Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 12—Hinn góði hirðir.

  FRELSARI vor, kallaði sjálfan sig hirði, og lærisveioa sina kallaði hann hjörð sina. Hann sagði: »Eg er góði hirðirinn, og eg þekki mina, og mínir þekkja mig«. (Jóh. 10, 14).KF 67.1

  Jesús átti innan skamms að yfirgefa lærisveina sina, og hann sagði þetta til þess að hughreysta þá. Hann vissi, að þegar hann væri farinn frá þeim, þá mundu þeir minnast orða hans.KF 67.2

  Hvar sem þeir sæu hirði gæta hjarðar sinnar, þá hlytu þeir að hugsa til hinnar kærleiksfullu umönnunar, sem frelsarinn bar fyrir þeim.KF 67.3

  Það var siður þar i landi, að hirðirinn væri yfir hjörð sinni bæði nótt og dag. Á daginn fór hann með hana yfir klungur og kletta og gegnum skógana, alt til hinna yndislegu beitilanda á árbakkanum. Á nóttunni hélt hann vörð yfir henni og verndaði hana fyrir villidýrum og ræningjum, sem oft voru þar i grend.KF 67.4

  Hann annaðist með mikilli nákvæmni, það sem var sjúkt og veikburða i hjörð hans. Hann tók litlu lömbin í fang sér og bar þau við brjóst sér.KF 67.5

  Hvað stór sem hjörðin var, þekti þó hirðirinn hvern einasta sauð. Hann gaf sérhverjum þeirra nafn, svo að hann gæti kallað á þá með þvi nafni.KF 67.6

  Þannig ber Kristur, hinn himneski hirðir, umhyggju fyrir hjörð sinni, sem er dreifð út um allan heiminn. Hann þekkir nöfn vor allra. Hann þekkir húsið, sem vér búum í. Hann ber slíka umhyggju fyrir hverjum einstakling, eins og það væri enginn annar til í heiminum.KF 68.1

  Hirðirinn gekk á undan hjörðinni og bægði frá allri hættu. Hann varð að berjast við villidýr og ræningja, og stundum var hann drepinn, meðan hann var að verja hjörð sína.KF 68.2

  Þannig verndar frelsarinn lærisveinahjörð sina. Hann hefir gengið á undan oss. Hann hefir lifað á jörðunni eins og vér. Hann var barn, ungmenni og fulltíða maður. Hann yfirvann Satan og allar freistingar hans, svo að vér gætum einnig unnið sigur yfir honum.KF 68.3

  Hann dó til þess að frelsa oss. þott hann sé á himnum, gleymir hann oss ekki eitt augnablik. Hann mun trúlega gæta hvers einasta sauðs. Ovinurinn getur ekki tekið einn einasta af þeim, sera fylgja honum eftir.KF 68.4

  Einn hirðir gat haft hundruð sauða, en ef einn þeirra vantaði, varð hann ekki eftir hjá þeim, er vísir voru, Hann fór að leita að þvi, sem tapað var.KF 68.5

  Hann fór út í náttmyrkrið, í regn og storm, yfir fjöll og dali. Hann hafði enga ró, fyr en sauðkindin var fundin.KF 68.6

  Og þá er hann hafði fundið hana, tók hann hana sér i fang og bar hana til hjarðarinnar. Hann kvartaði ekki yfir hinni erfiðu leit, en sagði glaður: »Samgleðjist mér! þvi að eg hefi fundið sauðinn minn, sem var týndur«. (Lúk. 15, 4—7).KF 68.7

  Þannig ber frelsis-hirðirinn ekki einungis umhyggju fyrir þeim, sem visir eru. Hann sagði: »Mannsins sonur er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það«. (Matt. 18, 11).KF 68.8

  »Eg segi yður, þannig mun verða gleði á himnum yfir einum syndara, sem gerir iðrun, fremur en yfir níutiu og niu réttlátúm, er ekki þurfa iðrunar við.« (Lúk. 15, 7).KF 68.9

  Vér höfum syndgað og ráfað burt frá guði. Kristur segir, að vér séum eins og villuráfandi sauðir. Hann kom til að hjálpa oss til að lifa án syndar, og það kallar hann að leiða oss á hinn rétta veg.KF 69.1

  Þegar vér snúum við með hirðinum og höldum oss frá syndinni, þá segir Kristur við englana á himnum: »Samgleðjist mér! því að eg hefi fundið sauðinn minn, sem var týndur«.KF 69.2

  Og fagnaðarríkur lofsöngur heyrist frá englasöngílokknum, sem fyllir allan himinn með unaðsfögrum hljóm.KF 69.3

  Kristur talar ekki um hryggan hirði, sem kemur aftur án þess, að hafa fundið sauðinn. Vér getum því verið vissir um, að ekki einn einasti villuráfandi sauður af hjörð guðs er gleymdur, enginn er hjálparlaus, sérhvern þann, sem vil frelsast, mun frelsarinn losa úr fjötrum syndarinnar.KF 69.4

  Látum því alla villuráfandi fá nýtt hugrekki. Góði hirðirinn leitar að þér. Mundu, að verk hans er að »frelsa það týnda«. Og það ert þú.KF 69.5

  Að efast um, að mögulegt sé að frelsa þig, er að efast um, að sá haíi mátt til að frelsa, sem hefir keypt oss svo dýru verði. Látum trú koma i stað vantrúar. Littu á þær hendur, sem voru særðar þin vegna, og gleðstu yfir þvi, að þær hafa mátt til að frelsa.KF 69.6

  Mundu, að guð og Krislur láta sér ant um þig, og að allir herskarar liiminsins vinna ávall að því, að frelsa syndara.KF 69.7

  Meðan Kristur var hér á jörðunni, sýndi hann með kraftaverkum sínum, að hann hefir fullkominn mátt til að frelsa. Með því að lækna likamlegan veikleika, sýndi hann, að hann gat hreinsað hjartað frá synd.KF 69.8

  Hann lét hina höltu ganga, hina daufu heyra og hina blindu sjá. Hann hreinsaði hina likþráu vesalinga, og alls konar sjúkdóma læknaði hann.KF 69.9

  Fyrir orð hans, varð sjálfur djöfulinn að fara út af þeim, sem bann hafði náð valdi yfir. Þeir sem sáu þessi kraftaverk, sögðu með mikilli undrun: »Hvað er þetta? Jafnvel ilium öndum skipar hann með myndugleika og valdi að fara, og þeir hlýða honum«.KF 69.10

  Eftir skipun Jesú, gat Pétur gengið á sjónum. En hann varð að hafa augun á frelsaranum, því strax og hann leit af honum, byrjaði hann að efast og að sökkva.KF 70.1

  Þá kallaði hann: »Herra, frelsa þú mig!« Og frelsarinn rétti út hönd sína og tók í hann. (Matt. 14, 28—31).KF 70.2

  Hvenær sem einhver ákallar Jesú um hjálp, er hönd hans útrétt til að frelsa þann.KF 70.3

  Frelsarinn uppvakti fólk frá dauðum. Einn þeirra var sonur ekkjunnar frá Nain. Þegar verið var að bera hann til grafar, mætti fólkið Jesú. Hann tók í hönd hins unga manns, reisti hann upp og gaf móðurinni hann aftur lifandi. Syrgjendurnir sneru síðan heim með lofgjörð Og þakklæti til guðs.KF 70.4

  Þannig uppvakti hann einnig dóttur Jairusar. Og Lazarus, sem hafði legið dauður í fjóra daga, blýddi skipun Jesú og kom fram úr gröf sinni.KF 71.1

  Þannig mun það verða, þegar Kristur kemur aftur til jarðarinnar. Raust hans mun þrengja sér niður í grafirnar, og »þeir, sem i Kristi eru dánir, munu upp rísa í dýrð til eilífs lífs; og síðan munu þeir vera með drotni alla tíma«. (1. Þess. 4, 16. 17).KF 71.2

  Það voru undraverð verk, sem frelsarinn gjörði, meðan hann var hér á jörðunni. Hann talar um það i svari, sem hann sendi til Jóhannesar skírara. Johannes sat i fangelsi og var farinn að láta hugfallast og mæddist af efasemdum um, hvort Jesús væri í raun og veru Messias. Hann sendi þvi nokkra af lærisveinum sinum til Jesú með þessa spurningu:KF 71.3

  »Ert þú sá, sem koma á, eða eigum vér að vænta annars?«KF 71.4

  Þegar sendimennirnir komu til Jesú, var hann umkringdur af bágstöddu og sjúku fólki, sem hann læknaði og bjálpaði. Þeir urðu að biða allan daginn, meðan hann án afláts vann að því að hjálpa hinum bágstöddu. Að síðustu sagði hann:KF 71.5

  »Farið og kunngjörið Jóhannesi það, sem þér heyrið og sjáið: Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra og dauðir upprisa og fátækum er boðað fagnaðarerindi«. (Matt. 11, 3—5).KF 71.6

  í hálft fjórða ár, gekk Jésús þannig »um kring og gjörði got«. Svo kom sá timi, er hann skyldi hætta að starfa hér á jörðunni. Hann átti að fara með lærisveinum sinum til Jerusalem til þess að verða svikinn, dæmdur og krossfestur. Þannig áttu hans eigin orð að uppfyllast: »Góði hirðirinn gefur líf sitt út fyrir sauðina«. (Jóh. 10,11).KF 71.7

  * * * * *

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents