Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Daglegt Líf - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  VEGNA EININGAR HINNA HEILÖGU, 4. febrúar

  Ég... áminni yður þess vegna um að hegða yður svo sem samboðið er kölluninni sem þér voruð kallaðir með, að sýna í hvívetna lítillœti og hógvœrð og langlyndi, svo að þér umberið hver annan í kœrleika, og kappkostið að varðveita eining andans í bandi friðarins. Efes. 4,1-3DL 41.1

  Stjörnur himinsins lúta allar lögmáli og hafa áhrif hver á aðra til þess að gera vilja Guðs. Þannig sýna þær í sameiningu hlýðni þeim lögum, sem stjórna hreyfingum þeirra. Og til þess að verk Drottins hafi eðlilega og trausta framvindu, verður fólk hans að þrýsta sér saman.DL 41.2

  Starf sterkra, en ótamdra hesta sýnir vel fram á hinar krampakenndu, rykkjóttu hreyfingar sumra þeirra, sem segjast vera kristnir. Þegar einn dregur fram á við, dregur annar aftur á bak og við raust húsbónda síns stekkur einn fram á við, en hinn stendur eins og klettur. Ef menn vilja ekki vera samstilltir í hinu mikla og göfuga starfi fyrir þessa tíma, mun verða ringulreið... Ef menn taka á sig ok Krists, geta þeir ekki togað hver í sína átt. Þeir munu draga með Kristi...DL 41.3

  Spámanninum virtist allt flókið og óútskýranlegt í sambandi við hjólið innan í hjólinu og verurnar, sem nefndar eru hjá þeim. En hönd óendanlegrar visku sést á meðal hjólanna og vegna starfsemi hennar er fullkomin skipan á. Sérhvert hjól, sem hönd Guðs stjórnar, starfar í fullkomnu samræmi við hvert annað hjól. 9GCB, May 31, 1909 DL 41.4

  Fyrir áhrif Andans geta mjög ósáttir menn sæst. Óeigingirni á að binda fólk Guðs saman með traustum, blíðum strengjum. Það er gífurlegur kraftur í söfnuðinum, þegar þrek safnaðarmeðlimanna er undir stjórn Andans og þeir safna hinu góða alls staðar frá, mennta, þjálfa og aga sjálfið. Þannig er Guði gefið voldugt skipulag, sem hann getur unnið með til að snúa syndurum. Þannig er himinn og jörð samtengd, og öll guðleg öfl vinna með hinum mannlegum verkfærum. 10Signs, Dec. 19, 1906DL 41.5

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents