Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 28—»Hann er upprisinn«.

    JESÚS hafði sagt, meðan hann var á lífi, ad hann mundi rísa upp á þriðja degi.KF 149.1

    Mennirnir gættu grafarinnar eins vel og þeir höfðu vit á, og stórum steini var velt fyrir dyrnar. Steinninn var innsiglaður með hinu rómverska innsigli, og það var því ekki hægt að flytja hann, nema brjóta innsiglið.KF 149.2

    Rómverskir hermenn héldu vörð yfir gröfinni. Þeir áttu að gæta þess stranglega, að enginn gæti komið og tekið likama Jesú, það voru því ávalt nokkrir, sem gengu óaflátanlega íram og aftur kring um gröfina meðan hinir hvíldu sig.KF 149.3

    En það voru líka aðrir verðir við þessa gröf. Það voru voldugir englar frá himnum. Hefðu þeir viljað beita mætti sínum, hefði ekki þurft nema einn einasta af þeim til þess að eyðileggja allan hinn rómverska her.KF 149.4

    Aðfaranótt bins fyrsta dags vikunnar, var næstum liðin, og hinn dimmasti tími rétt fyrir birtinguna var kominn.KF 149.5

    þá var einn af hinum voldugustu englum himinsins sendur til jarðarinnar. Útlit hans var sem leiftur og klæði hans hvít sem snjór. Hann hrekur myrkrið burt af leið sinni og himininn ljómar af fegurð hans.KF 149.6

    Hinir sofandi hermenn vakna og stökkva á fætur í skyndi. Undrandi og óttaslegnir, stara þeir upp til hins upplýsta himins og horfa á hina dýrðlegu sjón.KF 149.7

    Jörðin skelfur og titrar meir og meir, eftir því sem þessi volduga vera kemur nser.KF 150.1

    Pessi engill kemur í gleðilegum erindagjörðum.KF 150.2

    Hann fer með geysihraða gegnum loftið og máttur hans er svo mikill, að jörðin hristist sem í ákafasta jarðskjálfta. Varðmennirnir féllu til jarðar, sem dauðir væru.KF 150.3

    Við gröf frelsarans höfðu verið enn aðrir verðir. Það voru hinir vondu englar. Sonur guðs var nú dáinn, og þeim fanst þeir eiga tilkall til hans sem löglegs herfangs, fyrir þann, sem hefir vald dauðans, sem er djöfullinn.KF 150.4

    Englar Satans voru viðstaddir til þess að gæta þess, að Jesús gengi þeim ekki úr greipum. En þegar hin volduga vera, sem var send frá hásæti guðs, nálgaðist, flýðu þeir burt, með miklum ótta.KF 150.5

    Engillinn velti hinum stóra steini frá dyrum grafarinnar, og hrópaði með þrumandi röddu:KF 150.6

    »Jesús, þú sonur guðs, rís upp og kom, faðir þinn kallar á þig!«KF 150.7

    Þá kom hann, er hafði unnið sigur yfir gröf og dauða, fram úr sínu dimma fylgsni. Og við hina opnu gröf, vitnaði hann: »Eg er upprisinn til lífsins«. Og englaskarinn beygði kné sín og tilbað með auðmýkt frelsarann og baud hann velkominn með dýrðlegum lofsöngum.KF 150.8

    Jesús gekk fram, með valdi sigurvegarans. Jörðin bærðist undir fótum hans, eldingarnar leiftruðu og háar þrumur heyrðust.KF 150.9

    Þegar Jesús dó, varð jarðskjálfti. Þegar hann sigri hrósandi reis upp, varð aftur jarðskjálfti.KF 150.10

    Satan var reiður af því að englar hans flýðu, þegar hinn himneski sendiboði kom. Hann hafði vonað að Jesús risi ekki upp frá dauðum, og að endurlausnaráformið væri orðið að engu. En þegar hann sá að frelsarinn reis upp, misti hann alla von. Satan vissi nú að ríki hans mundi þrotna, og hann sjálfur að síðustu verða afmáður.KF 150.11

    * * * * *

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents