Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Daglegt Líf - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  HENTUGUR KLÆÐNAÐUR, 21. maí

  Hún er ekki hrœdd um heimilisfólk sitt, þótt snjói, því að allt heimilisfólk hennar er klœtt skarlati (íklœtt tvennum klœðum: Þýð. 1866). Oróskv. 31, 21DL 147.1

  Fatnaður okkar ætti að vera vandaður, í viðeigandi litum og notagóður um leið og hann á að vera einfaldur og látlaus. Hann ætti að vera valinn með tilliti til endingar fremur en til að sýnast. Hann ætti að veita hlýju og tilhlýðilega vernd. Vitra konan, sem lýst er í Orðskviðunum “er ekki hrædd um heimilisfólk sitt þótt snjói, því að allt heimilisfólk hennar er klætt tvennum klæðum.”DL 147.2

  Föt okkar ættu að vera hrein. Óhreinlæti í klæðnaði er óheilsusamlegt og þess vegna saurgandi fyrir líkama og sál...DL 147.3

  Föt okkar ættu að vera heilsusamleg í öllu tilliti. Framar öllu þráir Guð, að við séum “heil heilsu” — heilsu líkama og sálar. Og við eigum að samverka með honum að góðri heilsu bæði líkama og sálar. Við styðjum að hvoru um sig með heilsusamlegum klæðnaði.DL 147.4

  Hann ætti að hafa við sig yndisleika, fegurð og hæfi náttúrlegs einfaldleiks. Kristur hefur varað okkur við hroka lífsins, en ekki við yndisleika þess og náttúrlegri fegurð. Hann benti á blóm vallarins, á liljuna, sem breiddi úr sér í hreinleika sínum og sagði: “Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki búinn sem ein þeirra.” Þannig skýrir Jesús með náttúrlegum hlutum þá fegurð, sem himinninn metur, hinn hæverska yndisleika, einfaldleikann, hreinleikann og hæfið sem gera klæðnað okkar honum velþóknanlegan. 94MH, 288, 289DL 147.5

  Fullkomin heilsa er háð því að blóðrásin sé fullkomin. Það ætti að gæta vandlega að útlimunum, að þeir séu eins vandlega klæddir og brjóstkassinn og svæðið umhverfis hjartað. 952T, 531DL 147.6

  Systur okkar ættu að klæða sig blátt áfram, eins og margar gera, og hafa klæðnaðinn úr góðu efni, endingargóðan, einfaldan, hentugan fyrir þennan tíma og láta ekki spurninguna um föt fylla hugann. 96Letter 19, 1897DL 147.7

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents