Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 22—Jesús fyrir Pílatusi

    AÐUR en dómurinn, sem öldungaráðið hafði ákveðið, yrði staðfestur, varð að fara með Jesú til hins rómvérska landshöfðingja, Pílatusar.KF 119.1

    Prestar, foringjar og fræðimenn Gyðinganna máttu ekki sjálfir fara inn í dómssal Pilatusar; því eflir áliti þeirra og eftir landslögunum mundu þeir saurgast, og þar af leiðandi hefðu þeir ekki mátt taka þált í páskahátiðinni.KF 119.2

    Vegna þess að þeir voru svo blindaðir, gálu þeir ekki séð, að Jesús var hið sanna páskalamb, og með þvi að þeir höfðu útskúfað honum, hafði þessi hálið tapað öllu sínu gildi.KF 119.3

    Strax og Pílatus sá Jesúm, féll honum hann mjög vel í geð. Hann hafði heyrt talað um Krist og verk hans, og kona bans hafði sagt honum frá þeim kraftaverkum, sem spámaðurinn frá Galíleu gjörði, þegar hann læknaði sjúka og lifgaði dauða.KF 119.4

    Pilatus horfði á Jesúm, og hann sá, að hann var maður með göfugt og virðingarvert útlit. Hann var ekki glæpamannslegur, enginn ótti, engin frekja, engin þrjóska sást á honum. Pilatus sá, að hann gat ekki verið afbrotamaður, því himnesk auðkenni voru sýnileg á honum.KF 119.5

    Pílatus vildi fá að vita, hvaða sök þeir bæru á fangann, hann sneri sér því að prestunum og mælti:KF 120.1

    »Hverja ákæru -færið þér gegn þessum manni?« (Jóh. 18, 29).KF 120.2

    Sakberendur hans vildu sist af öllu fara út i einstök smáatriði, og þeir voru ekki við því búnir að svara þessari spurningu. Þeir vissu, að þeir gátu ekki komið með neina löglega ákæru gegn honum, sem hinn rómverski landshöfðingi gæti dæmt hann eftir.KF 120.3

    Gyðingarnir tóku því það ráð að bera fram falskan vitnisburð. Og þeir tóku að ákæra hann segjandi:KF 120.4

    »Vér höfum komist að raun um, að þessi maður leiðir þjóð vora afvega og bannar að gjalda keisaranum skatt og segist sjálfur vera Kristur konungur«. (Lúk. 23, 2).KF 120.5

    Þeir vissu þó, að Jesús hafði svo greinilega kannast við það, að menn ættu að gjalda keisaranum skatt.KF 120.6

    Pegar fræðimennirnir ætluðu að reyna að flækja hann í orði, viðvikjandi þessu atriði, hafði hann svarað og sagt:KF 120.7

    »Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er«. (Matt. 22, 21).KF 120.8

    Pílatus lét ekki villast af þessum falska vitnisburði. Hann sneri sér að frelsaranum, spurði hann og sagði: KF 120.9

    »Ert þú konungur Gyðinganna?«KF 120.10

    Jesús svaraði: »Þú segir það«. (Matt. 27, 11).KF 120.11

    Og er þeir höfðu heyrt þetta svar, tók Kaifas og þeir, er með honum voru, Pilatus til vitnis um, að Jesús hefði játað afbrot sin. Þeir tóku að æpa hátt og heimta, að hann yrði dæmdur til dauða.KF 120.12

    En Jesús svaraði sakberendum sinum engu, og Pilatus sagði við hann:KF 120.13

    »Svarar þú alls engu? Sjá, hve þungar sakir þeir bera á þig«. (Mark. 15, 4. 5).KF 120.14

    Jesús heyrði þessa fölsku vitnisburði, sem fóru eins og freyðandi bylgjur kringum hann, en hann stóð kyr, stiltur og rólegur og svaraði ekki einu orði.KF 120.15

    Pílatus komst í vandræði. Hann gat ekki fundið nein merki þess, að Jesús væri sekur, og hann trúði heldur ekki þeim, sem ákærðu hann. Hið göfuga útlit guðs sonar og hin rólega framkoma hans var svo gagnólík hinni freku og ofsafullu framkomu Gyðinganna. Þetta hafði mikil áhrif á Pílatus, og hann varsannfærður um, að Jesús væri saklaus.KF 121.1

    I von um, að geta fengið að vita sannleikann hjá frelsaranum, tók hann Jesú með sér inn i húsið og spurði hann:KF 121.2

    »Ert þú konungur Gyðinganna?«KF 121.3

    Jesús gaf Pilatusi ekki ákveðið svar, en spurði hann og sagði:KF 121.4

    »Mælir þú þetta af sjálfum þér, eða hafa aðrir sagt þér það um mig?«KF 121.5

    Pilatus varö nú fyrir áhrifum guðs anda, og tilgangur Jesú með þessari spurningu, var að koma honum til að rannsaka hjarta sitt, og Pilatus skildi, hvað spurningin þýddi. Hjarla hans opnaðist fyrir honum, og hann varð innilega hrærður og tók að ihuga sitt eigið ástand. En svo gjörði drambsemin vart við sig í hjarta hans, og hann sagði:KF 121.6

    »Er eg þá Gyðingur? Pjóð þín og æðstu prestarnir hafa framselt þig mér. Hvað hefir þú aðhafsl?«KF 122.1

    Jesús vildi, að Pilatus skyldi skilja, að hann væri ekki kominn til þess að verða jardneskur konungur; hann svaraði þvi og sagði við hann:KF 122.2

    »Mitt riki er ekki af þessum heimi, Væri mitt ríki af þessum beimi, þá hefðu þjónar mínir barist, til þess að eg yrði ekki framseldur Gyðingunum; en nú er mitt riki ekki þaðan«.KF 122.3

    Pilatus sagði þá við hann: »Eftir því, ert þú þá konungur!«KF 122.4

    Jesús svaraði: »Þú segir það; því að eg er konungur. Til þess er eg fæddur og til þess kom eg i heiminn, að eg skuli vitna um sannleikann. Hver sem er af sannleikanum, hlýðir minni röddu«.KF 122.5

    Pilatus vildi þekkja sannleikann. Hugsanir sjálfs hans urðu óljósar, og hann hafði allan hugann á því að taka eftir orðum Jesú, og í hjarta bans vaknaði sterk löngun til að vita, hvað sannleikur í raun og veru vaeri og hvernig hann gæti lært að þekkja hann. Og hann sagði við Jesúm:KF 122.6

    »Hvað er sannleikur?«KF 122.7

    En hann beið ekki eftir svari; þvi háreystin i flokknum fyrir ulan húsið fór sivaxandi, og prestarnir heimtuðu, að það, sem gjört yiði, væri gjört strax, og Pilatus fór því aftur að hugsa um það, sem fram fór. Og hann gekk út til Gyðinganna og mælti við þá:KF 122.8

    »Eg finn enga sök hjá honum«. (Jóh. 18, 33—38).KF 122.9

    Þessi orð af munni heiðins dómara, létu í eyrum hinna fláráðu og illgjörnu Gyðinga eins og naprasta ámæli, og þegar þeir heyrðu þau, urðu þeir svo óðir og reiðir af þessum vonbrigðum, að slíku verður naumast lýst.KF 122.10

    Þeir voru fyrir svo löngu búnir að taka ráð sín samann viðvíkjandi Jesú og höfðu svo lengi beðið eftir sliku tækifæri sem þessu. Og er þeir nú sáu, að útlit var fyrir, að Jesús yrði lálinn laus, sýndust þeir vera albúnir þess að ráðast á hann.KF 123.1

    Þeir mistu alla stjórn á sjálfum sér og hrópuðu háðsyrði og hegðuðu sér yfir höfuð líkara djöflum en mönnum. Þeir ávítuðu Pilatus harðlega og hótuðu að ákæra hann fyrir hinni rómversku ríkisstjórn. Þeir álösuðu hon-um fyrir það að vilja ekki dæina Jesúm, er þó hefði, eflir því sem þeir sögðu, sett sig upp á móti keisaranum. Og þeir tóku að hrópa:KF 123.2

    »Hann æsir upp lýðinn, með því að hann kennir um alla Júdeu alt frá Galileu, þar sem hann byrjaði, og hingað«. (Lúk. 23, 5).KF 123.3

    Pilatus kom enn ekki til hugar að dæma Jesúm; þvi hann var sannfærður um, að hann væri saklaus. En er hann heyrði, að hann væri frá Galileu, ákvað hann að senda hann til Heródesar, sem réði yfir því héraði og var um þetta leyti í Jerusalem.KF 123.4

    Pílitus hélt, að með þessu gæti hann losast úr þessum vanda og komið ábyrgðinni á þessum dómi á Heródes.KF 123.5

    Jesús var yfirkominn af hungri, þreytu og svefnleysi og hann leið einnig af hinni grimmilegu meðferð, er hann varð fyrir.KF 123.6

    Pílatus fékk hann í hendur stríðsmönnunum, og þeir fóru með hann af stað, og hinn hjartalausi lýður fylgdi eftir og gjörði hvað hann gat til að skaprauna frelsaranum.KF 123.7

    * * * * *

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents