Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 42—Trúmennska í heilsuumbót

    (Athugasemd: Þessi boðskapur, sem gefur yfirlit yfir helstu atriði í heilsuumbót, var fluttur af Ellen G. White á heimsmóti aðventista 1909, síðasta slíku móti, sem hún sótti. — Útgefendur.)

    Mér hefur verið sagt að flytja öllu okkar fólki boðskap um heilsuumbót því að margir hafa horfið frá fyrri hlýðni við meginreglur heilsuumbótar.BS2 270.1

    Tilgangur Guðs með börn sín er að þau vaxi til Kristsfyllingarinnar. Til þess að gera þetta verða þau að nota á réttan hátt sérhvern hæfileika hugar, sálar og líkama. Þau hafa ekki efni á að fara illa með andlegan eða líkamlegan þrótt.BS2 270.2

    Spurningin um það hvernig varðveita eigi heilsuna er afar þýðingarmikil. Þegar við athugum þetta mál í ótta Drottins munum við sjá að það er okkur fyrir bestu, bæði fyrir líkamlegan og andlegan þroska okkar, að lifa við einfalt mataræði. Við skulum í þolgæði athuga þetta mál. Við þurfum á þekkingu og góðri dómgreind að halda til þess að taka skynsamlegar ákvarðanir í þessu efni. Það á ekki að standa í gegn lögmálum náttúrunnar heldur að hlýða þeim.BS2 270.3

    Þeir sem hafa verið fræddir um skaðsemi þess að neyta kjöts, tes, og kaffis og sterkra og óheilsusamlegra rétta og eru ákveðnir að gera sáttmála við Guð með fórn munu ekki halda áfram að láta eftir löngun sinni í mat sem þeir vita að er óheilsusamlegur. Guð krefst þess að löngun okkar beinist í rétta átt og að við iðkum sjálfsafneitun varðandi þá hluti sem eru ekki góðir. Slíkt starf verður að framkvæma áður en fólk hans getur staðið frammi fyrir honum sem lýtalaust fólk.BS2 270.4

    Hinn síðasti söfnuður Guðs verður að vera endurfætt fólk. Boðun þessa boðskapar á að leiða til afturhvarfs og helgunar sálna. Við eigum að finna kraft Anda Guðs í þessari hreyfingu. Þetta er dásamlegur, ákveðinn boðskapur. Hann hefur allt að segja fyrir þann sem við honum tekur og hann á að boða með háu hrópi. Við verðum að hafa sanna og fasta trú á það, að þessi boðskapur muni hafa framgang og hafa vaxandi þýðingu allt til endalokanna.BS2 270.5

    Til eru þeir sem segjast vera trúaðir og veita viðtöku vissum köflum „Vitnisburðanna” sem boðskap frá Guði, á sama tíma og þeir hafna þeim köflum sem dæma þær syndir sem þeir iðka. Slíkt fólk vinnur gegn eigin velferð og velferð safnaðarins. Það er nauðsynlegt að við göngum í ljósinu á meðan við höfum ljósið. Þeir sem segjast trúa á heilsuumbót en vinna samt gegn meginreglum hennar í daglegu lífi skaða sína eigin sál og skilja eftir röng áhrif á huga trúaðra og vantrúaðra.

    BS2 271.1

    Styrkur fyrir hlýðni

    Alvarleg ábyrgð hvílir á þeim sem þekkja sannleikann um að öll orð þeirra samsvari trú þeirra og að líf þeirra sé fágað og helgað og þeir búnir undir það verk sem verður að vinna skjótlega á þessum lokadögum boðskaparins. Þeir hafa engan tíma eða styrk til að eyða íí að láta eftir matarlystinni. Orðin ættu að hljóma til okkar með mikilli einlægni: „Gjörið því iðrun og snúið yður að syndir yðar verði afmáðar til þess að endurlífgunartímar komi frá augliti Drottins.” Post. 3, 19. Marga á meðal okkar skortir andlegan þroska og munu þeir vissulega glatast nema þeir snúi algjörlega við. Hafið þið efni á að leggja í slíka áhættu?BS2 271.2

    Guð ætlast til að sjá stöðugan þroska hjá fólki sínu. Við þurfum að læra að mesta hindrunin fyrir andlegum þroska og helgun sálarinnar er að látið er eftir matarlystinni. Mörg okkar borðum á ótilhlýðilegan hátt þrátt fyrir það að við segjumst trúa á heilsuumbót. Eftirlátssemi við matarlystina er höfuðástæðan fyrir líkamlegu og andlegu þrekleysi og er að mestu leyti rót veiklunar og orsök ótímabærs dauða. Sá einstaklingur sem er að leitast við að eignast hæfileika Andans ætti að hafa í huga að í Kristi er kraftur til þess að stjórna matarlystinni.BS2 271.3

    Væri það okkur til góðs að láta eftir lönguninni í kjöt mundi ég ekki tala þessi hvatningarorð til ykkar en ég veit að við höfum ekki gott af því. Kjöt er skaðlegt líkamlegri heilsu og við ættum að læra að vera án þess. Þeir sem eru í aðstöðu til þess að afla sér grænmetisfæðis en ákveða að fylgja eigin vali í þessu efni og eta og drekka það sem þeim þóknast helst, munu smám saman verða kærulausir varðandi þær leiðbeiningar sem Drottinn hefur gefið um önnur svið sannleikans fyrir okkar tíma og munu missa skilning sinn á því hvað er sannleikur. Þeir munu vissulega uppskera eins og þeir hafa sáð.BS2 271.4

    Mér hefur verið sýnt að nemendum í skólum okkar á ekki að bjóða kjöt eða þá rétti sem vitað er um að eru óheilsusamlegir. Ekkert það sem mun vekja löngun í það sem örvar ætti að setja á matborðið hjá okkur. Ég tala í þessu efni hvatningarorð bæði til ungra sem gamalla og miðaldra. Neitið ykkur um það sem er ykkur til tjóns. Þjónið Drottni með fórn.BS2 272.1

    Mörgum finnst að þeir geti ekki verið án kjöts en ef þeir hinir sömu skipuðu sér með Drottni fastákveðnir í því að ganga eftir leiðsögn hans mundu þeir hljóta styrk og visku eins og Daníel og félagar hans. Þeir mundu komast að því að Drottinn vill gefa þeim heilbrigða dómgreind. Margir mundu undrast það ef þeir sæju hversu mikið mætti spara fyrir málefni Guðs með sjálfsafneitun. Smáupphæðir, sem sparast með fórn mundu gera meira fyrir uppbyggingu málefnis Guðs en stærri gjafir sem ekki hafa kallað á sjálfsafneitun.

    BS2 272.2

    Hvikið hvergi

    Sjöunda dags aðventistar boða mikilvæg sannindi. Fyrir meira en fjörutíu árum (1863) veitti Drottinn mér sérstakt ljós um heilsuumbót. En hvernig göngum við í því ljósi? En hversu margir hafa neitað að lifa í samræmi við leiðbeiningar Guðs! Við ættum sem söfnuður að taka framförum í hlutfalli við það ljós sem við veitum viðtöku. Það er skylda okkar að skilja og virða meginreglur heilsuumbótar. Hvað snertir bindindi ættum við að vera á undan öllum öðrum mönnum og samt er á meðal okkar velupplýst safnaðarfólk og jafnvel prestar sem bera litla virðingu fyrir því ljósi sem Guð hefur veitt okkur um þetta efni. Þetta fólk borðar eins og því sýnist og vinnur eins og því sýnist.BS2 272.3

    Þeir sem eru kennarar og leiðtogar í verki okkar ættu að taka fasta stefnu á biblíulegum grunni hvað snertir heilsuumbót og gefa ákveðinn vitnisburð þeim sem trúa að við lifum á síðustu dögum sögu þessarar jarðar. Það verður að draga markalínu á milli þeirra sem þjóna Guði og þeirra sem þjóna sjálfum sér.BS2 272.4

    Mér hefur verið sýnt að þær meginreglur sem okkur voru gefnar á fyrstu dögum þessa boðskapar eru eins þýðingarmiklar og ættu að vera virtar jafnvel í dag eins og þær voru þá. Til eru þeir sem hafa aldrei fylgt ljósinu sem veitt var um mataræði. Það er nú kominn tími til að taka ljósið undan mælikerinu og láta það skína skært og bjart.BS2 272.5

    Meginreglurnar um heilsusamlegt líferni eru okkur mikils virði, bæði sem einstaklingum og sem söfnuði. Þegar ég fyrst kynntist boðskapnum um heilsuumbót var ég veikburða og óstyrk, átti oft vanda til yfirliðs. Ég bað Guð innilega um hjálp og þá lauk hann upp fyrir mér þessu mikilvæga efni, heilsuumbótinni. Hann fræddi mig um það að þeir sem varðveita boðorð hans verða að komast í heilagt samband við hann og með bindindi í mat og drykk verði þeir að varðveita huga og líkama í sem bestu ásigkomulagi til þjónustu. Þetta ljós hefur verið mér mikil blessun. Ég tók afstöðu með heilsuumbótinni og vissi að Drottinn mundi styrkja mig. Ég hefi betri heilsu í dag þrátt fyrir aldur minn en ég hafði á yngri árum.BS2 273.1

    Sumir segja að ég hafi ekki fylgt meginreglum heilsuumbótar samkvæmt því sem ég hef flutt þær í ritum mínum en ég get sagt að ég hef fylgt heilsuumbótinni trúlega. Þeir sem hafa tilheyrt fjölskyldu minni vita að þetta er satt.

    BS2 273.2

    „Gjörið allt Guði til dýrðar”

    Við mörkum ekki neina nákvæma stefnu sem fylgja á í mataræði en við segjum að í löndum þar sem nóg er af ávöxtum, korni og hnetum er kjöt ekki rétta fæðan fyrir Guðs fólk. Mér hefur verið sýnt að kjöt hefur þá tilhneigingu að vekja dýrslega eðlið í okkur, að ræna menn þeim kærleika og samúð, sem þeir ættu að bera til allra og gefi lægri ástríðunum stjórn yfir æðri öflum mannverunnar. Hafi neysla kjöts nokkru sinni verið heilsusamleg er hún ekki örugg núna. Krabbamein, bólgur og lungnasjúkdómar orsakast að miklu leyti af kjötneyslu.BS2 273.3

    Við eigum ekki að gera kjötneyslu að prófsteini á það hvort fólk fær að vera í söfnuðinum en við ættum að íhuga áhrif þau sem trúað fólk, sem kjöts neytir, hefur á aðra. Ættum við ekki sem sendiboðar Guðs að segja við fólkið: „Hvort sem þið etið eða drekkið eða hvað sem þið gjörið þá gjörið allt Guði til dýrðar”? 1. Kor. 10, 31. Ættum við ekki að flytja ákveðinn vitnisburð gegn því að láta undan spilltri matarlyst? Vilja einhverjir þeirra sem eru prestar fagnaðarerindisins og boða hin alvarlegustu sannleiksatriði sem dauðlegum mönnum hafa verið gefin, veita það fordæmi að snúa aftur til kjötkatla Egypta? Ætla þeir sem lifa á tíundinni úr forðabúri Drottins að láta það eftir sér fyrir hóglífi að eitra þann lífgefandi straum sem rennur í gegnum æðar þeirra? Ætla þeir að misvirða þær viðvaranir og það ljós sem Drottinn hefur gefið þeim? Heilsu líkamans á að skoða sem skilyrði þess að vaxa í náð og að eignast jafnaðargeð. Ef ekki er séð fyrir maganum á viðeigandi hátt verður það hindrun fyrir mótun hreinnar, siðferðislegar lyndiseinkunnar. Heili og taugar finna til með maganum. Að eta og drekka á rangan hátt mun leiða til þess að við hugsum og framkvæmum á rangan hátt.BS2 273.4

    Nú er verið að prófa og reyna alla. Við höfum verið skírð til Krists og ef við viljum gera okkar hluta með því að segja skilið við allt sem dregur okkur niður og gerir okkur að því sem við ættum ekki að vera verður okkur veittur styrkur til að vaxa upp til Krists sem er hið lifandi höfuð okkar og þá munum við fá að sjá hjálpræði Guðs.BS2 274.1

    Það er aðeins með því að sýna skynsemi varðandi meginreglur heilsusamlegs lífernis að við getum fyllilega vaknað til að sjá hið illa sem leiðir af óviðeigandi mataræði. Þeir sem hafa haft hugrekki til að breyta venjum sínum eftir að hafa séð mistök sín munu komast að því að umbæturnar krefjast baráttu og mikils þolgæðis en þegar eitt sinn er búið að móta réttan smekk munu þeir gera sér grein fyrir því að neysla þeirrar fæðu, sem þeir áður skoðuðu skaðlausa, var smám saman en markvisst að leggja grundvöll að harðlífí og öðrum sjúkdómum.BS2 274.2

    Feður og mæður, verið árvökul til bæna. Verið vakandi á verði gegn bindindisleysi í sérhverri mynd. Kennið börnum ykkar meginreglur sannrar heilsuumbótar. Kennið þeim hvað þau eigi að forðast til þess að þau haldi heilsu. Nú þegar er reiði Guðs farin að hvíla yfir börnum óhlýðninnar. En þeir glæpir, þær syndir og þær óguðlegu athafnir, sem sjást alls staðar! Sem söfnuóur eigum við að leggja okkur fram um að vernda börnin okkar gegn spilltum félögum.

    BS2 274.3

    Fræðið fólkið

    Meira þarf að leggja á sig til þess að fræða fólkið um meginreglu heilsuumbótar. Matreiðsluskóla ætti að stofna og fræðslu ætti að veita frá einu húsi til annars varðandi þá list að matreiða heilsusamlega fæðu. Bæði ungir sem eldri ættu að læra að matreiða á einfaldari hátt. Hvar sem sannleikurinn er settur fram á að kenna fólkinu að matreiða fæðuna á einfaldan en samt lystugan hátt. Það á að sýna þeim að hægt er að hafa næringarríka fæðu án kjöts.BS2 274.4

    Kennið fólkinu að betra sé að vita hvernig eigi að varðveita heilsuna en að lækna sjúkdóma. Læknar okkar ættu að vera vitrir fræðarar og aðvara alla gegn hóglífi og sýna að algjört bindindi á það sem Guð hefur bannað er eina leiðin til þess að koma í veg fyrir eyðileggingu líkama og hugar.BS2 275.1

    Mikla visku og hyggni þarf að sýna við að matbúa næringarríka fæðu sem koma á í staðinn fyrir það sem áður hefur verið fæða þeirra sem eru að læra heilsuumbótina. Við munum þurfa á að halda trú á Guð, festu og fúsleika til að hjálpa hvert öðru. Skorti fæðu okkar viðeigandi næringarefni setur það blett á málstað heilsuumbótar. Við erum dauðleg og verðum að sjá okkur fyrir fæðu sem gefur líkamanum nægilega næringu.

    BS2 275.2

    Öfgar skaða heilsuumbót

    Sumt af fólki okkar vanrækir að sjá sér fyrir þeim næringarefnum sem nauðsynleg eru til viðhalds líkamanum á sama tíma og það heldur sér samviskusamlega frá því að borða ranga fæðu. Þeir sem taka öfgafulla afstöðu til heilsuumbótar eru í þeirri hættu að matreiða bragðlausa rétti, gera þá svo daufa að þeir veiti enga ánægju. Fæðuna á að matreiða þannig að hún sé bæði bragðgóð og nærandi. Það ætti ekki að svipta hana þeim næringarefnum sem líkamskerfið þarfnast. Ég hef notað dálítið af salti og hef alltaf gert það af því að salt er í rauninni nauðsynlegt til þess að hafa gott blóð og er ekki skaðlegt. Grænmeti ætti að bragðbæta með dálitlu af mjólk eða rjóma eða einhverju slíku.BS2 275.3

    Þó að varað hafi verið við hættu sjúkdóma vegna smjörneysiu og við skaðsemi þess að lítil börn neyti mikils af eggjum ættum við ekki að skoða það sem brot á meginreglu að nota egg úr hænsnum sem hafa verið vel alin og vel farið með. Egg hafa að geyma eiginleika sem hafa uppbyggjandi áhrif þegar til þess kemur að vinna gegn vissum eiturefnum.BS2 275.4

    Sumir sem lifað hafa í bindindi á egg, smjör og mjólk hafa látið undir höfuð leggjast að sjá líkamskerfinu fyrir nægilegri næringu og hafa þess vegna orðið veilir og óvinnufærir. Því verki sem við höfum reynt að byggja upp á traustum grunni er ruglað saman við undarlega hluti sem Guð hefur ekki krafist af okkur. Og með því eru kraftar safnaðarins lamaðir. Guð mun skerast ð leikinn til þess að koma í veg fyrir afleiðingar þessara langsóttu hugmynda. Fagnaðarerindið á að sætta hið synduga mannkyn. Það á að leiða auðuga og fátæka saman við fætur Jesú.BS2 275.5

    Þann tíma mun að bera er við kunnum að þurfa að segja skilið við sumar af þeim fæðutegundum sem við núna notum, svo sem mjólk, rjóma og egg. En það er ekki nauðsynlegt að leiða yfir okkur vandkvæði með ótímabærum og öfgafullum hömlum. Bíðið þar til kringumstæðurnar krefjast þess og Drottinn undirbýr leiðina.BS2 276.1

    Þeir sem vilja ná árangri í því að boða meginreglu heilsuumbótar verða að gera orð Guðs að leiðsögn sinni og ráðgjafa. Þeir sem kenna meginreglur heilsuumbótar geta því aðeins verið í góðri aðstöðu að þeir geri þetta. Við skulum aldrei flytja vitnisburð gegn heilsuumbót með því að láta undir höfuð leggjast að nota heilsusamlega og bragðgóða fæðu í stað skaðlegra rétta sem við höfum hætt við. Reynið ekki á neinn hátt að vekja löngun í það sem örvar. Borðið aðeins blátt áfram, einfalda og heilsusamlega fæðu og þakkið Guði stöðugt fyrir meginreglur heilsuumbótar. Verið hrein og sönn í öllum hlutum og munuð þið þá öðlast dýrmæta sigra.

    BS2 276.2

    Aðstœður á hverjum stað ber að skoða.

    Á sama tíma og við vinnum gegn græðgi og óhófí verðum við að gera okkur grein fyrir þeim aðstæðum sem mannkynið býr við. Guð hefur séð fyrir þörfum þeirra sem búa í hinum ýmsu löndum heims. Þeir sem vilja vera samverkamenn Guðs verða að hugsa sig vandlega um áður en þeir tilgreina nákvæmlega hvaða fæðutegundir ætti að borða og hverjar ekki. Við eigum að komast í snertingu við almúgann. Ef við kenndum heilsuumbót í ströngustu mynd þeim sem eru í þeirri aðstöðu að geta ekki veitt henni viðtöku, gerum við meiri skaða en gagn. Er ég prédika fagnaðarerindið hinum fátæku hef ég fengið leiðbeiningar um að segja þeim að neyta þeirrar fæðu sem er næringarríkust. Ég get ekki sagt við þá: „Þið megið ekki borða egg, mjólk eða rjóma. Þið megið ekki nota smjör við matartilbúning.” Það verður að prédika fagnaðarerindið hinum fátæku en það er ekki ennþá kominn tími til þess að fyrirskipa strangasta fæðuval.BS2 276.3

    Þá getur Guð blessað

    Þeir prestar sem finnst þeir vera frjálsir til þess að láta eftir matarlyst sinni hafa ekki náð markinu. Guð vill að þeir sýni heilsuumbót í verki. Hann vill að þeir lifi eftir því ljósi sem hefur verið gefið um þetta efni. Ég er svo sorgbitin þegar ég sé þá sem ættu að vera ákafir varðandi meginreglur okkar um heilsu ekki enn endurfædda varðandi rétta lifnaðarháttu. Ég bið þess að Drottinn hafi áhrif á hjörtu þeirra og sýni þeim að þeir fara á mis við mikið. Ef hlutirnir væru eins og þeir ættu að vera á heimilum þeirra, sem mynda söfnuði okkar, gætum við gert tvöfalt verk fyrir Drottin.BS2 277.1

    Sjöunda dags aðventistar verða að hafa Heilagan anda í hjörtum sínum og á heimilum til þess að verða hreinsaðir og vera áfram hreinir. Drottinn hefur sýnt mér að þegar Ísrael nútímans auðmýkir sig fyrir honum og hreinsar sálarmusterið af allri saurgun, muni hann heyra bænir þeirra vegna hinna sjúku og veita blessun sína við notkun lækningalyfja hans gegn sjúkdómum. Þegar maðurinn í trú gerir allt sem hann getur til að hamla gegn sjúkdómum og notar þær einföldu meðhöndlunaraðferðir, sem Guð hefur kennt okkur, mun viðleitni hans hljóta blessun Guðs.BS2 277.2

    Haldi Guðs fólk í rangar venjur, eftir að svo mikið ljós hefur verið gefið og fari það eigin leiðir og neiti að bæta sig, mun það vissulega þurfa að taka afleiðingum afbrotanna. Ef það er ákveðið að seðja spillta matarlyst, hvað sem það kostar, mun Guð ekki á yfirnáttúrlegan hátt bjarga því frá þeim afleiðingum sem eftirlátssemi þess hefur í för með sér. „Þér skuluð liggja í kvölum” Jes. 50, 11.BS2 277.3

    Ó, hversu margir missa af ríkulegustu blessunum sem Guð hefur að geyma handa þeim í heilsu og andlegum hæfileikum! Það eru margar sálir sem keppa eftir því að fá að eignast sérstaka sigra og sérstakar blessanir, svo að þeir geti gert eitthvað mikið. Til þess að ná þessu marki finnst þeim ávallt, að þeir verði að berjast hart í bæn og tárum. Þegar þetta fólk rannsakar ritningarnar með bæn til að fá að vita um vilja Guðs og framkvæmir síðan vilja hans af hjarta án þess að skilja nokkuð undan eða sýna eigingirni, mun það finna hvíld. Öll kvölin, öll tárin og baráttan mun ekki veita þeim þá blessun sem það þráir. Eigingirnin verður algjörlega að hverfa. Það verður að vinna það verk og tileinka sér ríkdóm náðar Guðs sem er heitinn öllum sem biðja í trú.BS2 277.4

    „Vilji einhver fylgja mér,” sagði Jesús, „þá afneiti hann sjálfum sér og taki upp krossinn daglega og fylgi mér.” Lúk. 9, 23. Við skulum fylgja frelsaranum í einfaldleika hans og sjálfsafneitum. Við skulum hefja upp manninn á Golgata með orðum okkar og líferni. Frelsarinn hefur mjög náid samneyti við alla þá sem helga sig Guði. Ef við höfum nokkurn tíma þurft á starfi Anda Guðs að halda í hjörtum okkar og lífi, þá er það núna. Við skulum ná taki á þessum guðlega krafti til að öðlast styrk til að lifa í heilagleika og sjálfsafneitun.19T, bls. 153— 166.BS2 278.1

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents