Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Daglegt Líf - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  LÍTIL STÚLKA BER GUÐI VITNI, 6. ágúst

  En Naaman, hershöfðingi Sýrlandskonungs, var í miklum metum hjá herra sínum... var maðurinn hinn mesti kappi en líkþrár. En Sýrlendingar höfðu farið herför í riðlum og haft burt af Ísraelslandi unga stúlku. Þjónaði hún konu Naamans. Hún sagði við húsmóður sína: Ég vildi óska að húsbóndi minn vœri kominn til spámannsins í Samaríu. Hann mundi losa hann við líkþrána. 2. Kon. 5, 1-3DL 224.1

  Þó að þessi litla stúlka væri þræll og langt í burtu að heiman var hún engu að síður einn af vottum Guðs og uppfyllti ómeðvitað tilgang þann sem Guð hafði valið Ísrael, lýð sínum. Og er hún þjónaði í þessu heiðna heimili fann hún til með húsbónda sínum og minntist undursamlegra kraftaverkalækninga Elísa og sagði við húsmóður sína: “Eg vildi óska að húsbóndi minn væri kominn til spámannsins í Samaríu. Hann mundi losa hann við líkþrána.” Hún vissi að kraftur himinsins var með Elísa og hún trúði því að Naaman gæti hlotið lækningu fyrir þennan mátt.DL 224.2

  Hegðun þessarar herteknu stúlku, hvernig hún kom fram á þessu heiðna heimili, er sterkur vitnisburður um uppeldi á heimilinu fyrstu árin. Það er ekki hægt að sýna feðrum og mæðrum meiri trúnað en að annast um börnin sín og ala þau upp...DL 224.3

  Við vitum ekki á hvaða sviði börn okkar kunna að vera kölluð til að þjóna. Þau kunna að verja lífi sínu innan veggja heimilisins. Þau kunna að sinna almennum störfum eða fara sem kennarar fagnaðarerindisins til heiðinna landa. En allir eru samt kallaðir sem trúboðar Guðs, boðberar náðarinnar til heimsins...DL 224.4

  Þegar foreldrar hebresku stúlkunnar kenndu henni um Guð vissu þeir ekki hvað ætti eftir að koma fyrir hana. En þau voru trú köllun sinni og á heimili hershöfðingja Sýrlands bar barn þeirra vitni um Guð sem hún hafði lært að heiðra. 11PK. 244-246DL 224.5

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents