og þá hegningu sem mun fylgja, séu þau brotin, svo að allir menn geti lært og gætt þess að lifa í samræmi við náttúrulögmálin. Hann boðar eða setur fram lög sín svo greinilega og gerir þau svo áberandi að þau eru sem borg á fjalli. Allar ábyrgar mannverur geta skilið þau ef þær vilja. Fávitar munu ekki vera ábyrgir. Að gera náttúrulög skýr og leggja áherslu á hlýðni við þau er það verk sem er samfara boðskap þriðja engilsins við að undirbúa fólk fyrir komu Drottins.23T, bls. 161;

    BS2 248.3

    „Þér eru ekki yðar eigin”

    Við trúum án efa að Kristur komi skjótlega. Þetta er okkur ekki skröksaga heldur veruleiki. Þegar hann kemur á hann ekki að hreinsa okkur af syndum okkar, að fjarlægja frá okkur gallana í lyndiseinkunn okkar eða lækna okkur af sjúkleika okkar í lunderni og skaphöfn. Ef þetta á að gerast hjá okkur verður að framkvæma það fyrir þann tíma.BS2 249.1

    Þeir sem eru heilagir, þegar Drottinn kemur, munu halda áfram að vera heilagir. Þeir sem hafa varðveitt líkama sinn og anda í heilagleika, í helgun og heiðri, munu þá fá lokasnertingu ódauðleikans. En þeir sem eru ranglátir, vanhelgaðir og saurugir munu vera þannig um eilífð. Ekkert verk mun verða framkvæmt fyrir þá til þess að fjarlægja galla þeirra og veita þeim heilaga lyndiseinkunn. Þetta á allt að gera á náðartímanum. Það er núna sem á að gera þetta fyrir okkur.BS2 249.2

    Við erum í heimi sem er í andstöðu við réttlæti og hreinleika lundernisins og vöxt í náð. Hvert sem við lítum sjáum við spillingu og saurgun, bæklun og synd. Og hvert er það verk sem við eigum að taka okkur á hendur hér rétt áður en við veitum viðtöku ódauðleikanum? Það er að varðveita líkama okkar heilagan, anda okkar hreinan, svo að við getum staðið blettlaus í spillingu þeirri, sem er svo mikið af í kringum okkur á þessum síðustu dögum.BS2 249.3

    „Vitið þér ekki að líkami yðar er musteri Heilags anda í yður sem þér hafið frá Guði og þér eruð ekki yðar eigin? Því að þér eruð verði keyptir. Vegsamið því Guð í líkama yðar.” 1. Kor. 6,19. 20.BS2 249.4

    Við erum ekki okkar eigin. Við höfum verið keypt dýru verði, fyrir þjáningu og dauða sonar Guðs. Ef við gætum skilið þetta og fyllilega gert okkur grein fyrir því mundum við finna til mikillar ábyrgðar hjá okkur um að varðveita heilsu okkar í sem bestu ástandi svo við getum veitt Guði fullkomna þjónustu. En þegar við tökum einhverja þá stefnu, sem eyðir lífsþreki okkar, dregur úr styrk okkar eða slævir vitsmunina, syndgum við gegn Guði. Er við fylgjum slíkri stefnu, vegsömum við ekki hann í líkama og anda, sem hann þó á, heldur erum við að drýgja mikla synd í augsýn hans. 32T, bls. 354—356;

    BS2 249.5

    Hlýðni er persónuleg skylda okkar

    Skapari mannsins hefur ákvarðað skipan hinnar lifandi vélar sem er líkami okkar. Það er viturlega og undursamlega séð fyrir hverju hlutverki hans. Og Guð lofaði að halda þessari mannlegu vél starfandi eðlilega ef maðurinn vildi hlýða lögum hans og samstarfa með Guði. Hver þau lög sem stjórna þessari vél manna ber að skoða eins guðleg að uppruna í eðli og mikilvægi sem orð Guðs. Með sérhverri kærulausri og vanhugsaðri athöfn og hvert sinn, er vér ofbjóðum hinu undursamlega vélverki Drottins með því að lítilsvirða tilskipuð lög hans, sem sett eru mannslíkamanum, erum við að brjóta lög Guðs. Við getum séð og dáðst að verki Guðs í náttúrunni en mannslíkaminn er dásamlegastur.4CD, bls. 17;BS2 250.1

    Þar sem náttúrulögin eru lögmál Guðs er það greinilega skylda okkar að rannsaka þessi lög vandlega. Við ættum að rannsaka kröfur þeirra varðandi okkar eigin líkama og fylgja þeim. Fáfræði á þessu sviði er synd.BS2 250.2

    Þegar karlar og konur eru í sannleika endurfædd munu þau samviskusamlega virða lögmál lífsins sem Guð hefur sett veru þeirra og leitast þannig við að koma í veg fyrir líkamlega, vitsmunalega og siðferðilega veiklun. Hlýðni við þessi lög verður að vera persónuleg skylda. Við verðum sjálf að líða undir þeirri bölvun, sem hlýst af því að brjóta lögmál. Við verðum að svara Guði fyrir venjur okkar og athafnir. Þess vegna er spurningin fyrir okkur ekki: „hvað mun heimurinn segja?”, heldur, „hvernig á ég að meðhöndla þann líkama, sem Guð hefur gefið mér, þar sem ég segist vera kristinn maður? Á ég að vinna að því að geta hlotið sem mestan tímanlegan og andlegan velfarnað með því að varðveita líkama minn sem musteri þar sem Heilagur andi getur búið eða á ég að bera sjálfan mig fram sem fórn fyrir hugmyndir heimsins og venjur?” 56T, bls. 369, 370;

    BS2 250.3

    Líf Guðs í sálinni er eina von mannsins

    Biblíuleg trú er ekki skaðleg heilsu líkama eða hugar. Áhrif Anda Guðs er besta lyf gegn sjúkdómi. Á himni er allt í fullri heilsu og því meir sem við gerum okkur grein fyrir himneskum áhrifum þeim mun öruggari verður bati hins trúaða sjúklings. Hinar sönnu meginreglur kristindómsins munu opna öllum lind ómetanlegrar hamingju. Trúin er stöðug uppspretta, sem kristnir menn geta bergt á eftir vild og aldrei tæmt lindina.BS2 250.4

    Ástand hugarins hefur áhrif á heilsu líkamskerfisins. Ef hugurinn er frjáls og hamingjusamur af meðvitund um það að gera rétt og tilfinningu um fullnægingu yfir því að stuðla að hamingju annarra, skapar slíkt glaðværð, sem mun hafa áhrif á allt líkamskerfið og mun það leiða til örari blóðrásar og þess að allur líkaminn styrkist. Blessun Guðs hefur læknandi mátt og þeir sem eru iðnir við það að vera öðrum til blessunar munu finna til þeirrar undursamlegu blessunar bæði í hjarta sínu og lífi.BS2 251.1

    Þegar menn sem hafa iðkað rangar venjur og syndsamlega lifnaðarhætti beygja sig fyrir mætti guðlegs sannleika endurlífgar það siðferðilega hæfileika sem höfðu virst vera lamaðir, ef sá sannleikur er látinn ná til hjartans. Sá sem veitir honum viðtöku hefur til að bera sterkari og skýrari skilning en hann hafði áður en hann grundvallaði sál sína á klettinum eilífa. Jafnvel líkamleg heilsa hans batnar fyrir það að gera sér grein fyrir örygginu í Kristi. 6CH, bls 28;BS2 251.2

    Menn þurfa að læra það, að blessanir hlýðninnar í allri fyllingu þeirra geta aðeins orðið þeirra eign ef þeir meðtaka náð Krists. Það er náð hans sem gefur manninum kraft til að hlýða lögmálum Guðs. Það er það sem gerir honum kleift að brjóta fjötra illra venja. Þetta er eini mátturinn, sem getur gert hann staðfastan á réttum vegi og varðveitt hann þar.BS2 251.3

    Þegar við veitum fagnaðarerindinu viðtöku í hreinleika þess og mætti er það lækning á þeim sjúkdómum, sem áttu uppsprettu sína í syndinni. Sól réttlætisins rís „með lækningu undir vængjum sínum.” Þó að heimurinn gefi allt sem hann á getur hann ekki læknað niðurbrotið hjarta eða veitt huganum frið eða fjarlægt áhyggjur eða rekið brott sjúkdóma. Frægð, snilligáfa, hæfileikar, allt er þetta máttlaust við að gleðja sorgmætt hjarta eða endurreisa sóað líf. Líf Guðs í sálinni er eina von mannsins.BS2 251.4

    Kærleikurinn sem streymir út frá Kristi um alla mannveruna er lífgefandi afl. Hann snertir með lækningu hvern þýðingarmikinn hluta — heilann, hjartað, taugarnar. Með tilstilli hans eru æðstu öfl mannverunnar vakin til athafna. Hann frelsar sálina undan sekt og sorg, kvíða og áhyggju, sem brjóta niður lífsþrekið. Með honum koma ró og stilling. Hann gróðursetur í sálinni fögnuð sem ekkert jarðneskt getur eytt — fögnuð í Heilögum anda — fögnuð sem veitir heilsu og líf.BS2 251.5

    Orð frelsarans, „komið til mín ... og ég mun gefa yður hvíld,” eru forskrift fyrir laekningu líkamlegra vitsmunalegra og andlegra sjúkdóma.BS2 252.1

    Þó að menn hafi leitt þjáningar yfir sig með sínu eigin ranglaeti lítur hann á þá með meðaumkun. Í honum geta þeir fundið hjálp. Hann mun gera mikla hluti fyrir þá sem treysta á hann.7MH, bls. 115;

    BS2 252.2

    Setjið fram heilsuumbót

    Í starfi okkar ætti athygli okkar að beinast meira að bindindismálum. Hvert það skylduverk sem kallar á umbætur felur í sér iðrun, trú og hlýðni. Það miðar að því að lyfta sálinni upp til nýrra og göfugra lífs. Þannig eiga allar sannar umbætur sess í starfi þriðja engilsins. Einkum þurfa bindindismál að vekja athygli okkar og hljóta stuðning okkar. Á tjaldbúðasamkomum okkar (ársfundum) ættum við að beina athyglinni að þessu starfi og gera það að lifandi máli. Við ættum að setja fram fyrir fólkið meginreglur hins sanna bindindis og biðja fólk um að undirrita bindindisheit. Vandlega ætti að sinna þeim sem eru þrælar illra venja. Við verðum að leiða þá til kross Krists.BS2 252.3

    Er við nálgumst endalokin verðum við að rísa hærra og hærra hvað snertir heilsuumbót og kristilegt bindindi og setja þetta fram á jákvæðari og ákveðnari hátt. Við verðum stöðugt að leitast við að fræða fólkið, ekki aðeins með orðum okkar heldur líka með iðkunum. Þegar fræðsla og fyrirmynd leggjast á eitt, munu þau hafa mikil áhrif. 86T, bls. 110,112.BS2 252.4

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents