Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 32—Endurkoma Krists.

    FRELSARI vor, mun koma aftur. Áður en hann skildist við lærisveina sína hér á jörðunni, gaf hann þeim fyrirheitið um það.KF 167.1

    »Hjarta yðar skelfist ekki; trúið á guð og trúið á mig. Í húsi föður míns eru mörg híbýli; væri ekki svo, hefði eg sagt yður það. Því eg fer burt að búa yður stað; og þegar eg er farinn burt, og hefi búið yður stað, kem eg aftur og mun taka yður til sjálfs min, til þess ad þér séuð þar sem eg er«. (Jóh. 14, 13).KF 167.2

    Hann lét þá ekki vera í óvissu um það, á hvern hátt hann mundi koma. »En er mannsins sonur kemur í dýrð sinni og allir englarnir með honum, þá mun hann sitja í hásæti dýrðar sinnar, og allar þjóðirnar munu safnast saman frammi fyrir honum«. (Matt. 25, 31. 32).KF 167.3

    Hann varaði þá við þvi, að láta ekki leiða sig afvega. »Ef þeir þvi segja við yður: Sjá, hann er í óbygðinni, — þá farið eigi út þangað, sjá, hann er í herbergjum, — þá trúið eigi. þvi eins og eldingin gengur út, frá austri og sést alt til vesturs, þannig mun verða tilkoma mannsins sonar«. (Matt. 24, 26. 27).KF 167.4

    Þessi aðvörun nær til vor. Það eru falskir kennimenn nú, sem segja: »Sjá, hann er í óbygðinni«, og þúsundir manna fara út í óbygðina í von um að finna Krist þar.KF 168.1

    Og þúsundir, sem segjast hafa samfélag við hina dauðu anda, kunngjöra: »Sjá, hann er í herbergjunum«. Þetta er fullyrðing andatrúarinnar.KF 168.2

    En Kristur segir: »Trúið eigi. Því eins og eldingin gengur út frá austri og sést alt til vesturs, þannig mun verða tilkoma mannsins sonar«.KF 168.3

    Við himnaför Krists, sögðu englarnir lærisveinunum,. að hann mundi »koma aftur á sama hátt« og þeir hefðu séðhann fara til himins. (Postulas. 1, 11). Hann sté upp til himins likamlega, og þeir sáu hann, þá er hann skildist frá þeim, og ský nam hann frá augum þeirra. Hann mun koma aftur i stóru hvitu skýi, »og hvert auga mun sjá hann«. (Op. 1, 7).KF 168.4

    Einungis dagurinn og stundinn er óviss. Kristur sagði lærisveinunum, að hann vissi ekki sjálfur þann dag eða stund er hann kæmi aftur. En hann nefndi þessa viðburði, sem merki þess, er koma hans væri í nánd.KF 168.5

    »Og tákn mun verða á sólu, tungli og stjörnum«. (Lúk. 21, 25). Og hann skýrði það enn nákvæmar: »Sólin mun sortna og tunglið eigi gefa skin sitt, og stjörnurnar munu hrapa af himni«. (Matt. 24, 29).KF 168.6

    »Á jörðunni«, sagði hann, »mun verða angist meðal þjóðanna í ráðaleysi við dunur hafs og sjávar; og menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir þvi, er koma mun yfir heimsbygðina, því kraftar himnanna munu bifast«. (Lúk. 21, 25. 26).KF 168.7

    »Og þær munu sjá mannsins son, komandi á skýjum himins, með mætti og mikilli dýrð. Og hann mun senda út engla sína með hljómsterkum lúðri, og þeir munu safna saman hans útvöldum, frá áttunum fjórum, himinsendanna á milli«. (Matt. 24, 30. 31).KF 168.8

    Síðan bætir hann við: »En nemið líkinguna af fíkjutrénu: Þegar greinin á því er orðin mjúk og fer að skjóta út laufin, þá vitið þér, að sumarið er í nánd«. (Matt.23,32. 33).KF 168.9

    Kristur hefir gefið oss tákn upp á komu sína. Hann segir, að vér getum vitað, þegar hann er fyrir dyrum. Þegar trén skjóta út laufum sínum á vorin, vitum vér, að sumarið er í nánd. Þannig getum vér og, þegar táknin sjást á sólu, tungli og stjörnum, vitað, að koma Krists er í nánd.KF 169.1

    Þessi tákn hafa komið í ljós. Hinn 19. mai 1780 var sólmyrkvi. í veraldarsögunni gengur sá dagur undir nafninu »hinn dimmi dagur«. í austurhluta NorðurAmeríku varð myrkrið svo svart, að fólk varð víða að kveikja ljós um miðjan daginn. Og þótt tunglið væri i fyllingu, lýsti það ekkert fyr en eftir miðnætti.KF 169.2

    Margir héldu að dagur dómsins væri kominn.KF 169.3

    Engin fullnægjandi orsök, hefir nokkurn tíma fundist fyrir þessum undraverða sólmyrkva, önnur en orð Krists. Sól og tunglmyrkvinn var tákn komu hans.KF 169.4

    Hinn 13. nóv. 1833 varð hið undraverðasta stjörnuhrap, sem menn nokkurntima hafa séð. Aftur voru þúsundir sem héldu að dagur dómsins væri kominn.KF 169.5

    Og síðan þetta skeði hafa landskjálftar, fellibyljir, flóðöldur, drepsóttir, hungursneyð og eyðilegging af eldi og vatnavöxtum stöðugt farið vaxandi.KF 169.6

    Alt þetta, og einnig angistin meðal þjóðanna, vitnar um, að koma drottins er nálæg.KF 169.7

    Um þá, er sáu þessa viðburði, segir hann: Þessi kynslóð mun eigi liða undir lok, uns þetta alt kemur fram«. (Matt. 24, 34. 35).KF 169.8

    »Sjálfur drottinn mun með kalli, með höfuð engils raust og með básúnu guðs, stíga niður af himni; og þeir, sem í Kristi eru dánir, munu fyrst upprisa; síðan munum vér, sem lifum, sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við drottinn í loftinu; og síðar munum vér vera með drottni alla tíma. Huggið þvi hver annan með þessum orðum«. (1. Þess. 4, 16—18).KF 169.9

    Kristur mun koma aftur; hann mun koma í skýjunum með mikilli dýrð. Mikill flokkur engla fylgir honum.KF 170.1

    Hann kemur til þess að uppvekja hina daudu og til þess að umbreyta hinum heilögu, sem lifa, að þeir verði dýrðlegir.KF 170.2

    Hann kemur til þess aö veita heiður, þeim er hafa elskad hann og haldið boðorð hans, og til þess ad taka þá heim til sin. Hann hefir ekki gleymt þeim, ekki heldur fyrirheiti sinu til þeirra.KF 170.3

    Fjölskyldur munu sameinast aftur. Þegar vér í síðasta sinni virðum fyrir oss vora framliðnu ástvini, getum vér því með fögnuði, hugsað til hins dýrðlega morguns, »þegarlúður guðs hljómar, og hinir dauðu rísa upp óforgengilegir, og vér munum umbreytast«. (1. Kor. 15, 52).KF 170.4

    Tfminn er í nánd. Einungis stutt stund enn, og vér munum sjá konuuginn í dýrð bans. Einungis stutt stund enn, og hann mun þerra hvert tár af augum vorum. Einungis stutt stund enn, og hann mun láta oss koma fram »fyrir dýrð sína, lýtalausa í fögnuði«. (Júd. 24).KF 170.5

    Því sagdi hann, þegar hann gaf oss tákn komu sinnar: »En þegar þetta tekur að koma fram, þá lítið upp og lyftið upp höíðum yðar, því að lausn yðar er í nánd«. (Lúk. 21, 28).KF 170.6

    * * * * *

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents