Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Frá Ræðustóli Náttúrunnar - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  “Kostið kapps um að komast inn um þrönga hliðið.”

  Ferðamaðurinn, er var orðinn á eftir tímanum, og flýtti sjer því af stað sem mest hann mátti, til þess að ná til borgarinnar fyrir sólarlag, gat ekki látið neitt, er vakti athygli hans á leiðinni, aftra för sinni. Hann haf' ði hugann aðeins á þessu eina, að ná að komast inn um hliðið. Þetta sama stöðuga áform, sagði Jesús, er nauðsynlegt í lífi hins kristna. Jeg hefi sýnt yður, í hverju ágæti lundernisins er fólgið, og þetta er hin sanna dýrð ríkis míns. Hún veitir yður ekkert loforð um jarðnesk völd, en hún er verð hinnar innilegustu löngunar og alvarlegustu kappkostunar yðar. Jeg kalla yður ekki til að berjast fyrir stórt og voldugt heimsríki; en af því megið þjer ekki draga þá ályktun, að bardaginn sje enginn og sigurinn enginn. Jeg býð yð- ur að kosta kapps um, sækjast eftir því, að komast inn í mitt andlega ríki.FRN 170.2

  Hið kristilega líf er barátta og herganga; en sigurinn, sem vinnast þarf, getur ekki orðið unninn með mannlegu afli. Baráttan er háð á vígvelli hjartans. Markmið baráttunnar, er vjer verðum að heyja, — þeirrar mestu, er nokkurntíma hefir verið háð af mönnum, — er það, að koma vilja sjálfra vor undir yfirráð Guðs vilja og að láta kærleikann ná einveldi í hjartanu. Gamla eðlið, sem fætt er af blóði og holdsviljanum, getur ekki erft Guðs ríki. Hinar arfteknu tilhneigingar, hinar gömlu venjur, verða að leggjast niður.FRN 171.1

  Sá, sem hefir sett sjer það takmark, að komast inn í hið andlega ríki, mun komast að raun um, að hið óendurfædda eðli, með öllum þess kröftum og ástríðum, stutt af myrkravöldunum, rís í gegn honum. Eigingirni og dramb rís í gegn öllu, sem flettir ofan af syndum vorum. Vjer getum ekki sjálfir sigrað hinar illu tilhneigingar og venjur, sem berjast um yfirráðin. Vjer getum ekki sigrast á hinum volduga óvini, sem heldur oss í þrældómi. Guð er sá eini, sem getur veitt oss sigur. Hann vill, að vjer höfum valdið yfir sjálfum oss, yfir vilja vorum og yfir breytni vorri; en hann getur ekki komið því til leiðar í oss, sem hann vill ,nema vjer sjeum því sjálfir samþykkir og samstörfum með honum. Guðs andi vinnur verk sitt í gegnum þá krafta og hæfileika, sem vjer höfum fengið, og þess er krafist af oss, að vjer notum þá til samstarfs með Guði.FRN 171.2

  Sigurinn fæst ekki nema með mikilli og alvarlegri bæn, og með því að vjer auðmýkjum sjálfa oss stöðugt. Vilji vor á elcki að neyðast til samstarfs með kröftum guðdómsins; hann verður að vera undirgefinn af fúsleik. Enda þótt það væri mögulegt, að þröngva með hundraðföldu afli áhrifum Guðs anda inn hjá þjer, þá mundi það ekki geta gjört þig að kristinni manneskju, er væri hæf fyrir Guðs ríki. Vígi Satans gætu ekki fyrir það orðið brotin niður. Viljinn verður að skipa sjer þeim megin, sem Guðs vilji er. Af sjálfum þjer ert þú ekki fær um að leggja áform þín, óskir og tilhneigingar undir yfirráð Guðs vilja, en ef þú ert “fús til að verða fús”, þá mun Guð framkvæma það fyrir þig og brjóta niður “hugsmíðar og hæð hverja, er rís gegn þekkingunni á Guði”, og hjálpa þjer til að “hertaka hverja hugsun til hlýðni við Krist”. 2. Kor. 10,5, og þá munt þú vinna að “sáluhjálp þinni með ugg og ótta”; því að það er Guð, sem verkar í þjer “bæði að vilja og framkvæma, sjer til velþóknunar”.FRN 171.3

  En margir, sem eru hugfangnir af fegurðinni í lunderni Krists og dýrð himinsins, hörfa samt sem áður undan því, sem eru skilyrði þess að geta hlotið þetta. Á breiða veginum eru margir, sem ekki eru alls kostar ánægðir með veginn, sem þeir ganga á. Þá langar til að slíta sig lausa úr þrælkun syndarinnar, og þeir leitast við í eigin kröftum að standa gegn hinum syndsamlegu venjum sínum. Þeir beina augum sínum að mjóa veginum og þrönga hliðinu, en eigingirni, nautnasýki, heimselska, dramb og vanheilög eftirsókn hleður múr milli þeirra og Frelsarans. Að láta af sínum vilja og sleppa því, sem þeir hafa sóst eftir, það er fórn, sem þeim er ekki ljúft að færa, og þess vegna hika þeir og snúa við. Margir “munu leitast við að komast inn, en geta það ekki”. Þá langar eftir hinu góða og þeir sýna nokkra viðleitni í því að fá það, en þeir eru ekki nógu ákveðnir í vali sínu, þeir hafa ekki sett sjer það mark og mið að hljóta það, hvað sem það kostar.FRN 173.1

  Hin eina von um sigur er í því fólgin, að vjer sameinum vorn vilja Guðs vilja og störfum í samfjelagi við hann á hverjum degi og hverri stundu. Vjer getum ekki haldið stjálfselskunni og samt inn gengið í Guðs ríki. Ef vjer náum nokkru sinni heilagleika, þá verður það með því móti, að vjer deyjum frá sjálfum oss og fáum hugarfar Krists. Vjer verðum að krossfesta stærilætið og sjálfbirgingsskapinn. Erum vjer fúsir að leggja það í sölurnar, sem krafist er af oss? Erum vjer fúsir til að láta vorn vilja verða í samræmi við Guðs vilja? Það er ekki fyr en vjer erum fúsir til þessa, sem náð Guðs, er megnar að breyta hjartanu, getur unnið verk sitt í oss.FRN 173.2

  Baráttan, sem vjer verðum að heyja, er hin “góða barátta trúarinnar”. “Í því skyni á jeg líka í striti og baráttu”, segir Páll, “eftir þeim mætti, sem kröftuglega verkar í mjer”. Kól. 1, 29.FRN 174.1

  Þegar hið mikla úrslitaaugnablik rann upp í lífi Jakobs og tvísýnt var, hvernig fara mundi fyrir honum, þá gekk hann burtu til að biðja. Hugur hans var gagntekinn af þrá eftir því, að fá hinu mikla áformi sínu framgengt, að fá lunderninu breytt. En meðan hann hrópaði til Guðs, kom einhver til hans, sem hann hjelt að væri óvinur, og lagði hönd á hann, og alla nóttina háði hann baráttu fyrir lífi sínu. En lífshættan, sem hann var staddur í, megnaði ekki að breyta áformi hjarta hans. Er kraftar hans voru að þrotum komnir, birti engillinn guðdómsmátt sinn, og þegar hann snart Jakob á yfirnáttúrlegan hátt, varð Jakob ljóst, hver það var, sem hann hafði barist við. Ósjálfbjarga hneig hann að brjósti Frelsarans, grátbænandi um blessun. Hann vildi ekki láta vísa sjer á bug, nje hætta við bæn sína, og Kristur heyrði bæn þessarar iðrandi, ósjálfbjarga sálar, bæn, er var í samræmi við loforðið, að sá, sem leitar ásjár hans til þess að semja frið við hann, skuli fá frið. Jakob hjelt fast við áform sitt og bað: “Jeg sleppi þjer ekki, nema þú blessir mig”. 1. Mós. 32, 26. Þessa festu gaf sá honum, sem hann glímdi við. Það var hann, sem veitti ættföðurnum sigur og breytti nafni hans, er var Jakob, í nafnið Israel, segjandi: “Þú hefir glimt við Guð og menn og fengið sigur”. 1. Mós. 32, 28. Það, sem Jakob hafði árangurslaust barist fyrir í eigin kröftum, vann hann fyrir sjálfsuppgjöf og trú, er ekki vildi sleppa tökunum. “Trú vor, hún er siguraflið, sem hefir sigrað heiminn”. 1. Jóh. 5, 4.FRN 174.2

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents