Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Inngangur

  Að búa sig undir að mœta Kristi

  Allir Sjöunda dags aðventistar líta fram til þess tíma með þrá, er Jesús kemur til að taka þá til heimkynnanna fögru, sem hann er farinn til þess að búa þeim. Í því himneska heimkynni mun ekki framar vera synd, engin vonbrigði, ekkert hungur, engin fátækt, engir sjúkdómar og enginn dauði. Þegar postulinn Jóhannes hugleiddi þau forréttindi, sem bíða hinna trúuðu, gat hann ekki stillt sig að hrópa upp yfir sig: „Sjáið, hvílíkan kærleika faðirinn hefir auðsýnt oss, að vér skulum kallast Guðs börn . . . þér elskaðir, nú erum vér Guðs börn, það er enn þá ekki orðið bert, hvað vér munum verða. Vér vitum, að þegar hann birtist, þá munum vér verða honum líkir.” 1. Jóh. 3, 1. 2.BS 6.1

  Það er takmark Guðs fyrir fólk sitt, að það verði líkt Jesú í lunderni. Það hefur frá upphafi verið áform Guðs, að mannanna börn þroskuðu með sér guðlegt lunderni, þar sem þau eru sköpuð Í Guðs mynd. Til þess að þetta gæti orðið áttu fyrstu foreldrar okkar í Eden að hljóta fræðslu hjá Kristi og englunum í samtali augliti til auglitis, Fyrst þegar maðurinn syndgaði gat hann ekki lengur talað frjálslega við himneskar verur á þennan hátt.BS 6.2

  Til þess að maðurinn þyrfti ekki að vera lengur án tilsagnar, valdi Guð aðrar leiðir til að kunngjöra fólki sínu vilja sinn og er þar helzt að nefna milligöngu spámanna — manna og kvenna, sem hafa flutt fólki Guðs þann boðskap, sem hann vildi að þau flyttu. Við Ísrael sagði Guð: „Þegar spámaður er meðal yðar þá birtist ég honum í sýn, eða tala við hann í draumi.” 4. Mósebók 12, 6.BS 6.3

  Það er vilji Guðs að fólk hans sé uppfrætt og upplýst og þekki og skilji ekki aðeins tímana, sem það lifir á heldur líka ókomna tíð. „Nei, herrann Drottinn gjörir ekkert án þess að hann hafi opinberað þjónum sínum, spámönnunum, ráðsályktun sína.” Amos 3, 7. Þetta sýnir muninn á fólki Guðs, „sonum ljóssins” (1. Þess. 5, 5) og börnum heimsins.BS 6.4

  Starf spámannsins felur í sér mikið meira en það að segja fyrir um framtíðina. Móse, sem var spámaður Guðs og ritaði sex af bókum Biblíunnar, skráði mjög lítið um það, sem koma átti í framtíðinni. Verkl hans í víðari merkingu er lýst af Hósea: „Fyrir spámann leiddi Drottinn Ísrael af Egyptalandi og fyrir spámann varðveittist hann.” Hósea 12, 13.BS 6.5

  Spámaður er ekki sá, sem skipaður er af samtíðarmönnum sínum og ekki er hann heldur sjálfskipaður. Val einstaklings í spámannshlutverkið er að öllu leyti í höndum Guðs, sem einn getur séð og þekkt hjarta mannsins. Það er athyglisvert, að í sögu fólks Guðs hafa bæði karlar og konur verið í tímanna rás valin af Guði til að tala fyrir hann.BS 7.1

  Þessir spámenn, þessir karlar og konur, sem Guð hefur valið sem leið til samskipta, hafa talað og ritað það, sem Guð hefur opinberað þeim í heilagri sýn. Hið dýrmæta orð Guðs hefur að geyma boðskap þeirra. Fyrir starf þessara spámanna hafa mannanna börn verið leidd til skilnings á þeirri baráttu, sem á sér stað um sálir mannanna, baráttunni milli Krists og engla hans, og Satans og engla hans. Við erum leidd til skilnings á þessari baráttu á lokadögum heimssögunnar og þeim leiðum, sem Guð hefur opnað til þess að fullkomna starf sitt og fullkomna lunderni þeirra manna, sem mynda þann hóp karla og kvenna, sem bíða Drottins síns.BS 7.2

  Postularnir, síðustu Biblíuhöfundarnir, gáfu okkur skýra mynd af atburðum síðustu daga. Páll skrifaði um „örðugar tíðir”, og Pétur varaði við spotturum, er fram gengju eftir eigin girndum og spyrðu: „Hvað hefur orðið um fyrirheitið um komu hans?” Söfnuðurinn á þessum tíma á að vera í stríði, því að Jóhannes sá Satan, er hann fór „til þess að heyja stríð við hina aðra afkomendur hennar”.BS 7.3

  Þessir Biblíuhöfundar sáu, að það var áform Guðs að veita fólki sínu sérstakt ljós og hjálp, áður en Jesús kæmi.BS 7.4

  Páll segir, að söfnuðinn, sem bíður í eftirvæntingu eftir endurkomu Krists — aðventsöfnuðinn — mundi ekki bresta neina náðargjöf (l.Kor. 1,7.8). Hann væri sameinaður, þroskaður, ætti góða leiðtoga og hlyti gjöf Anda spádómsins, því að innan hans áttu að finnast spámenn, trúboðar, hirðar og kennarar. (Efes. 4, 11).BS 7.5

  Postulinn Jóhannes talar um söfnuð hinna síðustu daga, „hina aðra afkomendur hennar”, sem þá „er varðveita boð Guðs” (Op. 12, 17) og skilgreinir hann þannig sem söfnuð, er heldur boðorðin. Þessi síðasti söfnuður átti einnig að hafa „vitnisburð Jesú”, sem er „Andi spádómsgáfunnar”. (Op. 19, 10.)BS 7.6

  Það er þá ljóst, að í áformum Guðs mundi söfnuður Sjöunda dags aðventista — söfnuður spádómanna — hafa í sínum röðum Anda spádómsins, þegar söfnuðurinn kæmi fram á sjónarsviðið. Það er mjög eðlilegt, að Guð tali til fólks síns á hinum síðustu dögum heimssögunnar, þegar baráttan harðnar og örðugir tímar koma, rétt eins og hann hafði talað við fólk sitt á ýmsum tímum, þegar um sérstakar þarfir var að ræða á liðnum öldum.BS 7.7

  Og þegar þessi söfnuður spádómanna — söfnuður Sjöunda dags aðventista kom fram, fyrir rétt rúmlega hundrað árum einmitt á þeim tíma, sem settur var af spádómunum, heyrðist rödd á meðal okkar, sem sagði: „Guð hefur sýnt mér í heilagri sýn.”BS 8.1

  Þessi orð voru ekki í gorti sögð, heldur tjáning sautján ára gamallar stúlku, sem hafði verið kölluð til að tala fyrir Guð. Í dyggu starfi um sjötíu ára bil heyrðist þessi raust á meðal okkar og leiddi, leiðrétti og fræddi. Og sú rödd heyrist enn í dag af þúsundum blaðsíðna, sem komu til okkar vegna þrotlausra ritstarfa hins útvalda boðbera Guðs, frú E. G. White.

  BS 8.2

  Sýnin um deiluna miklu milli Krists og Satans

  Litla skólastofan í þorpi í austurhluta Ameríku var full af körlum og konum þennan sunnudag um miðjan marz 1858, því þau voru saman söfnuð til kveðjustundar. James White trúboði var að jarðsetja ungan mann og flutti líkræðuna. Er hann lauk máli sínu fannst frú E. G. White hún ætti að segja fáein orð til þeirra, sem syrgðu. Hún stóð á fætur og talaði í eina eða tvær mínútur og þagnaði síðan. Fólkið leit upp til að grípa næstu orð af vörum hennar. Þvi varð dálítið bilt við yfir upphrópuninni „Dýrð sé Guði!” og voru þessi orð höfð yfir þrisvar sinnum með vaxandi áherzlu. Frú White sá sýn.BS 8.3

  James White trúboði sagði fólkinu frá sýnunum, sem frú White væru gefnar. Hann sagði frá því, að hún hefði fengið að sjá sýnir, síðan hún var ung stúlka sautján ára gömul. Hann sagði því, að hún vissi ekkert um umhverfi sitt og hefði ekki hugmynd um það, sem væri í kringum sig, en væri samt með augun opin og svo virtist sem hún væri að horfa á eitthvað langt í burtu. Hann vitnaði í 4. Mós. 24, 4 og 16 þar sem við lesum um þann, „sem heyrir orð Guðs og þekkir orð hins hæsta, sem sér sýn hins almáttuga. hnígandi niður og með upploknum augum.”BS 8.4

  Hann útskýrði fyrir fólkinu, að hún andaði ekki, meðan hún sæi sýn og vitnaði í Dan. 10, 17 og las um reynslu Daníels, er hann sá sýn. „Og nú er allur kraftur minn að þrotum kominn og enginn lífsandi er í mér eftir orðinn”, sagði hann. Þá bauð James trúboði þeim, sem vildu, að koma fram og athuga frú White, meðan hún sæi sýnina. Hann gaf ávallt leyfi til slíkrar athugunar og var glaður, ef hægt væri að fá lækni til að rannsaka hana, meðan hún sæi sýn.BS 8.5

  Þegar fólkið kom nær gat það séð, að frú White andaði ekki, en samt hélt hjarta hennar áfram að slá eðlilega og litur hennar var eðlilegur. Spegill var sóttur og honum haldið frammi fyrir andlti hennar, en engin móða kom á spegilinn. Síðan var komið með kerti og það var kveikt á því og haldið upp að nefi hennar og munni. En loginn stóð beint upp, án þess að flökta. Fólkið vissi, að hún andaði ekki. Hún gekk um herbergið og hreyfði handleggina tígulega og talaði með stuttum upphrópunum um það, sem henni var sýnt. Eins og Daníel hafði hún fyrst misst líkamsstyrk sinn, en síðan hafði henni verið veittur yfirnáttúrlegur styrkur. (sjá. Dan. 10, 7. 8. 18. 19.)BS 8.6

  Frú White sá sýn í samfellt tvær stundir. Í tvær stundir andaði hún ekki einu sinni. Þegar sýninni var að ljúka, dró hún andann djúpt, hætti aftur í um það bil mínútu og andaði aftur og fljótlega var öndunin komin í eðlilegt horf. Á sama tíma fór hún að skynja, hvar hún var og gera sér ljóst, hvað var að gerast í kring um hana.BS 9.1

  Frú Martha Amadon, sem oft sá frú White, meðan hún sá sýn, hefur gefið eftirfarandi lýsingu:BS 9.2

  „Meðan hún sá sýn voru augu hennar opin. Hún dró ekki andann, en axlir, armleggir og hendur hreyfðust tígulega eins og til að tjá það, sem hún sá. Það var ómögulegt fyrir aðra að hreyfa hendur hennar eða handleggi. Hún talaði oft einstök orð og stundum setningar, sem túlkuðu fyrir þeim, sem í kring um hana voru, eðli þess, sem hún sá, ýmist á himni eða á jörðu.BS 9.3

  Fyrsta orðið, sem hún sagði, þegar hún sá sýn var „dýrð”, sem hljómaði í fyrstu hátt og skýrt, en dó síðan út í fjarlægð eins og það væri talað langt í burtu. Þetta endurtók hún stundum oft ....BS 9.4

  Það var ekkert uppnám á meðal þeirra, sem viðstaddir voru, er hún sá sýn. Ekkert olli ótta. Það var hátíðleg sjón og róleg ....BS 9.5

  Þegar sýnin var á enda og hún hafði misst sjónar á hinu himneska ljósi, hrópaði hún með löngu andvarpi eins og hún væri að koma aftur til jarðarinnar og um leið tók hún fyrsta eðlilega andardráttinn: „M-Y-R-K-T.” Hún var þá þreklaus og máttvana.BS 9.6

  En við verðum að taka þráðinn upp aftur í sögu okkar um tveggja stunda sýnina í skólastofunni. Um þessa sýn skrifaði frú White síðar:BS 9.7

  „Mest af því efni, sem ég hafði séð tíu árum áður varðandi deiluna miklu milli Krists og Satans, var endurtekið og mér var sagt að skrifa það niður.”BS 9.8

  Þegar hún sá sýn, fannst henni sem hún væri sjálf stödd á þeim stöðum, sem hún sá. Fyrst virtist henni sem hún væri á himni og hún sá synd og fall Lúsifers. Þá sá hún sköpun heimsins og fékk að líta okkar fyrstu foreldra í heimkynnum þeirra í Eden. Hún sá þau láta undan freistingu höggormsins og að þeim var vísað brott úr garðinum. Biblíusagan leið hratt áfram fyrir augum hennar. Hún sá reynslu ættfeðra og spámanna í Ísrael. Þá fékk hún að líta líf og dauða frelsara okkar Jesú Krists og uppstigningu hans til himins, þar sem hann hefur verið að þjóna sem æðsti prestur okkar ávallt síðan. Þar á eftir sá hún lærisveinana ganga fram og útbreiða boðskapinn um fagnaðarerindið til endimarka jarðarinnar. Skjótlega á eftir kom svo fráhvarfið og síðan miðaldirnar dimmu! Þá sá hún í sýn siðbótina, er göfugir karlar og konur hættu lífi sínu fyrir það að verja sannleikann. Síðan var hún leidd til þess tíma, er dómurinn hófst á himni 1844 og síðan til okkar daga og eftir það var hún leidd inn í ókomna tíð og hún sá komu Krists. Hún fékk að líta atburði úr þúsund ára ríkinu og endurskapaða jörðina.BS 9.9

  Þegar frú White kom heim með þessar lifandi myndir í huga sér, hófst hún handa við að skrifa það, sem hún hafði heyrt og séð í sýninni. Um sex mánuðum síðar kom lítil 219 blaðsíðna bók frá prentsmiðjunni sem bar nafnið: „The Great Controversy between Christ and His Angels and Satan and His Angels” (Deilan mikla milli Krists og engla hans og Satans og engla hans).BS 10.1

  Litlu bókinni var tekið með áhuga, því hún lýsti ljóslega þeirri reynslu, sem beið safnaðarins og afhjúpaði áform Satans og hvernig hann mundi freista þess að afvegaleiða söfnuðinn og heiminn í hinni síðustu baráttu jarðarinnar. En hvað aðventistar voru þakklátir, að Guð skyldi tala til þeirra á hinum síðustu dögum fyrir Anda spádómsins rétt eins og hann hafði lofað að gera.BS 10.2

  Frásögnin um deiluna miklu, sem svo stuttlega var sagt frá í þessari litlu bók í ritsafninu „Spiritual Gifts” (Andlegar gjafir) var síðar endurprentuð í seinni helming „Early Writings” (Fyrstu ritverk) og er þar að finna í dag.BS 10.3

  En eftir því sem söfnuðurinn óx og tíminn leið, veitti Drottinn Ellen G. White að sjá söguna um deiluna miklu í meiri smáatriðum í mörgum eftirfarandi sýnum og hún skrifaði hana upp aftur milli 1870 og 1874 í fjórum bindum, sem hún nefndi „The Spirit of Prophecy” (Andi spádómsins). Bókin „Story of Redemtion” (Saga endurlausnarinnar) sýnir þýðingarmestu hluta sögunnar um deiluna miklu, sem teknir eru úr þessum bókum. Þessi bók, sem gefin hefir verið út á mörgum tungumálum, gefur mörgu fólki til kynna það sem sýnt var í þessum sýnum deilunnar miklu. Ellen G. White setti einnig síðar fram í fimm bindum í bókaflokknum „Conflicts of the Ages Series” (Barátta aldanna) — „Patriarchs and Prophets” (Ættfeður og spámenn), „Prophets and Kings” (Spámenn og konungar), „The Desire of Ages” (Þrá aldanna), „Acts of the Apostles” (Gjörðir postulanna) og „The Great Controversy” (Deilan mikla) — alla deiluna miklu í smáatriðum.BS 10.4

  Bækur þessar, sem að efni til fylgja frásögn Biblíunnar frá sköpuninni allt inn í tímabil kristninnar og segja söguna um lok tímans, veita mikið ljós og hvatningu. Þessar bækur hjálpa til að gera Sjöunda dags aðventista að „sonum ljóssins” og „sonum dagsins”. Við sjáum í þessari reynslu uppfyllingu fyrirheitsins:BS 11.1

  „Nei, herrann Drottinn gerir ekkert án þess að hann hafi opinberað þjónum sínum, spámönnunum, ráðsályktun sína . . .” Amos 3, 7.BS 11.2

  Um það hvernig frú White veittist ljós varðandi það, sem hún setur fram í þessum bókum, sem ná yfir sögu deilunnar miklu, hefur hún þetta að segja:BS 11.3

  „Fyrir hugljómun Heilags anda hefur mér, sem skrifa þessar síður, verið leyft að sjá sýnir úr baráttunni milli góðs og ills. Öðru hverju hefur mér verið leyft að sjá í gangi á ýmsum öldum deiluna miklu milli Krists, höfðingja lífsins, höfundar hjálpræðis okkar, og Satans, höfðingja hins illa, höfundar syndarinnar, þess fyrsta er braut heilagt lögmál Guðs ....BS 11.4

  Er Andi Guðs hefur opnað fyrir huga mér hin miklu sannleiksatriði úr orði hans og atburði úr fortíð og framtíð, hef ég verið beðin að gjöra öðrum það kunnugt, sem þannig hefur verið opinberað — að rekja sögu deilunnar á liðnum öldum og setja hana einkum þannig fram að varpa mætti ljósi á þá baráttu í framtíðinni, er ört nálgast.”

  BS 11.5

  Hvernig spámanninum veittist ljósið

  Eitt skipti í sögu Ísraelsmanna sagði Drottinn fólkinu, eins og við höfum nú þegar séð, hvernig hann mundi hafa samband við það fyrir munn spámannanna. Hann sagði: „Þegar spámaður er á meðal yðar, þá birtist ég honum í sýn, eða tala við hann í draumi.” 4. Mós. 12, 6.BS 11.6

  Í síðasta kafla lastu söguna um sýnirnar um deiluna miklu, en með þeim fylgdu viss líkamleg einkenni. Það er mjög rökrétt að spyrja, hví sýnirnar hafi verið gefnar með þessu móti. Án efa var það til þess að styrkja traust fólksins og fullvissa alla um það, að Drottinn væri í sannleika að tala til fólksins. Það var ekki oft, sem frú White talaði í smáatriðum um ástand sitt í sýn, en við eitt tækifæri sagði hún: „Þessi boðskapur var í té látinn á þennan hátt til þess að styrkja trú allra á það, að á þessum síðustu dögum gætum við haft traust á Anda spádómsins.”BS 11.7

  Eftir því sem starf frú White þróaðist, var hægt að reyna það með prófum Biblíunnar eins og þessu: „Af ávöxum þeirra skuluð þér þekkja þá.” En það tekur tía að láta ávöxtinn þroskast og í upphafi gaf Drottinn sönnunargögn í sambandi við sýnina, sem hjálpuðu fólkinu til að trúa.BS 11.8

  En ekki voru allar sýnirnar veittar á opinberum vettvangi samfara eftirtektarverðum líkamlegum fyrirbærum. Í versinu í upphafi þessa kapítula var okkur sagt, að Guð mundi ekki aðeins gera sjálfan sig kunnan spámanninum „í sýn”, heldur mundi hann einnig „tala til hans í draumi”. Þetta er spámannlegur draumur eins og sá, sem Daníel vísar til:BS 12.1

  „Á fyrsta ríkisári Belsassars konungs í Babel dreymdi Daníel draum og sýnir bar fyrir hann í rekkju hans. Síðan skrásetti hann drauminn og sagði frá aðalatriðunum.” Dan. 7, 1.BS 12.2

  Þegar Daníel segir frá því, sem honum var opinberað, segir hann oft á tíðum: „Ég sá í nætursýn.” Það gerðist oft í lífi frú White, að henni voru veittar sýnir, þegar hugur hennar hvíldist í nætursvefni. Við getum lesið inngangssetningar sem þessar: „I nætursýnum voru sumir hlutir settir skýrt fram fyrir mér.” Eða þá að Guð talaði tíðum til spámannsins í spámannlegum draumum. Spurningar kunna að vakna um sambandið milli spámannlegra drauma eða nætursýna og vanalegra drauma. Um þetta efni skrifaði frú White árið 1868:BS 12.3

  „Það eru margir draumar sem vakna af hinum almennu hlutum hins daglega lífs, draumar, sem Andi Guðs á engan þátt í. Það eru einnig falsdraumar eins og falssýnir, sem eru innblásnir af anda Satans. En draumar frá Drottni eru flokkaðir í orði Guðs með sýnum. Ef við tökum í reikninginn þá, sem dreymdi og kringumstæðurnar í draumunum, bera slíkir draumar með sér eigin sannanir um sannleiksgildi sitt.”BS 12.4

  Einu sinni fremur seint á æviferli frú White, var sonur hennar W. C. White prédikari að leita upplýsinga til að hjálpa þeim, sem minna vissu og spurði hana: „Mamma, þú talar oft um, að mál hafi verið opinberuð þér í nætursýn. Þú talar um drauma þegar ljós veittist þér. Okkur dreymir öll drauma. En hvernig veiztu, að Guð talar til þín í draumnum, sem þú talar svo oft um?”BS 12.5

  „Af þvi að sami boðberinn,” svaraði hún, „stendur við hliðina á mér og fræðir mig í nætursýnum og sá, sem stendur við hliðina á mér í sýnum um dag.” Við önnur tækifæri var himneska veran kölluð „engillinn”, „leiðsögumaður minn”, „fræðari minn” o.s.frv.BS 12.6

  Það var enginn vafi í huga spámannsins, engin spurning um opinberunina, sem kom í nætursýn, því að aðstæðurnar í sambandi við þær gerðu það skýrt, að fræðslan var frá Guði.BS 12.7

  Við önnur skipti veittust frú White sýnir, þegar hún var að biðja, tala eða skrifa. Þeir, sem í kring um hana voru, urðu ekki varir við það, að um sýn var að ræða, nema þegar stutt þögn kom þegar hún var að tala eða biðja opinberlega. Þannig skrifaði hún eitt skipti:BS 12.8

  „Meðan ég var djúpt sokkin niður í bænagjörð, missti ég samband við allt kringum mig. Herbergið var fyllt af ljósi og ég var að flytja boðskap á samkomu, sem virtist vera fundur Aðalsamtakanna (General Conference).”BS 13.1

  Af þeim mörgu sýnum, sem veittust frú White á sjötíu ára löngum æviferli, varaði lengsta sýnin fjórar stundir og sú stytzta aðeins augnablik. Oft stóðu þær í hálfa stund eða svolítið lengur. Enga reglu er hægt að setja fram, sem nær yfir allar sýnir; það var rétt eins og Páll skrifaði:BS 13.2

  „Eftir að Guð forðum hafði oftsinnis talað til feðranna og með mörgu móti fyrir munn spámannanna.” Heb. 1, 1.BS 13.3

  Spámanninum veittist ljósið í sýnum, en hann skráði það ekki niður, meðan sýnin stóð yfir. Starf hans var ekki vélrænt verkefni. Það var fátítt, að Drottinn gæfi honum sjálf orðin til að mæla. Ekki leiðbeindi heldur engillinn hendi spámannsins um val ákveðinna orða til að skrá. Spámaðurinn talað út úr huga sér, sem upplýstur var af sýnum, eða ritaði orðin, sem gátu flutt tilheyrendunum ljós og fræðslu, hvort sem þeir lásu boðskapinn eða hlýddu á hann. Við kynnum að spyrja, hvernig hugur spámannsins hafi verið upplýstur — hvernig öðlaðist hann vitneskjuna og fræðsluna, sem hann átti að veita fólkinu? Rétt eins og enga reglu er hægt að gefa um það, hvernig sýnir voru veittar, þannig er enga reglu hægt að setja fyrir því, hvernig spámaðurinn fékk hin innblásnu boð. Í hverju tilviki var það samt mjög lifandi reynsla, sem hafði óafmáanleg áhrif á huga spámannsins. Og rétt eins og það, sem við sjáum og reynum, hefur mun miklu dýpri áhrif á huga okkar en það sem við heyrum, þannig höfðu sjónmyndir spámannanna dýpri og varanlegri áhrif á huga þeirra, þegar þeim virtist þeir sjá atburði, sem voru að gerast.BS 13.4

  Í kaflanum á undan þar sem sagt er frá sögu sýnarinnar um deiluna miklu, vitnuðum við í orð hennar, þar sem sagt er frá því, hvernig henni barst vitneskja um sögulega atburði. Í annað skipti, þegar hún var að lýsa, hvernig henni veittist ljós, sagði hún frá því sem gerðist í sýninni: „Athygli minni er oft beint að atburðum, sem eru að gerast á jörðinni. Stundum er ég flutt langt inn í framtíðina og mér sýnt það, sem þar á að gerast. Þá eru mér aftur sýndir hlutir eins og þeir hafa gerzt í fortíðinni.”BS 13.5

  Af þessu verður það augljóst, að Ellen White sá þessa hluti gerast að því er virðist sem sjónarvottur. Þeir voru endurfluttir fyrir henni í sýn og höfðu þannig lifandi áhrif á huga hennar.BS 13.6

  Við önnur skipti virtist henni sem hún tæki í raunveruleikan- um þátt í því sem henni var sýnt og hún fyndi til, sæi, heyrði og hlýddi, þegar hún að sjálfsögðu gerði það ekki, en áhrifin á huga hennar urðu henni ógleymanleg. Fyrsta sýn hennar, sem er á bls. 34—37, var þessa eðlis.BS 13.7

  Við önnur skipti virtist frú Ellen White í sýninni hún vera viðstödd samkomur eða vera á heimilum eða stofnunum, sem voru á fjarlægum stöðum. Svo lifandi var þessi tilfinning, að hún væri stödd við slíkar samkomur, að frú White gat sagt í smáatriðum frá athöfnum ýmissa einstaklinga og orðum, sem þeir höfðu talað. Eitt skipti fékk frú White þá tilfinningu í sýn, að farið hefði verið með sig í ferð um eina af heilbrigðisstofnunum okkar, eins og hún heimsækti herbergin og sæi allt sem færi fram. Um þessa reynslu skrifaði hún:BS 14.1

  „Það var kvöl að hlýða á hégómlegt tal, heimskulegt grín og innantóman hlátur . . . . Ég var undrandi að sjá, hvernig afbrýðisemi var sýnd og að hlýða á öfundarorð og andvaralaust tal, svo að englar Guðs voru sneyptir.”BS 14.2

  Þá var opinberað annað og ánægjulegra ástand sömu stofnunar. Hún var leidd inn í herbergi „og mátti heyra þar bænarandvörp. En hvað það var vel þegið að heyra það!” Fræðsluboðskapur var skráður niður og byggður á því, er virtist vera heimsókn til stofnunarinnar og á orðum engilsins, sem virtist leiða hana um ýmsar deildir og herbergi.BS 14.3

  Oft var frú White veitt ljós í mjög lifandi og táknrænum myndum. Slíkri mynd er skýrt lýst í eftirfarandi fjórum setningum, sem teknar eru úr persónulegum boðskap, sem sendur var fyrirliða í starfinu, sem hún sá, að var í hættu:BS 14.4

  „Þú varst sýndur mér í annað skipti sem hershöfðingi á hesti og barstu herfána. Einhver kom og tók úr hendi þér fánann, sem á voru letruð orðin „Boð Guðs og trúin á Jesúm”. Og hann var traðkaður niður í svaðið. Ég sá þig umkringdan mönnum, sem voru að tengja þig heiminum.”BS 14.5

  Það kom líka fyrir, að frú White voru tjáðar tvær ólíkar eða gagnstæðar skoðanir — önnur sýndi það sem mundi gerast, ef vissum áformum eða aðferðum yrði fylgt og hin sýndi önnur áform eða aðferðir í framkvæmd. Frábært dæmi um þetta má finna í sambandi við staðsetningu heilsufæðuverksmiðjunnar við Loma Linda í vesturhéruðum Ameríku. Forstjórinn og samstarfsmenn hans voru að leggja áform um að reisa stóra byggingu nálægt aðalbyggingu heilsuhælisins. Meðan unnið var að áformunum, sá frú White nótt eina tvær sýnir heima hjá sér hundruð kílómetra í burtu. Um þá fyrri hefur hún þetta að segja:BS 14.6

  „Mér var sýnd stór bygging, þar sem margar fæðutegundir voru framleiddar. Þar voru einnig nokkrar minni byggingar ná- lægt bakaríinu. Þegar ég stóð þarna, heyrði ég háværar raddir manna, sem deildu um starfið, sem var verið að framkvæma. Það var ósamkomulag milli starfsmanna og ringulreið var komin á.BS 14.7

  Þá sá hún skelfdan forstjórann og tilraunir hans til að tala um fyrir starfsmönnunum og koma á einingu. Hún sá sjúklinga, sem hlýddu á þessar deilur og „voru að tjá sorg sína yfir því, að fæðuverksmiðjan skyldi hafa verið reist á þessu fallega landi”, svo nálægt heilsuhælinu. „Þá birtist hinn Eilífi á sjónarsviðinu og sagði: „Allt þetta hefur verið látið líða fyrir augum þér til þess að verða lexía, svo að þú getir séð afleiðingar þess að framkvæma viss áform.””BS 15.1

  Þá breyttist sjónarsviðið og hún sá fæðuverksmiðjuna „í fjarlægð frá heilsuhælisbyggingunum við veginn til járnbrautarinnar”. Hér var starfið unnið á auðmjúkan hátt og í samræmi við áform Guðs. Fáeinum stundum eftir að frú White sá sýnina, var hún setzt niður til að skrifa starfsmönnunum í Loma Linda og þetta skar úr um það, hvar byggja ætti fæðuverksmiðjuna. Hefði upprunalegu formi verið fylgt mundu þau hafa verið mjög leið á síðari árum að hafa svo stóra verzlunarbyggingu rétt hjá heilsuhælinu.BS 15.2

  Þannig er hægt að sjá, að boðberi Guðs fékk með ýmsu móti upplýsingar og uppfræðslu í sýnum að degi eða að nóttu. Spámaðurinn talaði eða ritaði, eftir að hugur hans hafði verið upplýstur og flutti fólkinu fræðandi og menntandi boðskap. Það var Andi Drottins, sem studdi frú White í þessu, en það var ekki um neina vélræna stjórn að ræða. Hún var látin velja orð til að flytja boðskapinn. Á fyrstu starfsárum sínum skrifaði hún í safnaðarblað okkar:BS 15.3

  „Þó að ég sé jafn háð hjálp Anda Guðs við að skrifa það, sem ég sé og ég er við að taka á móti því, eru samt orðin, sem ég nota við að lýsa því, sem ég sé, mín eigin, nema það séu orð, sem engill mælir við mig, en þau hef ég ávallt innan tilvitnunarmerkja.”

  BS 15.4

  Líf og starf frú E. G. White

  Ellen G. Harmon og tvíburasystir hennar fæddust 26. nóvember 1827 í Gorham í Maine fylki í norðausturhluta Bandaríkjanna. Þegar Ellen var níu ára gömul lenti hún í slysi, er hugsunarlaus bekkjarfélagi hennar henti steini. Alvarlegur áverki á andliti kostaði hana næstum lífið og varð hún fyrir þetta veikburða, svo að hún gat ekki haldið áfram skólagöngu sinni. Þegar hún var 11 ára gömul gaf hún Guði hjarta sitt og stuttu síðar var hún skírð niðurdýfingarskírn í sjónum og gekk í söfnuð meþódista. Ásamt öðrum í fjölskyldu sinni var hún viðstödd samkomu að- ventista í Portland í Mainefylki og veitti að öllu leyti viðtöku skoðuninni um nálægð endurkomu Krists eins og hún var sett fram af William Miller og samstarfsmönnum hans og vænti hún með fullu trausti endurkomu frelsarans.BS 15.5

  Morgun einn í desember 1844 er hún var á bæn ásamt fjórum öðrum konum, yfirskyggði kraftur Guðs hana. Í fyrstu missti hún samband við jarðneska hluti, en svo sá hún í myndrænni opinberun ferð aðventfólksins til borgar Guðs og laun þeirra, sem trúir reyndust. Skjálfandi af ótta sagði þessi sautján ára stúlka trúuðum í Portland frá þessari sýn og eftirfarandi sýnum. Síðan sagði hún hópum aðventista í Maine-fylki og nálægum fylkjum frá sýninni eftir því sem tækifæri gáfust.BS 16.1

  Í ágúst 1846 giftist Ellen Harmon ungum aðventpresti, James White. Í næstu þrjátíu og fimm ár vann frú White náið með manni sínum í stöðugu prédikunarstarfi fram að dauða hans, 6. ágúst 1881. Þau ferðuðust víða um Bandaríkin, prédikuðu og skrifuðu, plöntuðu og byggðu, skipulögðu og stjórnuðu.BS 16.2

  Tíminn hefur sannað, hversu víðar og tryggar undirstöður þau hjónin og félagar þeirra lögðu og hversu viturlega og vel þau byggðu. Þau gengu á undan meðal aðventista, sem héldu hvíldardaginn, við að koma á útgáfustarfi 1849 og 1950 og að þróa safnaðarskipulag með heilbrigðu kerfi safnaðarfjármála á seinni hluta sjötta tugarins. Þetta náði hámarki sínu í skipulagi Aðalsamtaka Sjöunda dags aðventista 1863. Um miðbik sjöunda tugarins hófst læknastarf okkar og hið mikla skólastarf safnaðarins átti upphaf sitt á fyrri hluta áttunda tugarins. Áformið um að halda árlegar tjaldbúðasamkomur þróaðist 1868 og 1874 sendu Sjöunda dags aðventistar út fyrsta trúboðann.BS 16.3

  Öll þessi þróun fylgdi mörgum munnlegum og skráðum leiðbeiningum, sem Guð gaf fólki sínu fyrir frú Ellen G. White.BS 16.4

  Mest af fyrstu fræðslunni var ritað í formi persónulegra sendibréfa eða birt í tímaritsgreinum í Present Truth (Sannleikur fyrir nútímann), fyrsta reglulega blaði okkar. Það var ekki fyrr en 1851 að frú White gaf út fyrstu bók sína, sem var 64 bls. og hét: „A Sketch of the Christian Experiences and Views of Ellen G. White.” (Ágrip af kristilegri reynslu og skoðunum Ellen G. White.)BS 16.5

  Með árinu 1855 hófst útgáfa tölusetts ritaflokks og bar hvert rit titilinn Testimony of the Church(Vitnisburður til safnaðarins). Með þeim varð fáanlegur leiðréttingaog fræðsluboðskapur, sem Guð hafði öðru hvoru valið að senda til að blessa fólk sitt, ávíta það og leiða. Til að uppfylla stöðugar óskir um þetta fræðsluefni, var það endurprentað 1885 í fjórum innbundnum bókum og auk annarra binda, sem komu út á árunum 1889—1909, mynda þær níu binda safn, sem heitir„Testimonies for the Church” (Vitnisburðir til safnaðarins).BS 16.6

  White hjónin eignuðust fjögur börn. Elzti drengurinn, Henry, náði sextán ára aldri. Yngsti drengurinn, Herbert, dó þriggja mánaða. Tveir miðdrengirnir, Edson og William náðu fullorðinsaldri og tóku hvor um sig á virkan hátt þátt í safnaðarstarfi Sjöunda dags aðventista. Frú White varð við beiðni Aðalsamtakanna og fór til Evrópu sumarið 1885. Þar notaði hún tvö ár við að styrkja hið nýstofnaða starf á meginlandinu. Hún settist að í Basel í Sviss, en ferðaðist víða um Suður-, Miðog Norður-Evrópu og var viðstödd aðalsamkomur safnaðarins og fundi með trúuðum á samkomum þeirra.BS 17.1

  Eftir fjögurra ára dvöl í Bandaríkjunum varð frú White við beiðni Aðalsamtakanna og sigldi til Ástralíu, þá sextíu og þriggja ára gömul. Þar bjó hún í níu ár og hjálpaði við brautryðjendastarf og skipulagningu, einkum í skólastarfi og læknastarfi. Frú White sneri aftur árið 1900 og settist að í vesturhluta Bandaríkjanna í Sankti Helena í Kaliforníu, þar sem hún bjó til dauðadags árið 1915.BS 17.2

  Á sextíu ára starfsskeiði sínu í Ameríku og tíu árum erlendis hlaut frú White um það bil tvö þúsund sýnir, sem ásamt þrotlausu starfi hennar við að leiðbeina einstaklingum, söfnuðum, opinberum samkomum og fundum Aðalsamtakanna vísuðu að miklu leyti veginn í vexti þessarar miklu hreyfingar. Það hlutverk að veita öllum viðkomandi þau boð, sem Guð hafði gefið henni, var aldrei lagt til hliðar.BS 17.3

  Rit hennar voru yfir hundrað þúsund síður. Boðskapurinn frá penna hennar náði fólkinu í persónulegum sendibréfum, vikulegum greinum í safnaðarblöðum okkar og í mörgum bókum hennar. Efnið, sem fjallað er um, snertir Biblíusögu, daglega kristilega reynslu. heilbrigði, menntun, trúboð og annað hagnýtt efni. Allmargar af 46 bókum hennar hafa verið gefnar út á helztu tungumálum heimsins og milljónir eintaka hafa verið seldar.BS 17.4

  Áttatíu og eins árs að aldri fór frú White yfir meginlandið í síðasta sinn til þess að vera viðstödd ráðstefnu Aðalsamtakanna 1909. Þau sex ár, sem eftir voru af ævi hennar, notaði hún til að ljúka við ritverk sín. Nálægt ævilokum skrifaði frú White þessi orð: „Hvort sem líf mitt varir eða ekki munu rit mín halda áfram að tala og starf þeirra mun halda áfram svo lengi sem tíminn varir.”BS 17.5

  Með óbilandi hugrekki og með fullu trausti á endurlausnara sinn dó hún á eigin heimili, 16. júlí 1915 og var lögð til hvíldar við hlið eiginmanns síns og barna í Oak-Hill grafreitnum í Battle Creek í Michigan.BS 17.6

  Frú White var heiðruð og virt af samstarfsmönnum sínum, söfnuðinum og fjölskyldu sinni sem góð móðir og einlægur og óþreytandi kristilegur starfsmaður. Hún hafði aldrei neitt opinbert safnaðarembætti. Innan safnaðarins var það vitað, að hún var „boðberi með boðskap frá Guði handa fólki hans”. Hún bað aldrei aðra um að líta upp til sín og ekki notaði hún heldur gjöf sína til þess að auðga sig að efnum eða vinsældum. Líf hennar og allt, sem hún átti, var helgað málefni Guðs.BS 18.1

  Við dauða hennar lauk ritstjóri vinsæls vikurits, The Independent, athugasemdum sínum í blaðinu 23. ágúst 1915 um ávaxtasamt líf hennar með þessum orðum: „Hún var skilyrðislaust heiðarleg í trú sinni á opinberanir sínar. Líf hennar var verðugt þeirra. Hún sýndi engan andlegan hroka og leitaði ekki óheiðarlegs ávinnings. Hún lifði lífi og vann verk verðugrar spákonu.”BS 18.2

  Fáeinum árum fyrir dauða sinn stofnaði frú White nefnd forráðamanna, sem í voru forystumenn safnaðarins. Hjá þeim skildi hún eftir rit sín með þeirri umsögn, að þeir ættu að vera ábyrgir fyrir að annast um þau og gefa þau stöðuglega út. Þessi nefnd sér um stöðuga útgáfu á bókum E. G. White á ensku og stuðlar að útgáfu heilla bóka eða hluta þeirra á öðrum tungumálum. Þessi nefnd hefur skrifstofu við Aðalsamtökin í Washington D.C. í Bandaríkjunum, aðalmiðstöð safnaðar aðventista. Nefndin hefur einnig gefið út allmörg söfn tímaritsgreina og handrita og er þetta í sambandi við leiðbeiningar frú White. Þessi bók er gefin út með heimild þessarar nefndar.

  BS 18.3

  Frú E. G. White eins og aðrir þekktu hana

  Eftir að hafa kynnzt hinni óvenjulegu reynslu frú White sem sendiboða Drottins, hafa sumir spurt: Hvers konar persóna var hún? Hafði hún sömu vandamálin og við höfum? Var hún auðug eða var hún fátæk? Brosti hún nokkurn tíma?BS 18.4

  Fru White var hugsunarsöm móðir. Hún var aðgætin húsmóðir. Hún var ljúfmannlegur gestgjafi og bauð oft fólki okkar heim til sín. Hún var hjálpsamur nágranni. Hún var kona, sem átti sannfæringu, hafði skemmtilega lund og var blíð í framkomu og tali. Sú trú, sem birtist í súrum svip, skorti á brosi og fögnuði, átti engan sess í lífi hennar. Öllum leið vel í návist hennar. Ef til vill er bezta leiðin til að kynnast frú White að heimsækja hana heima hjá henni árið 1859, fyrsta árið sem hún hélt dagbók.BS 18.5

  Við sjáum, að White fjölskyldan býr í útjaðri Battle Creek i litlu húsi á stórri lóð, þar sem rúm er fyrir garð, fáein ávaxtatré, kú og nokkur hænsni og stað fyrir drengina til að vinna og leika sér. Á þessum tímum var frú White þrjátíu og eins árs gömul. Maður hennar White trúboði var þrjátíu og sex ára. Á þessum tíma voru þrír drengir í fjölskyldunni, fjögurra, níu og tólf ára.BS 18.6

  Við sjáum líka, að það er góð kristin stúlka á heimilinu, sem er að aðstoða við heimilisverkin, því að frú White var oft að heiman og var önnum kafin við ræðuhöld og skriftir. Samt sjáum við, að frú White ber ábyrgð á heimilinu, matreiðslunni, hreinlætinu, þvottinum og saumaskapnum. Suma daga fór hún niður í prentsmiðjuna, þar sem hún hafði kyrrlátan stað til að skrifa. Á öðrum dögum finnum við hana í garðinum, þar sem hún er að planta blómum og grænmeti og skiptir á blómaplöntum við nágranna sína. Hún var ákveðin í því að gera heimilið eins ánægjulegt eins og hún gat fyrir fjölskyldu sína, svo að börnin mundu ávallt telja heimilið hinn ákjósanlegasta stað til að vera á.BS 19.1

  Frú White var aðgætin í innkaupum og aðventistarnir, nágrannar hennar, voru glaðir, þegar þeir gátu farið út að verzla með henni, því að hún þekkti gildi hluta. Móðir hennar hafði verið mjög dugleg á verklega sviðinu og hafði kennt dætrum sínum margar dýrmætar lexíur. Hún komst að því, að illa gerðir hlutir voru, er til lengdar lét, miklu dýrari en gæðavaran.BS 19.2

  Hvíldardagurinn var gerður ánægjulegasti dagur vikunnar fyrir börnin. Auðvitað var fjölskyldan viðstödd guðsþjónustuna, og ef herra og frú White þurftu ekki að standa í ræðustól, sat fjölskyldan saman á guðsþjónustunni. Í hádegisverð var einhver úrvalsréttur, sem ekki var á borðum aðra daga og ef gott var veður fór frú White út að ganga með börnum sínum í skógunum eða meðfram ánni og þau virtu fyrir sér fegurð náttúrunnar og rannsökuðu sköpunarverk Guðs. Ef það var rigning eða kalt safnaði hún börnunum saman i kring um eldinn heima og las fyrir þau og þá oft úr ritum, sem hún hafði safnað saman á ferðum sínum. Sumar af þessum sögum voru síðar gefnar út í bókum, svo að aðrir foreldrar gætu fengið þær og lesið fyrir börnin sín.BS 19.3

  Frú White var ekki vel heilbrigð um þessar mundir og það leið oft yfir hana á daginn. En þetta stöðvaði hana ekki í því að halda áfram með verk sitt heima á heimilinu jafnt sem verk fyrir Drottin. Fáeinum árum síðar, árið 1863, fékk hún sýnina um heilbrigt líferni og umhyggju fyrir sjúkum. Henni voru sýnd í sýninni viðeigandi föt til þess að klæðast, matur til að neyta og nauðsyn tilhlýðilegrar hreyfingar og hvíldar ásamt gildi trausts á Guð til að viðhalda sterkum og heilbrigðum líkama.BS 19.4

  Ljósið frá Guði varðandi mataræði og skaðsemi kjöts var í skarpri andstöðu við persónulegt álit frú White um, að kjöt væri nauðsynlegt til heilsu og styrks. Eftir að hafa hlotið ljósið, sem sýnin veitti henni, sagði hún stúlkunni, sem sá um matartilbúning fyrir fjölskylduna að leggja á borðið aðeins heilsusamlegan og einfaldan mat úr korntegundum, grænmeti, hnetum, mjólk, rjóma og eggjum. Svo var gnægð af ávöxtum.BS 19.5

  Þegar fjölskyldan kom að borðinu, var nóg af góðum, heilsusamlegum mat en ekkert kjöt. Frú White hungraði eftir kjöti, en langaði ekki í annan mat, svo að hún ákvað að fara frá borðinu, þar til hún gæti komið aftur og notið einfalds matar. Við næstu máltíð hafði hún sömu reynslu, en langaði ekki í einfalda matinn. Þá komu þau aftur að borðinu. Þarna voru einfaldar matartegundir eins og henni voru sýndar í sýninni að væru beztar til styrks og heilsu. En hana langaði í kjöt eins og hún var vön. En samt vissi hún nú, að kjöt var ekki bezta fæðan. Hún segir frá því, hvernig hún lagði hendina á magann og talaði til hans með þessum orðum: „Þú getur nú beðið þar til þú getur borðað brauð.”BS 20.1

  Það leið ekki á löngu þar til Ellen White hafði yndi af einföldum matartegundum. Og með breyttu mataræði batnaði heilsa hennar strax, og það sem eftir var ævinnar naut hún tiltölulega góðrar heilsu. Þannig væri hægt að segja, að frú White hafði sama vandamálið og við öll höfum. Hún varð að vinna sigur á matarlystinni í eigin lífi eins og við öll verðum að gera. Heilsuumbótin hefur verið mikil blessun fyrir White fjölskylduna eins og hún hefur verið fyrir þúsundir fjölskyldna um víða veröld.BS 20.2

  Eftir sýnina um heilsuumbót og eftir að White-hjónin höfðu tekið upp einfaldar aðferðir við meðhöndlun sjúkra, kölluðu nágrannarnir oft á herra og frú White, þegar um veikindi var að ræða, til að hjálpa til við meðhöndlun sjúkra. Drottinn blessaði mikið viðleitni þeirra. Við önnur tækifæri voru sjúkir fluttir heim til þeirra og önnuðust þau nákvæmlega um þá, þar til þeir höfðu náð fullum bata.BS 20.3

  Frú White naut þess að fara sér til hvíldar og upplyftingar ýmist upp á fjöll eða við stöðuvatn eða út á vatn. Um miðja ævi, þegar hún átti heima nálægt Pacific Press, sem er útgáfufyrirtæki okkar í vesturhluta Ameríku, var stungið upp á því, að degi einum yrði varið til hvíldar og upplyftingar. Frú White var þá boðið ásamt heimilisfólki sínu og skrifstofufólki að slást í hópinn með starfsfólki útgáfufyrirtækisins og tók hún strax boðinu. Eiginmaður hennar var þá í austurfylkjunum í erindagjörðum safnaðarins. Það er í bréfi til hans, sem við finnum frásögn af þessari reynslu.BS 20.4

  Eftir að hafa neytt heilsusamlegrar máltíðar á ströndinni, fór allur hópurinn í bátsferð á San Francisco flóanum. Skipstjóri seglbátsins tilheyrði söfnuðinum og þetta var ánægjuleg dags- stund. Svo var stungið upp á því, að þau færu út á opið haf. Í minningum sínum um þessa reynslu skrifar Ellen White.BS 20.5

  „Öldurnar stigu hátt og við veltumst mjög tignarlega upp og niður. Ég var mjög glöð í lund, en hafði engin orð að segja við neinn. Þetta var tignarlegt! Úðinn gekk yfir okkur. Vindurinn var sterkur fyrir utan Golden Gate (Gullna hliðið) og ég hef aldrei haft jafn mikla ánægju í öllu lífi mínu.”BS 21.1

  Þá fylgdist hún með aðgætnum augum skipstjórans og hvað áhöfnin var skjót að hlýða boðum hans. Og hún skrifaði:BS 21.2

  „Guð heldur vindunum í hendi sér. Hann stjórnar vatninu. Við erum einungis rykkorn á víðum og djúpum vötnum Kyrrahafsins. Samt eru englar himinsins sendir til þess að leiða þennan seglbát, er hann þýtur yfir öldurnar. Ó, hvað verk Guðs eru dásamleg! Svo langt fyrir ofan okkar skilning! Í einu tilliti greinir hann hæsta himin og djúp sjávarins!BS 21.3

  Frú White hafði snemma tamið sér glaðværð. Eitt skiptið spurði hún: „Sérðu mig nokkurn tíma þungbúna, örvæntingarfulla, kvartandi? Ég á trú, sem bannar þetta. Það er misskilningur á hinni sönnu hugsjón kristilegrar lyndiseinkunnar og kristilegrar þjónustu, sem leiðir að slíkri niðurstöðu . . . Einlæg og fús þjónusta við Jesúm leiðir til glaðværrar trúar. Þeir, sem fylgt hafa Kristi nánast, hafa ekki verið þungbúnir.”BS 21.4

  Við annað skipti skrifaði hún: „Í sumum tilvikum hefur sú hugsun verið sett fram, að glaðværð sé ekki í samræmi við göfgi kristilegrar lyndiseinkunnar, en slíkt er ekki rétt. Himinninn er eintómur fögnuður.” Hún komst að því að okkur veittist bros, ef við gefum bros. Ef við tölum vingjarnleg orð, munu vingjarnleg orð vera töluð til okkar.BS 21.5

  Samt þjáðist hún stundum heilmikið. Eitt slíkt skipti var skjótlega eftir að hún fór til Ástralíu til aðstoðar við starfið þar. Hún var mjög veik í allt að því ár og þjáðist mikið. Hún var rúmföst mestan tímann og gat aðeins sofið fáeinar stundir á nóttunni. Um þessa reynslu skrifaði hún í bréfi til vinar.BS 21.6

  „Þegar ég fyrst komst að því að ég var í hjálparvana ástandi, sá ég mikið eftir því að hafa siglt yfir vítt hafið. Hví var ég ekki í Ameríku? Hví hafði ég lagt svo mikið á mig til þess að koma til þessa lands? Aftur og aftur hefði ég getað grafið andlit mitt í koddann og grátið hástöfum. En ég leyfði mér ekki að úthella táraflóðinu. Og sagði við sjálfa mig: Ellen G. White, hvað átt þú við ? Ert þú ekki komin til Ástralíu af því að þér fannst það vera skylda þín að fara þangað, sem konferensinn áleit að bezt væri fyrir þig að fara? Hefur það ekki verið venja þín?BS 21.7

  Ég sagði: „Já.”BS 21.8

  Af hverju finnst þér þú þá næstum því vera yfirgefin og niður- beygð? Er þetta ekki verk óvinarins? Ég sagði: „Ég trúi, að svo sé!”BS 21.9

  Ég þurrkaði tár mín eins skjótt og mögulegt var og sagði: „Þetta er nóg. Ég ætla ekki að líta á dökku hliðina framar. Hvort sem ég lifi eða dey, fel ég honum, sem dó fyrir mig, að gæta sálar minnar.”BS 22.1

  Síðan trúði ég, að Drottinn mundi gera alla hluti vel og á þessum átta mánuðum, sem ég var hjálparvana, hefur ekki komið yfir mig nein örvænting eða efi. Ég lít á þetta, sem hluta af hinu mikla áformi Drottins til góðs fyrir fólk hans hér í þessu landi og þá, sem í Ameríku eru, og mig. Ég get ekki útskýrt, hvers vegna eða hvernig, en ég trúi, að svo sé. Og ég er glöð í þjáningu minni. Ég get treyst mínum himneska föður. Ég ætla ekki að efast um kærleika hans.”BS 22.2

  Á síðustu fimmtán árum ævinnar, þegar frú White átti heima á heimili sínu í Kaliforníu, var hún að eldast, en hún sýndi áhuga á starfinu á litla býlinu og á velferð fjölskyldna þeirra, sem áðstoðuðu hana í verki hennar. Við finnum hana önnum kafna við skriftir. Oft byrjaði hún fljótlega eftir miðnætti, þar sem hún gekk snemma til hvílu. Ef veðrið var gott, fór hún í stutta ökuferð út í sveitina, ef verk hennar leyfði, og stanzaði þá til að tala við móður, sem hún kunni að sjá í garðinum eða á svölum hússins, sem hún fór framhjá. Stundum fann hún, að einhvern vantaði föt eða mat, og þá fór hún heim til að ná í sumt af birgðum hennar eigin heimilis. Nágrannar hennár í dalnum, þar sem hún bjó, minntust hennar mörgum árum eftir dauða hennar sem litlu hvíthærðu konunnar, sem alltaf talaði svo ástúðlega um Jesúm.BS 22.3

  Þegar hún dó átti hún lítið meira en nauðsynjar og grundvallarþægindi lífsins. Hún bað ekki aðra um að líta til sín sem fordæmis, því hún var bara ein af okkur, Sjöundadags aðventisti, sem treysti á verðleika hins upprisna Drottins og reyndi af trúmennsku að vinna það verk, sem Drottinn hafði falið henni. Þannig kom hún að lokum hins auðuga lífs síns með traust í hjarta, sjálfri sér samkvæm í kristilegri reynslu sinni.

  BS 22.4

  Boðskapur sem breytti lífi manna

  Trúboði hélt erindaflokk í Bushnell í Michigan. Fljótlega eftir skírnina fór hann samt í burtu frá fólkinu, án þess að rótfesta það réttilega í boðskapnum. Fólkið missti smám saman kjarkinn og sumir byrjuðu á hinum vondu venjum sínum aftur. Að lokum var söfnuðurinn svo lítill, að þeir tíu eða tólf, sem eftir voru, ákváðu að það væri tilgangslaust að halda áfram. Rétt eftir að þau dreifðust við lok þess, sem þau álitu að yrði síðasta samkoman, kom pósturinn og meðal bréfa var Review and Herald (safnaðarblað). Í fréttabálkinum um ferðalög var tilkynning um, að herra og frú White ættu að vera í Bushnell á samkomum 20. júlí 1867. Það var aðeins eftir eina viku. Börnin voru send út til þess að kalla fólkið til baka, sem var á leiðinni heim. Það var ákveðið, að einn skyldi útbúa stað í lundinum, og allir ættu að bjóða nágrönnum sínum, einkum þeim trúsystkinum, sem fallið höfðu frá.BS 22.5

  Á hvíldardagsmorgninum 20. júlí komu herra og frú White í lundinn og voru 60 manns þar saman komnir. White trúboði talaði um morguninn. Síðdegis stóð frú White upp til að tala, en eftir að hafa lesið versið virtist hún áhyggjufull. Án frekari athugasemda lokaði hún Biblíunni og fór að tala við það á mjög persónulegan hátt.BS 23.1

  „Er ég stend hér fyrir framan ykkur á þessum degi lít ég í andlit þeirra, sem ég fékk að sjá í sýn fyrir tveimur árum. Þegar ég lít í andlit ykkar, kemur reynsla ykkar skýrt aftur upp í huga mér. Og ég hef boðskap handa ykkur frá Drottni.BS 23.2

  Það er þessi bróðir þarna nálægt furutrénu. Ég get ekki kallað upp nafn þitt, því að ég hef ekki verið kynnt fyrir þér, en ég þekki andlit þitt og reynsla þín stendur skýrt fyrir mér.” Þá talaði hún við þennan bróður um fráhvarf hans. Hún hvatti hann til að koma aftur og ganga með Guðs fólki.BS 23.3

  Þá snéri hún sér að systur í öðrum hluta áheyrendaskarans og sagði: „Þessi systir, sem situr hjá systur Maynard úr Greenville söfnuði — ég get ekki nefnt nafn þitt, því mér hefur ekki verið sagt, hvað það er — en fyrir tveim árum fékk ég að sjá mál þitt i sýn, og ég þekki reynslu þína.” Þá talaði systir White hvatningarorðum til þessarar systur.”BS 23.4

  „Svo er það þessi bróðir þarna við eikartréð. Ég get ekki heldur kallað þig með nafni, þvi ég hef heldur ekki heilsað þér enn. En mál þitt er ljóst fyrir mér.” Þá talaði hún um þennan bróður og lauk upp fyrir öllum þarna hans innstu hugsunum og sagði frá reynslu hans.BS 23.5

  Og svo snéri hún frá einum til annars á þessari samkomu og sagði þeim frá því, sem hún hafði séð í sýn tveimur árum áður. Eftir að frú White hafði lokið ræðu sinni, þar sem hún talaði ekki aðeins ávítunarorð heldur líka hvatningu, settist hún niður. Einn úr hópnum stóð upp. Hann sagði: „Ég vil vita, hvort það, sem systir White hefur sagt okkur í dag, sé satt. Herra og frú White hafa aldrei komið hingað áður. Þau þekkja okkur alls ekki. Systir White þekkir nöfn fæstra okkar og samt kemur hún hér í dag og segir okkur, að hún hafi hlotið sýn, þar sem hún hafi séð mál okkar. Og svo talar hún við hvert okkar á fætur öðru einstaklingslega og lýkur upp fyrir öllum hér lifnaðarháttum okkar og innstu hugsunum. Er þetta allt rétt í öllum greinum? Eða hafa systur White orðið einhver mistök á? Ég vil vita þetta.”BS 23.6

  Fólkið stóð upp eitt af öðru. Maðurinn við furutréð stóð á fætur og sagði, að systir White hefði lýst sínu máli betur en hann sjálfur hefði getað lýst því. Hann játaði, að hafa verið reikull í stefnu. Hann tjáði ákvörðun sína um að koma aftur og ganga með Guðs fólki. Systirin, sem sat hjá systur Maynard úr Greenville söfnuði, vitnaði einnig. Hún sagði, að systir White hefði sagt frá reynslu sinni betur en hún hefði getað sagt frá henni. Maðurinn við eikartréð, sem systir White talaði við ávítunarog hvatningarorð, sagði, að systir White hefði lýst sínu máli betur en hann hefði getað lýst því. Játningar komu fram. Syndir voru yfirgefnar. Andi Guðs kom inn og það var vakning í Bushnell.BS 24.1

  Herra og frú White komu aftur næsta hvíldardag og þá var skírn höfð og söfnuðurinn í Bushnell var vel rótfestur og hann lifði.BS 24.2

  Drottinn elskaði fólk sitt í Bushnell, og hann elskar alla, sem líta til hans. „Alla þá sem ég elska, þá tyfta ég og aga. Verið því kostgæfin og gjör iðrun,” (Op. 3, 19) hljóta að hafa komið í huga sumra viðstaddra. Þegar fólkið sá eigin hjörtu eins og Drottinn sá þau, skildi það hið sanna ástand sitt og þráði breytingu á lífi sínu. Þetta var hinn sanni tilgangur margra sýna, sem frú White voru gefnar.BS 24.3

  Fljótlega eftir að White trúboði dó, átti frú White heima í Healdsburg College. Margar ungar konur dvöldu á heimili hennar, meðan þær stunduðu skólann. Sú var venjan þá að hafa einfalt net yfir hárið til að halda því snyrtilegu og í reglu yfir daginn. Einn daginn, þegar ein af stúlkunum var að ganga í gegn um herbergi frú White, sá hún vel gert hárnet, sem hana langaði í. Hún tók það og setti það ofan í koffort sitt og hélt, að þess yrði ekki saknað. Litlu síðar þegar frú White var að klæða sig til að fara út, saknaði hún netsins og varð að fara án þess. Um kvöldið þegar fjölskyldan var saman komin, spurði frú White um netið, sem hún saknaði, en enginn gaf neina vísbendingu um að vita, hvar það væri.BS 24.4

  Einum eða tveimur dögum síðar þegar frú White var að fara í gegrum herbergi stúlkunnar, sagði rödd: „Opnaðu þetta koffort.” Þar sem hún átti ekki koffortið vildi hún ekki gera það. Þegar boðið kom öðru sinni, þekkti hún rödd engilsins. Þegar hún lyfti lokinu, sá hún, hvers vegna engillinn hafði talað, því að þarna var netið hennar. Þegar fjölskylda hennar kom saman aftur spurði frú White aftur um netið og lét í ljós, að það gæti ekki horfið af sjálfu sér. Enginn mælti orð svo að frú White lét málið niður falla. Fáeinum dögum síðar, þegar frú White var að hvíla sig frá skriftum sínum, fékk hún mjög stutta sýn. Hún sá kvenhendi láta hárnet síga niður að olíulampa. Þegar netið snerti logann hvarf það í eldinn. Það var endirinn á sýninni.BS 24.5

  Þegar fjölskyldan kom næst saman lagði frú White áherzlu á þetta mál um hvarf hárnetsins, en enn kom engin játning og enginn virtist vita, hvar það var niður komið. Litlu síðar gerðist það, að frú White kallaði þessa ungu konu til hliðar og sagði henni frá röddinni og því, sem hún sá í koffortinu og sagði henni frá hinni stuttu sýn, þar sem hún hafði séð hárnetið brenna yfir lampanum. Með þessa vitneskju fyrir sér játaði stúlkan að hafa tekið netið og hafa brennt það til þess að það fyndist ekki. Hún gerði upp málið við frú White og við Drottin.BS 25.1

  Við kunnum að halda, að þetta sé mjög lítið mál til þess að Drottinn skipti sér af því — aðeins hárnet. En þetta mál var miklu þýðingarmeira en verðgildi þess, sem stolið var. Hér var ung kona, sem tilheyrði söfnuði Sjöundadags aðventista. Henni fannst vera allt í lagi með sig, en hún sá ekki galla sinnar eigin lyndiseinkunnar. Hún sá ekki eigingirnina þar, sem leiddi hana til þess að stela og blekkja. Þegar við nú skiljum, hversu þýðingarmiklir litlu hlutirnir eru — að Guð gaf sýn boðbera sínum hér á jörðunni, sem átti svo annríkt, boðskap um hárnet — þá byrjaði þessi unga kona að sjá málin í öðru ljósi. Þessi reynsla var úrslitaatriði í lífi hennar og hún lifði sönnu kristilegu lífi. Og þetta er ástæðan fyrir því, að frú White voru gefnar sýnir. Þó að margir af vitnisburðunum, sem skráðir voru af frú White, ættu við í sérstökum kringumstæðum, setja þeir samt fram meginreglur, sem uppfylla þarfir safnaðarins í öllum löndum heims. Frú White hefur gert tilgang og stað vitnisburðanna skýran með þessum orðum:BS 25.2

  „Hinir rituðu vitnisburðir eru ekki gefnir til þess að gefa nýtt ljós heldur til að skrá skýrt á hjörtu manna hin innblásnu sannleiksatriði, sem þegar hafa verið opinberuð. Skyldan við Guð og samferðamennina hefur verið skýrt sett fram í Guðs orði, en samt eru svo fáir, sem eru hlýðnir því ljósi, sem veitt hefur verið. Ekki hefur verið bætt við þau sannleiksatriði, sem þegar hafa komið fram. En Guð hefur fyrir „Vitnisburðina” gert þau sannleiksatriði einfaldari, sem þegar hafa komið fram . . . „Vitnisburðirnir” eiga ekki að gera lítið úr orði Guðs heldur hefja það upp og leiða huga manna til þess, svo að hinn fagri einfaldleiki sannleikans megi hafa áhrif á alla.”BS 25.3

  Alla ævi hélt frú White orði Guðs frammi fyrir fólkinu. Fyrstu bók hennar lauk með þessari hugsun. Hún sagði: „Kæri lesandi, ég mæli með orði Guðs sem reglu trúar þinnar og hegðunar.BS 25.4

  Við verðum dæmd eftir þessu orði. Í þessu orði hefur Guð lofað að gefa sýnir á „síðustu dögum”, ekki sem nýjar reglur í trúnni, heldur til huggunar lýðsins og til að leiðrétta þá ,sem villast frá Biblíusannleika.”

  BS 25.5

  Sýnin, sem ekki var hœgt að segja frá

  Á flokki samkoma í Salamanca í New York í nóvember 1890, þar sem frú White hélt opinberar ræður yfir stórum hóp manna, varð hún fremur veikburða, þar sem hún hafði fengið alvarlegt kvef á leiðinni til borgarinnar. Eftir eina af samkomunum fór hún til herbergis síns niðurbeygð og sjúk. Hún var að hugsa um að úthella sál sinni frammi fyrir Guði og biðja um náð, heilsu og styrk. Hún kraup við stól sinn og þannig segir hún frá því með eigin orðum sem gerðist:BS 26.1

  „Ég var ekki búin að segja eitt orð þegar allt herbergið virtist fullt af daufu silfurskæru ljósi og kvöl mín yfir vonbrigðum og örvæntingu var horfin. Ég fylltist huggun og von — friði Krists.” Og þá fékk hún sýn. Eftir sýnina vildi hún ekki sofa. Hún vildi ekki hvíla sig. Hún hafði hlotið lækningu — hún var hvíld.BS 26.2

  Um morguninn varð hún að taka ákvörðun. Gæti hún haldið áfram til næsta staðar, þar sem átti að halda næstu samkomur, eða yrði hún að fara aftur heim til sín í Battle Creek. A. T. Robinson trúboði, sem hafði umsjón með starfinu og William White trúboði, sonur frú White, komu inn í herbergi hennar til að fá svar. Þeir fundu hana klædda og heilbrigða. Hún var tilbúin til að fara. Hún sagði þeim frá lækningu sinni. Hún sagði frá sýninni. Hún sagði: „Mig langar til að segja ykkur frá því, sem rnér var opinberað í nótt. Í sýninni virtist mér ég vera í Battle Creek og engillinn sagði: „Fylgdu mér.”” Og þá hikaði hún. Hún gat ekki munað það. Tvisvar reyndi hún að segja frá því, en hún gat ekki munað það, sem henni hafði verið sýnt. A næstu dögum skrifaði hún það, sem henni hafði verið sýnt. Það voru áform, sem lögð voru um tímarit okkar um trúfrelsi, sem þá var kallað The American Sentinel.BS 26.3

  „Um næturskeið var ég viðstödd margar ráðstefnur og þar heyrði ég áhrifamikla menn hafa yfir orð um það, að ef The American Sentinel mundi fella niður orðin „Sjöundadags aðventistar” úr dálkum sínum og segði ekkert um hvíldardaginn mundu miklir menn í heiminum gerast áskrifendur þess. Það yrði vinsælt og ynni meira verk. Þetta virtist mjög ánægjulegt.”BS 26.4

  „Ég sá birta yfir svip þeirra og þeir byrjuðu að gera reglugerð um að gera Sentinel vinsælt og árangursríkt. Allt málið kynntu menn, sem þurftu á sannleikanum að halda í fylgsnum hugar og sálar.”BS 26.5

  Það er skýrt, að hún sá hóp manna ræða ritstjórnarreglugerð þessa blaðs. Þegar ráðstefna Aðalsamtakanna hófst í marz 1891 var frú White beðin að tala við starfsmennina hvern morgun kl. 5.30 og ávarpa alla samkomuna, sem taldi fjögur þúsund manns, síðdegis næsta hvíldardag. Vers hennar þennan hvíldardag var: „Þannig lýsi ljós yðar mönnunum, til þess að þeir sjái góðverk yðar og vegsami föður yðar, sem er í himnunum.” Ræðan í heild var hvatning til Sjöundadags aðventista að halda fram sératriðum trúr sinnar. Þrisvar sinnum á samkomunni byrjaði hún að segja frá Salamanca-sýninni, en í hvert skipti var haldið aftur af henni. Atburðir sýnarinnar hurfu blátt áfram úr huga hennar. Þá sagði hún: „Um þetta verð ég að segja meira síðar.” Hún lauk við ræðuna á um það bil einni stundu, lauk henni skemmtilega og samkomunni lauk. Allir höfðu tekið eftir, að hún gat ekki munað sýnina.BS 27.1

  Formaður Aðalsamtakanna kom til hennar og spurði, hvort hún gæti tekið morgunsamkomuna.BS 27.2

  „Nei,” svaraði hún, „ég er þreytt. Ég hef flutt minn vitnisburð. Þið verðið að gera önnur áform um morgunsamkomuna.” Önnur áform voru lögð.BS 27.3

  Þegar frú White sneri heim sagði hún fjölskyldu sinni, að hún yrði ekki viðstödd morgunsamkomuna. Hún var þreytt og ætlaði að hvíla sig vel. Hún ætlaði að sofa út á sunnudagsmorguninn og áform voru lögð samkvæmt því.BS 27.4

  Þetta kvöld eftir lok ráðstefnunnar kom lítill hópur saman í einni af skrifstofum Review and Herald byggingarinnar. Á fundinum voru fulltrúar útgáfu-fyrirtækisins, sem gaf út The American Sentinel. Þar voru einnig viðstaddir fulltrúar Religious Liberty Association (Samtök um trúfrelsi). Þeir komu saman til þess að ræða og kveða á um þessa erfiðu spurningu — ritstjórnarreglugérð The American Sentinel. Dyrunum var læst, og allir voru sammála um, að þeim yrði ekki aflæst fyrr en málið væri útkljáð.BS 27.5

  Stuttu fyrir þrjú á sunnudagsnóttina lauk fundinum í ófæru með þeirri fullyrðingu af hálfu fulltrúa félagsins The Religious Liberty, að blaðið yrði ekki lengur notað sem málgagn félagsins nema að Pacific Press (útgáfufyrirtækið) yrði við kröfum þeirra um að fella niður nafnið Sjöunda dags aðventistar og orðið „hvíldardagurinn” úr dálkum blaðsins. Það þýddi að gera út af við blaðið. Dyrunum var aflæst og mennirnir fóru til herbergja sinna, gengu til náða og fóru að sofa.BS 27.6

  En Guð, sem aldrei blundar eða sefur, sendi boðbera sinn, eng- ilinn, inn á herbergi Ellen White kl. 3 þessa nótt. Hún vaknaði af svefni, og henni var sagt, að hún yrði að fara inn á samkomu starfsmannanna kl. 5.30 og þar yrði hún að segja frá því, sem henni var sýnt í Salamanca. Hún klæddist, gekk að skrifborði sínu og tók fram dagbókina, þar sem hún hafði skráð það, sem hún sá í Salamanca. Þá komu atburðirir skýrt upp í huga hennar og hún skrifaði meira til viðbótar.BS 27.7

  Prestarnir voru að stíga upp frá bæninni í helgidóminum, þegar frú White sást koma inn með handritabunka undir handleggnum. Formaður Aðalsamtakanna átti að tala og hann ávarpaði hana:BS 28.1

  „Systir White,” sagði hann, „við erum glaðir að sjá þig. Hefur þú boðskap handa okkur?”BS 28.2

  „Sannarlega hef ég það”, sagði hún og gekk fram fyrir. Svo byrjaði hún einmitt þar sem hún hafði skilið við deginum áður. Hún sagði þeim að kl. 3 um nóttina hefði hún verið vakin af svefni og sagt að fara á starfsmannasamkomuna kl. 5.30 og segja frá því, sem henni hafði verið sýnt í Salamanca.BS 28.3

  „Í sýninni”, sagði hún, „virtist mér ég vera í Battle Creek. Það var farið með mig á skrifstofu Review and Herald. Og engillinn, boðberinn, bauð mér: „fylgdu mér”. Það var farið með mig í herbergi, þar sem hópur manna var í einlægum umræðum um mál. Það var sýnilegur áhugi, en ekki samfara þekkingu.” Hún sagði frá því, hvernig þeir hefðu verið að ræða ritstjórnarreglugerð blaðsins The American Sentinel og hún sagði: „Ég sá einn þeirra taka eintak af blaðinu Sentinel og halda því yfir höfði sér og segja: „Við getum ekki lengur notað það sem málgagn Religious Liberty Association nema það hætti að birta greinar um hvíldardaginn og endurkomuna.” Ellen White talaði um eina stund, og lýsti samkomunni, sem henni hafði verið sýnd í sýn mörgum mánuðum áður og gaf ráðleggingar, sem voru byggðar á henni. Síðan settist hún niður.BS 28.4

  Formaður Aðalsamtakanna vissi ekki, hvað honum ætti að finnast um þetta. Hann hafði aldrei heyrt um slíka samkomu. En þeir biðu ekki lengi eftir útskýringu, því að maður einn stóð upp aftarlega í herberginu og fór að tala:BS 28.5

  „Ég var á þessari samkomu í gærkveldi.”BS 28.6

  „Í gærkveldi!” sagði systir White. Ég hélt, að samkoman hefði átt sér stað fyrir mánuðum síðan, þegar mér var sýnd hún í sýninni.”BS 28.7

  „Ég var a þessari samkomu í gærkveldi,” sagði hann, „og ég er maðurinn, sem kom fram með athugasemdirnar um greinarnar i blaðinu og hélt því hátt yfir höfði mér. Mér þykir leitt að segja, að ég var röngu megin, en ég nota þetta tækifæri til þess að koma mér réttu megin.” Hann settist niður. Religious Liberty Association.Takið eftir orðum hans: „Ég var á þessari samkomu. Í gærkveldi eftir að fundi lauk komu nokkrir okkar saman í herberginu mínu í skrifstofu í Review, þar sem við lokuðum okkur inni og hófum umræður um spurninguna og hófum að ræða málið, sem okkur hefir verið sagt frá í dag. Við vorum í herberginu þar til kl. 3 í nótt. Ef ég tæki til að gera lýsingu á því, sem gerðist og persónulegri afstöðu þeirra, sem í herberginu voru, gæti ég ekki gefið þær nákvæmar og réttar en systir White gerði. Ég sé nú, að ég fór villur vegar og afstaðan, sem ég tók, var ekki rétt. Samkvæmt ljósi því, sem hefir verið veitt í dag, viðurkenni ég, að ég hefi haft á röngu að standa.”BS 28.8

  Aðrir töluðu þennan dag. Hver maður, sem var á samkomunni um nóttina, stóð á fætur og flutti vitnisburð og sagði frá því, að Ellen White hefði nákvæmlega sagt frá samkomunni og afstöðu þeirra, sem í herberginu voru. Þegar samkomunni lauk þennan sunnudagsmorgun voru menn úr félaginu The Religious Liberty kallaðir saman og þeir tóku aftur ákvörðun sína, sem þeir höfðu tekið aðeins fimm stundum áður.BS 29.1

  Hefði ekki verið haldið aftur af frú White, hefði hún sagt frá sýninni á hvíldardeginum, og boðskapur hennar hefði þá ekki þjónað þeim tilgangi sem Guð ætlaði honum að gegna, því að samkoman hafði þá enn ekki verið haldin.BS 29.2

  Einhvern vegin varð það, að mennirnir tóku ekki til sín þau almennu ráð, sem veitt voru á hvíldardeginum. Þeim fannst þeir vita betur. Ef til vill komu þeir fram með svipaðar röksemdir og sumir gera í dag: „Má vera, að systir White hafi ekki skilið þetta, eða „við erum uppi á öðrum tímum í dag”, eða „þessar ráðleggingar áttu við fyrir mörgum árum, en eiga ekki við núna.” Þær hugsanir, sem Satan hvíslar til okkar í dag, voru þær sömu, sem hann notaði til að freista manna árið 1891. Guð gerði það skýrt á sínum eigin tíma og á sinn eigin hátt, að það var hans verk. Hann leiddi. Hann verndaði. Hann var með hönd sína við stjórnvölinn. Ellen White segir okkur, að Guð „hafi oft leyft málunum að komast í sjálfheldu, svo að afskipti hans yrðu augljós. Hann gerði þá ljóst, að það er Guð í Ísrael.”

  BS 29.3

  Vitnisburðirnir og lesandin

  Í sjötíu ár talaði og ritaði Ellen G. White um það, sem Guð hafði opinberað henni. Oft á tíðum voru ráðleggingarnar gefnar fyrir þá, sem villtust frá Biblíusannleikanum, oft á tíðum bentu þeir á þá stefnu, sem Guð vildi að þeir fylgdu. Stundum fjölluðu vitnisburðirnir um lífshættina, um heimilið og söfnuðinn. Hvernig tók safnaðarfólkið við þessum boðskap?BS 29.4

  Frá upphafi starfs hennar athuguðu ábyrgir leiðtogar starf hennar til að fullvissa sig um, að spádómsgáfan væri sönn. Postulinn Páll gefur okkur þessa áminningu: „Fyrirlítið ekki spádóma. Prófið allt. Haldið því, sem gott er.” 1. Þess. 5, 21. Próf Biblíunnar á spámann var lagt á Ellen White. Og þannig vildi hún hafa það, því hún skrifaði:BS 30.1

  „Þetta verk er frá Guði eða það er það ekki. Guð gerir ekkert í félagsskap við Satan. Starf mitt síðustu þrjátíu ár ber einkenni Guðs eða einkenni óvinarins. Það er enginn millivegur í málinu.BS 30.2

  Biblían kemur fram með fjögur próf, sem hægt er að kanna spámann með. Starf frú White stenzt hvert próf.BS 30.3

  1. Boðskapur hins sanna spámanns verður að vera í samræmi við lögmál Guðs og boðskap spámannanna. (Jes. 8, 20)BS 30.4

  Rit E. G. White hefja upp lögmál Guðs og leiða ávallt karla og konur til Biblíunnar og hennar allrar. Hún bendir á Biblíuna sem reglu trúar og hegðunar og sem hið mikla ljós, sem rit hennar, „minna ljósið”, leiða alla til að lesa.BS 30.5

  2. Spádómar hins sanna spámanns hljóta að rætast. (Jer. 28,9)BS 30.6

  Þó að starf frú White hafi að mörgu leyti verið líkt starfi Móse við að stjórna fólkinu og leiða það, skrifaði hún samt spádóma um það, sem átti að eiga sér stað. Við upphaf útgáfustarfs okkar 1848 talaði hún um það, hvernig það ætti eftir að vaxa til að umlykja heiminn. Í dag gefa Sjöunda dags aðventistar út rit á 200 tungumálum, að verðgildi meira en 20 milljónir Bandaríkjadala á ári.BS 30.7

  Árið 1890 þegar heimurinn lýsti því yfir, að stríð yrði ekki framar og þúsund ára ríkið væri um það bil að hefjast, skrifaði Ellen White: „Óveðrið er að koma og við verðum að búa okkur undir ofsann . . . Við munum sjá vandræði alla vega. Þúsundum skipa mun verða steypt í djúp sjávarins. Flotadeildir munu farast og mannslífum verða fórnað milljónum saman.” Þetta uppfylltist í fyrra og síðara heimsstríðinu.BS 30.8

  3. Hinn sanni spámaður mun játa það að Jesús Kristur sé kominn í holdinu, að Guð hafi íklæðzt mannlegu holdi. (1. Jóh. 4, 2)BS 30.9

  Við lestur bókarinnar „Desire of Ages” (Þrá aldanna) verður það ljóst, að starf Ellen White stenzt þetta próf. Takið eftir þessum orðum:BS 30.10

  „Jesús gæti hafa verið kyrr við hlið föðurins. Hann hefði getað haldið dýrð himinsins og lotningu englanna. En hann valdi að leggja veldissprotann í hendi föðurins og stíga niður frá hásæti föðurins svo að hann gæti veitt ljós þeim, sem í myrkri gengu og líf þeim, sem voru að farast.BS 30.11

  Fyrir næstum tvö þúsund árum heyrðist þýðingarmikil rödd frá himnum úr hásæti Guðs: „Sjá, ég kem. Fórn og gáfu hefur þú eigi viljað, en líkama hefur þú búið mér. Sjá, ég er kominn — í bókrollunni er ritað um mig — að gjöra vilja þinn, Guð minn!” Heb. 10, 5—7. Í þessum orðum er tjáð uppfylling þess tilgangs, sem hafði verið hulinn frá eilífum tíðum. Kristur var að því kominn að sækja heim okkar hnött og að verða holdi klæddur . . . Í augum heimsins hafði hann enga fegurð til að bera. Samt var hann Guð holdi klæddur — ljós himins og jarðar. Dýrð hans var hjúpuð. Mikilleiki hans og hátign voru hulin, svo að hann gæti nálgazt mennina í sorg þeirra og freistingum.”BS 31.1

  4. Ef til vill er hið áhrifaríkasta próf á sannan spámann að finna í starfi hans, lífi og í áhrifum kenninga hans. Kristur nefndi þetta próf í Matt. 7, 15. 16: „Af ávöxtum þeirra skuluð þið þekkja þá.”BS 31.2

  Þegar við athugum líf Ellen G. White, hljótum við að segja, að hún lifði lofsverðu kristilegu lífi í samræmi við kenningar sínar og samkvæmt því sem búast má við af spámanni. Þegar við lítum á ávöxtinn eins og hann birtist í lífi þeirra, sem hafa fylgt ráðleggingum Anda spádómsins, sjáum við að hann er góður. Vitnisburðirnir hafa gefið af sér góðan ávöxt. Þegar við lítum á söfnuðinn, vitandi það að þessar ráðleggingar hafa leitt okkur á ýmsum athafnasviðum, hljótum við að sjá, að starf frú White stenzt þetta próf. Samræmið í kenningunni, sem kemur fram í ritum þessum, sem skráð voru á 70 ára tímabili, ber einnig jákvæðan vitnisburð um það, að gjöfin hafi verið sönn.

  BS 31.3

  Hagnýt próf á sannan spámann

  Auk þessara aðalprófa Biblíunnar hefur Drottinn gefið sönnunargögn, sem gera það ljóst, að starfið er frá honum komið. Þar má nefna:BS 31.4

  1. Boðskapurinn er timabær. Fólk Guðs er í einhverri sérstakri þörf og boðskapurinn kemur á réttum tíma til þess að uppfylla þessa þörf eins og fyrsta sýnin gerði, sem Ellen hlaut.BS 31.5

  2. Hagnýtt eðli vitnisburðanna. Upplýsingarnar, sem kunngjörðar voru frú White í sýnunum, voru hagnýts eðlis og uppfylltu hagnýtar þarfir. Lítið á hvernig ráðleggingar vitnisburðanna koma á hagnýtan hátt inn í daglegt líf okkar.BS 31.6

  3. Boðskapurinn er á háu andlegu sviði. Hann snertir ekki málefni, sem eru barnaleg eða algeng, heldur tignarleg, göfug efni. Málið sjálft er háleitt.BS 31.7

  4. Hvernig sýnirnar eru gefnar. Samfara sýnunum voru líkamleg fyrirbæri eins og lýst er í fyrri köflum þessa inngangs.BS 31.8

  Annar maður stóð upp til að tala. Hann var formaður félagsins Reynsla frú White í sýn var svipuð reynslu spámannanna. Þó að þetta sé ekki próf, er það sönnunargagn meðal annarra sönnunargagna.BS 32.1

  5. Sýnirnar fjölluðu um ákveðna reynslu, ekki bara áhrif. I sýninni sá frú White, heyrði, fann, og fékk fræðslu frá englum. Sýnirnar er ekki hægt að skýra með því að hér hafi verið um æsingu eða ímyndun að ræða.BS 32.2

  6. Frú White varð ekki fyrir áhrifum af þeim sem í kringum hana voru. Til eins manns skrifaði hún: „Þú heldur, að menn hafi fyllt mig fordómum. Ef ég er þannig á mig komin, er ég ekki hæf til að vera íalið verk Guðs.”BS 32.3

  7. Samtíðarmenn hennar viðurkenndu störf hennar. Bæði þeir, sem voru í söfnuðinum og lifðu og störfuðu með frú White, og margir utan safnaðarins gerðu sér grein fyrir því, að frú White var í sannleika „boðberi Drottins”. Þeir sem voru næstir henni, höfðu mesta tiltrú á köllun hennar og starf.BS 32.4

  Þessi fjögur Biblíupróf og hin skýru sönnunargögn, sem Drottinn hefur gefið fólki sínu til þess að það geti haft traust á boðskapnum og boðberanum, veita okkur fullvissu um, að starfið,er Guðs og er verðugt óskoraðs trausts okkar.BS 32.5

  Hinar mörgu bækur E. G. White eru fylltar af ráðleggingum og fræðslu, sem hafa varanlegt gildi fyrir söfnuðinn. Hvort sem þessir vitnisburðir voru almenns eðlis eða voru vitnisburðir til fjölskyldna eða einstaklinga eru þeir okkur til hjálpar í dag. Varðandi þetta atriði segir frú White:BS 32.6

  „Þar sem aðvaranir og fræðsla, sem gefin var í vitnisburðum handa einstaklingum, átti jafnmikið við marga aðra, sem hafði ekki verið sérstaklega bent á þennan hátt, virtist það vera skylda mín að gefa út þessa persónulegu vitnisburði til gagns fyrir söfnuðinn . . . Ég veit ekki af betri leið til þess að setja fram sjónarmið mín um almennar hættur og villur og skyldur allra, sem elska Guð og halda boðorð hans en að setja fram þessa vitnisburði.”BS 32.7

  Það er röng notkun á vitnisburðunum að lesa þá til að finna þar eitthvað atriði til þess að byggja á fordæmingu á náunganum. Vitnisburðina má aldrei nota sem kylfu til að þröngva bróður eða systur til þess að sjá hlutina rétt eins og við sjáum þá. Þetta eru mál, sem við verðum að leggja í hendur einstaklinganna til þess að ákvarða eina með Guði.BS 32.8

  Leiðbeiningarnar ætti að lesa til þess að finna grundvallarmeginreglur, sem eiga við okkar eigið líf í dag. Sumt af þessum boðskap var gefið sem viðvörun eða ávítur fyrir sérstakan tíma eða stað. Samt hafa meginreglurnar, sem settar hafa verið þar fram, almennt gildi og eru tímbærar. Mannshjartað er að miklu leyti hið sama um allan heim, vandamál eins er oft vandamál annars. „Með því að ávíta fyrir syndir eins manns,” skrifaði Ellen White, „ætlaði Guð sér að leiðrétta marga.” „Hann gerir kunnar syndir sumra, svo að aðrir geti þannig hlotið viðvörun.”BS 32.9

  Nálægt ævilokum gaf frú White eftirfarandi ráðleggingar: „Fyrir Heilagan anda hefur raust Guðs komið til okkar stöðugt i aðvörun og fræðslu . . . Tími og reynsla hafa ekki gert fræðsluna úrelta . . . Sú fræðsla, sem veitt var á fyrstu dögum boðskaparins, á að vera skoðuð sem örugg fræðsla til að fylgja á þessum lokadögum.”BS 33.1

  Ráðleggingarnar, sem hér koma á eftir, eru teknar úr fjölda bóka E. G. White — en aðallega úr þrem bindum „Testimony Treasures” (Gimsteinar vitnisburðanna) sem er heimsútgáfa af „Testimonies for the Church” (Vitnisburðir fyrir söfnuðinn) — og sýna þá fræðslu, sem álitin er að vera hjálplegust fyrir söfnuðinn á svæðum, þar sem meðlimatala gerir mönnum ókleift að gefa út meira en meðalstóra bók. Það verk að velja og raða niður þessum ráðleggingum var gert af stórri nefnd, sem starfaði eftir útnefningu forráðamanna Ellen G. White útgáfunnar sem hefir verið falin ábyrgð á því að annast um og auka ávallt notkun ráðlegginga Anda spádómsins. Úrvalið er oft stutt og takmarkað við setningu sem flytur hagnýtar grundvallarreglur og þannig er hægt að koma margskonar efni að.BS 33.2

  „Treystið Drottni, Guði yðar, þá munuð þér fá staðizt, trúið spámönnum hans, þá munuð þér giftudrjúgir verða.” 2. Kron. 20,20.BS 33.3

  Forráðamenn
  Ellen G. White útgáfunnar
  Washington, D.C.,
  22. jú lí, 1957.

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents