Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Daglegt Líf - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  SÓLARLJÓS, 14. maí

  Indœlt er ljósið og ljúfi er fyrir augun að horfa á sólina. Préd. 11, 7DL 140.1

  Það eru aðeins fáir, sem gera sér grein fyrir, að þeir verða að hafa gnægð sólarljóss, hreins lofts og líkamlegrar hreyfingar til að njóta heilsu og gleði. Við kennum í brjósti um litlu börnin, sem er haldið innan dyra, þegar sólin skín dýrlega fyrir utan. 60HR, April, 1871DL 140.2

  Klæðið drengi ykkar og stúlkur þægilega og á réttan hátt... Látið þau síðan fara út og hreyfa sig undir berum himni og lifa til að njóta heilsu og hamingju. 61CTBH, 91DL 140.3

  Hið föla og veiklulega kímblað, sem brotist hefur upp í kuldanum snemma vors, fær á sig náttúrulegan, heilsusamlegan og dökkgrænan blæ eftir að hafa notið heilnæmra og lífgefandi geisla sólarinnar í fáeina daga. Farið út í ljós og hlýindi hinnar dýrlegu sólar... og njótið með gróðrinum hins lífgefandi og læknandi máttar hennar. 62HR, May, 1871DL 140.4

  Ekkert herbergi í húsinu ætti að vera álitið útbúið og skreytt án hins glaða, lífgandi ljóss og sólarljóss, sem er ókeypis gjöf himinsins til manna...DL 140.5

  Þegar .Guð hafði skapað heim okkar og myrkur grúfði yfir djúpinu, sagði hann: “Verði ljós,” og það var ljós. Og Guð sá að ljósið var gott. Eigum við að loka húsum okkar og útiloka frá þeim ljósið, sem Guð hefur sagt gott? 63HR, April, 1871DL 140.6

  Ef þið viljið hafa heimili ykkar ljúf og aðlaðandi, skulið þið gera þau björt af lofti og sólarljósi... Hið dýrmæta sólarljós kann að upplita gluggatjöld ykkar en það mun gefa vöngum barna ykkar hraustlegan lit. Ef þið hafið nærveru Guðs og eigið einlæg, ástrík hjörtu, mun lítilmótlegt heimili, sem er bjart af lofti og sólarljósi... vera fjölskyldu ykkar... himinn hér niðri. 64CH, 196DL 140.7

  Líkamsrækt og ríkuleg notkun lofts og sólarljóss — blessanir, sem himinninn hefur fúslega veitt öllum — veita líf og þrótt. 65CH. 54DL 140.8

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents