Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 58— Blekkingarstarf Satans

    Ég sá illa engla berjast við sálir og engla Guðs hamla á móti þeim. Baráttan var strong. Illir englar spilltu andrúmsloftinu með eituráhrifum sínum og þyrptust umhverfis þessar sálir til þess að brjála skilningarvitum þeirra. Heilagir englar horfðu á kvíðafullir og biðu eftir því að reka í burtu hersveitir Satans. En það er ekki starf góðra engla að stjórna hugum manna gegn vilja þeirra. Ef þeir láta undan síga fyrir óvininum og gera enga tilraun til að standa á móti honum, geta englar Guðs lítið gert til þess að halda hersveitum Satans í skefjum, svo þær eyði ekki áður en frekara ljós hefur veist þeim sem í hættu eru staddir til þess að fá þá til að vakna og líta til himins eftir hjálp. Jesús mun ekki bjóða heilögum englum að leysa þá úr vanda, sem gera enga tilraun til þess að hjálpa sér sjálfir.BS2 381.1

    Ef Satan sér að hann á á hættu að missa af einni sál, mun hann leggja á sig til hins ýtrasta til þess að halda henni. Og þegar einstaklingurinn vaknar til vitundar um hættu sína og í skeflingu og ákafa lítur til Jesú um styrk, óttast Satan að hann muni missa bandingja og kallar þá á aukaliðstyrk engla til þess að umlykja veslings sálina og mynda sortahjúp um hana til þess að ljós himinsins nái ekki til hennar. En ef sá sem er í hættu staddur sýnir þolinmæði og í hjálparleysi sínu varpar sér að fótum Krist og treystir á verðleika blóðs hans, hlýðir frelsarinn á einlæga trúarbæn og sendir liðstyrk þeirra engla sem bera af í styrk til þess að frelsa.BS2 381.2

    Satan getur ekki þolað að skýrskotað sé til hins volduga keppinautar síns, því að hann óttast og skelfist frammi fyrir styrk hans og hátign. Við einlæga bæn skjálfa allar hersveitir Satans. Hann heldur áfram að kalla á hersveitir illra engla til þess að framkvæma markmið sitt. Og þegar englar, máttugir og íklæddir hertygjum himinsins, koma til hjálpar þreyttri og örmagna sál, hörfar Satan og hersveitir hans vitandi það, að orusta þeirra er töpuð. Hinir auðsveipu þegnar Satans vinna trúir, virkir og sameinaðir að einu markmiði og þó þeir hati hver annan og stríði gegn hver öðrum, nota þeir samt hvert tækifæri til að vinna að sameiginlegu áhugamáli. En hinn mikli stjórnandi himins og jarðar hefur takmarkað vald Satans.11T, bls. 345,346;

    BS2 381.3

    Hættan í því að voga sér undan vernd himins

    Englar Guðs munu vernda fólk hans, meðan það gengur á vegi skyldunnar en það er engin fullvissa fyrir því að slík vernd veitist þeim sem vísvitandi voga sér út á athafnasvið Satans. Útsendari hins mikla blekkingameistara mun segja og gera hvað sem þarf til þess að ná markmiði sínu. Það varðar litlu hvort hann kallar sjálfan sig andatrúarmann, „rafmagnslækni” eða „segullækni.” Undir góðu yfirvarpi ávinnur hann tiltrú hinna ógætnu. Hann læst lesa lífssögu þeirra, sem leita til hans og skilja alla erfiðleika þeirra og allt sem hrjáir þá. Hann dulbýr sig sem engil ljóssins þó að kolamyrkur sé í hjarta hans og sýnir mikinn áhuga á konum sem leita ráða hans. Hann segir þeim að öll vandræði þeirra komi af óhamingjusömu hjónabandi. Þetta getur verið satt og rétt en slíkar ráðleggingar bæta ekki hlutskipti þeirra. Hann segir þeim að þær þurfi á kærleika og samúð að halda. Hann læst hafa mikinn áhuga á velferð þeirra og varpár töfravef yfir fórnarlömb sín sem eiga sér einskis ills von og hrífur þau eins og höggormur hrífur skjálfandi fugl. Skjótlega eru þau algjörlega á valdi hans. Synd, smán og fall eru hinar hræðilegu afleiðingar.BS2 382.1

    Þessir verkamenn óguðleikans eru ekki fáir. Vegferð þeirra einkennist af uppleystum heimilum, skemmdu mannorði og sundurrifnum hjörtum. En heimurinn veit lítið um þetta. Samt halda þeir áfram að hertaka ný fórnarlömb og Satan gleðst yfir þeirri eyðingu sem hann kemur til vegar.25T, bls. 198;.BS2 382.2

    „En Ahasja féll ofan í grindurnar á loftsal sínum í Samaríu og varð sjúkur. Þá gjörði hann út sendimenn og sagði við þá: Farið og gangið til frétta við Baal-Sebúb, guðinn í Ekron, hvort ég muni heill verða af þessum sjúkdómi. En engill Drottins sagði við Elía Tisbíta: Tak þig upp og far á móti sendimönnum konungsins í Samaríu og seg við þá: Það er víst enginn Guð til í Israel, úr þér farið til þess að ganga til frétta við Baal-Sebúb, guðinn í Ekron? Fyrir því segir Drottinn svo: Úr rekkjunni, sem þú nú ert lagstur í skalt þú ekki rísa, heldur skalt þú deyja.” 2. Kon. 1, 2—4.BS2 382.3

    Sagan um synd og hegningu Ahasja konungs hefur að geyma viðvörun sem enginn getur misvirt án þess að bíða tjón af. Þó að við lútum ekki heiðnum guði, tilbiðja samt þúsundir manna við hástól Satans eins og konungur Ísrael gerði. Andi heiðinnar skurðgoðadýrkunnar er vel lifandi í dag, þó að hann hafi fengið fágaðra og glæsilegra form fýrir áhrif vísinda og menntunar. Hver dagur bætir hryggilegum vitnisburði við það að trúin á hið örugga spádómsorð er á hröðu undanhaldi og þess í stað hertaka hjátrú og djöfulleg fjölkyngi huga manna. Allir þeir sem láta undir höfuð leggjast að rannsaka ritningarnar í einlægni og beygja hverja ósk og tilgang lífsins undir hið óskeikula próf, allir þeir sem ekki leita Guðs í bæn um þekkingu á vilja hans, munu vissulega ráfa af réttum leiðum og komast undir blekkingu Satans.BS2 382.4

    Hebrearnir voru eina þjóðin, sem hafði veist þekking á hinum sanna Guði. Þegar konungurinn í Ísrael sendi til að spyrja hina heiðnu véfrétt, þá boðaði hann heiðingjunum, að hann hefði meiri tiltrú á skurðgoðum þeirra en á Guði folks síns, skapara himins og jarðar. Á sama hátt vanheiðra þeir hann, sem segjast hafa þekkingu á Guðs orði, á sama tíma og þeir snúa frá uppsprettu styrks og visku til að biðja hjálpar eða ráða hjá myrkravöldunum. Ef reiði Guðs tendraðist vegna slíkrar lífsstefnu hjá óguðlegum konungi og skurðgoðadýrkanda, hvernig getur hann þá liðið líka stefnu hjá þeim sem segjast vera þjónar hans?35T, bls. 191, 192, 196;

    BS2 383.1

    Enginn maður geturþjónað tveim herrum

    Guð hefur leitt okkur fyrir tvo herra, Guð og heiminn og hefur gert okkur það skýrt og greinilegt að það er blátt áfram ómögulegt fyrir okkur að þjóna báðum. Ef áhugi okkar og kærleikur til þessa heims ræður þá munum við ekki kunna að meta þá hluti sem ofar öllum öðrum eru verðugir athygli okkar. Kærleikurinn til heimsins mun útiloka kærleika til Guðs og gera okkar aeðstu áhugamál óæðri heimslegum hugðarefnum. Þannig mun Guð ekki eiga svo háan sess í lífi okkar eins og heimurinn.BS2 383.2

    Satan gætir sín betur þegar hann fæst við menn en þegar hann fékkst við Krist í eyðimörk freistinganna, því að hann er minntur á að þá tapaði hann. Hann er sigraður óvinur. Hann kemur ekki beint til mannsins til þess að krefjast lotningar með ytri tilbeiðslu. Hann biður menn aðeins að beina kærleika sínum til gæða þessa heims. Ef honum tekst að ná tökum á huga og kærleika manna, dvínar löngunin í það sem himneskt er. Allt sem hann óskar sér fyrir manninn er það að hann falli undir blekkingavef freistinga hans og að hann elski heiminn, að hann elski tign og stöðu, elski peninga og beini ástúð sinni til jarðneskra fjársjóða. Ef honum tekst þetta þá ávinnur hann allt sem hann bað Krist um.43T, bls. 478, 480.BS2 383.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents