Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 2—Jesus er færður guði i musterinu

    JOSEF og Maria voru Gyðingar og fylgdu siðum sinnar þjóðar. — Pegar Jesus var sex vikna gamall, færðu þau hann drotni i musterinu i Jerusalem.KF 7.1

    Þetta var samkvæmt því lögmáli, sem guð hafði gefið Israel og Jesús átti að vera hlýðinn í öllu.KF 7.2

    Þa nnig kennir guðs sonur, höfðingi himinsins, oss með dæmi sinu, að vér eigum að vera hlýðnir.KF 7.3

    Einungis frumburður hverrar fjölskyldu átti aðfærast guði í musterinu. Þessi helgi siður var til minningar um viðburð, sem fyrir löngu hafði átt sér stað.KF 7.4

    Pegar Israels börn voru í þrældómi á Egyptalandi, sendi drottinn Móse til þess að frelsa þá úr ánauðinni. Hann baud Móse að fara til Faraó, konungsins yfir Egyptalandi, og segja við hann:KF 7.5

    »Svo segir Drottinn: ísraelslýður er minn frumgetinn sonur. Eg segi þér: Lát son minn fara, að hann megi þjóna mér; en viljir þú hann eigi lausan láta, sjá, þá skal eg deyða frumgetinn son þinn«. (2. Mós. 4, 22. 23).KF 7.6

    Móse fór með þessi boð til konungsins, en hann svaraði: »Hver er sá drottinn, að eg skuli gegna honum til þess aðlsleppa ísraelsmönnum; eg þekki ekki þann drottinn, og ísrael sleppi eg ekki« (2. Mós. 5, 2).KF 7.7

    þá lét drottinn miklar plágur koma yfir Egyptaland. Siðasta plágan var sú, að allir frumburðir í landinu dóu, frá binum frumgetna syni konungsins og til frumburðar ambáltarinnar.KF 9.1

    Drottinn sagði við Móse, að í sérhverju húsi Israelsmanna skyldi vera slátrað lambi og nokkru af blóðinu rjóðrað á dyrustaíi hússins.KF 9.2

    Þetta átti að vera merki, svo dauðaengillinn gæti gengið fram hjá öllum beimilum Israelsrnanna og deyddi ekki aðra en hina drambsömu og grimmu Egyptalandsmenn.KF 9.3

    Þetta páskablóð táknaði hjá Gyðirigum blóð Krists. Því í fyllingu tímans ætlaði guð að senda son sinn hingað, svo honum yrði slátr- að eins og páskalambinu var slátrað, til þess að allir þeir, sem vildu trúa á hann, gætu frelsast frá eilífum dauða. Kristur er kallaður páskalamb vort. (1. Kor. 5, 7). Og fyrir trúna höfum vér endurlausnina hlotið fyrir hans blóð. (Ef. 1, 7).KF 9.4

    Þegar þannig sérhver fjölskylda í Israel færði frumgetna syni sína inn í musterið, áttu foreldrarnir að minnast þess, hvernig börnin voru frelsuð frá plágunni, og hvernig að allir geta frelsast frá synd og eilífum dauða.KF 10.1

    Þegar barn var fært til musterisins, tók presturinn það í arma sína og hélt á því fyrir framan altarið.KF 10.2

    Þannig var það hátiðlega helgað guði. Síðan var móðnrinni aftur fengið það og nafn þess skrifað í bók, sem innihélt nöfn allra frumburða í ísrael. Þannig eiga líka allir þeir, sem frelsast fyrir blóð Krists, að fá nöfn sin skrifuð í lífsins bók.KF 10.3

    Jósef og Maria fóru með Jesúm til prestsins samkvæmt lögmálinu. A hverjum degi komu feður og mæður með börn sin, og presturinn sá ekki neitt frábært við Jósef og Maríu fremur en aðra. Þau voru blátt áfram erfiðisfólk.KF 10.4

    I barninu Jesú, sá hann ekki annað en litla, ósjálfbjarga veru; honum kom ekki til hugar, að hann hefði í höndum sér frelsara heimsins, æðsta prestinn í hinu himneska musteri. En hann hefði getað vitað það; því ef hann hefði sýnt blýðni við guðs orð, mundi drottinn hafa opinberað þessa hluti fyrir honum.KF 10.5

    Um sama leyti, voru í musterinu tveir af hinum trúlyndu þjónum drottins, þau Simeon og Anna. Þau höfðu bæði lengi þjónað drotni, og hann hafði birt þeim það, sem hann varð að dylja fyrir hinum drambsömu og eigingjörnu prestum.KF 10.6

    Simeon bafði verið heitið því, að hann skyldi ekki deyja, fyr en hann hefði séð frelsarann. Strax og hann sá Jesúm i musterinu, vissi hann, að þetta var hinn fyrirheitni Messias.KF 10.7

    Af andliti Jesú skein hlmnesk birta, og þegar Simeon tók barnið i fang sér, lofaði hann guð og sagði:KF 11.1

    »Nú lætur þú, herra, eftir orði þínu, þjón þinn í friði fara. Þar eð augu mín hafa séð hjálpræði þitt, sem þú hefir fyrirbúið fyrir augliti allra lýða, ljós til opinberunar heiðingjum og vegsemd lýðs þíns Israel«. (Lúk. 2, 29—32).KF 11.2

    Anna spákona kom þar og á sömu stundu og lofaði guð og talaði um hann við alla, sem væntu lausnar Jerusalem. (Lúk. 2, 38).KF 11.3

    Þannig velur guð hina auðmjúku sér til vitnisburðar; oft gengur hann fram hjá þeim, sem heimurinn kallar mikilmenni. Margir eru eins og prestar og höfðingjar Gyðinganna.KF 11.4

    Margir eru fúsir til þess að upphefja sjálfa sig, en hugsa lítið um að þjóna guði og vegsama hann. þess vegna getur hann ekki valið þá til þess að segja öðrum frá kærleika sínum og náð.KF 11.5

    María, móðir Jesú, íhugaði alvarlega hin þýðingarmiklu orð Simeonar, og þegar hún virti fyrir sér barnið í fangi sér og mintist þess, er hirðarnir höfðu sagt, fyltist hjarta hennar af þakklátri gleði og bjartri von.KF 11.6

    Orð Símeonar leiddu huga hennar að spádómum Esajasar. Hún vissi, að þessi undraverðu orð voru töluð um Jesúm:KF 11.7

    »Sú þjóð, sem í myrkrinu gengur, sér mikið ljós; vfir þeim, sem búa i landi náttmyrkranna, skin Ijós.KF 11.8

    Pví að barn er oss fætt, sonur er oss gefínn; á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvila; nafn hans skal kallað: undraráðgjafi, guðhetja, eilifðarfaðir, friðarhöfðingi«. (Es. 9, 2—6).KF 11.9

    * * * * *

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents