Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 27—I gröf Jósefs.

    FRELSARINN var dæmdur til dauða, fyrir svikráð við hina rómversku ríkisstjórn. Þeir, sem voru teknir af liíi fyrir þenna glæp, voru jarðaðir í sérstökum grafreit, sem þeim einum var ætlaður.KF 146.1

    Það fór hrollur um Johannes, er hann hugsaði til þess, að líkami hans elskaða meistara yrði meðhöndlaður af tilfinningarlausum hermönnum og lagður í óvirðulega gröf, en hann vissi engin ráð til að komast hjá þessu, þvi hann mátti sín einskis hjá Pílatusi.KF 146.2

    Á þessari raunastundu, komu þeir Nikódemus og Jósef frá Arimateu, lærisveinunum til hjálpar. Báðir þessir menn voru ráðherrar og kunnugir Pílatusi. Þeir voru ríkir og máttu sin mikils. þeir voru ákveðnir í því, að likami frelsarans skyldi fá heiðarlega grefírun.KF 146.3

    Jósef gekk einarðlega til Pílatusar og bad hann um líkama Jesú. Eftir að Pílatus hatði gengið úr skugga um, að Jesús væri dáinn, varð hann við bæn Jósefs.KF 146.4

    En á meðan Jósef fékk leyfi til að taka frelsarann niður af krossinum, undirbjó Nikódemus greftrunina. A þeim tímum var það siður að sveipa likama hinna dauðu í línklæði og smyrja hann með dýrum smyrslum og ilmandi jurtum. Nikódemus tók með sér mjög dýr smyrsl, hér um bil hundrað pund af myrru og alóe, til grefturnar Jesú.KF 146.5

    Hinum mestu höfðingjum i Jerusalem gat ekki verið sýndur meiri heiður í dauðanum.KF 147.1

    Hinir fátæku lærisveinar urðu undrandi, er þeir sáu hvilíka umhyggju þessir ríku höfðingjar báru fyrir greftrun meistara þeirra.KF 147.2

    Þeir voru utan við sig, af söknuði og sorg yfir dauða Jesú. Þeir gleymdu, að hann hafði sagt þeim að þetta ætti að ske.KF 147.3

    Hvorki Jósef eða Nikódemus höfðu opinberlega viðurkent frelsarann, meðan hann lifði, en þeir höfðu hlýtt á kenningu hans, og tekið nákvæmlega eftir öllu í starfi hans.KF 147.4

    Þó að lærirveinar frelsarans hefðu gleymt orðum hans, er hann sagði fyrir dauða sinn, þá mundu þeir Jósef og Nikódemus þau vel. Og þessir viðburðir, sem gjörðu lærisveinana þreklausa og trúarveika, voru fyrir þessa höfðingja, einungis sönnun fyrir því, að Jesús væri hinn sanni Messías, og hafði þau áhrif að þeir gengu honum algjörlega til handa og trúðu á hann.KF 147.5

    Á þessum tíma, var mikil þörf fyrir hjálp þessara mikilsmetnu manna; því þeir gátu gjört fyrir þeirra látna meistara, það sem ómögulegt var fyrir hina fátæku lærisveina að gjöra.KF 147.6

    Með hinni mestu varúð og lotningu, tók þeir líkama Krists niður af krossinum, með sínum eiginn höndum. þeir gátu ekki varist tárum, er þeir virtu fyrir sér þenna særða og sundurflakandi líkama,KF 147.7

    Jósef átti nýja gröf, úthöggna í stein. Hann hafði látið búa hana til handa sjálfum sér, en nú hafði hann hana handa Jesú.KF 147.8

    Enda þótt Gyðingum hefði nú tekist að fá því framgengt að Jesús væri líflátinn, voru þeir þó engan veginn rólegir; því þeir þektu mátt hans.KF 147.9

    Sumir af þeim höfðu staðið við gröf Lazarusar og verið vitni að því, að Jesús uppvakti hann frá dauðum, og nú voru þeir skjálfandi af ótta, fyrir því að hann mundi sjálfur rísa upp og opinberast þeim.KF 147.10

    Þeir höfðu heyrt hann segja við fólkið, að hann hefði vald til að láta líf sitt, og vald til að taka það aftur.KF 148.1

    Þeir mintust þess einnig, að hann hafði sagt: »Brjótið þetta musteri, og á þrem dögum mun eg reisa það« (Jóh. 2, 19), og þeir vissu að hann talaði um líkama sinn.KF 148.2

    Júdas hafði sagt þeim, hvað Jesús sagði við lærisveinana á leiðinni til Jerusalem:KF 148.3

    »Sjá, vér förum upp til Jerusalem, og mannsins sonur mun framseldur verða æðstu prestunum og fræðimönnunum, og þeir munu dæma hann til dauða og framselja hann heiðingjum, til þess að hæða hann, húðstrýkja og og krossfesta; og á þriðja degi mun hann upprísa«. (Matt.20, 18. 19).KF 148.4

    Þeir mundu nú margt af því, sem Jesús hafði sagt viðvíkjandi upprisu sinni. Og þeir gátu ekki gleymt öllu þessu, hvað fegnir sem þeir vildu. Eins og faðir þeirra, djöfullinn, trúðu þeir og skelfdust.KF 148.5

    Allir hlutir urðu til þess að benda á, að Jesús væri guðs son. Gyðingar gátu ekki sofið fyrir friðleysi. Þeir óttuðust Jesúm, enn meira nú, en meðan hann lifði.KF 148.6

    Þeir vildu gjöra alt, til þess að halda honum í gröfinni, og þeir báðu þvi Pilatus að innsigla gröfina, og láta gæta hennar alt til hins þriðja dags. Pilatus gjörði svo og sagði: »Hér hafið þér varðmennina, farið, haldið vörð, svo sem þér best hafíð vit á. En þeir fóru burt, innsigluðu steininn og gættu grafarinnar ásamt varðmönnunum«. (Matt. 27, 65. 66).KF 148.7

    * * * * *

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents