Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 19—Jesus er svikinn og tekinn höndum.

    NU er Jesús gekk fram til að mætá svikara sínum, sáust ekki á honum nein merki þeirra þjáninga, sem hann hafði nýlega liðið. Hann gekk á undan lærisveinum sínum og sagði við mannfjöldann:KF 104.1

    »Að hverjum leitið þér?« Þeir svöruðu honum: »Að Jesú frá Nazaret«.KF 104.2

    Jesús segir við þá: »Eg er hann«. (Jóh. 18, 4. 5).KF 104.3

    Meðan Jesús mælti þessum orðum, kom engillinn, sem nýlega hafði verið hjá honum, og gekk á milli hans og mannfjöldans, og guðdómleg birta ljómaði þá af ásjónu Jesú, og guðs andi steig ofan eins og dúfa og kom yfir hann.KF 104.4

    Morðingjaskarinn þoldi ekki eitt augnablik að horfa á þessa dýrð; hann reikaði því til baka. Æðstu prestarnir, öldungarnir og hermennirnir féllu sem dauðir til jarðar.KF 104.5

    Engillinn yfírgaf þá, og birtan hvarf. Jesús hefði getað sloppið frá þeim, en hann stóð kyr og rólegur. Lærisveinarnir voru alt of forviða til þess að geta mælt nokkurt orð.KF 104.6

    Hinir rómversku hermenn stóðu skjótt upp aftur, og jafnframt æðstu prestunum og Júdasi söfnuðust þeir kríngum Jesúm.KF 104.7

    Þeir litu út fyrir að skammast sín fyrir vanmátt sinn og voru hræddir um, að hann mundi komast undan. Aftur spurði frelsarinn: »Að hverjum leitið þér?«KF 105.1

    Og aftur svöruðu þeir: »Að Jesú frá Nazaret«. Frelsarinn sagði við þá: »Eg sagði yður, að eg væri hann; ef þér því leilið að mér, þá látið þessa (hann benti á lærisveinana) fara«. (Jóh. 18, 7. 8).KF 105.2

    A þessari reynslustundu hugsaði Jesús um hina elskuðu lærisveina sína. Hann vildi ekki, að þeir þyrftu að liða þjáningar, enda þótt hann yrði að þola fangelsi og dauða.KF 105.3

    Júdas, svikarinn, gleymdi ekki hlutverki sinu. Hann gekk til Jesú og kysti hann.KF 105.4

    En Jesús sagði við hann: »Vinur, hví ert þú kominn hér!« (Matt. 26, 50). Og með skjáfandi röddu bætti hann við: »Judas, svíkur þú mannsins son með kossi?« (Lúk. 22, 48).KF 105.5

    Þessi vingjarnlegu orð, hefðu átt að hræra hjarta Júdasar; en það leit út fyrir, að hann væri búinn að missa alla viðkvæmni og sómatilfinningu. Hann var búinn að gefa sig á vald Satans. Hann stóð blygðunarlaus frammi fyrir Jésú og skammaðist sin ekki fyrir að framselja hann í hendur þessara illmenna.KF 105.6

    Jesús reyndi ekki að forðast koss svikarans, og með þvi, hefir hann gefið oss eftirdæmi í umburðarlyndi, meðaumkvun og kærleika.Ef vér erum lærisveinar Jesú, eigum vér að breyta eins við óvini vora, eins og hann breytti við Júdas.KF 106.1

    Morðingjaflokkurinn varð djarfari, er hann sá Júdas snerta Jesúm, er nýskeð, hafði verið gjörður svo dýrðlegur fyrir augum þeirra. Þeir gripu hann nú og bundu þær hendur, er aldrei höfðu gert annað en gott.KF 106.2

    Lærisveinarnir ætluðu ekki að trúa því, að Jesús léti handtaka sig. Þeir vissu, að sá kraftur, sem feldi allan þenna flokk til jarðar, gæti einnig gjört óvinina aflvana, þar til Jesús og lærisveinar hans gætu komist undan.KF 106.3

    Þeir urðu óumræðilega gramir, er þeir sáu hermennina taka bönd, til að binda með hendur hans, er þeir elskuðu. í reiði tók Pétur sverð sitt, til að verja meistara sinn með. En hann hjó einungis eyra af þjóni æðsta prestsins.KF 106.4

    Jesús sá, hvað komið hafði fyrir; hann reif sig lausan aí hermönnunum og sagði: »Látið hér við staðar nema!« (Lúk. 22, 51). Og hann hrærði við hinu særða eyra og læknaði það.KF 106.5

    Siðan sagði hann við Pétur: »Slíðra þú sverð þitt; því að allir þeir, sem grípa til sverðs, munu farast fyrir sverðiEða hyggur þú, að eg geti ekki beðið föður minn, svo að hann nú sendi mér til liðs meira en tólf sveitir engla? Hvernig ættu þá ritningarnar að rætast, að það á þannig að verða?« (Matt. 26, 52. 54). »Ætti eg ekki að drekka bikarinn, sem faðirinn hefir gefið mér?« (Jóh. 18, 11).KF 106.6

    Jesús sneri sér síðan til æðstu prestanna og öldunganna og sagði: »Lögðuð þér af stað eins og á móti ræningja, með sverðum og bareflum, til þess að handtaka mig? Daglega var eg hjá yður í musterinu og kendi, og þér handtókuð mig ekki, en þetta er fram komið til þess að ritningarnar rættust«. (Mark. 14, 48. 49).KF 106.7

    Lærisveinunum mislikaði stórum, er þeir sáu, að Jesús gjörði enga tilraun til að frelsa sig úr höndum óvinanna. Peir ávítuðu hann fyrir að gjöra það ekki. Þeir gátu ekki skilið, hvers vegna hann fúslega gaf sig þeim á vald, og gagnteknir afskelfingu yíirgáfu þeir hann og flýðu.KF 108.1

    Kristur hafði spáð um þenna ílótta. Hann sagði: »Sjá, sú stund kemur og er þegar komin, að þér tvístrist, hver til sín og skiljið mig eftir einan; en eg er ekki einn, því að faðirinn er með mér«. (Jóh. 16, 32).KF 108.2

    * * * * *

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents