Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Daglegt Líf - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  FEBRÚAR—LÍF FYLLT ANDANUM

  GUÐ GEFUR AND ANN, 1. febrúar

  Og ég mun biðja föðurinn og hann mun gefa yður annan huggara til þess að hann sé hjá yður eilíflega, anda sannleikans, hann, sem heimurinn getur ekki tekið á móti af því að hann sér hann ekki og þekkir hann ekki heldur. Þér þekkið hann af því að hann dvelur hjá yður og er í yður. Jóh. 14, 16. 17DL 38.1

  Meðan þjóðveldi Gyðinga stóð höfðu áhrif Anda Guðs sést á áhrifaríkan hátt en þó ekki í fyllingu sinni. öldum saman hafði verið beðið um að Guð uppfyllti loforð sitt um að veita Anda sinn og ekki hafði nein af þessum einlægu bænum gleymst.DL 38.2

  Kristur ákvað að þegar hann stigi upp til himna mundi hann veita þeim gjafir sem höfðu trúað á hann og mundu trúa á hann. Hvaða gjöf gæti hann veitt sem væri nógu dýrmæt til að tilkynna uppstigningu hans til hásætis meðalgöngumannsins og vera verðuga henni? Hún yrði að vera í hlutfalli við mikilleika hans og hátign. Hann ákvað að gefa fulltrúa sinn, þriðju persónu guðdómsins. Engin gjöf gæti orðið þessari æðri. Hann ætlaði að gefa allar gjafir í einni og þess vegna mundi Heilagur andi, þessi umbreytandi, upplýsandi og helgandi kraftur, vera gjöf hans,... Hann kom með fyllingu og krafti eins og honum hefði verið haldið í skefjum öldum saman en væri nú hellt yfir söfnuðinn.DL 38.3

  Trú uðum var snúið aftur til réttrar trúar. Syndarar tóku höndum saman með kristnum mönnum að leita að hinni dýrmætu perlu... Hver kristinn maður sá í bróður sínum líkingu hins guðlega. Allir áttu eitt áhugamál. Eitt markmið var öllum æðra. Sérhver hjartasláttur sló í fullkomnu samræmi. Eina löngun hinna trúuðu var að sjá hver gæti birt á sem fullkomnastan hátt líkingu lundernis Krists, hver gæti gert mest til að útbreiða ríki hans. 1BE, Feb. 27, 1899DL 38.4

  Heilagur andi var sendur sem hinn dýrmætasti fjársjóður er maðurinn gæti fengið. 2BE, May 22, 1899DL 38.5

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents