Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 23—Jesús fyrir Heródesi.

  HERÓDES hafði aldrei séð Jesúm, en hafði lengi langad til þess að tala við hann, því hann hafði heyrt svo margt um hann, og hann vonaði að sjá hann gjöra eilthvert tákn.KF 125.1

  Þegar frelsarinn stóð frammi. fyrir Heródesi, gjörði lýðurinn svo mikinn aðsúg að honum, að Heródes varð að hasta á fólkið, svo að hann gæti yfirheyrl fangann í næði.KF 125.2

  Hann leit forvitnisaugum á Jesúm og fann til meðaumkvunar, er hann sá hið blóðuga ándlit hans, er hann sá að bar vott um heilagleik og ósegjanlegan vísdóm. Hann var, eins og Pílatus, viss um, að það væri einungis öfund og mannvonzka, er hefði komið Gyðingunum til þess að ákæra hann.KF 125.3

  Heródes bað nú Jesúm að gjöra eitthvert af sínuxn undraverðu kraftaverkum, og sagðist skyldi láta hann lausan, ef hann gjörði það.KF 125.4

  Hann lét koma með veikt og fatlað fólk inn og skipaði svo Jesú að lækna það. En frelsarinn stóð frammi fyrir honum og lét sem hann hvorki heyrði né sæi.KF 125.5

  Sonur guðs hafði tekið á sig mannlegt eðli, og hann varð því að breyta eins og maður undir þessum kringumstæðum. Hann vildi því ekki gjöra tákn til þess að seðja forvitni mannanna eða til þess að komast hjá þeim kvölum og nidurlægingu, sem mennirnir verða að þola, er komast í sama ástand.KF 125.6

  Gyðingar urðu óltaslegnir, er þeir heyrðu Heródes skipa Jesú að gjöra kraftaverk; þvi þeir voru mest hræddir við það, ef hann skyldi opinbera guðdómskraft sinn, þvi þeir vissu, að slíkt mundi ónýta öll áform þeirra og jafnvel kosta þá Iifið. Þeir byijuðu að æpa og segja, að hann gjörði kraftaverk með fulllingi djöflahöfðingjans Belials.KF 126.1

  Fyrir nokkrum árum hafði Heródes hlýtt á prédikun Jóhannesar skírara og orðið mjög hrærður; en hann hafði aldrei sagt skilið við sitt synduga líferni. Hjarta bans foiherlist því, og að síðustu skipaði hann að lifláta Jó hannes, til þess í drykkjuveizlu nokkurri, að þóknast hinni óguðlegu Heródíasar.KF 126.2

  Nú var hann þó orðinn enn forhertari. Hann gat ekki slaðist það, að Jesús svaraði honum ekki; hann réð sér naumast fyrir reiði og jós ógnunarorðum yfir Jesúm, er stóð rólegur eins og áður.KF 126.3

  Jesús kom í heiminn til þess að Iækna þá, sem höfðu sundurmarinn anda. Ef hann hel ', ði með því að tala getað grætt hjartasár einhverrar syndþjáðrar sálar, þá hefði hann ekki þagað. En hann hafði ekkert að segja við þá, sem einungis vildu troða sannleikann undir fótum.KF 126.4

  Frelsarinn hefði getað talað þannig, að það hefði hrært hinn forherta konung. Hann hefði getað fylt hjarta hans með ótta og skelfingu, með því að sýna honum hið syuduga lif hans, og þann hræðilega dóm er biði hans. En honum var ekki eins mikil mótgjörð í neinu eins og þögn frelsarans.KF 126.5

  Hann, sem ávalt hafði haft opið eyra fyrir kveinstöfum mannanna, gaf nú engan gaum að skipun Heródesar. Hann, hvers hjarta ávalt hrærðist til meðaumkvunar jafnvel af bænum hinna stærstu syndara, var nú ósveigjanlegl fyrir hinn drambsama konung, sem ekki sýndi neina þörf fyrir frelsara.KF 126.6

  I reiði sneri Heródes sér að folkinu og bar Jesú þad á brýn, að hann væri svikari. En sakberendur hans vissu vel, að hann var það ekki; þeir höfðu séð hann gjöra of mörg kraftaverk til þess að þeir tryðu þessari ákæru.KF 127.1

  Þá lók konungurinn að hæða og svivirða son guðs á smánarlegan hátt. »En er Heródes, ásamt hermönnum sínum, hafði óvirt hann og spottað, lagði hann um hann ljómandi klæði«. (Lúk. 23, 11).KF 127.2

  Þegar hinn óguðlegi konungur sá, að Jesús þoldi með þögn og þolinmæði alla þessa smánarlegu meðlerð, greip hann skyndilega ótti fyrir því, að Jesús væri ekki náitúrlegur maður.KF 127.3

  Honum kom til hugar, að fangi hans væri ef til vill himnesk vera, er væri kominn hér niður á jörðina.KF 127.4

  Heródes þorði ekki að staöfesta dóminn yfir Jesú. Hann vildi vera laus við þá hræðilegu ábyrgð og sendi því Jesúm aftur til Pílatusar.KF 127.5

  * * * * *

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents