Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 17—Hreinleiki hjarta og lífs

    Guð hefur gefið ykkur bústað til að annast um og varðveita í sem beztu ásigkomulagi fyrir þjónustu hans og honum til dýrðar. Líkami ykkar er ekki ykkar eigin. „Eða vitið þér ekki, að líkami yðar er musteri Heilags anda í yður.” „Vitið þér eigi, að þér eruð musteri Guðs og Andi Guðs býr í yður? Ef nokkur eyðir musteri Guðs, mun Guð eyða honum, því að musteri Guðs er heilagt og það eruð þér.” 12T, bls. ;352, 353:BS 120.1

    Á þessari spilltu öld, þegar óvinur okkar, djöfullinn, gengur um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim, sem hann geti gleypt, sé ég nauðsyn þess að hefja upp raust mína til viðvörunar. „Vakið og biðjið, til þess að þér fallið ekki í freistni.” Mark. 14, 38. Margir þeirra, sem eru ágætum hæfileikum gæddir, nota þá á óguðlegan hátt í þjónustu Satans. Hvaða viðvörun get ég veitt því fólki, sem segist hafa farið út úr heiminum og yfirgefið verk myrkursins, fólki, sem Guð hefur falið að gæta laga sinna, en vill, líkt og mikilláta fíkjutréð, trana greinum sínum, sem virðast svo ávaxtasamar, framan í sjálfa ásjónu hins Almáttka, en bera samt engan ávöxt Guði til dýrðar? Margt af því elur á óhreinum hugsunum, vanheilögum hugrenningum, vanhelgum óskum og lágkúrulegum ástríðum. Guð hatar þann ávöxt, sem vex á slíku tré. Englar, hreinir og heilagir, líta á stefnu slíkra með viðbjóði, en Satan fagnar. Ó, að karlar og konur vildu íhuga hvað ávinnst með því að brjóta lög Guðs. Í öllum kringumstæðum eru lagabrot vanheiður fyrir Guð og bölvun fyrir manninn. Þannig verðum við að líta á þau, í hversu fögru gervi sem þau birtast og hver sem þau drýgir.25T, bls. 146:BS 120.2

    Hjartahreinir rnunu Guð sjá. Hver óhrein hugsun saurgar sálina, skerðir siðgæðisskynið og hættir henni til að má út áhrif Heilags anda. Hún skerðir andlega sjón, svo að menn geta ekki litið Guð. Drottinn kann að fyrirgefa hinum iðrandi syndara, og hann gerir það. En þó að honum sé fyrirgefið, er búið að skaða sálina. Sá, sem vill hafa skýran skilning á andlegum sannleika, verður að forðast allan óhreinleika í orði og hugsun.3DA, bls. 302:BS 120.3

    Sumir geta viðurkennt hið illa í syndsamlegum verkum, en afsaka sig samt með því að segja, að þeir geti ekki sigrað ástríður sínar. Þetta er hræðileg játning hjá hverjum þeim, sem nefnir nafn Krists. „Hver sá, sem nefnir nafn Drottins, haldi sér frá ranglæti.” 2. Tím. 2, 19. Hvers vegna er þessi veikleiki? Það er sökum þess að dýrslegu hneigðirnar hafa verið styrktar í verki, þar til þær hafa náð valdi yfir æðri hæfileikum. Karla og konur skortir það að fylgja meginreglu. Þau eru að deyja andlega, sökum þess að þau hafa svo lengi sýnt náttúrlegum löngunum sínum ótilhlýðilegt dálæti, svo að kraftur sjálfstjórnar virðist horfinn. Lægri hvatirnar í eðli þeirra hafa tekið við stjórnartaumunum, og það, sem átti að vera ráðandi afl, hefur orðið þræll spilltra hvata. Sálinni er haldið í hinum lágkúrulegustu þrældómsfjötrum. Holdshyggjan hefur slökkt löngunina í heilagleika og skrælt and¬lega farsæld.42T, bls. 348:

    BS 120.4

    Saurgið ekki musteri Guðs

    Það er sérstakt starf hjá Satan á þessum síðustu dögum að komast yfir huga æskunnar, að spilla hugsunum og kveikja í ástríðunum, af því hann veit, að með því getur hann leitt til óhreinna athafna, og þannig yrðu rýrðir allir hinir göfugu hæfileikar hugans og hann gæti stjórnað þeim til að þjóna hans eigin tilgangi.5CG. bls. 440:BS 121.1

    Sál mín er sárhrygg vegna æskunnar, sem er að mynda lyndiseinkunn á þessari spilltu öld. Ég skelf vegna foreldranna líka, því að mér hefur verið sýnt, að almennt talað skilji þeir ekki skyldur sínar varðandi það að fræða börnin um veginn, sem þau eigi að halda. Farið er eftir siðum og tízku og börnin læra fljótlega að stjórnast af þessu, og þau spillast við það, en eftirlátir foreldrarnir sljóvgast sjálfir og eru sofandi fyrir hættu sinni. En mjög fá ungmenni eru laus við spilltar venjur. Þau eru undanbegin líkamlegu erfiði að miklu leyti af ótta við að þau ofþreytist. Foreldrarnir bera sjálfir byrðar, sem börnin ættu að bera.BS 121.2

    Of mikil vinna er slæm, en afleiðingar leti eru skelfilegri. Aðgerðarleysi leiðir til þess að farið er að iðka spilltar venjur. Iðnin gerir manninn ekki að einum fimmta hluta eins þreyttan og örmagna og hin skaðlega venja sjálfsfróunin. Verði börnin ykkar örmagna af einfaldri og vel skipulagðri vinnu, þá getið þið verið viss um það, foreldrar, að það er eitthvað annað en vinnan, sem veikir líkamskerfi þeirra og leiðir af sér tilfinningu um stöðuga þreytu. Gefið börnum ykkar líkamlegt starf og það mun kalla til starfa taugar og vöðva. Þreytan af slíku starfi mun draga úr hneigð þeirra til að iðka illar venjur.62T, bls. 348, 349:BS 121.3

    Forðist að lesa og sjá það, sem vekur óhreinar hugsanir. Ræktið siðferðislega og vitsmunalega hæfileika.72T, bls. 410:BS 121.4

    Guð ætlast ekki einungis til að þið stjórnið hugsunum ykkar, heldur einnig ástríðum ykkar og tilfinningum. Hjálpræði ykkar er undir því komið að þið stjórnið ykkur í þessum efnum. Ástríð- ur og tilfinningar eru voldugt afl. Séu þær notaðar ranglega eða óheppilega eða þeim komið af stað af röngum hvötum, eru þær máttugt afl til þess að orsaka hrun ykkar, og þið verðið aumkunarvert rekald án Guðs og án vonar.BS 121.5

    Ef þið leyfið ykkur að hugsa hégómlegar hugsanir, látið huga ykkar dvelja við óhrein efni, eruð þið að vissu marki jafn sek fyrir Guði sem þið framkvæmið hugsanirnar. Það eina, sem kem¬ur í veg fyrir athöfnina, er vöntun á tækifæri. Það eru slæmar og afar hættulegar venjur að byggja loftkastala og láta sig dreyma dag sem nótt. Þegar slíkar venjur eru festar, er nær ómögulegt að brjóta þær á bak aftur og beina hugsununum að hreinum, heilögum og göfugum efnum. Þið verðið að vera dyggir verðir augna ykkar, eyrna og allra skilningarvita, ef þið ætlið að stjórna huga ykkar og koma í veg fyrir það, að hégómlegar og spilltar hugsan¬ir setji blett á sál ykkar. Kraftur náðarinnar getur einn framkvæmt þetta eftirsóknarverðasta verk.82T, bls. 561:BS 122.1

    Með því að hóflaust nám eykur blóðstrauminn til heilans, leiðir það til sjúklegs uppnáms, sem vill orsaka það, að hæfileikinn til sjálfstjórnar minnkar og gefur of oft hvötum eða duttlungum stjórnartaumana. Þannig opnast dyrnar fyrir óhreinleikann. Sú spillingaralda, sem berst um heiminn í dag, er að miklu leyti risin upp af því, að líkamlegir kraftar hafa verið misnotaðir eða ekki notaðir. „Ofdramb, gnótt matar og makindalíf” eru jafn hættulegir fjendur framförum manna í þessari kynslóð eins og er þau leiddu til eyðingar Sódómu.9Ed., bls. 209:BS 122.2

    Eftirlátssemi við lægri hvatir mun leiða mjög marga til að loka augunum fyrir ljósinu, því að þeir skelfast það að sjá syndir, sem þeir eru ófúsir til að láta af. Allir geta séð, ef þeir vilja. Ef þeir velja myrkrið fremur en ljósið, er saknæmi þeirra engu minni fyrir það.102T, bls. 352:BS 122.3

    Dauði fremur en vansæmd eða brot á lögum Guðs ætti að vera einkunnarorð sérhvers kristins manns. Sem fólk, er segist vera umbótasinnað, sem virðir dýrt hin alvarlegu og hreinsandi sannleiksatriði Guðs orðs, verðum við að hefja staðalinn mun hærra en hann er sem stendur. Það verður að taka skjótlega fyrir synd og syndara í söfnuðinum, svo að aðrir saurgist ekki. Sannleikurinn og hreinleikinn krefjast þess, að við leggjum meiri alúð í það að hreinsa herbúðirnar af mönnum sem Akan var. Þeir, sem eru í ábyrgum stöðum, ættu ekki að þola synd í bróður. Sýnið honum, að hann verði annað hvort að afleggja syndina eða vera aðskilinn frá söfnuðinum.115T, bls. 147:BS 122.4

    Ungmennin geta fylgt meginreglum svo fast, að hinar kröftugustu freistingar Satans megna ekki að draga þau frá hollustu þeirra við Guð. Samúel var sem barn umkringdur af hinum spilt- ustu áhrifum. Hann sá og heyrði hluti, sem hryggðu sál hans. Synir Elí, sem þjónuðu í heilögu embætti, stjórnuðust af Satan. Þessir menn menguðu allt andrúmsloftið umhverfis sig. Daglega hrifust karlar og konur af syndinni og ranglætinu, en Samúel gekk samt áfram, án þess að blettur félli á hann. Skikkjur lundernis hans voru flekklausar. Hvorki átti hann þátt í né hafði minnstu ánægju af þeim syndum, sem allt Ísrael var fullt af skelfilegum sögum um. Samúel elskaði Guð. Hann varðveitti sál sína í svo nánum tengslum við himininn, að engill var sendur til að tala við hann varðandi syndir Elí sona, sem voru að spilla Ísrael.123T, bls. 472-474:

    BS 122.5

    Afleiðingar siðferðisspillingar

    Sumir, sem hafa yfir háa játningu, skilja ekki synd sjálfsfróunarinnar og vísar afleiðingar hennar. Löngu mynduð venja hefur blindað skilning þeirra. Þeir gera sér ekki grein fyrir þeim feikilega syndugleika, sem býr í þessari niðurlægjandi synd, sem er að draga þróttinn úr líkamskerfinu og spilla taugakrafti heilans. Siðgæðismeginreglur eru afar veikar, þegar þær ganga í gegn venjum. Alvarlegur boðskapur frá himni getur ekki markað kröftuglega í það hjarta, sem eigi er styrkt gegn iðkun þessa niðurlægjandi lastar. Hinar viðkvæmu heilataugar hafa glatað hraustleikaeinkennum sínum vegna sjúklegrar æsingar til að seðja ónáttúrlega þrá í holdleg verk.132T, bls. 347:BS 123.1

    Siðferðisspillingin hefur gert meira en allt annað illt til þess að koma hnignun mannkynsins til leiðar. Hún er iðkuð í hræðilega miklum mæli og ber með sér alls konar sjúkdóma.BS 123.2

    Foreldra almennt grunar ekki, að börn þeirra beri neitt skyn á þennan löst. Í mörgum tilvikum eru foreldrarnir raunverulegir syndarar. Þeir hafa misnotað forréttindi hjúskaparins og hafa með eftirlátssemi styrkt dýrslegar ástríður sínar. Og er þær hafa styrkzt, hafa siðferðislegir og vitsmunalegir hæfileikar veiklazt. Hið andlega hefur orðið að lúta í lægra haldi fyrir hinu dýrslega. Börn fæðast með dýrslegar tilhneigingar vel þroskaðar, með lundernismót foreldranna lagt á þau. Börn, sem fæðast slíkum foreldrum, munu nær undantekningarlaust hneigjast eðlilega að þeirri viðurstyggilegu venju að stunda ósiðsemi í leyndum. Synda foreldranna mun verða vitjað á börnunum, sökum þess að foreldrarnir hafa lagt á þau mót sinna eigin lostafullu tilhneiginga.BS 123.3

    Þeir, sem festast að fullu í þessum sálarog líkamsskemmandi lesti, unna sér sjaldan hvíldar, fyrr en þeir hafa lagt byrði sína varðandi þessa leynilegu synd á þá, sem þeir hafa samneyti við. Forvitni er strax vakin og þekkingin á lestinum berst frá einum unglingi til annars, frá barni til barns, þar til naumast er einn að finna, sem eigi veit, hvernig á að drýgja þessa mannskemmandi synd. 142T, bls. 391, 392:BS 123.4

    Að iðka leynilegar venjur eyðir vissulega lífskröftum líkamskerfisins. Öllum ónauðsynlegum athöfnum líkamans fylgir jafnan tilsvarandi lægð. Á meðal hinna ungu er alvarlega gengið að höfuðstól lífsins, heilanum, og það snemma á ævinni svo að fram kemur skortur og mikill lúi, sem gerir líkamskerfið undirorpið allskonar sjúkdómum.BS 124.1

    Sé þessi venja látin viðgangast frá fimmtán ára aldri og áfram, mun náttúran rísa gegn þeirri misnotkun, sem hún hefur orðið að þola og heldur áfram að þola, og lætur þau gjalda sekt fyrir brot á lögum sínum einkum á aldrinum 30 til 45 ára, með margvíslegum kvölum í líkamskerfinu og ýmsum sjúkdómum, svo sem lifrarog lungnasjúkdómum, taugakvölum, gigt, sjúkdómum í mænu, sýktum nýrum og krabbameini. Sumt af hinu hárfína vélverki náttúrunnar lætur undan og skilur eftir þyngra hlutverk fyrir aðra hluta að framkvæma, en slíkt kemur hinni hárfínu niðurröðun náttúrunnar úr jafnvægi. Líkamskerfið brotnar þá oft niðúr skyndilega og dauðinn fylgir í kjölfarið.BS 124.2

    Að stytta sér aldur á stundinni er ekki meiri synd í augsýn himinsins en að eyða því smám saman, en örugglega. Þeir, sem leiða yfir sig örugga hrörnun með því að gera rangt, munu þurfa að borga sektina, sem fylgir hér, og án gagngerrar iðrunar mun þeim ekki verða veittur aðgangur að himninum hér á eftir fremur en þeim, sem eyða lífi á stundinni. Vilji Guðs setur fram sambandið á milli orsaka og afleiðinga.BS 124.3

    Við teljum ekki, að allt æskufólk, sem er veiklað, sé sekt um að iðka rangar venjur. Til eru þeir, sem eru hreinir í huga og samvizkusamir, en þjást samt af ýmsum ástæðum, sem þeir ráða ekki við.BS 124.4

    Leynilegir lestir spilla háleitum ásetningi og einlægri viðleitni og styrk viljans til þess að mynda gott trúað lunderni. Allir þeir, sem hafa sanna hugmynd um það, sem felst í því að vera kristinn, vita, að fylgjendur Krists eru undir skyldukvöð sem lærisveinar hans að beygja allar ástríður sínar, líkamskrafta og andlega hæfileika algerlega undir vilja hans. Þeir,sem stjórnast af eigin ástríðum, geta ekki verið fylgjendur Krists. Þeir eru of helgaðir þjónustu húsbónda síns, rót alls ills, til þess að þeir skilji við spilltar venjur sínar og velji þjónustu Krists. 15CG, bls. 444-446:BS 124.5

    Þegar hinir ungu temja sér illar venjur, meðan andi þeirra er ómótaður, munu þeir aldrei öðlast kraft til að þroska rétt og fullkomlega hina líkamlegu, vitsmunalegu og siðferðilegu þætti mannverunnar.162T, bls. 351:BS 124.6

    Eina vonin fyrir þá, sem iðka illar venjur, er að segja skilið við þær að fullu, ef þeir meta einhvers heilsu sína hér og hjálpræðið á eftir. Þegar þessar venjur hafa verið iðkaðar langan tíma, krefst það ákveðinnar viðleitni að standast gegn freistingunni og rísa í gegn spilltri eftirlátssemi.17CG. bls. 464:BS 125.1

    Eina örugga leiðin fyrir börn okkar gegn sérhverjum illum vana er að biðja um að vera hleypt inn í sauðabyrgi Krists og vera tekin í umsjá hins trúa og sanna hirðis. Hann mun bjarga þeim frá öllu illu, skýla þeim frá öllum hættum, ef þeir vilja hlýða raustu hans. Hann segir: „Mínir sauðir heyra mína raust . . . og þeir fylgja mér.” Hjá Kristi munu þau finna haglendi, finna styrk og von og munu ekki vera ónáðuð af stöðugri löngun í eitthvað til að dreifa huganum og seðja hjartað. Þau hafa fundið perluna dýrmætu og hugurinn hefur frið og ró. Skemmtanir þeirra eru að eðli til hreinar og friðsælar, tignar og himneskar. Þær skilja ekki eftir neinar sárar minningar, ekkert til að iðrast. Slíkar skemmtanir skerða hvorki heilsuna né lama hugann, heldur eru þær heilsusamlegar í eðli sínu.18CG. bls. 467.BS 125.2

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents