Kafli 7—Guð hefur verk handa ykkur að vinna
- Formáli
- Inngangur
- Kafli 1—Sýn um laun hinna trúuðu
- Kafli 2—Tími endalokanna
- Kafli 3—Búið ykkur undir að taka á móti Drottni
- Kafli 4—Sameining við Krist og bróðurkærleikur
- Kafli 5—Kristur réttlœti okkar
- Kafli 6—Helgað líf
- Kafli 7—Guð hefur verk handa ykkur að vinna
- Kafli 8—„Hér er ég, Drottinn, send þú mig”
- Kafli 9—Útgáfustarf safnaðarins
- Kafli 10—Trú á persónulegan Guð
- Kafli 11—Kristnir menn eiga að verafulltrúar Guðs
- Kafli 12—Í heiminum en ekki af heiminum
- Kafli 13—Biblían
- Kafli 14—Vitnisburðirnir handa söfnuðinum
- Kafli 15—Heilagur andi
- Kafli 16—Verndið tengiliðinn milli Guos og manna
- Kafli 17—Hreinleiki hjarta og lífs
- Kafli 18—Að velja eiginmann eða eiginkonu
- Kafli 19—Giftist ekki vantrúuðum
- Kafli 20—Hjúskapur
- Kafli 21—Hamingjusamur og árangursríkur félagsskapur
- Kafli 22—Sambandið milli eiginmannsog eiginkonu
- Kafli 23—Móðirin og barnið hennar
- Kafli 24—Hinn kristni faðir og móðir
- Kafli 25—Kristilegt heimili
- Kafli 26—Andleg áhrif á heimilinu
- Kafli 27—Fjárreiður heimilisins
- Kafli 28—Athafnir fjöiskyldunnar í fríum og á hátíðum
- Kafli 29—Dægrastytting
- Kafli 30—Það þarf að gæta leiðanna að huganum
- Kafli 31—Val lesefnis
- Kafli 32—Tónlist
- Kafli 33—Gagnrýni og áhrif hennar
- Kafli 34—Ráðleggingar varðandi klæðaburð
Search Results
- Results
- Related
- Featured
- Weighted Relevancy
- Content Sequence
- Relevancy
- Earliest First
- Latest First
- Exact Match First, Root Words Second
- Exact word match
- Root word match
- EGW Collections
- All collections
- Lifetime Works (1845-1917)
- Compilations (1918-present)
- Adventist Pioneer Library
- My Bible
- Dictionary
- Reference
- Short
- Long
- Paragraph
No results.
EGW Extras
Directory
Kafli 7—Guð hefur verk handa ykkur að vinna
Verki Guðs á þessari jörðu mun eigi verða lokið, fyrr en safnaðarfólk okkar, karlar og konur, fylkir sér að þessu verki og leggur hönd á plóginn með prestum og safnaðarstarfsmönnum. 19T, bls. 117:BS 63.1
Orðin: „Farið út um allan heiminn og prédikið gleðiboðskapinn allri skepnu” (Mark. 16, 15), eru töluð til hvers og eins af fylgjendum Krists. Öllum, sem ætlað er að eignast líf Krists, er ætlað að vinna að frelsun meðbræðra sinna. Sama þráin, sem Kristur bar í brjósti til að bjarga hinu týnda, á að koma fram hjá þeim. Ekki geta allir fyllt sömu stöðu, en það er staður og starf fyrir alla. Allir, sem hafa hlotið blessanir Guðs, eiga að andsvara með raunverulegri þjónustu. Hverja gjöf á að nota til að vinna að framgangi ríkis hans. 28T, bls. 16:BS 63.2
Prédikunarstarfið er lítill hluti af því verki, sem þarf að inna af hendi til að bjarga sálum. Andi Guðs sannfærir syndara um sannleikann og leggur þá í arma safnaðarins. Prestarnir kunna að gera sinn hluta, en þeir geta aldrei gert það verk, sem söfnuðinum er ætlað að gera. Guð ætlast til að söfnuður hans hlynni að þeim, sem eru ungir í trúnni og börn í reynslu, fari til þeirra, ekki til að masa við þá, heldur til að biðja, til að tala við þá orð, sem eru eins og „gullepli í silfurskálum”. 34T, bls. 69:BS 63.3
Guð hefur kallað söfnuð sinn nú á dögum, eins og hann kallaði Ísrael til forna, til að standa sem ljós í heiminum. Með hinum volduga fleyg sannleikans, — boðskap fyrsta, annars og þriðja engilsins, — hefur hann aðskilið hann frá öðrum söfnuðum og heiminum til að leiða hann inn í helga návist sína. Hann hefur gefið honum lög sín til varðveizlu og falið honum hinn mikla spádómsboðskap fyrir þessa tíma. Eins og hin heilaga opinberun, sem var veitt Ísrael til forna, eru þetta helgir þættir, sem honum er treyst fyrir, til þess að hann veiti heiminum vitneskju um þá.BS 63.4
Englarnir þrír í fjórtánda kafla Opinberunarbókarinnar tákna fólkið, sem tekur á móti ljósinu í boðskap Guðs og gengur fram sem fulltrúar hans til að láta viðvörunina hljóma um þvera og endilanga jörðina. Kristur segir við lærisveina sína: „Þér eruð ljós heimsins.” Matt. 5, 14. Krossinn á Golgata mælir þessum orð- um til sérhverrar sálar, sem veitir Jesú viðtöku: „Sjáið hvers virði sálin er. ,Farið út um allan heiminn og prédikið gleðiboðskapinn allri skepnu‘.” Mark. 16, 15. Engu má leyfa að hindra þetta starf. Það er þýðingarmesta starfið um tíma og það á að vera eins víðfeðmt og eilífðin. Sá kærleikur, sem Jesús sýndi gagnvart mannssálunum í fórninni, sem hann færði þeim til hjálpræðis, mun knýja áfram alla fylgjendur hans. 45T, bls. 455, 456:BS 63.5
Kristur veitir viðtöku með fögnuði hverju mannlegu verkfæri, sem vill lúta vilja hans. Hann sameinar hið guðlega og hið mannlega, svo að hann geti tjáð heiminum leyndardóminn um kærleikann holdi klæddan. Talaðu um boðskap sannleika hans, felldu hann inn í bænir þínar og söng, já, fylltu heiminn af honum og haltu stöðugt áfram inn á svæðin fyrir handan. 59T, bls. 30:
BS 64.1
Sannir fylgjendur Krists munu bera vitnisburð um hann
Væri hvert ykkar lifandi trúboði, yrði boðskapurinn fyrir þessa tíma boðaður með hraða öllum lýðum, þjóðum og tungum í öllum löndum.66T, bls. 438:BS 64.2
Allir, sem vilja ganga inn í borg Guðs, verða í jarðlífi sínu að setja fram Krist í viðskiptum sínum. Það er þetta, sem gerir þá að boðberum Krists, vottum hans. Þeir eiga að bera skýran og ákveðinn vitnisburð gegn öllum illum venjum og benda syndurum á lamb Guðs, sem ber syndir heimsins. Hann gefur öllum, sem við honum taka, kraft til að verða synir Guðs. Endurfæðingin er eina leiðin til inngöngu í borg Guðs. Vegurinn er mjór og hliðið, sem við förum inn um, er þröngt, en eftir þessum vegi eigum við að vísa körlum, konum og börnum og kenna þeim, að þau verði að eignast nýjan anda og nýtt hjarta til að frelsast. Það verður að sigra gömul, erfð skapgerðareinkenni. Náttúrlegum löngunum sálarinnar verður að breyta. Allri blekkingu, allri fölsun, öllu illu tali verður að hætta. Það á að lifa hinu nýja lífi, sem gerir karla og konur lík Kristi.79T, bls. 23:BS 64.3
Langar ykkur, bræður mínir og systur, að rjúfa seiðinn, sem heldur ykkur föngnum? Viljið þið vakna af þessum deyfðardvala, sem líkist dauðasvefni? Gangið til starfa, hvort sem þið hafið löngun til þess eða eigi. Sýnið persónulega viðleitni í þá átt að leiða sál til Jesú og þekkingar á sannleikanum. Þetta starf mun veita ykkur bæði hvatningu og styrk, bæði vekja og styrkja. Andlegir hæfileikar ykkar munu styrkjast við áreynslu, og fyrir það munuð þið með betri árangri geta unnið að sáluhjálp ykkar. Það er dauðasvefn fallinn á marga, sem játa nafn Krists. Gerið allt, sem þið getið til að vekja þá. Aðvarið, grátbænið, finnið að. Biðjið þess, að bræðandi kærleikur Guðs fái yljað og mýkt ískalt eðli þeirra. Þó að þeir kunni að neita að hlýða á, verður erfiði ykkar ekki til einskis. Þegar þið reynið að vera öðrum til blessunar, hlýtur ykkar eigin sál blessun.85T, bls. 387:BS 64.4
Engum finnist þeir eigi geta tekið þátt í verki Drottins, sökum þess þeir séu ómenntaðir. Guð hefur verk handa ykkur að vinna. Hverjum manni hefur hann veitt sitt verk. Þið getið rannsakað ritningarnar sjálf. „Útskýring orðs þíns upplýsir, gjörir fávísa vitra” (Sálm. 119, 130). Þið getið beðið fyrir starfinu. Bæn hins einlæga hjarta, sem borin er fram í trú verður heyrð á himni. Og þið eigið að vinna eftir getu ykkar.96T, bls. 433:BS 65.1
Himneskar vitsmunaverur biða þess að vinna með mannlegum verkfærum, svo að þær geti opinberað heiminum, það sem mannlegar verur geta orðið og hvað þær geti framkvæmt, fyrir áhrif þeirra, við frelsun sálna, sem eru að farast.BS 65.2
Kristur biður okkur að starfa með þolinmæði og þrautseigju fyrir þúsundirnar, sem eru að farast í syndum sínum og eru dreifðar um öll lönd eins og reköld á eyðilegri strönd. Þeir, sem eiga hlut í dýrð Krists, verða einnig að eiga hlut í starfi hans, að hjálpa hinum óstyrku, aumu og kjarklausu. 109T, bls. 30, 31:BS 65.3
Hver trúaður ætti að vera heilshugar í hollustu sinni við söfnuðinn. Velgengni safnaðarins ætti að vera fremsta áhugamál hans og ef honum finnst hann eigi vera undir helgri skyldukvöð að láta samband sitt við söfnuðinn vera honum til hagnaðar fremur en sjálfum sér, er söfnuðurinn mikið betur settur án hans. Öllum er kleift að gera eitthvað fyrir málefni Guðs. Til eru þeir, sem eyða háum upphæðum í óþarfa munað. Þeir láta eftir löngunum sínum, en finnst það mikil byrði að gefa af efnum sínum til að styrkja söfnuðinn. Þeir eru fúsir til að þiggja alla kostina, sem fylgja réttindum hans, en vilja heldur láta aðra um að greiða reikningana.114T, bls. 18:BS 65.4
Það má réttilega líkja söfnuði Krists við her. Það er strit, þrekraunir og hættur í lífi hvers hermanns. Á báða bóga eru árvakrir óvinir og fyrir þeim fer höfðingi myrkraaflanna, sem aldrei sígur í brjóst og aldrei víkur af verðinum. Hvenær sem kristinn maður slakar á vökustarfi sínu, gerir þessi sterki óvinur skyndilega og öfluga árás. Sé safnaðarfólkið eigi virkt og árvakurt, mun það verða brögðum hans að bráð.BS 65.5
Hvað gerðist, ef helmingur hermanna í her væri að dunda eitthvað eða fengi sér blund, þegar honum hefði verið skipað að vera við skyldustörf? Af því leiddi ósigur, fangelsi og dauða. Ef einhverjir slyppu úr klóm óvinarins, væru þeir þá álitnir heiðurs verðir? Nei. Þeir hlytu skjótlega dauðadóm. Og sé söfnuður Krists kærulaus eða ótrúr, er miklu meira í húfi. Sofandi her kristinna hermanna — hvað gæti verið hræðilegra? Hvaða aðför væri hægt að gera að heiminum, sem er undir stjórn myrkrahöfðingjans? Þeim, sem standa aðgerðarlausir og láta sér fátt um finnast á stríðsdeginum eins og þeir væru áhugalausir um lyktir viðureignarinnar og fyndu ekki til ábyrgðar gagnvart þeim, væri eins hollt að breyta um stefnu eða hverfa strax úr hernum.125T, bls. 394:
BS 65.6
Staður fyrir hvern fjölskylduliða
Konur jafnt sem karlar geta tekið þátt í því starfi að fela sannleikann, þar sem hann getur unnið sér leið út og orðið lýðum ljós. Þær geta tekið sér stöðu í starfinu á þessari örlagastundu og mun Drottinn þá vinna fyrir tilstilli þeirra. Hafi þær tilfinningu fyrir skyldu sinni og starfi undir áhrifum Anda Guðs, munu þær eiga þá stillingu, sem þörf er á nú á tímum. Frelsarinn mun endurvarpa á þessar fórnfúsu konur ljósi auglitis síns og mun það gefa þeim kraft, sem mun taka fram krafti karla. Þær geta í fjölskyldum unnið starf, sem karlar geta eigi framkvæmt, starf, sem nær til hjartans. Þær geta komizt í nána snertingu við hjörtu þeirra, sem karlar ná ekki til. Þar er þörf á starfi þeirra. Hyggnar og auðmjúkar konur geta unnið gott starf við að útskýra sannleikann fyrir fólki á heimilum þess. Orð Guðs, sem þannig er útskýrt, mun vinna sem súrdeig og fyrir áhrif þess munu heilar fjölskyldur endurfæðast.139T, bls. 128, 129:BS 66.1
Allir geta gert eitthvað. Til að afsaka sig segja sumir: „Það, sem tekur allan tía minn og efni, eru heimilisskyldurnar og börnin mín.” Foreldrar, börnin ættu að vera ykkur hjálpandi hendur og auka mátt ykkar og getu til að vinna fyrir meistarann. Börn eru hinir yngri aðilar í fjölskyldu Guðs. Það ætti að leiða þau til að helga sig Guði, en hans eru þau fyrir sköpun og endurlausn. Það ætti að kenna þeim, að allir kraftar líkama þeirra, hugar og sálar eru hans eign. Það ætti að þjálfa þau í ýmsum þáttum óeigingjarnrar þjónustu: Látið ekki börn ykkar vera hindrun. Börnin ættu að axla með ykkur bæði andlegar og líkamlegar byrðar. Með því að hjálpa öðrum auka þau á eigin hamingju og nytsemi.147T, bls. 63:BS 66.2
Starf okkar fyrir Krist á að hefjast með fjölskyldunni í heimilinu. Uppeldi æskunnar ætti að vera annars eðlis en það, sem hefur verið veitt á liðnum tíma. Velferð hennar krefst miklu meira starfs, en henni hefur verið í té látið. Enginn trúboðsakur er þýðingarmeiri en þessi. Með orðum sínum og líferni eiga foreldrar að kenna börnum sínum að vinna fyrir óendurfædda. Það á að ala börnin til að hafa samúð með öldruðum og þjáðum og til að leitast við að lina þjáningar fátækra og nauðstaddra. Það ætti að kenna þeim að vera iðin við trúboðsstörf. Og frá fyrstu bernskuárum ætti að innræta þeim sjálfsafneitun og fórn til blessunar öðrum og til framgangs starfi Guðs, þannig að þau geti orðið samverkamenn Guðs.156T, bls. 429:
BS 66.3
Að vitna með því að flytja á nýjan stað
Það er ekki ætlun Guðs að fólk hans hnappi sig saman eða setjist að saman í þéttbýliskjörnum. Lærisveinar Krists eru fulltrúar hans hér á jörðu og Guð ætlast til að þeir séu dreifðir um allt land, í bæjum, borgum og þorpum, eins og ljós í myrkri heimsins. Þeir eiga að vera trúboðar fyrir Guð og vitna um það með trú sinni og verkum, að koma frelsarans sé fyrir dyrum.BS 67.1
Leikmenn safnaðarins geta framkvæmt verk, sem naumast er byrjað enn sem komið er. Enginn skyldi flytjast á nýjan stað til þess eins að öðlast heimslegan ávinning, en þar sem dyrnar opnast til að vinna fyrir sér, ættu fjölskyldur, sem eru vel grundvallaðar í sannleikanum að ganga inn, ein eða tvær fjölskyldur á stað til að starfa sem trúboðar. Þær ættu að finna til kærleika til mannssálnanna, löngunar til að starfa fyrir þær og þær ættu að gera það að rannsóknarefni sínu, hvernig hægt væri að leiða þær í sannleikann. Þær geta dreift bókum okkar og ritum, haldið samkomur á heimilum sínum, kynnzt nágrönnum sínum og boðið þeim að koma á þessar samkomur. Þannig geta þær látið ljós sitt skína í góðum verkum.BS 67.2
Verkamennirnir standi einir með Guði, gráti, biðji og vinni að endurlausn meðbræðra sinna. Minnizt þess, að þið hlaupið kapphlaup og keppið eftir kórónu ódauðleikans. Meðan svo margir elska lof manna meir en hylli Guðs, skulið þið láta það vera hlutskipti ykkar að starfa í auðmýkt. Lærið að sýna trú í því að leiða nágranna ykkar fram fyrir hásæti náðarinnar og biðja Guð að snerta hjörtu þeirra. Á þennan hátt er hægt að inna af hendi áhrifaríkt trúboðsstarf. Það kann að vera hægt að ná til sumra, sem mundu ekki hlýða á prest eða bóksala. Og þeir, sem þannig starfa á nýjum stöðum munu finna beztu leiðirnar til að ná til fólksins og geta rutt leiðina fyrir aðra verkamenn.168T, bls. 244, 245:BS 67.3
Heimsækið nágranna ykkar og sýnið áhuga á frelsun sálna þeirra. Vekið alla andlega krafta til athafna. Segið þeim, sem þið heimsækið, að endir allra hluta sé fyrir dyrum. Drottinn Jesús Kristur mun opna dyr hjartna þeirra og hafa varanleg áhrif á huga þeirra.BS 67.4
Jafnvel við dagleg störf getur fólk Guðs leitt aðra til Krists. Þegar það gerir þetta, hefur það dýrmæta fullvissu um að frelsarinn sé alveg hjá því. Það þarf ekki að ætla, að það sé eftir skilið til að treysta á eigin veiku viðleitni. Kristur mun gefa því orð að mæla, sem munu endurnæra, hvetja og styrkja veslings sálir, sem eru í myrkri, en eru að berjast áfram. Trú þess mun styrkjast er það gerir sér ljóst að verið er að uppfylla fyrirheit frelsarans. Það er ekki aðeins blessun öðrum, heldur veitir starfið, sem það er að vinna fyrir Krist, því sjálfu blessun.179T, bls. 38, 39:BS 67.5
Mikið verk er hægt að inna af hendi með því að kynna Biblíuna fyrir fólki rétt eins og hún kemur fyrir. Berið orð Guðs að hvers manns dyrum, og höfðið til samvizku hvers og eins um að beygja sig undir skýr fyrirmæli þess. Hafið yfir við hvern mann boð frelsarans: „Rannsakið ritningarnar” Jóh. 5, 39. Minnið þá á að taka Biblíuna eins og hún er, að biðja um hugljómun frá Guði, og síðan er ljósið skín, að veita með gleði viðtöku hverjum dýrmætum geisla og taka afleiðingunum óttalaust.185T, bls. 388:BS 68.1
Safnaðarfólk okkar ætti að stunda meira húsvitjanir og hafa þá biblíulestra og dreifa ritum. Kristin lyndiseinkunn getur aðeins mótazt algjör og heilsteypt, er mannlega verkfærið skoðar það sem forréttindi sín að vinna í ósérplægni við boðun sannleikans og að veita málefni Guðs fjárhagsstuðning. Við verðum að sá við öll vötn, varðveita sálir okkar í kærleika til Guðs, vinna meðan enn er dagur og nota efnin, sem Guð gefur okkur til að framkvæma hverja þá skyldu, sem kemur næst. Hvað sem hendur okkar finna til að gera, ættum við að gera af trúmennsku. Hverja fórn, sem við erum kölluð til að færa, eigum við að færa með gleði. Er við sáum við öll vötn, ættum við að gera okkur grein fyrir, að „sá, sem sáir með blessunum, mun og með blessunum upp skera” 2. Kor. 9, 6.199T, bls. 127:
BS 68.2
Allt annað en virk, einlæg þjónusta fyrir meistarann segir skakkt til um trúarjátningu okkar. Aðeins kristindómur, sem kemur fram í einlægu, raunhæfu verki mun hafa áhrif á þá, sem eru dauðir í afbrotum sínum og syndum. Biðjandi, auðmjúkir, trúaðir kristnir menn, þeir, sem sýna með athöfnum sínum að æðsta löngun þeirra sé að kynna frelsandi sannleika, sem á að prófa alla menn, munu bera inn mikla sálnauppskeru fyrir meistarann.BS 68.3
Það er engin afsökun fyrir því, að trú safnaða okkar sé svo veik og blaktandi. „Snúið aftur til hins trausta vígisins, þér bandingjar, sem væntið lausnar” Sak. 9, 12. Það er styrkur handa okkur í Kristi. Hann er málssvari okkar frammi fyrir föðurnum. Hann sendir boðbera sína um allt ríki sitt til að kunngjöra fólkinu vilja sinn. Hann gengur meðal safnaða sinna. Hann þráir að helga, hefja upp og göfga fylgjendur sína. Áhrif þeirra, sem í sannleika trúa á hann, munu vera ilmur af lífi í heiminum. Hann heldur stjörnunum í hægri hendi sinni og það er ætlun hans að láta ljósið skína til heimsins með tilstilli þeirra. Þannig þráir hann að búa lýð sinn undir æðri þjónustu í söfnuðinum á hæðum. Hann hefur veitt okkur mikið verk að vinna. Við skulum vinna það með nákvæmni og festu. Sýnum í lífi okkar, það sem sannleikurinn hefur gert fyrir okkur.BS 68.4
Það hefur kostað sjálfsfórn, sjálfsafneitun, óbugandi orku og mikla bæn að koma hinum ýmsu þáttum trúboðsstarfsins á það stig, sem þeir eru nú á. Það er hætta á því að sumir þeirra, sem nú eru að koma fram á athafnasviðið, muni láta sér lynda að vera óduglegir og þeim finnist, að nú sé engin þörf á svo mikilli sjálfsfórn og iðni, jafnerfiðu og leiðinlegu starfi eins og leiðtogar þessa boðskapar unnu; að tímarnir hafi breytzt og það sé ekki nauðsynlegt að leggja sig í svo erfiðar aðstæður eins og margir voru kallaðir til að gera við upphaf boðskaparins, þar sem nú séu til meiri fjármunir í verki Guðs.BS 69.1
En væri sama kostgæfni og sjálfsfórn sýnd á núverandi stigi starfsins eins og í upphafi þess, sæjum við hundrað sinnum meira framkvæmt en nú er.206T, bls. 417-419:BS 69.2
Við höfum háleita játningu. Sem aðventistar, er höldum hvíldardaginn, segjumst við halda öll boð Guðs og vænta komu endurlausnarans. Hinum fáu trúu hefur verið treyst fyrir hinum alvarlegasta viðvörunarboðskap. Við ættum að sýna með orðum okkar og athöfnum, að við skynjum hina miklu ábyrgð, sem lögð er okkur á herðar. Ljós okkar ætti að skína svo skært, að aðrir geti greint, að við vegsömum föðurinn í daglegu lífi, að við erum tengd himninum og erum samarfar Jesú Krists, að við verðum honum lík, er hann birtist í mætti og mikilli dýrð. 214T, bls. 16.BS 69.3