Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 10—Kenning Jesú

  Á þeim tímum voru trúarbrögð Gyðinganna lítið annað en fjöldi af siðareglum. Með því að þeir smásaman höfðu mist sjónar á hinni sönnu guðsdýrkun og hinum andlega krafti guðs orða, þá innleiddu þeir sína eigin helgisiði og erfikenningar í staðinn.KF 49.1

  Einungis blóð Krists getur hreinsað frá synd. Einungis kraftur bans getur verndað mennina frá því að syndga. En Gyðingar voru óttalausir og þeir þóttust þess fullvissir, að þeir mundu verða hólpnir vegna verkanna og fyrir guðsþjónustukreddur sínar.’ Sökum kostgæfni þeirra og vandlætis, viðvikjandi þessum siðareglum, álitu þeir sjálfír, að þeir verðskulduðu bústað í guðsríki.KF 49.2

  En þeir bygðu von sína á veraldlegri tign. Þeir sóttust eftir völdum og auðæfum, og það hnoss vonuðust þeir eftir að fá, sem endurgjald fyrir guðhræðslu sina og ráðvendni.KF 49.3

  Þeir væntu þess, að Messías mundi stofnsetja ríki silt hér á jörðunni og ríkja sem voldugur höfðingi meðal mannanna.KF 49.4

  Alla veraldlega blessun vonuðust þeir að öðlast við komu hans.KF 49.5

  Jesús vissi, að þeir mundu verða fyrir vonbrigðum. Hann var kominn til þess að fræða þá um það, sem var mikið betra en það, er þeir leituðu að.KF 49.6

  Hann var kominn til þess að hefja að nýju hina sönnu guðsdýrkun. Hann vildi innleiða hreina, hjartanlega trú, sem lýsti sér i hreinu hugarfari og heilögu liferni.KF 51.1

  I hinni fögru fjallræðu lýsir Jesús því, sem er dýrmætast fyrir guði og veitir sanna hamingju.KF 51.2

  Lærisveinar frelsarans höfðu orðið fyrir áhrifum af kenningum lærifeðranna, og Jesús framsetti kenningu sína fyrst og fremst þeirra vegna. En það, sem hann kendi þeim, er einnig handa oss. Vér þörfnumst hinnar sömu fræðslu.KF 51.3

  »Sælir eru þeir, sem fátækir eru í andanum«, segir Kristur. Þeir fátæku i andanum eru þeir, sem að sjá syndir sínar og þarfnast guðs. Þeir vita, að þeir geta ekkert gott gjört af eigin mætti, þeir þrá hjálp guðs, og hann veitir þeim blessun sína.KF 51.4

  »Því að svo segir hinn hái og háleiti, hann sem rikir eiliflega og heitir Heilagur: Eg bý á háum og helgum stað, en einnig hjá þeim, sem hafa sundurkraminn og auðmjúkan anda, til þess að lífga anda hinna auðmjúku og til þess að lífga hjörtu hinna sundurkrömdu«. (Es. 57, 15).KF 51.5

  »Sælir eru syrgjendur«;. Þetta á ekki við þá, sem kveina og kvarta, eru með óglöðu yfirbragði og sjá ekki nema hinar dökku hliðar lifsins. Það á við þá, sem i sannleika syrgja yfir syndum sínum og biðja guð um fyrirgefningu á þeim.KF 51.6

  Ollum slikum, mun hann óverðskuldað fyrirgefa. Hann segir: »Eg mun breyta sorg þeirra í gleði, og hugga þá og gleðja eftir harma þeirra«. (Jer. 31, 13). jKF 51.7

  »Sælir eru hógværir«. Kristur segir: »Lærið af mér, því að egerhógvær og litillátur í hjarta«. (Matt. 11, 29).KF 51.8

  Þegar honum var gjörður óréttur, launaði hann ilt með góðu. Þar með hefir hann gefið oss eftirdæmi, svo að vér skulum breyta eins og hann breytti.KF 51.9

  »Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlæt- inu«;. Réttlætið er fólgið í, því að gjöra rétt. Það er fólgið i því að hlýða boðorðum guðs; því að í þessum boðorðum felast grundvallarreglur réttlælisins.KF 51.10

  Biblían segir: »Öll boðorð þin eru réttlæti«. (Dav. sálm. 119, 172).KF 52.1

  Með dæmi sínu kendi Kristur mönnura að hlýða þessum boðorðum. Réltlæti lögmálsins sést í lífi bans.KF 52.2

  Oss hungrar og þyrstir eftir réltlætinu, þegar vér þráum að likjast Kristi i hugsunum vorum, orðum og gjörðum. Og vér getum orðið líkir Kristi, ef það er vor hjartanleg ósk.KF 52.3

  Heilagur andi mun úthella kærleika guðs í hjörtu vor, svo að það verði vor heitasta löngun að gjöra vilja hans.KF 52.4

  Guð er fúsari til að gefa oss anda sinn, en foreldrarnir eru til að gefa börnura sinum góðar gjafir. Petta er fyrirheiti hans: »Biðjið, og yður mun gefast«. (Lúk. 11, 9; Matt. 7, 7). »Allir þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, munu saddir verða«.KF 52.5

  »Sælir eru miskunnsamir«;. Að vera miskunnsamur, er að breyta betur við aðra, en þeir eiga skilið. Þannig liefir guð breytt við oss, þvi að hann hefir unun af að vera miskunnsamur. Hann er góður hinum vondu og vanþakklátu.KF 52.6

  Hann kennir oss, að þannig eigum vér að breyta hver við annan. Hann segir: »Verið góðir bver við annan, meðaumkvunarsamir, fúsir að fyrirgefa hver öðrum, eins og einnig guð hefir í Kristi fyrirgefið yður«. (Ef. 4, 32).KF 52.7

  »Sælir eru hjartahreinir«. Guð tekur meira tillit til þess, hvað vér í raun og veru erum, en hvað vér segjumst vera. Hann hirðir ekki um, þótt að vér séum fagrir ásýndum, en hann vill að vér höfum hreint hjarta. þá munu öll orð vor og gjörðir verða réttar.KF 52.8

  David konungur bað: »Skapa í mér hreint hjarta, ó guð. O, að orðin af munni minum yrðu þér þóknanleg, og hugsanir hjarta míns kæmu fram fyrir auglit þitt, þú Drottinn, hellubjarg mitt og frelsaril« (Dav. sálm. 51,12; 19, 15). Þelta á einnig að vera bæn vor.KF 52.9

  »Sælir eru friðsemjendur«. Peir, sem hafa auðmýkt og hógværð Krists, munu vera friðsamir. Slikt hugarfar vekur enga þrætu, gefur ekkert reiðisvar. Pað gjörir heimilið hamingjusamt og flytur með sér þögulan frið öllum til blessunar.KF 53.1

  »Sælir eru þeir, sem ofsóttir verða, fyrir réttlætis sakir«. (Matt. 5, 3—10). Kristur vissi, að fyrir hans sakir mundu margir verða settir í fangelsi og margir yerða líflátnir. En hann sagði, að þeir skyldu ekki hryggjast yfir þvi.KF 53.2

  Ekkert getur orðið þeim að meini, sem elska Krist °g fylgja honum; því hann er alstaðar með þeim. Peir geta orðið liflátnir, en hann mun gefa þeim líf, sem aldrei tekur enda, og hinn óvisnanlega heiðurssveig. Og aðrir munu læra af þeim, um hinn kæra frelsara. Kristur sagði við lærisveina sína:KF 53.3

  »Þér eruð Ijós heimsins«. (Matt 5, 14). Jesús átti skjótt að fara frá jörðunni, til hins hitnneska heimkynnis síns. En lærisveinarnir áttu að kenna íólkinu að þekkja kærleika hans. Peir áttu að vera eins og ljós á meðal mannanna.KF 53.4

  Eins og ljósið í vitanum lýsir í myrkrinu og vísar skipunum veg inn í örugga höfn, þannig eiga lærisveinar Krists að lýsa mönnum í þessum dimma heimi — vera það Ijós, sem vísar þeim veginn til Krists og hins himneska heimkynnis.KF 53.5

  Pelta er það, sem allir eftirbreytendur Krists eiga að gjöra. Hann vill, að þeir skuli vinna ásamt honum að þvi að frelsa aðra.KF 53.6

  Tilheyrendum Krists var nýtt um að heyra slikar kenningar, og hann endurtók þær oft.KF 53.7

  Einu sinni kom lögvitringur til hans og spurði: »Meistari, hvað á eg að gjöra, til þess að eignast eilíft lif?« En Jesús sagði við hann: »Hvað er skrifað í lögmálinu? Hvernig les þu?«. En hinn svaraði og sagði: »Elska skalt þú drottinn guð þinn. af öllu bjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum mætti þínum og af öllum huga þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig«.KF 53.8

  »þú svaraðir rétt«, sagði Kristur: »gjör þú þetta, og þá muntu lifa«. Lögvitringurinn hafðí ekki gjört þetta. Hann vissi, að hann hafði ekki elskað aðra eins og sjálfan sig, og í stað þess að gjöra yfirbót vildi hann réttlæta sjálfan sig og sagði við Jesúm: »Hver er þá náungi minn«. (Lúk. 10, 25—29).KF 54.1

  Prestarnir og lærifeðurnir ræddu oft þessa spurningu. Hina fátæku og ólærðu álitu þeir ekki vera náunga sinn og vildu ekkert fyrir þá gjöra. Jesús tók ekki þátt í þessu með þeim; hann svaraði spurningunni með því, að segja frá nokkru, sem hafði komið fyrir skömmu áður. Hann sagði:KF 54.2

  »Maður nokkur ferðaðist frá Jerúsalem niður til Jeríkó, vegurinn var brattur og ósléttur og lá um óbygðir. Hann féll á meðal ræningja, sem bæði flettu hann klæðum og börðu hann og fóru síðan burt og létu hann eftir hálfdauðan.KF 54.3

  Og er hann lá þarna, kom prestur nokkur og síðan Levíti; þeir komu frá musterinu í Jerusalem og fóru þenna sama veg. En í stað þess að lijálpa vesalings manninum gengu þeir fram hjá og skiftu sér ekkert af honum.KF 54.4

  Þessir menn voru kjörnir til að þjóna í musteri guðs, og þeir hefðu átt að vera líkir honum — fullir miskunsemi. En hjörtu þeirra voru köld og tilfinningalaus.KF 54.5

  Að lítilli stundu liðinni, bar þar að Samverja. Gyðingar hötuðu og fyrirlitu þá og vildu ekki gefa þeim svo mikið sem kaldan vatnsdrykk eða brauðmola. En Samverjinn hugsaði ekkert um þetta. Hann gaf sér einu sinni ekki tíma til að hugsa um ræningjana, sem ef til vill sátu uin hann.KF 54.6

  Þarna lá hinn ókunni, særður og nær dauða en lifi. Samverjinn fór úr yfirhöfninni og vafði henni utan um hann.KF 54.7

  Hann gaf honum vin að drekka og helti olíu í sár hans, og hann setti hann upp á sinn eigin eyk, flutti hann til gistihúss og stundaði hann alia nóttina.KF 54.8

  Og daginn eftir, er hann skyldi fara af stað, bað hann gestgjaíann að annast hann, borgaði fyrir hann og sagði: »Al þú önn fyrir honum! og hvað, sem þú kostar meiru til, skal eg borga þér, er eg kem aftur«.KF 55.1

  Þessa sögu sagði Jesús; síðan sneri hann sér að Iögvitringnum og mælti: »Hver af þessum þremur sýnist þér hafa verið náungi mannsins, sem féll í hendur ræningjanna?«KF 55.2

  En hann mælti: »Sá, sem miskunnarverkið gjörði á honum«.KF 55.3

  Og Jesús sagði við hann: »Far þú og gjör þú slíkt hið sama!« (Lúk. 10, 35—37). Þannig er spurningunni: »Hver er náungi minn?«; gefið ævarandi svar. Kristur hefir sýnt, að náungi vor er ekki einungis sá, sem tilheyrir sömu kirkju eða hefir sömu trú og vér. Mismunurinn á þjóðkyni, lit, stétt og stöðu kemur þessn ekkert við. Sérhver maður, sem þarfnast hjálpar vorrar, sérhver sál, sem freistað er af Satan, sérhver, sem er eign guðs, er náungi vor.KF 55.4

  í frásögninni um miskunnsama Samverjann, sýndi Jesús sjálfan sig og sínar gjörðir. Satan hefir ráðist á mennina, rænt þá öllu, barið þá og sært og skilið þá eftir dauðvona; en frelsarinn hafði meðaumkvun með oss í þessu bága ástandi voru. Hann yfirgaf dýrð sína á himnum, til þess að koma oss til hjálpar. Hann sá, að vér vorum komnir að dauða, en hann tók það að sér að bjarga oss. Hann læknaði sár vor. Hann skýldi oss með réttlætisklæðum sinum. Hann sá oss fyrir öruggum samastað og undirbjó alt fvrir oss á sinn eigin kostnað. Hann dó til þess að frelsa oss.KF 55.5

  Prestarnir og Levítarnir þóttust halda boðorð guðs, en það var Samverjinn, sem í sannleika hélt þau. Hann hafði kærleiksríkt og meðaumkvunarsamt hjarta.KF 55.6

  Pegar hann annaðist þenna ókunna, særða mann, sýndi hann kærleika sinn til guðs, jafnframt og til mann- anna, því guði er það þóknanlegt, að vér gjörum öðrum gott. Vér sýnttm elsku vora til guðs, með þvíaðvera kærleiksríkir við þá, sem með oss eru.KF 55.7

  Jesús segir við alla lærisveina sína: »þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan«.KF 56.1

  Kærleiksríkt og elskandi hjarta er meira virði en öll anðæfi heimsins. Þeir, sem lifa til þessað gjöra gott, sýna, að þeir eru guðs börn. Það eru þeir, sem munu fá bústað hjá Kristi í ríki hans.KF 56.2

  * * * * *

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents