Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Daglegt Líf - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  FAÐIR FÁTÆKUM, 28. ágúst

  Ég var faðir hinna snauðu og málefni þess sem ég eigi þekkti rannsakaði ég. Job. 29,16DL 246.1

  Þetta sýnir að Job átti réttlæti sem var eftir Guðs skipan. Með tilstilli Jesú geta menn eignast hugarfar samúðar til þurfandi og bágstaddra... Hann auðmýkti sig í duftið og var hlýðinn allt til dauða, já allt til dauða á krossi svo að hann gæti hafið okkur upp til þess að verða samarfar með honum. Allur heimurinn var í þörf fyrir það sem Kristur einn gat gefið þeim. Hann dró sig ekki frá þeim sem hann var kallaður til að hjálpa. Hann gerði ekki það sem margir núna gera, að segja: “Ég vildi óska að þeir ónáðuðu mig ekki með málum sínum. Eg vil safna auði, að fjárfesta í húsum og löndum.” Jesús, hátign himinsins, hvarf frá glæstu himnesku heimili til þess að sinna þeim tilgangi sínum að sýna mönnum um allan heiminn lunderni Guðs. 78Signs. Tune 13, 1892DL 246.2

  Sé fjarlægð öll fátækt hefðum við enga leið til þess að skilja náð og kærleika Guðs, enga leið til að þekkja samúð hins himneska föður. 79MM. 243DL 246.3

  Uppfyllið fyrst hinar tímanlegu þarfir þurfandi manna og sinnið líkamlegum þörfum þeirra og linið þjáningar þeirra og munuð þið þá finna leið að hjartanu þar sem þið getið gróðursett hin góðu sæði dyggðar og trúar. 804T. 227DL 246.4

  Aldrei er fegurð fagnaðarerindisins meiri en þegar það er kynnt á svæðum þar sem allsleysi og fátækt ríkir... Sannleikur Guðs orðs berst inn í hreysi smábænda og lýsir upp kofa fátækra... Geislar frá sól réttlætisins færa gleði sjúkum og líðandi. Englar Guðs eru þar... Þeir sem hafa verið fyrirlitnir og afskiptir eru reistir upp fyrir trú og fyrirgefningu til þeirrar tignarstöðu að vera synir og dætur Guðs. 81WM, 169DL 246.5

  Kristindómurinn er huggun fátækra. 82WM. 172DL 246.6

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents