Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 16—Verndið tengiliðinn milli Guos og manna

  Heilataugarnar, sem standa í sambandi við allt líkamskerfið, eru eini milliliðurinn, sem himinninn getur notað til að hafa samband við manninn og hafa áhrif á innstu fylgsni lífs hans. Hvað sem truflar rás rafstraumsins í taugakerfinu, dregur úr styrk lífsþreksins og afleiðingin verður sú, að næmleiki hugans dofnar.12T, bls. 347:BS 113.1

  Hvers konar óhóf sljóvgar skilningarvitin og veikir svo styrk heila og tauga, að eilífðarmálin eru ekki metin sem skyldi, heldur sett á stig hins almenna. Æðri hæfileikar hugans, sem hannaðir eru til að þjóna háleitum tilgangi, eru beygðir undir þrældómsok lægri hvata. Séu líkamlegar venjur okkar ekki réttar, getur andlegt og siðferðislegt þrek okkar ekki verið mikið, þvð að náið samband ríkir milli hins líkamlega og siðferðislega.23T, bls. 50, 51:BS 113.2

  Satan fagnar yfir því að sjá mannkynið steypa sér dýpra og dýpra niður í þjáningar og eymd. Hann veit, að þeir, sem hafa rangar venjur og óhrausta líkama geta ekki þjónað Guði af jafn mikilli einlægni, þolgæði og hreinleika sem heilir væru. Sjúkur líkami hefur áhrif á heilann. Með huganum þjónum við Drottni. í höfðinu eru aðalstöðvar líkamans. Satan er í sjöunda himni yfir því skemmdarstarfi, sem hann vinnur með því að leiða menn til að ánetjast venjum, sem þeir skemma sig með og hverjir aðra, því að með þessu rænir hann Guð þeirri þjónustu sem honum ber.BS 113.3

  Satan grípur hvert tækifæri til að beygja mannkynið algerlega undir sína stjórn. Sterkasta tak hans á manninum er með tilstilli lystarinnar og hana reynir hann að örva á allan hugsanlegan hátt.3Te, bls. 13, 14:

  BS 113.4

  Skæðasta bragð Satans

  Satan safnaði saman englunum föllnu til að finna upp á einhverri leið til að skaða mannkynið sem mest. Hver tillagan kom fram eftir aðra. þar til Satan sjálfum kom loks áform eitt til hugar. Hann ætlaði að taka ávöxt vínviðarins, einnig hveitið og annað, sem Guð hafði gefið sem fæðu og breyta því í eitur, sem eyðilegði líkamlega, andlega og siðferðilega hæfileika mannsins og veikti svo skilningarvitin, að Satan hefði alla stjórn í sínum hönd- um. Undir áhrifum áfengis leiddust menn út í að drýgja alls konar glæpi. Heimurinn spilltist, sökum þess að lyst manna lenti á villigötum. Með því að koma mönnum til að drekka áfengi, leiddi Satan til þess að þeir stigju á æ lægra svið.4Te, bls. 12:BS 113.5

  Satan er að hertaka heiminn með neyzlu áfengis og tóbaks, tes og kaffis. Hugurinn, sem Guð gaf og varðveita átti skýran, er skemmdur með neyzlu eiturlyfja. Heilinn getur eigi lengur greint rétt. Óvinurinn er við stjórnvölinn. Maðurinn hefur selt skynsemi sína fyrir það, sem gerir hann óðan. Hann ber ekkert skyn á það, sem rétt er.5Ev, bls. 529:BS 114.1

  Skaparinn hefur af örlæti veitt manninum af auðlegð sinni. Væru allar þessar gjafir forsjónarinnar notaðar af vizku og hófsemi, væri fátækt, sjúkdómur og neyð næstum brott rekin af jörðinni. En því miður sjáum við hvarvetna óguðleika mannanna breyta blessunum Guðs í bölvun.BS 114.2

  Enginn hópur er sekur um meiri spillingu og misnotkun dýrmætra gjafa hans en þeir, sem nota afurðir jarðar til að framleiða áfenga drykki. Úr næringarríkum korntegundum og hollum og gómsætum ávöxtum eru gerðir drykkir, sem leiða skilningarvitin á villigötur og brjála heilann. Vegna neyzlu þessa eiturs eru þúsundir fjölskyldna sviptar þægindum og jafnvel nauðsynjum lífsins, ofbeldi og glæpir magnast og sjúkdómar og dauði senda mergð fórnarlamba niður í gröf drykkjumannsins.6GW, bls. 385, 386:

  BS 114.3

  Áfengt vín

  Vínið, sem Kristur gerði úr vatninu í brúðkaupsveizlunni í Kana, var hreinn vínberjasafi. Það er „lögur, sem finnst í vínberi” og Biblían segir um hann: „Ónýt það eigi, því að blessun er í því.” Jes. 65, 8.BS 114.4

  „Vínið er spottari, sterkur drykkur glaumsamur,
  og hver sá, er drukkinn reikar, er óvitur.”
  „Hver æjar? Hver veinar?
  Hver á í deilum? Hver kvartar?
  Hver fær sár að þarflausu? Hver rauð augu?
  Þeir, sem sitja við vín fram á nætur,
  þeir, sem koma saman til að bergja á krydduðum drykkjum.
  Horf þú ekki á vínið, hve rautt það er,
  hversu það glóir í bikarnum og rennur ljúflega niður.
  Að síðustu bítur það sem höggormur
  og spýtir eitri sem naðra.” Orðskv. 20, 1; 23, 29—32.
  BS 114.5

  Aldrei hefur nokkur mannshönd dregið upp skýrari mynd af niðurlægingu og þrælkun fórnarlamba áfengra drykkja. Þau eru undirokuð og spillt og hafa engan kraft til að brjótast úr snörunni, jafnvel þótt þau vakni til vitundar um eymd sína. „Aftur mun ég leita þess.” Orðskv. 23, 35.BS 114.6

  Ölvíma hlýzt jafnt af víni, bjór og eplamiði sem sterkari drykkjum. Neyzla þessara drykkja vekur löngunina í sterkari drykki og þannig festist áfengisvaninn. Hófdrykkja er sá skóli, sem elur menn upp til að verða drykkjumenn. Svo slóttug er samt verkun þessara léttu örvunarlyfja, að fórnarlambið er komið út á veg drykkjumennskunnar, áður en það gerir sér grein fyrir hættunni.BS 115.1

  Engra röksemda er þörf til að sýna fram á ill áhrif áfengra drykkja á drykkjumanninn. Útburðir mannlífsins, tárvotir og sljóir af drykkju — sálir, sem Kristur dó fyrir og englar gráta yfir — eru alls staðar. Þeir eru blettur á þeirri menningu, sem svo mjög er skrumað af. Þeir eru skömm og bölvun og hætta hvers lands. 7MH, bls. 330-333:

  BS 115.2

  Áfengi gerir manninn að þræli

  Þegar látið er eftir löngun í áfengi, lyftir maðurinn að eigin ósk þeim drykk að vörum sér, sem dregur niður fyrir stig skepnunnar þann, sem skapaður var í Guðs mynd. Skynsemin lamast, vitsmunirnir sljóvgast, dýrslegar hvatir eru eggjaðar og á eftir fylgja hinir ógeðslegustu glæpir.83T, bls. 561: BS 115.3

  Undir áhrifum drykkjarins, sem þeir drekka, leiðast þeir til að gera hluti, sem þeir hefðu hrokkið frá í skelfingu, ef þeir hefðu eigi bragðað á þessu eiturlyfi, sem rænir þá viti. Meðan þeir eru undir áhrifum eiturdrykkjarins, eru þeir á valdi Satans. Hann stjórnar þeim og þeir samstarfa með honum.9Te, bls. 24:BS 115.4

  Þannig starfar Satan, er hann ginnir menn til að selja sál sína fyrir áfengi. Hann tekur eignarnámi bæði líkama, huga og sál og það er ekki lengur um að ræða athafnir mannsins, heldur Satans. Grimmd Satans er látin í ljós, er drykkjumaðurinn hefur upp hönd sína til að berja konuna, sem hann hefur lofað að elska og bera á höndum sér svo lengi sem lífið varir. Ódæði drykkjumannsins er tjáning á ofbeldi Satans.10MM, bls. 114:BS 115.5

  Menn, sem neyta áfengis, gera sig að þrælum Satans. Satan freistar þeirra, sem eru í ábyrgðarstöðum á járnbrautum og gufuskipum, þeirra, sem bera ábyrgð á bátum eða vögnum hlöðnum fólki, sem flykkist á óguðlegar skemmtanir til að svala spilltri löngun sinni og gleyma þannig Guði og lögum hans.BS 115.6

  Þeir geta eigi séð að hverju þeir stefna. Merki eru gefin á rangan hátt og vagnar rekast á. Eftir fylgir skelfing, limlesting og dauði. Þetta ástand mála mun verða æ meir áberandi.BS 115.7

  Spilltar hneigðir drykkjumannsins berast til afkomendanna og frá þeim til komandi kynslóða. 11Te, bls. 34, 38:

  BS 116.1

  Tóbak er hœgverkandi eitur

  Tóbak er hægfara, lúmskt en mjög skaðlegt eitur. Það hefur áhrif á líkamskerfið í hvaða mynd sem það er notað. Það er öllu hættulegra fyrir það, að áhrif þess eru hægfara og í fyrstu naumast merkjanleg. Það örvar taugarnar, en lamar þær síðan. Það veikir og sljóvgar heilann. Það hefur oft áhrif á taugarnar á kröftugri hátt en áfengir drykkir. Það er slægara og erfiðara er að má áhrif þess út úr líkamskerfinu. Neyzla þess vekur þorsta eftir sterkum drykkjum og leggur í mörgum tilvikum grundvöll að áfengisvenjum.BS 116.2

  Neyzla tóbaks er óhagkvæm, kostnaðarsöm, óþrifaleg og saurgar neytandann og er óþægileg fyrir aðra.BS 116.3

  Á meðal barna og unglinga veldur tóbaksnotkun ómælanlegu tjóni. Drengir byrja tóbaksnotkun mjög ungir. Mótist þessi venja, þegar hugur og líkarni eru einkar næmir fyrir áhrifum hennár, dregur hún úr líkamsþrótti, kyrkir líkamsvöxt, ruglar hugann og spillir siðferðinu. 12MH, bls. 327-329:BS 116.4

  Það er engin náttúrleg löngun í tóbak í náttúrunni nema hún sé erfð.BS 116.5

  Með teog kaffineyzlu verður til löngun í tóbak.BS 116.6

  Matur, sem tilreiddur er með kryddjurtum og kryddi, ertir magann, saurgar blóðið og ryður leið sterkari hressingarlyfjum.13Te, bls. 56, 57:BS 116.7

  Sterkkryddaða kjötið, teið og kaffið, sem sumar mæður hvetja börnin sín til að neyta, ryðja braut til þess að þau þrái sterkari hressingarlyf, svo sem tóbak. Tóbaksneyzla vekur löngun í áfengi. 143T, bls. 488, 489:

  BS 116.8

  Tóbaksreykur skaðlegur konum og börnum

  Konur og börn líða fyrir það að þurfa að anda að sér lofti, sem hefur verið mengað af pípu, vindli eða römmum andardrætti tóbaksneytenda. Þeir, sem lifa í slíku andrúmslofti, verða alltaf vanheilir.155T, bls. 440:BS 116.9

  Líkamskerfi ungbarna fyllist af eitri við það að anda að sér eitruðum tóbaksóþef, sem berst upp úr lungum og svitaholum. Það verkar á sum ungbörn sem hægfara eitur og hefur áhrif á heila, hjarta, lifur og lungu, svo að þau tærast upp og fölna smám saman, en á önnur hefur það beinni áhrif, svo að þau fá krampa, yfirlið, lömun og deyja snögglega. Hver útöndun úr lungum tóbaksþrælsins eitrar loftið umhverfis hann.16Te, bls. 58, 59:BS 116.10

  Óheilsusamlegar venjur liðinna kynslóða hafa áhrif á börn og ungmenni í dag. Andlegt getuleysi, líkamlegt þrekleysi, taugar í ólagi, og óeðlilegar þarfir berast sem arfur frá foreldrum til barna. Og sömu venjurnar, sem börnin halda við, auka á hinar illu afleiðingar og viðhalda þeim.17MH, bls. 328:

  BS 117.1

  Te og kaffi næra ekki líkamskerfið

  Te verkar sem hressingarlyf og leiðir af sér vímu að vissu marki. Áhrif kaffis og margra annarra vinsælla drykkja eru svipuð. Fyrstu áhrifin eru hressandi. Magataugarnar æsast. Þær flytja ertingu til heilans og það verður til þess að hann vaknar og verkar meira á hjartað og veitir öllu líkamskerfinu skammvinnan kraft. Þreytan gleymist. Styrkurinn virðist aukast. Vitsmunirnir vakna, og ímyndunaraflið verður líflegra.BS 117.2

  Af þessum sökum telja margir, að teið þeirra og kaffið geri þeim mikið gott. Þetta er misskilningur. Te og kaffi næra ekki líkamskerfið. Áhrif þeirra koma fram, áður en tími hefur gefizt til að melta fæðuna og samlaga hana líkamanum og það sem virðist vera styrkur, er aðeins taugaspenna. Þegar áhrif hressingarlyfsins hverfa, rénar þessi óeðlilegi kraftur og leiðir af sér samsvarandi stig deyfðar og þrekleysis.BS 117.3

  í kjölfar stöðugrar neyzlu þessara taugaertandi lyfja, kemur höfuðverkur, andvökur, hjartsláttur, meltingartruflun, skjálfti og margt annað illt, sökum þess að þetta slítur út lífsþrekinu. Þreyttar taugar þurfa á friði að halda og ró í stað örvunar og yfirvinnu.18MH, bls. 326, 327:BS 117.4

  Sumir hafa fallið til baka og farið að eiga við te og kaffi. Þeir, sem brjóta lögmál heilsunnar, munu blindast í eigin huga og brjóta lögmál Guðs. 19Te, bls. 80:

  BS 117.5

  Lyfjaneyzla

  Venja sú, sem er að leggja grundvöll að mjög mörgum sjúkdómum og öðru illu, sem er jafnvel enn alvarlegra, er óhindruð neyzla lyfja með eiturefnum í. Þegar sjúkdómar herja á, eru það margir, sem leggja það ekki á sig að leita að orsök veikindanna. Aðaláhyggjuefni þeirra er að losa sig við kvalir og óþægindi.BS 117.6

  Með neyzlu lyfja, sem eiturefni eru í, leiða margir yfir sig ævilöng veikindi og mörg líf týnast, sem hefði verið hægt að bjarga með því að nota náttúrulegar lækningaaðferðir. Eitrið, sem er í mörgum svokölluðum lyfjum, skapar venjur og langanir, sem þýða hrun fyrir bæði sál og líkama. Mörg af hinum vinsælu kynjalyfjum, sem kölluð eru frumleg lyf, og jafnvel sum af þeim lyfjum, sem læknar ráðleggja, eiga hlut í því að leggja grundvöll að neyzlu áfengis, ópíums og morfíns, sem eru svo hræðilegir skaðvaldar fyrir þjóðfélagið.20MH, bls. 126, 127:BS 117.7

  Lyflækningar eru skaðvaldur eins og þær eru almennt stundaðar. Vendu þig af lyfjum. Neyttu þeirra í æ minna mæli og treystu meira á hollustuöfl. Þá mun náttúran andsvara læknum Guðs — hreinu lofti, hreinu vatni, tilhlýðilegri hreyfingu og hreinni samvizku. Þeir, sem halda áfram við neyzlu tes, kaffis og kjöts munu finna þörf fyrir lyf, en margir gætu komizt til heilsu án nokkurra lyfja, ef þeir vildu hlýða lögum heilsunnar. Það er sjaldan þörf á að nota lyf.21CH, bls. 261:

  BS 118.1

  Sjöunda dags aðventistar — heiminum fordæmi

  Sem söfnuður segjumst við vera umbótamenn, vera ljósberar í heiminum, standa trúlega vörð fyrir Guð og gæta hverrar leiðar, sem Satan gæti notað til að koma með freistingar sínar til að spilla löngun okkar. Fordæmi okkar og áhrif verða að leggja umbótunum lið. Við verðum að halda okkur frá sérhverri venju, sem deyfir samvizkuna eða ýtir undir freistinguna. Við megum engum þeim dyrum ljúka upp, sem opna Satan leið að huga mannveru, sem gerð er í mynd Guðs.225T, bls. 360:BS 118.2

  Eina örugga stefnan er að snerta ekki, bragða ekki og taka ekki á te, kaffi, víni, tóbaki, ópíum og áfengum drykkjum. Nauðsyn þess, að menn þessarar kynslóðar kalli sér til hjálpar viljakraftinn styrktan af náð Guðs til þess að standast freistingar Satans og hamla í gegn hinni minnstu eftirlátssemi við spillta matarlyst, er tvöfalt meiri en fyrir nokkrum kynslóðum. En þessi kynslóð hefur minni mátt til sjálfstjórnar en þeir, sem voru uppi þá. Þeir, sem hafa látið eftir lönguninni í þessi hressingarlyf hafa borið spillta lyst sína og ástríður yfir til barna sinna og krefst það þá meiri siðferðisstyrks að standa í gegn bindindisleysi í öllum myndum þess. Eina fullkomlega örugga leiðin að fara er að standa fast með bindindi og voga sér ekki á hættuslóðir.BS 118.3

  Ef siðferðilegur næmleiki hinna kristnu yrði vakinn á sviði bindindis í öllum hlutum, gætu þeir með fordæmi sínu byrjað við matborðið og hjálpað þeim, sem eru veikir í sjálfstjórn og nær máttvana til að standa í gegn ákafri ílöngun lystarinnar. Ef við gætum greint það, að venjur þær, sem við myndum í þessu lífi, hafa áhrif á eilífðarvelferð okkar, að eilíf örlög okkar eru komin undir því, að við sýnum stranga bindindissemi, mundum við keppa eftir ströngu bindindi í mat og drykk. Með fordæmi okkar og persónulegri viðleitni getum við verið tæki til að bjarga mörgum sálum frá niðurlægingu bindindisleysis, glæpa og dauða. Systur okk- ar geta gert mikið í hinu mikla verki til hjálpræðis öðrum með því að bera einungis á borð heilsusamlega, nærandi fæðu. Þær geta notað dýrmætan tíma sinn í það að þjálfa smekk og löngun barna sinna með því að móta venjur bindindis í öllum hlutum og að hvetja til sjálfsafneitunar og góðgerðarsemi öðrum til góðs.233T, bls. 488, 489.BS 118.4

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents