Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Daglegt Líf - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    ÚTISTARF, 12. maí

    Og Drottinn Guð plantaði aldingarð í Eden langt austur frá og setti þar manninn sem hann hafði myndað... Þá tók Drottinn Guð manninn og setti hann í aldingarðinn Eden til að yrkja hann og gœta hans. 1. Mós. 2, 8-15DL 138.1

    Adam og Evu var falin umsjá garðsins, “að yrkja hann og gæta hans.” Þó að þau væru auðug að öllu því sem eigandi alheimsins gat veitt áttu þau ekki að vera iðjulaus. Þeim var fengið nytsamt starf sem blessun til að styrkja líkamann, víkka út hugann og þroska lundernið. 48Ed, 21DL 138.2

    Menn og konur ættu að vinna á ökrum, aldinekrum og görðum. Það mun veita taugum og vöðvum hreysti og styrk... Það á að reyna jafnt á hvern hluta mannslíkamans. Þetta er nauðsynlegt fyrir samræmda starfsemi og þroska hvers hluta... Guð skóp taugar og vöðva svo að hægt væri að nota þau. Það er athafnaleysi mannslíkamans, sem hefur þjáningar og sjúkdóma í för með sér. 49MM, 296, 297DL 138.3

    Fleiri deyja vegna vöntunar á hreyfingu en vegna ofreynslu. Mjög margir ryðga fremur en slitna. Þeir sem venja sig við rétta hreyfingu undir beru lofti munu vanalega hafa góða og öfluga blóðrás. 50CH, 173DL 138.4

    Morgunhreyfing, að ganga í frjálsu, hressandi lofti himins eða rækta blóm, litla ávexti og grænmeti, er nauðsynleg heilnæmri rás blóðsins. Það er hin öruggasta vörn gegn kvefi, hósta, blóðsókn til heila og lungna, nýrnabólgu, lifrarbólgu, lungnabólgu og hundraði annarra sjúkdóma. 51HR, May, 1872DL 138.5

    Farðu út og hreyfðu þig á hverjum degi jafnvel þó að vanrækja verði eitthvað innan húss. 522T, 531DL 138.6

    Því nær sem við komumst hinu upprunalega áformi Guðs þeim mun hagstæðari verður aðstaða okkat til að endurheimta og varðveita heilsuna. 53CH, 174DL 138.7

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents