Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Daglegt Líf - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  ENGILL FRELSAR PÉTUR, 29. október

  Og þegar Pétur kom til sjálfs sín sagði hann: Nú veit ég sannlega að Drottinn hefur sent engil sinn og hrifið mig úr hendi Heródesar og frá allri eftirvœnting Gyðingalýðs. Post. 12, 11DL 308.1

  Pétur var lokaður inni í klefa sem var úthöggvinn í klett og voru dyrnar lokaðar með slagbröndum og lásum... en slagbrandarnir og lásarnir og rómverski vörðurinn sem útilokaði alla mannlega hjálp voru aðeins til þess fallnir að gera sigur Guðs fyllri er hann frelsaði Pétur...DL 308.2

  Það er síðasta kvöldið fyrir aftökuna. Voldugur engill er sendur frá himni til að bjarga Pétri... hann gengur inn í klefann og þarna liggur Pétur sofandi í friði og fullkomnu trausti...DL 308.3

  Það er ekki fyrr en hann finnur snertingu engilsins og heyrir raust hans segja: “Rís upp skjótt,” að hann vaknar nægilega til að sjá að klefi hans er upplýstur himnesku ljósi og að engill með mikla dýrð stendur fyrir framan hann. Hann hlýðir vélrænt orði því sem talað er til hans og þegar hann rís á fætur og lyftir höndum sínum er hann óljóst meðvitandi um það að fjötrarnir hafa fallið af höndum hans...DL 308.4

  Hann (engillinn) gengur að dyrunum og Pétur sem vanalega er ræðinn kemur á eftir en er nú dofinn af undrun. Þeir stíga yfir vörðinn og koma að dyrunum sem er lokað með þungum slagbröndum en opnast nú af sjálfum sér og lokast aftur tafarlaust...DL 308.5

  Þeir koma... að öðrum dyrum. Þær opnast... án þess að braki í lömunum eða hljóð heyrist úr járnboltum... á sama hátt fara þeir í gegnum þriðja hliðið og fínna þá að þeir eru komnir út á opið stræti... Engillinn líður áfram fyrir framan umvafinn björtu ljósi... þannig ganga þeir eftir einu stræti og þá er starfi engilsins lokið svo að hann hverfur skjótlega.DL 308.6

  Í dag ganga himneskir boðberar um landið þvert og endilangt líkt og á dögum postulanna ... við getum ekki séð þá persónulega en engu að síður eru þeir með okkur og leiða, leiðbeina og vernda. 77AA, 146-153DL 308.7

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents