Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 26—Dauði Krists.

    JESÚS gaf sitt dýrmæta lif út fyrir oss. Það var engin gleði samfara því, að höfðingi himinsins var þannig þjáður. Sorg og angist píndi hjarta hans. Hvorki ótti fyrir dauðanum né þær þjáningar, er honum voru sarnfara, kvaldi hann.KF 143.1

    Það var hin þunga syndabyrði heimsins, hugsunin um það að vera skilinn frá kærleika föðursins, sem olli frelsaranum hinna sárustu kvala og flýtti fyrir dauða hans.KF 143.2

    Jesús fann til þeirrar angistar, sem syndarinn mun finna, þegar hann fær réttan skilning á syndasekt sinni og veit, að hann er útilokaður frá sælu himinsins.KF 143.3

    Englarnir virtu með undrun fyrir sér þá örvæntingarfullu sálarkvöl, sem frelsarinn leið, er var svo áköf, að hann naumast fann til hinna líkamlegu þjáninga.KF 143.4

    Jafnvel náttúran tók þátt í þessum sorgarleik og sýndi hluttekningu sina. Sólin skein skært til hádegis, en þá misti hún skyndilega birtu sína. Alt i kringum krossinn varð eins dimt og um dimmustu nótt, og þetta myrkur varaði meir en i tvær stundir.KF 143.5

    Allur mannfjöldinn varð gripinn af óumræðilegri skellingu. Nú heyrðust ekki lengur blót og formælingar. Menn, konur og börn féllu óttaslegin til jarðar.KF 143.6

    Við og við var eins og eldingarbjarmi upplýsti krossinn með hinum krossfesta frelsara. Allir héldu, að endurgjaldstíminn væri kominn.KF 143.7

    Um níundu stundu, birti í kringum fólkið, en myrkrið sveipaði enn frelsarann. IJað var eins og eldingarnar stefndu allar að honutn, þar sem hann hékk á krossinum. Þá var það, að hann hrópaði örvæntingarópið:KF 144.1

    »Guð minn! Guð minn! Hví hefir þú yfirgefið mig?« A meðan hafði myrkrtð breiðst yfir Jerusalem og Júdeu. Allir litu á þessa dauðadæmdu borg og sáu, að reiðieldur guðs sveif yíir henniKF 144.2

    Skyndilega hvarf myrkrið frá krossinum, og með hárri og skærri röddu, sem öll náttúran virtist taka undir með, hrópaði Jesús:KF 144.3

    »Það er fullkomnað!« (Jóh. 19, 30). »Faðir! í þínar hendur fel eg anda minn«. (Lúk. 23, 46).KF 144.4

    Nú skein birta kringum krossinn, og andlit frelsarans Ijómaði fagurt sem sólin. Siðan hneigði hann höfuðið og gaf upp andann.KF 144.5

    Mannfjöldinn, sem var kringum krossinn, stóð alveg höggdofa og starði á frelsarann. Aftur varð myrkur yfir jörðunni, og það heyrðust drynjandi hljóð eins og háar þrumur. Siðan varð ákafur jarðskjálfti.KF 144.6

    Fólkið kastaðist saman i hrúgur, og dauðans ofboð kom yíir það. Björgin klofnuðu, og klettarnir veltust niður á sléttlendið. Grafirnar opnuðust, og hinir dauðu komu fram úr þeim. rað var eins og alt sköpunarverkið ætlaði að tætast í sundur og líða undir lok.KF 144.7

    Allir, æðri og lægri, voru orðlausir af undrun og ótta, köstuðu sér niður á jörðina og birgðu andlit sin.KF 144.8

    Þegar Jesús dó, voru nokkrir prestar að gegna preslsverkmn í musterinu í Jerusalem. Þeir fundu jarðskjálftann, og á sama augnabliki rifnaði fortjaldið, sem var á milli hins heilaga og hins allrahelgasta, ofan frá og niður í gegn. Þetta gjörði sú sama hönd, sem forðum skrifaði dóm Belsasars á vegginn í höll bans. Hið allrahelgasta i hinum jarðneska helgidómi var ekki lengur heilagur staður. Nálægð guðs átti aldrei framar að yfirskyggja náðarstólinn. Til þess að komast að því, hvort guð hefði velþóknun eða vanþóknun á mönnunum, þurfti ekki framar að taka mark á Ijósinu eða skugganum í hinum dýrmætu steinum á brjóstskildi æðsta prestsins.KF 144.9

    Hér eftir höfðu blóðfórnirnar í musterinu enga þýðingu. Þegar lamb guðs dó, þá var færð hin mikla fórn fyrir synd heimsins. Þegar Jesús dó á krossinum á Golgata, þá opnaðist hinn nýi lífsins vegur, bæði fyrir heiðingjum og Gyðingum.KF 145.1

    Englarnir fögnuðu, þá er frelsarinn hrópaði: »Það er fullkomnað«. Hið heilaga endurlausnarverk var fullkomnað. Með því að lifa í hlýðni, gátu Adams synir náð þeirri tign að vera færðir fram fyrir auglit guðs.KF 145.2

    Satan var yfirunninn; hann vissi, að vald hans var brotið.KF 145.3

    Þegar Kristur á krossins tré
    kannaöi dauðann striða,
    teikn og stórmerki mestu ske;
    mælir svo ritning fríöa:
    MusteristjaldiÖ mjög um vent,
    í miöju varð að rifna’í tvent,
    hristist jörö harla víða.

    Sundur klofnuöu björgin blá,
    byrgð leiðin opnast fóru,
    líkamir dauðra lifna þá
    (lit hér pau undrin stóru),
    eítir lausnarans upprisu
    inn í borgina vitjuðu,
    af sumum par sénir vóru.

    Höfðinginn krossi herrans hjá,
    hér með alt fólkid lika,
    jaínsnart sera petta jarteikn sjá,
    játning peir gjöröu slíka:
    Sannlega hefír saklaus hann
    og sonur guös verid, pessi mann,
    brjóst slá og brátt heim víkja.
    KF 145.4

    * * * * *

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents