Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 8—Freistingin.

    JESÚS var af andanum, eflir skirnina, leiddur út á eyðimörkina, til þess að hans skyldi verða freistað af djöflinum.KF 34.1

    Kristur var leiddur af guðs anda, þá er hann gekk út á eyðimörkina. Hann fór ekki til þess, að láta freista sin. Hann langadi til að vera einn, svo ad hann gæti hugsad um köllun sina og það starf, sem hann nú átti að byrja.KF 34.2

    Með föstu og bæn, átti hann að búa sig undir þann blóðuga veg, sem hann átti fyrir höndum að ganga. En Satan vissi, hvert frelsarinn fór; og hann kom þangað til þess að freista hans.KF 34.3

    Þegar Kristur fór burt frá Jordan, Ijómaði dýrð guðs af ásjónu hans, en eftir að hann var kominn út á eyðimörkina, hvarf hún.KF 34.4

    Synd heimsins var lögð á hann; ásjóna hans bar vott um slika sorg og angist, að þvílíka hefir enginn maður fundið. Hann leið fyrir syndarana.KF 34.5

    í Eden höfðu Adam og Efa sýnt óhlýðni við guð, með því að eta af hinum forboðna ávexti. Pad var óhlýðni þeirra, sem flutti synd, sorg og dauða í heiminn.KF 34.6

    Kristur kom til þess, að gefa oss eftirdæmi með hlýðni sinni. Eftir að hann hafði fastað fjörutiu daga úti á eyðimörkinni vildi hann þó ekki afla sér fæðu með því að óhlýðnast föðurnum.KF 34.7

    Það var fæðan, sem freistaði vorra fyrstu foreldra og varð orsök i falli þeirra. Með þessari löngu föstu átti Kristur að sýna, að það er hægt að stjórna hinum líkamlegu nautnum.KF 35.1

    Satan freistar mannanna, til að láta undan syndsamlegum tilhneigingum, því þær veikja líkamann og sljófga skynsemina, og þá veit hann, að hann á hægra með að tæla og spilla þeim.KF 35.2

    En dæmi Krists sýnir, að sérhver syndsamleg ástríða verður að yfirvinnast. Vér eigum að hafa yfirhönd yfir tilhneigingum vorum, en þær ekki yfir oss.KF 35.3

    Fyrst þegar Satan kom til Krists, var hann í ljósengils mynd. Hann lézt vera sendiboði frá himnum.KF 35.4

    Hann sagði, að það væri ekki vilji föðursins, að Jesús liði svo mikið; hann ætti einungis að sýna, hve fús hann væri til þess.KF 35.5

    Þegar Jesús Ieið hinar verstu kvalir af hungri, sagði Satan við hann:KF 36.1

    »Ef þú ert guðs sonur, þá seg, að steinar þessir skuli verða að brauðum«.KF 36.2

    En af því að frelsarinn kom hingað til þess að lifa oss til eftirbreytni, varð hann að þjást eins og mennirnir þjást; bann mátti ekki gera kraftaverk sjálfum sér til gagns. Öll kraftaverkin átti hann að gjöra fyrir aðra. Hann svaraði og sagði: »Ritað er: Maðurinn liíir ekki af brauði einu saman, heldur af sérhverju orði, sem fram gengur af guðs munni.« KF 36.3

    Þannig sýndi hann, að oss ríður ekki eins mikið á, að sjá oss fyrir fæðu, eins og að hlýða guðs orði. Þeir sem hlýðnast guðs orði, hafa fyrirheit um alt, sem þarf til viðurhalds þessu lífi, og þar með fyrirheit um eilíft Iff.KF 36.4

    Satan tókst ekki að sigra Krist með þessari fyrstu stóru freistingu. Þá tók hann hann með sér til Jerúsalem og fór með hann upp á þakbrún musterisins og sagði:KF 36.5

    »Ef þú ert guðs sonur, þá kasta þér hér niður;því að ritað er: Guð mun bjóða englum sínum um þig, og þeir munu bera þig á höndum sér, til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini«.KF 36.6

    Hér fylgdi Satan dæmi Jesú og tilfærði ritningarstað. En þeir, sem viljandi og að þarflausu stofna lífi sínu i hættu, geta ekki tileinkað sér þetta Ioforð. Guð hafði ekki sagt, að Jesús skyldi kasta sér niður af musterinu.KF 36.7

    Jesus vildi ekki gjöra þetta, til þess að þóknast Satan. Hann sagði: »Aftur stendur ritað: Ekki skaltu freista drottins guðs þíns«.KF 36.8

    Vér eigum að fela oss umhyggju vors himneska föður; en vér megum ekki fara þangað, sem hann sendir oss ekki. Vér megum ekki gjöra það, sem hann hefír bannað.KF 36.9

    Af þvi að guð er miskunsamur og fús til að fyrirgefa, segja sumir, að óhætt sé að óhlýðnast honum. En þetta er ofdirfska. Guð vill fyrirgefa öllum, sem biðja hann um fyrirgefningu og láta af syndum sinum. En hann getur ekki blessað þá, sem sýna honum óhlýðni.KF 36.10

    Nú birtist Satan, eins og hann i raun og veru var — höfðingi myrkranna. Hann tók Jesúm með sér upp á ofurhátt fjall og sýndi honum öll ríki heimsins og dýrð þeirra.KF 37.1

    Sólin kastaði geislum sínum á skrautlegar borgir, marmarahallir, frjósama akra og víngarða. Satan sagði:KF 37.2

    »Alt þetta mun eg gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig«.KF 37.3

    Eilt augnablik virti Kristur þessa sjón fyrir sér; siðan sneri hann burt. Satan hafði sýnt honum hina björtustu hlið heimsins, það af honum, sem var mest aðlaðandi, en frelsarinn sá meira en þessa útvortis fegurð.KF 37.4

    Hann sá heiminn i synd og volæði án guðs. Öll þessi eymd var afleiðing þess, að mennirnir höfðu snúið sér frá guði og tilbeðið Satan.KF 37.5

    Kristur var gagntekinn af þrá eftir ad frelsa það, sem giatad var. Hann þráði, ad heimurinn gæti aftur iklæðst Edensfegurð sinni og að mennirnir tækju hina réttu afstöðu gagnvart guði.KF 37.6

    Hann sigraði freistinguna i stað syndugra manna. Hann varð að vera sigurvegarinn, svo að þeir gætu sigrað, svo að þeir gætu orðið likir englum og verðskuldað að verða börn guðs.KF 37.7

    Upp á þessa tilbeiðsluhón Satans svaraði Jesús:KF 37.8

    »Vik burt, Satan! þvi ritað er: Drottin guð þinn átt þú að tilbiðja og þjóna honum einum«. (Matt. 4, 3—10).KF 37.9

    Heimselska, valdaog metorðagirnd, dramb og hroki —alt það, sem dregur mennina frá guði, var falið i þessari miklu freistingu Krist.KF 37.10

    Satan bauð Kristi heiminn og öll auðæfi hans, ef hann vildi sýna hinu vonda valdi lotningu sína. Á sama hátt heldur Satan fram þeim hagsmunum, sem vér getum orðið fyrir, með því að breyta illa.KF 37.11

    Hann hvislar að oss: »Til þess að komast áfram í þessum heimi, verður þú að þjóna mér. Láttu þér ekki svona ant um sóma þinn og sannleiksást. Fylg ráði mínu, og eg mun gefa þér auðæfi, heiður og hamingju«.KF 37.12

    Með því að fylgja slíku ráði, tilbiðjum vér Satan í stað guðs. þetta mun verða til falls og volæðis fyrir oss.KF 38.1

    Kristur heflr sýnt oss, hvað vér eigum að gjöra, þegar vor er freistað. Þegar hann sagði við Satan: »Vík burt«, gat freistarinn ekki staðist skipun hans. Hann hlaut að fara.KF 38.2

    Með sviknum vonum og skjálfandi af reiði og hatrí yfirgaf uppreisnarforinginn frelsara heimsins.KF 38.3

    Baráttunni var lokið í þetta sinn. Sigur Krists var álíka fullger og fall Adams.KF 38.4

    Þannig getum vér staðið á móti freistingunum og yfirunnið Satan. Drottin segir við oss: »Standið gegn djöflinum, og þá mun hann flýja frá yður. Nálægið yður guði, og þá mun hann nálgast yður«. (Jak. 4, 7. 8).KF 38.5

    * * * * *

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents