Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 11—Kristnir menn eiga að vera
  fulltrúar Guðs

  Það er ætlun Guðs að sýna meginreglur ríkis síns með tilstilli fólks síns. Til þess að það geti í lífi sínu og lunderni opinberað þessar meginreglur, vill hann skilja það frá siðum, venjum og háttum heimsins. Hann leitast við að færa það nær sér, svo að hann geti kunngert því vilja sinn.BS 86.1

  Ætlunin, sem Guð leitast við að framkvæma með tilstilli fólks síns í dag, er sú sama og hann vildi framkvæma fyrir tilstilli Ísraels, er hann leiddi hann út úr Egyptalandi.BS 86.2

  Heimurinn á að hafa lýsingu á lunderni Guðs með því að líta á gæzkuna, náðina, réttlætið og kærleika Guðs, sem birtist í söfnuðinum. Og þegar lögmál Guðs er þannig skýrt með dæmum í lífinu mun jafnvel heimurinn greina yfirburði þeirra, sem elska og óttast Guð og þjóna honum, fram yfir allar aðrar þjóðir á jörðu.BS 86.3

  Drottinn hefur augu sín á hverju barna sinna. Hann hefur sín áform fyrir hvert þeirra. Það er ætlun hans, að þeir sem sýna í verki fyrirmæli hans, séu aðgreint fólk. Orðin, sem rituð voru af Móse fyrir anda innblásturs eiga við fólk Guðs í dag eigi síður en Ísrael til forna: „Því að þú ert Drottni Guði þínum helgaður lýður. Þig hefur Drottinn, Guð þinn kjörið til að vera eignarlýður hans umfram allar þjóðir” (5. Mós. 7, ).16T, bls. 9,12:

  BS 86.4

  Að mynda lyndiseinkunn líka lyndiseinkunn Krists

  Trú Krists niðurlægir aldrei þann, sem við henni tekur. Hún gerir hann aldrei hrjúfan eða úfinn, ókurteisan eða mikinn á lofti, reiðigjarnan eða harðbrjósta. Þvert á móti fágar hún smekkinn, helgar dómgreindina og hreinsar og göfgar hugsanirnar og beygir þær til hlýðni við Krist. Hugsjón Guðs fyrir börn hans er hærri en hæsta hugsun manna getur náð. Hann hefur gefið í sínu heilaga lögmáli eftirrit af lunderni sínu.BS 86.5

  Takmark kristilegrar lyndiseinkunnar er að verða Kristi líkur. Það opnast okkur leið stöðugra framfara. Við höfum mark að keppa að, staðli að ná, sem felur í sér allt það, sem er gott og hreint, tigið og göfugt. Stöðug viðleitni ætti að koma í ljós, sífelld framvinda áfram og upp að fullkomnun lyndiseinkunnarinnar. 28T, bls. 63, 64:BS 86.6

  Við munum verða, hvert okkar, um tíma og eilífð það sem venjur okkar hafa gert okkur. Líf þeirra, sem mynda réttar venjur og eru trúir við að framkvæma hverja skyldu, munu vera sem skínandi ljós, er sendir skæra geisla á vegferð annarra. En ef menn leyfa sér að venja sig á ótrúmennsku og festuleysi, leti og vanræksla í venjum fær að styrkjast, munu ský dekkri en miðnæturmyrkur byrgja fyrir horfurnar í þessu lífi og um eilífð útiloka einstaklinginn frá komandi lífi.34T, bls. 452:BS 87.1

  Sæll er sá, sem hlýðir orðum eilífs lífs. Þar sem honum er vísað til vegar af „sannleiksandanum”, mun hann vera leiddur í allan sannleikann. Hann mun eigi hljóta ást, lof og heiður hjá heiminum, en í augum himinsins verður hann dýrmætur. „Sjáið, hvílíkan kærleika faðirinn hefur augsýnt oss, að vér skulum kallast Guðs börn, og það erum vér. Vegna þess þekkir heimurinn oss ekki, að hann þekkti hann ekki.” 1. Jóh. 3, l.45T, bls. 439:

  BS 87.2

  Að sýna hugrekki í dag

  Sé tekið á móti sannleika Guðs í hjartað, megnar hann að veita okkur speki til sáluhjálpar. Með því að trúa honum og hlýða munuð þið öðlast næga náð fyrir skyldur og reynslu dagsins í dag. Þið hafið eigi þörf á náð fyrir morgundaginn. Ykkur á að finnast, að þið hafið eingöngu með daginn í dag að gera. Sigrið í dag. Afneitið sjálfum ykkur í dag. Aðstæður okkar og umhverfi, breytingarnar, sem daglega gerast umhverfis okkur og hið ritaða orð Guðs, sem greinir og reynir alla hluti — þetta nægir til að kenna okkur um skyldur okkar, einmitt það, sem okkur ber að gera dag frá degi. í stað þess að leyfa huga ykkar að falla í þann hugsanafarveg sem er ykkur ekki til neins góðs, ættuð þið að rannsaka Ritningarnar daglega og inna af hendi skyldur þær í daglegu lifi, sem nú kunna að vera ykkur þreytandi, en einhver hlýtur að verða að gera. 53T, bls. 333:BS 87.3

  Margir einblína á það hræðilega guðleysi, sem umhverfis þá er, fráhvarf og veikleika á báða bóga og þeir ræða um þetta, unz hjörtu þeirra eru fyllt dapurleika og efa. Þeir hafa jafnan efst í huga meistarabrögð erkisvikarans og láta hugann dvelja við hinar drungalegu hliðar reynslu sinnar, á sama tíma sem þeir missa sjónar af krafti hins himneska föður og óviðjafnanlegum kærleika hans. Þannig vill Satan hafa allt þetta. Það er yfirsjón hjá okkur að álíta, að óvinur alls réttlætis sé íklæddur svo miklum mætti, á sama tíma sem við látum hugann svo lítið dvelja við kærleika Guðs og mátt hans. Við verðum að tala um kraft Krists. Við erum allsendis máttlaus til að bjarga okkur úr greip Satans. En Guð hefur gert útgönguleið. Sonur hins hæsta hefur styrk til að heyja baráttuna fyrir okkur „og í öllu þessu vinnum vér meira en sigur fyrir hann, sem elskaði oss”.BS 87.4

  Það fæst enginn andlegur styrkur handa okkur við það að vera stöðugt að brjóta heilann um veikleika okkar og fráhvarfssyndir og harma kraft Satans. Það verður að festa þann mikla sannleika sem lifandi meginreglu í huga okkar og hjarta, að fórnin, sem færð var okkar vegna dugar okkur, að Guð frelsar og mun frelsa til fulls alla þá, sem koma til hans og fara eftir skilyrðunum, sem sett eru fram í orði hans. Hlutverk okkar er að vilja það, sem Guð vill. Þá verðum við hluttakar guðlegs eðlis fyrir blóð friðþægingarinnar. Fyrir Krist erum við börn Guðs og við höfum fullvissu um það að Guð elski okkur eins og hann elskaði son sinn. Við erum eitt með Jesú. Við fetum í fótspor Krists. Hann hefur mátt til að dreifa sortaskuggunum, sem Satan varpar á vegferð okkar og í stað dimmu og drunga berast sólargeislarnir frá dýrð hans inn í hjörtu okkar.BS 88.1

  Systkini, það er með því að sjá, sem við ummyndumst. Með því að láta hugann dvelja við kærleika Guðs og frelsarans, með því að íhuga fullkomleika hins guðlega lundernis og gera tilkall til réttlætis Krists sem okkar eignar fyrir trú, að við breytumst til sömu myndar. Söfnum því eigi saman öllum óskemmtilegu myndunum, spillingunni og vonbrigðunum, vitnisburðinum um kraft Satans — til að hengja upp í hallarsölum minninganna til að ræða og syrgja, þar til sálir okkar hafa fyllzt vonleysi. Kjarklaus sál er myrkraveggur, sem lætur eigi aðeins sjálf hjá líða að taka á móti ljósi frá Guði, heldur útilokar það frá öðrum. Satan hefur yndi af að sjá áhrifin frá myndunum af sigrum sínum og gera menn trúlausa og kjarklausa.65T, bls. 741-745:

  BS 88.2

  Vera fulltrúi Guðs með því að lifa óeigingjörnu líji

  Sú synd, sem mest er daðrað við, sem aðskilur okkur Guði og leiðir af sér svo marga smitandi andlega kvilla, er eigingirni. Það er engin leið til að snúa sér til Guðs nema fyrir sjálfsafneitun. Sjálf megnum við ekkert. En fyrir Guð, sem styrkir okkur, getum við lifað til að gera öðrum gott og á þann hátt sneitt hjá illsku eigingirninnar. Við þurfum eigi að fara til heiðinna landa til að sýna löngun okkar til að helga Guði allt í nytsömu, óeigingjörnu lífi. Við ættum að gera þetta innan fjölskylduhringsins, í söfnuðinum, meðal þeirra, sem við höfum samneyti við og þeirra, sem við gerum viðskipti við. Einmitt í algengum störfum lífsins á að afneita sjálfum sér og beygja sig. Páll gat sagt: „Ég dey daglega.” Það, sem gerir okkur sigurvegara, er að deyja sjálfum sér daglega í hinum lítilmótlegu athöfnum lífsins. Við ættum að gleyma sjálfum okkur í löngun okkar að gera öðrum gott. Hjá mörgum er ákveðinn skortur á ást til annarra. Í stað þess að framkvæma trúlega eigin skyldur, sækjast þeir fremur eftir ánægju fyrir sjálfa sig.BS 88.3

  Á himnum mun enginn hugsa um sjálfan sig, eða leita eigin ánægju, heldur munu allir af sönnum, ósviknum kærleika leitast við að auka á hamingju himneskra vera umhverfis þá. Ef við óskum eftir að njóta samvista himneskra vera á nýju jörðinni, verðum við hér að láta stjórnast af himneskum meginreglum. 72T, bls. 132, 133:BS 89.1

  Mér var sýnt, að við vorum of mikið að bera okkur saman hvert við annað, að taka dauðlega, skeikula menn til fyrirmyndar, þegar við höfum örugga, óskeikula fyrirmynd. Við ættum eigi að mæla okkur eftir heiminum eða eftir áliti manna, né því, sem við vorum, áður en við tókum á móti sannleikanum. En núverandi trú okkar og stöðu í heiminum verður að bera saman við það, sem þær hefðu orðið, ef stefna okkar hefði stöðugt verið fram og upp á við, síðan við játuðum fylgd við Krist. Þetta er eini öruggi samanburðurinn, sem hægt er að gera. Allur annar samanburður verður sjálfsblekking. Svari siðferðisstig og andlegt ástand Guðs fólks eigi til þeirra blessana, forréttinda og þess ljóss, sem því hefur veitzt, mun það verða vegið á metaskálum og englarnir munu segja: LÉTTVÆGUR.81T, bls. 406:

  BS 89.2

  Syndin, sem eigi er hægt að fyrirgefa

  Hvað felst í því að syndga gegn Heilögum anda? Það er vísvitandi að eigna Satan starf Heilags anda. Setjum svo, til dæmis, að einhver sé vitni að sérstöku starfi Heilags anda. Hann hefur sannfærandi vitnisburð um það, að starfið sé í samræmi við Ritninguna og Andinn vitnar með hans anda, að það sé frá Guði. Eftir á fellur hann samt í freistni. Hroki, sjálfbirgingsskapur eða einhver önnur ill skapgerðareinkenni taka stjórnartaumana. Hann hafnar öllum vitnisburði um guðlegt eðli og lýsir því yfir, að það sem hann áður sagði vera kraft Heilags anda, hafi verið máttur Satans. Guð verkar á mannshjartað fyrir milligöngu Anda síns og þegar menn hafna Andanum vísvitandi og segja hann vera frá Satan, loka þeir þeim leiðum, sem Guð notar til að hafa samband við þá. Með því að afneita þeim vitnisburði, sem Guð í gleði veitti þeim, útiloka þeir ljósið, sem hefur skinið í hjörtu þeirra og eru þess vegna skildir eftir í myrkri. Þannig sannast orð Krists: „Ef því ljósið í þér er myrkur, hve mikið verður þá myrkrið!” Matt. 6, 23. Um tíma kunna persónur, sem hafa drýgt þessa synd, að virðast vera börn Guðs, en þegar aðstæður koma til að þroska lundernið og sýna, hvers konar andi í þeim býr, kemur í ljós, að þær eru á óvinarins landi og standa undir svörtum stríðsfána hans.95T, bls. 634:BS 89.3

  Að játa Krist eða afneita honurn

  Í samskiptum okkar í þjóðfélaginu, í fjölskyldum eða hvers konar samböndum lífsins, sem við lendum í, þröngum eða víðum, eru margar leiðir til að bera vitni um Drottin og margar leiðir til að afneita honum. Við getum afneitað honum með orðum, með því að tala illa um aðra, með heimskutali, glensi og gríni, með ónytjuorðum eða óvingjarnlegum, eða með hártogunum og mæla andstætt því, sem satt er. Í tali okkar getum við játað, að Kristur er eigi í okkur. Í lunderni okkar getum við afneitað honum með því að elska auðvelda daga, með því að sneiða hjá skyldum og byrðum lífsins, sem einhver verður að bera, ef við gerum það eigi og með því að hafa yndi af syndsamlegum skemmtunum. Við getum einnig afneitað Kristi með því að sýna hroka í klæðaburði, að elta heiminn eða með ókurteisi. Við getum afneitað honum með því að hafa yndi af eigin skoðunum og með því að halda fram og réttlæta okkar eigin vilja. Við getum einnig afneitað honum með því að leyfa huganum að falla í farveg ástarsjúkrar tilfinningasemi og brjóta heilann um okkar ímyndaða erfiða hlutskipti og reynslu.BS 90.1

  Enginn getur í sannleika játað Krist frammi fyrir heiminum nema hugarfar og Andi Krists búi í honum. Okkur er ómögulegt að miðla því, sem við ekki höfum. Ræða okkar og hegðun ætti að vera raunveruleg og sýnileg tjáning á þeirri náð og þeim sannleika, sem inni fyrir býr. Sé hjartað helgað, undirgefið og auðmjúkt, munu ávextirnir sjást hið ytra og mun það verða hin áhrifamesta játning á Kristi.103T, bls. 331, 332.BS 90.2

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents