Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Daglegt Líf - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  AUÐMJÚKIR MENN OG KONUR, 6. September

  Hann skreytir hina voluðu (auðmjúku) með sigri (með hjálprœði). Sálm. 149, 4DL 255.1

  Dýrmætasti ávöxtur helgunarinnar er náðargjöf auðmýktarinnar. Þegar þessi náðargjöf situr í forsæti í sálinni mótast hegðunin af áhrifum hennar. Þá leitum við stöðugt Guðs og beygjum vilja okkar undir hans vilja. Skilningurinn grípur hvern guðlegan sannleika og viljinn beygir sig undir hvert guðlegt fyrirmæli án efa eða mögls. Sönn auðmýkt mýkir og beygir hjartað... Hún leiðir hugsanirnar til hlýðni við Jesú Krists. Hún opnar hjartað fyrir orði Guðs eins og hjarta Lydíu var opnað. Hún leiðir okkur í hóp Maríu sem nam við fætur Jesú. “Hann lætur hina voluðu (auðmjúku) ganga eftir réttlætinu og kennir hinum voluðu (auðmjúku) veg sinn.”DL 255.2

  Í tali hinna auðmjúku finnst aldrei stærilæti. Þeir biðja eins og barnið Samúel: “Tala þú Drottinn því þjónn þinn heyrir.” Þegar Jósúa var settur í æðstu heiðursstöðu sem fyrirliði hers Ísraels bauð hann öllum óvinum Guðs byrginn: Hjarta hans var fyllt af göfugum hugsunum um hið mikla starf sitt. En þegar hann fékk boðskap frá himni setti hann sig í spor lítils barns sem þurfti á leiðsögn að halda. “Hvað vill Drottinn segja við þjón sinn?” voru viðbrögð hans...DL 255.3

  Auðmýkt í skóla Krists er einn af ávöxtum Andans. Það er náðargjöf sem kemur fyrir Heilagan anda þegar hann helgar og gerir þeim sem hana á ávallt kleift að stjórna bráðri lund...DL 255.4

  Auðmýkt er innra skart sem Guð metur mjög mikils... sá sem skreytti himnana með ljóshjúp hefur fyrir sama Anda lofað að “hann skreyti hina voluðu (auðmjúku) með sigri (með hjálpræði).” Englar himinsins munu skrá þá best klædda sem íklæðast Drottni Jesú og ganga með honum í auðmýkt og lítillæti hugans. 12SL, 12, 13DL 255.5

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents