Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 21—Júdas.

    FORINGJAR, öldungar og fræðimenn Gyðinga, sóttust mjög eflir að fá Jesú á sitt vald, en þeir þorðu ekki að taka hann opinberlega, því þeir óttuðust uppreist meðal lýðsins. Þeir leituðu því að einhverjum, sem væri fús til að koma honum leynilega áþeirra vald, og þar sem Júdas einn af hinum tólf lærisveinum var, fundu þeir einmitt þann, sem vildi taka að sér þetta svívirðilega verk.KF 115.1

    Júdas var að eðli mjög ágjarn, en hann hafði ekki alla tíð verið svo spiltur og óguðlegur, að hann gæti gjört slíkt verk sem þetta. Hann hafði gengið í félagsskap með lærisveinunum, þegar hann sá hinn mikla mannfjö ', .da, sem daglega þyrplist kringum Jesú, hvar s°m hann for. Hann sá, að hinir veiku, höltu og blindu og hinir dauðvona voru lagðir fyrir fætur hans. Þá fanst honum að kenning Krists tæki fram á öllu því, er hann hefði nokkurn tíma áður heyrt. Og hann elskaði þenna mikla kennimann, en óskaði þó, að hann breyttist í hegðun og hugarfari, því honum geðjaðist ekki að hinni hógværu og lállausu framkomu frelsarans.KF 115.2

    Jesús rak Júdas ekki frá sér, heldur lét hann fá sæti meðal hinna tólf lærisveina. En Júdas komst aldrei svo langt, að hann yrði sameinaður Kristi. Hann gat ekki losnað við sína veraldarlegu metorðagirnd og ágirnd lastmælgi og ýmsir aðrir lestir fóru sívaxandi hjá honum.KF 115.3

    Hann hélt áfram að elska hinn illa anda ágirndarinnar, þangað til að hann var búinn að fá yfirráðin í hjarta hans, og nú var hann kominn svo langt, að hann gat selt herra sinn fyrir þrjátiu silfurpeninga, það var þrælsverð (2. Mós. 21, 28—32). Já, nú gat hann svikið frelsarann með kossi í Getsemane.KF 117.1

    Hann fylgdi Jesú eflir, alla leið frá grasgarðinum og til þess staðar, sem yfirheyrslan átti að fara fram. Hann ímyndaði sér ekki að frelsarinn mundi leyfa Gyðingum að ráða sig af dögum, eins og þeir höfðu þó hótað að gjöra.KF 117.2

    Hvert augnablik, vonaðist hann eftir að sjá hann bjarga sér með guðdómlegu valdi. En eftir því sem lengra leið og hann sá að Jesus tók með ró og stillingu móti öllum mótgjörðum, sem honum voru sýndar, þá greip hann skelíilegur ólti fyrir því, að hann hefði framselt meistara sinn í dauðann.KF 117.3

    Þegar yfirheyrslunni var næstum lokið, gat Júdas ekki lengur þolað ásakanir hinnar vondu samvisku sinnar. Skyndilega tók undir i réttarsalnum af hárri röddu, það fór hrollur um alla er viðstaddir voru og þeir urðu mjög óttaslegnir:KF 117.4

    »Hann er saklaus! Væg honum, ó, Kaifas! Hann hefir ekki gjört neitt, sem verðskuldi dauðal«KF 117.5

    Og Júdas ruddist áfram gegnum hinn forviða mannfjölda. Andlit hans var fölt sem nár, og augnaráðið tryllingslegt, á enni hans voru stórir svitadropar. Hann stökk fram að dómarasætinu og kastaði þeim þrjátiu silfurpeningum, er hann hafði fengið sem borgun fyrir að svikja herra sinn, niður á gólfið fyrir framan æðsta prestinn.KF 117.6

    Hann greip í klæði Kaifasar og grátbændi hann um að láta Jesúm lausan, og fultvissaði hann um, að hann hefði ekkert ilt adhafst. En Kaifas hratt honum frá sér í reiði og sagði með kaldri fyrirlitningu:KF 117.7

    »Hvað varðar oss um það? Þú verður sjálfur að sjá fyrir því«. (Matt. 27, 4).KF 118.1

    Þá kastaði Júdas sér niður fyrir fætur frelsarans. Hann viðurkendi, að hann vært sonur guðs og bad hann um að frelsa sjálfan sigl ', rá óvinunnm.KF 118.2

    Jesús vissi að iðrun Júdasar var ekki einlæg. Þessi falslærisveinn, óttaðist að hegningin kæmi niður á honum fyrir svívirðuverk hans; en hann fann ekki til neinnar veruiegrar sorgar yíir því, að hafa svikið binn saklausa guðs son.KF 118.3

    Jesús sakfeldi hann þó ekki, en leit með hrygð og meðaumkvun á hann og niælti:KF 118.4

    »Þess veg.ia er eg kominn að þessari stundu«.KF 118.5

    Það heyrðust undrunaróp frá mannfjöldanum, yfir miskunnsemi Jesú við svikara sinn. Júdas sá nú að bænir hans voru árangurslausar, og hann stökk út úr salnum með þetta hróp á vörum sér:KF 118.6

    »Of seint! Of seint!«KF 118.7

    Hann fann að hann gat ekki Iifað það, að vera vitni að þvi að Jesús yrði krossfestur, og í örvæntingu gekk hann burt og hengdi sig.KF 118.8

    Seinna, þenna sama dag, þegar Gyðingar voru að fara með Jesúm frá Pilatusi til Golgata, staðnæmdist þessi óguðlegi manngrúi og hróp hans og háðsyrði hættu skyndilega, því þegar hann fór fram hjá eyðistað nokkrum sást lik Júdasar liggja þar hjá visnu tré.KF 118.9

    Þetta var viðbjóðsleg sjón. Snaran, sem hann hengdi sig í, hafði slitnað af þunganum, og þegar líkið dalt hafði það tæst í sundur, og nú voru hundarnir að eta það.KF 118.10

    Hinar jarðnesku leifar Júdasar, voru strax greftraðar; en nú heyrðust ekki jafnmörg háðsyrði og fyr, og margt fölt andlit lýsti órósemi og innbyrðis ótta. Pad var likast því að þeir, sem voru orsök í að blóði Jesú var úthelt, væru strax farnir að taka út endurgjaldið.KF 118.11

    * * * * *

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents