Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 31—Himnaför Jesú.

    JESÚS hafði fullkomnað endur-f lausnarverkið á jörðunni. Sá timi var kominn, er hann skyldi fara aftur til sinna himnesku heimkynna. Hann hafði sigrað og nú átti hann aftur að setjast við hlið föðursins, í hásæti Ijóssins og dýrðarinnar.KF 161.1

    Jesús valdi Olíufjallið, sem þann stað, er hann fór frá tií himins. Hann lagði af stað þangað, með hinum ellefu lærisveinum sínum. Þeir vissu ekki, að þetta ætti að vera þeirra síðustu samfundir við meistarann. Á leiðinni veitti Jesús postulum sínum hina síðustu fræðslu. Rétt áður en hann skildist við þá, gaf hann þeim hið dýrmæta fyrirheiti, sem sérhverjum lærisveini hans er svo innilega kært:KF 161.2

    »Sjá, eg er með yður alia daga, alt til enda veraldarinnar«. (Matt 28, 20).KF 161.3

    Þeir gengu yfír fjallið, þar til þeir komu i nánd við Betaníu.KF 161.4

    Par staðnæmdust þeir, og lærisveinarnir söfnuðust í kring um drotlinn. Hann horfði ástúðlega á þá og himnesk birta skein af ásjónu hans. Hin siðustu orð, er hljómuðu í eyrum þeirra, frá vörum frelsarans, vitnuðu um hina nákvæmleguslu og innilegustu umhyggju hans fyrir þeim.KF 161.5

    Með höndunum upplyftum, til blessunar, sté hann hægt upp frá þeim. Þá er hann fór þannig burt, urðu lærisveinarnir óltaslegnir, og störðu óaflátanlega til himins, til þess aö sjá bann, meðan mögulegt væri. Ský nam hann frá augum þeirra. Og á sama augnabliki bljómaði unaðslegur söngur frá englaskaranum.KF 163.1

    Meðan lærisveinarnir stóðu þannig og störðu til himins, heyrðu þeir hljómfagra rödd er ávarpaði þá. Þeir sneru sér við og sáu tvo engla, er sögðu við þá:KF 163.2

    »Galíleumenn, því standið þér og horfið til himins? Þessi Jesú, sem var upp numinn frá yður, til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins«. (Postulas. 1, 11).KF 163.3

    Þessir englar voru úr hópnum, sem kom til að fylgja Jesú til hinna himnesku heimkynna hans. Af meðaumkvun og kærleika komu þeir til þess að hugga og hughreysta þá, sem syrgðu hann, og láta þá vita að þessi aðskilnaður yrði ekki ævarandi.KF 163.4

    Þegar postularnir komu aftur til Jerusalem, leit fólk undrandi á þá. Það hafði ímyndað sér að eflir dauða meistara þeirra, mundu þéir vera með hryggum huga. Óvinir þeirra höfðu vonast eftir að sjá mest bera á sorg og þrekleysi hjá þeim. En í þess stað báru þeir merki sigurs og gleði. Andlit þeirra ljómuðu af frið og hamingju, sem heimurinn getur ekki veitt.KF 163.5

    Þeir syrgðu ekki sviknar vonir, en fyltust lofgjörð og þakklæti til guðs.KF 163.6

    Með miklum fögnuði kunngjörðu þeir hina dýrðlegu upprisu Krists og himnaför, og margir trúðu vitnisburði þeirra.KF 163.7

    Postularnir voru ekki lengur í óvissu, viðvíkjandi framtiðinni. Þeir vissu, að Jesús var á. himnum, og að hann bar umhyggju fyrir þeim. Þeir vissu, að hann bar fórnarblóð sitt fram fyrir guð. Hann sýndi föðurnum hinar særðu hendur og fætur, sem merki þess, hvað hann liefði goldið fyrir sina endurleystu. Þeir vissu, að hann mundi koma aftur og allir hinir heilögu englar með hon- um, og þeir hugsuðu, með miklum fögnuði og innilegri þrá til þess viðburðar.KF 163.8

    Þegar Jesús hvarf lærisveinunum, á Olíufjallinu, komu himneskir herskarar á móti honum, og fylgdu honum upp með gleði og sigursöng.KF 164.1

    Við borgarhlið guðs rikis er mikill englaskari, er bíður komu hans. Þegar Kristur nálgast hliðið, hrópa englarnir, sem með honum eru í fagnandi róm,ttil englanna við hliðin:KF 164.2

    Pér hlið, lyftið hörðum yðar,
    hefjið yður, þér öldnu dyr,
    að konungur dýrðarinnar megi ganga inn.
    KF 164.3

    Englarnir við hliðin spyrja:KF 164.4

    Hver er þessi konungur dýrðarinnar?KF 164.5

    Þetta segja þeir ekki, af þvi að þeir viti ekki, hver hann er, heldur af því að þeir vilja heyra hið sigrihrósandi svar:KF 164.6

    Drottinn, hin volduga hetja,
    drottinn, bardagahetjan.
    Þér hlið, lyftiö höfðum yðar,
    hefjiö yður, þér ðldnu dyr
    að konungur dýr ðarinnar megi ganga inn.
    KF 164.7

    Aftur spyrja englarnir við hliðin:KF 164.8

    Hver er þessi konungur dýrðarinnar?KF 164.9

    Hinir englarnir svara i fagnaðarróm:KF 164.10

    Drottinn hersveitanna
    hann er konungur dýrðarinnar. (Dav. sálm. 24, 7—10).
    KF 164.11

    Þá opnast borgarhliðin, og englahersveitin fer inn um þau við unaðsfagran söng.KF 164.12

    Allir herskarar himinsins umkringja höfðingja sinn, og hann sest í hásæti föður sins. En hann getur enn ekki tekið á móli kórónu eða konunglegum skrúða.KF 164.13

    Hann verður að frambera bænir fyrir föðurinn, viðvikjandi sínum útvöldu á jörðunni.KF 164.14

    Hann getur ekki tekið á móti heiðrinum, fyr en söfnuður hans stendur frammi fyrir hinum himneska alheimi, réttlættur og viðurkendur. Hann biður um, að fólk hans fái að koma þangað, sem hann er.KF 165.1

    Ef að hann á að hljóta heiður, þá verður það að fá hlutdeild í honum með honum. Þeir, sem líða nieð honum á jörðunni, munu rikja með honum á himnum. Það er um þetta, sera Kristur biður fyrir söfnuð sinn.KF 165.2

    Hann vill, að hann sjálfur og söfnuðurinn hafí sameiginleg áhugamál, og með langlundargeði og kærleika, sem er sterkari en dauðinn, framber hann þann rétt, er söfnuður hans hefir öðlast fyrir þjáningar hans og dauða.KF 165.3

    Svar föðursins upp á þessa innilegu bæn, felst í þessari tilkynningu:KF 165.4

    »Allir englar guðs, skulu tilbiðja hann«. (Hebr. 1,6).KF 165.5

    Allir foringjar hinna himnesku herskara, tilbiðja með fögnuði endurlausnarann. Hinar mörgu þúsundir engla falla fram fyrir honum, og fagnaðaróp þeirra hljómar í öllum sölum himinsins:KF 165.6

    »Maklegt er lambið hið slátraða að fá máttinn og ríkdóm og visku og kraft og heiður og dýrð og lofgjörð!« (Op. 5, 12).KF 165.7

    Öllum þeim, er feta í fótspor Krists, er veitt náð í hinum elskaða. Frammi fyrir öllum hersveitum himinsins, hefir faðirinn staðfest sáltmálann við soninn, að hann vill veita viðtöku, þeim sem iðrast og eru hlýðnir, og mun elska þá eins og hann elskar son sinn.KF 165.8

    Þar sem endurlausnarinn er, skulu og hinir endurleystu vera. Guðs sonur hefir unnið sigur, yfir myrkrahöfðingjanum og yfir gröf og dauða. Himininn endurrómar hinar fagnandi raddir, er syngja skaparanum lof: KF 165.9

    »Honum, sem i hásætinu situr, og lambinu, sé lofgjörðin og heiðurinn og dýrðin og krafturinn um aldir aldal« (Op. 5, 13).KF 165.10

    * * * * *

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents