Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Daglegt Líf - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  ÆSKAN Í DAG, 6. mars

  Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir, verið styrkir. 1. Kor. 16, 13DL 71.1

  Kristur sagði lærisveinum sínum að í heiminum mundu þeir hafa þrenging. Þeir yrðu færðir fram fyrir konunga og stjórnendur sakir Krists, talað ljúgandi allt illt um þá og þeir sem deyddu þá mundu álíta sig vera að þjóna Guði. Og allir, á öllum öldum, sem hafa lifað guðrækilegu lífi hafa þolað ofsókn í einhverri mynd... Þeir hafa þolað hverja svívirðingu, ofbeldi og grimmdarverk sem Satan hefur haft áhrif á hugi manna til að finna upp.DL 71.2

  Heimurinn er eins mótsnúinn sönnum trúarbrögðum nú eins og alltaf áður...DL 71.3

  Ofsóknarandinn mun... vakinn upp gegn þeim trúu sem gera ekki neina tilslökun við heiminn og láta ekki álit hans, heiður eða andstöðu hreyfa sig um fet. Trúarbrögð sem bera heilagleika lifandi vitnisburð og ávíta hroka, eigingirni, ágirnd og algengar syndir munu vera hötuð af heiminum og yfirborðskenndum kristnum mönnum. Undrist þá ekki, ungu kristnu vinir mínir, ef heimurinn hatar yður því hann hefur hatað meistara ykkar á undan ykkur. Þið hafið afburða félagsskap þegar þið þolið brigsl og ofsókn því Jesú þoldi það allt og miklu meira. Þetta er ykkur meðmæli ef þið eruð dyggir varðmenn Guðs. Það eru hetjurnar sem reynast sannar þegar þær standa einar og þær munu vinna ófölnandi kórónu...DL 71.4

  Vegurinn til eilífs lífs er beinn og mjór og þú munt þurfa að komast í gegn um marga erfiðleika. En með þolgóðri viðleitni getur þú áunnið þér eilíft líf — hina komandi, ófölnandi arfleifð. Og hvíldin, friðurinn og dýrðin að leiðarlokum munu endurgjalda þúsund sinnum sérhverja áreynslu og fórn þína. 10YI, May 28, 1884DL 71.5

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents