Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 7—Skirnin.

    VAR nú komið að þeim tíma, er Kristur skyldi byrja á kennarastarfi sínu; fór hann því fyrst til árinnar Jordan og þar skýrði Johannes skírari hann.KF 31.1

    Jóhannes hafði verið sendur til að greiða frelsaranum veg. Hann hafði prédikað í eyðimörkinni og sagt:KF 31.2

    »Tíminn er fullnaður og guðs ríki er nálægt, gjörið iðrun og trúið fagnaðarboðskapnum« (Mark. 1, 15).KF 31.3

    Mikill mannfjöldi safnaðist kringum hann. Margir játuðu syndir sínar og voru skírðir af honum í Jordan.KF 31.4

    Guð hafði opinberað Jóhannesi, að Messías mundi einhvern tíma koma til hans og beiðast skírnar af honum. Hann hafði heitið að gefa honum merki, svo að hann gæti vitað hver Jesús væri.KF 31.5

    Pegar Jesús kom, sá Johannes á ásjónu hans svo glögt merki hins heilaga lífernis, að hann neitaði honum um skírn og sagði: »Mér er þörf að skírast af þér, og þú kemur til mín«!KF 31.6

    En Jesús svaraði og sagði við hann: »Lát það nu cftir, því að þannig ber okkur að fullnægja öllu réttlæti«. (Matt. 3, 14. 15).KF 31.7

    Þá er hann sagði þetta, sást í ásjónu hans, hin sama himneska birta sem Simeon hafði séð.KF 31.8

    Johannes lét þá Jesúm stíga niður í hina fögru Jordan, og skírði hann í augsýn alls lýðsins.KF 33.1

    Jesús var ekki skírður til þess, að hann iðraðist syndanna, því að hann hafði aldrei syndgað. Hann gjörði það oss til eftirbreytni. Jafnskjótt og hann var stiginn upp úr vatninu, kraup hann niður á árbakkanum og bað. Aldrei höfðu englarnir heyrt slíka bæn. Þeir þráðu að mega flytja íyrirliða sínum boðskap um velþóknun föðursins. En svo fór ekki, heldur svaraði faðirinn sjálfur bænum sonarins.KF 33.2

    Beint frá hásætinu skein dýrðarljóminn. Himnarnir opnuðust, »og hann sá guðs anda ofan stíga eins og dúfu og koma yfir hann«.KF 33.3

    Guðs dýrðarljómi umkringdi hann, og sjá rödd beyrðist af himnum, er sagði:KF 33.4

    »Pessi er sonur minn, hinn elskaði, sem eg hefi velþóknun á«.(Matt. 3, 16. 17).KF 33.5

    Pegar dýrð guðs umkringdi Jesúm og röddin af himnum heyrðist, þá vissi Jóhannes, að hann hafði skírt frelsara lieimsins. Iieilagur andi hvildi yfir honum og hann benti á Jesúm og hrópaði: »Sjá, lambið guðs, sem ber synd heimsins!« (Jóh. 1, 29).KF 33.6

    Pessi dýrð, sem ljómaði kring um Krist, er merki um kærleika guðs til vor.KF 33.7

    Frelsarinn kom oss til fyrirmýndar; og eins og það er víst, að guð heyrði bæn hans, svo er það lika víst að hann heyrir vorar bænir, Hinir stærstu syndarar, þeir sem bágstaddastir eru, þeir sem allir fyrirlíta, geta fengið aðgang til föðursins.KF 33.8

    Þegar vér komum til hans í nafni Jesú, þá mun röddin, sem hljómaði til Jesú, einnig hljóma til vor, segjandi: »Þetta er barn mitt hið elskaða, sem eg hefi velþóknun á«.KF 33.9

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents