“Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir rjettlætinu, því að þeir munu saddir verða.”
Rjettlæti er heilagleiki, það er að vera líkur Guði. “Guð er kærleikur”. 1. Jóh. 4, 16. Það er að vera í sam- ræmi við lögmál Guðs því að “öll boðorð þín eru rjettlæti”. Sálm. 119, 172; og “Kærleikurinn er fylling lögmálsins”. Róm. 13, 10, Rjettlæti er kærleikur, og kærleikurinn er Guðs ljós og líf. Rjettlæti Guðs er fullnægt í Kristi. Vjer verðum hluttakandi í rjettlæti fyrir það að meðtaka hann.FRN 33.3
Það er ekki fyrir þrautafulla baráttu eða fyrirhafnarmikið erfiði, ekki fyrir gjafir eða fórnir, að rjettlæti fæst; það gefst óverðskuldað sjerhverri sál, sem hungrar og þyrstir eftir að öðlast það. “Heyrið, allir þjer, sem þyrstir eruð, komið hingað til vatnsins, og þjer sem ekkert silfur eigið, komið; kaupið korn og etið! Komið, kaupið korn án silfurs og endurgjaldslaust”. Jes. 55, 1. Rjettlæti þeirra er frá Drotni. Jes. 54, 17. “Þetta mun verða nafn hans, það er menn nefna hann með: Drottinn er vort rjettlæti”. Jer. 23, 6.FRN 34.1
Enginn maður getur framleitt það, sem stilt geti hungur og þorsta sálarinnar. En Jesús segir: “Sjá, jeg stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun jeg fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mjer”. Op. 3, 20. “Jeg er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir”. Jóh. 6, 35.FRN 34.2
Eins og vjer þurfum fæðu til að viðhalda vorum líkaralegu kröftum, þannig þurfum vjer og Krist, brauðið af himnum, til þess að viðhalda hinu andlega lífi og fá styrk til að vinna Guðs verk. Eins og líffærin taka stöðugt á móti þeirri næringu, sem viðheldur lífi og kröftum líkamans, þannig verður sálin að hafa stöðugt samfjelag við Krist, fela sig honum á vald og treysta honum algjörlega.FRN 34.3
Eins og hinn þreytti vegfarandi leitar að vatnslindum í eyðimörkinni til að svala þorsta sínum, þannig mun kristinn mann þyrsta eftir hinu hreina lífsins vatni, hvers uppspretta er Kristur.FRN 34.4
Þegar vjer virðum fyrir oss fullkomleikann í lunderni Frelsara vors, þá mun sú ósk koma upp í hjarta voru að umbreytast og endurnýjast eftir hinni hreinu mynd hans. Því betur sem vjer þekkjum Guð, því hærra munum Vjer stefna, að því er við kemur lunderni voru og því meiri verður þrá vor eftir að líkjast honum. Guðdómlegur kraftur sameinar sig hinum mannlega, þegar sálin seilist eftir Guði, og hið leitandi hjarta getur sagt: “Bíð róleg eftir Guð sála mín, því að frá honum kemur von mín”. Sálm. 62, 6.FRN 35.1
Ef þú finnur þörf í sálu þinni, ef þig hungrar og þyrstir eftir rjettlætinu, þá er þetta sönnun þess, að Kristur verkar á hjarta þitt, svo að þú verðir að biðja hann um, fyrir vísbending Andans, að gjöra það fyrir þig, sem þjer sjálfum er ómögulegt að gjöra. Vjer þurfum ekki að reyna að svala þorsta vorum við ófullnægjandi lindir; því að hin mikla uppsprettulind er rjett fyrir of an oss, og af gnægtum hennar getum vjer drukkið óverðskuldað, ef vjer aðeins förum dálítið hærra upp í stiga trúarinnar.FRN 35.2
Guðs orð er uppsprettulind lífsins. Ef þú leitar til þessarar lifandi uppsprettu, þá munt þú, fyrir Heilagan anda, komast í samfjelagið við Krist. Sannleiksatriði, sem þú hefir þekt áður, munu birtast þjer í nýju ljósi; þú munt fá gleggri og fullkomnari skilning á ritningarstöðum og þeir munu skína fyrir hugskoti þínu eins og sólargeislar: þú munt sjá sambandið milli annara sannleiksatriða og endurlausnarverksins, og þú munt skilja að Kristur leiðir þig. Hinn guðdómlegi kennari er þjer við hlið.FRN 35.3
Jesús segir: “Vatnið, sem jeg mun gefa honum mun verða í honum að lind, er sprettur upp til eilífs lífs”. Jóh. 4, 14. Eftir því sem Heilagur andi smámsaman lýkur upp hugskoti þínu fyrir sannleikanum, munt þú safna þjer fjársjóðum í mynd dýrmætrar reynslu og munt þrá að tala við aðra um hina huggunarriku hluti, sem þjer hafa verið birtir. Þegar þú ert saman með öðrum, munt þú halda fram fyrir þeim nýjum hugsunum viðvíkjandi lunderni Krists og starfi hans. Þú munt jafnan hafa eitthvað nýtt að segja um hinn innilega kærleika hans, bæði þeim, er elska hann, og þeim er ekki elska hann.FRN 35.4
“Gefið, og þá mun yður gefið verða”, Lúk. 6, 38; því að Guðs orð er “garðuppspretta, brunnur lifandi vatns og bunulækur ofan af Líbanon”. Ljóðalj. 4, 15. Það hjarta, sem einu sinni hefir smakkað á kærleika Krists, sækist stöðugt eftir að teiga meira og meira, og um leið og þú miðlar öðrum, munt þú sjálfur meðtaka í fyllri mæli — yfirfljótanlegt. Í hvert sinn er Guð opinberast í sálu þinni, vex hæfileikinn til að þekkja og til að elska. Hjartað hrópar í sífellu: “Sýn mjer sjálfan þig betur!” Og andinn svarar ætíð: “Miklu betur!” Róm. 5, 9. 10. því að Guði þóknast “að gjöra langsamlega fram yfir alt það, sem vjer biðjum eða skynjum”. Ef. 3, 20. Jesús, sem lagði sig algjörlega í sölurnar til frelsunar týndum sálum, fjekk ómælt Andann. Og þannig mun hann verða gefinn sjerhverjum, sem fetar í fótspor Krists og gefur honum hjarta sitt algjörlega fyrir bústað. Drottinn vor hefir sjálfur boðið þetta: “Fyllist andanum”. Ef. 5, 18. Og þetta boð er jafnframt loforð um, að svo skuli verða. Það var hinn velþóknanlegi vilji Föðurins, að “öll fyllíng skyldi búa í Kristi”, og “þjer hafið, af því að þjer heyrið honum til, öðlast hlutdeild í þessari fylling”. Kól. 1, 19; 2, 10. Guð hefir úthelt kærleika sínum átölulaust, eins og regninu, sem vökvar jörðina. Hann segir: “Drjúpið, þjer himnar, að ofan, og láti skýin rjettlæti niður streyma; jörðin opnist og láti hjálpræði fram spretta og rjettlæti jafnframt!” “Hinir fátæku og voluðu leita vatns, en finna ekki; tunga þeirra verður þur af þorsta, jeg, Drottinn, mun bænheyra þá; jeg, Ísraels Guð mun ekki yfirgefa þá. Jeg læt ár spretta upp á gróðurlausum hæðum, og vatnslindir í dölunum miðjum. Jes. 45, 8; 41, 17. 18.FRN 37.1
“Því að af gnægð hans höfum vjer allir fengið, og það náð á náð ofan”. Jóh. 1, 16.FRN 38.1