Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Inngangur

  Áður en syndin kom í heiminn, naut Adam frjálsrar umgengni við skapara sinn, en síðan maðurinn fjarlægði sig Guði með yfirtroðslum, hefir mannkynið verið svift þessum hlunnindum. Með endurlausnarverkinu var samt fundið ráð til þess að jarðarbúar geti verið í sambandi við Drottinn himnanna. Guð hefir haft samneyti við mennina með sínum heilaga anda, og heilagt ljós hefir veizt heiminum með opinberun til hinna útvöldu þjóna Drottins.DM 11.1

  Á hinum fyrstu tuttugu og fimm öldum af tilveru mannkynsins, var engin skrifuð opinberun til. Þeir sem fræddir höfðu verið af Guði, gerðu aðra hluttakandi í þekkingu sinni, og þannig barst þekkingin frá föður til sonar, kynslóð eftir kynslóð. Undirbúningur undir hið skráða Guðs orð byrjaði á dögum Mósesar. Innblásnar opinberanir voru þá skrifaðar í innblásna bók. Þetta verk hélt áfram í heil sextán hundruð ár, — frá Móse, sögu-ritara sköpunarinnar og lögmálsins, til Jóhannesar, skrá-setjara hins háleita sannleika fagnaðarboðskaparins.DM 11.2

  Biblían bendir á það að Guð sé höfundur hennar; samt var hún rituð af mannlegum höndum, og í hinni mismunandi framsetningu hinna ýmsu bóka lýsir biblían einkennum eða sérkennum hinna ýmsu höfunda. Sann-leikurinn, sem birtur var, var allur “innblásinn af Guði”. (2. Tím. 3:16); en samt var hann framsettur í mannleg-um orðum. Helgir menn “töluðu,.... bornir af heilögum anda”. Hinn almáttugi Guð hefir með sínum heilaga anda veitt ljósi inn í sálir og hjörtu þjóna sinna. Hann hefir birt sannleika sinn í draumum, sýnum, táknum og líkingum, og þeir, sem sannleikurinn var þannig opin-beraður, hafa sjálfir framsett hugsanirnar á mannlegri tungu. Bækur ritningarinnar eru mjög mismunandi að framsetningu, með því að þær eru skráðar á mismunandi tungum af mönnum, sem voru af mismunandi stigum og höfðu mismunandi stöðu og atvinnu; auk þess eru bæk-urnar mismunandi að því efni, sem þær fjalla um. Mis-munandi framsetning er við höfð af mismunandi höfund-um; oft kemur sannleikurinn enn þá greinilegar í ljós hjá einum, heldur en hjá öðrum.DM 11.3

  Með því að sannleikurinn er framsettur af mismun-andi höfundum, koma fram ýmsar hliðar hans; einum höfundinum finst meira til um eitt atriði en öðrum; hann skilur þau atriði, sem eru í samræmi við reynslu hans eða við skilning hans og eftir því, sem hann kann að meta þau. Annar leggur áherzlu á annað atriði, og hver um sig dregur það glöggast fram undir áhrifum heilags anda, sem föstustum tökum nær á honum eða hans eiginn huga — því kemur fram mismunandi hlið sannleikans hjá hverjum fyrir sig, en fullkomið samræmi er í allri heild-inni, sem ritin mynda, og sem fullnægja þörfum allra manna í öllum kringumstæðum og lífsreynzlu.DM 12.1

  Guði hefir verið það þóknanlegt að birta heiminum sannleika sinn með mannlegri aðstoð, og sjálfur hefir hann með sínum heilaga anda gjört mennina færa til þess að framkvæma verk hans. Hann hefir stjórnað hugsun þeirra, þegar þeir völdu orðin er þeir töluðu og það, sem þeir skrifuðu. Fjársjóðurinn var látinn í jarðneska hirzlu, en var engu að síður himneskur. Vitnisburðurinn er gefinn með ófullkomlegum, mannlegum orðum. en samt er það vitnisburður Guðs; og hið trúaða, hlýðna barn Guðs skoðar það sem dýrð guðlegs valds, sem sé þrungið af náð og sannleika.DM 12.2

  Frelsarinn lofaði því að heilagur andi skyldi minna þjóna hans á orðið, og skýra og heimfæra kenningar þess. Og þar sem það var andi Guðs, sem hefir gjört biblíuna innblásna, þá er það ómögulegt að kenningar andans nokkru sinni gætu orðið gagnstæðar kenningum Guðs orðs.DM 12.3

  Andinn var ekki gefinn — og getur aldrei orðið veitt-ur —-til þess að nema úr gildi ritninguna, því biblían segir greinilega að Guðs orð sé mælisnúra, sem allar kenningar og öll reynsla verði að miðast við. Jóhannes segir: “Truið ekki sérhverjum anda, því að margir falsspámenn eru farnir út í heiminn”. 1. Jóh. 4:1. Og Jesaja segir: “Til lögmálsins og vitnisburðarins, ef þeir tala ekki samkvaemt þessu orði, þá er það af því að þeir eru án ljóssins”. Jes. 8:20 (ensk þýðing).DM 12.4

  Í samræmi við Guðs orð varð hans heilagi andi að halda áfram starfi sínu allan útbreiðslutíma náðarboð-skaparins. Á (þeim tíma, sem bæði gamla og nýja testa-ments var skráð, hætti heilagur andi ekki að veita ljós, einstökum mönnum, auk þeirrar opinberunar, sem fram kom í hinni heilögu bók.DM 13.1

  Jesús lofaði lærisveinum sínum: “En huggarinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, hann mun kenna yður alt og minna yður á alt, sem eg hefi sagt yður”. “En þegar hann, sannleiksandinn kemur, mun hann leiða yður inn í allan sannleikann.... og kunngjöra yður það sem koma á”. Jóh. 14: 26; 16: 13. Biblían skýrir það greinilega að langt sé frá því að þessi loforð séu takmörkuð eða bundin eingöngu við daga postulanna, heldur nái þau til safnaðar Krists á öllum öldum. Frels-arinn segir fylgjendum sínum: “Og sjá eg er með yður alla daga, alt til enda veraldarinnar”. Matt. 28: 20. Og Páll postuli segir að gjafir og birting andans hafi verið veitt söfnuðinum: “Til þess að fullkomna hina heilögu, til að láta þeim þjónustu í té, líkama Krists til uppbygg-ingar, þangað til vér allir verðum einhuga í trúnni og þekkingunni á Guðs syni, verðum eins og fullorðinn maður og náum vaxtartakmarki Krists fyllingar”. Ef. 4: 12, 13.DM 13.2

  Í nánu sambandi við birtingu hins mikla dags Guðs hefir Drottinn fyrir munn Jóels spámanns lofað sérstakri úthelling anda síns. Jóel 2: 28. Þessi spádómur var að nokkru leyti uppfyltur þegar heilagur andi kom yfir postulana á hvítasunnudag, en hann mun fullkomlega rætast þegar hin guðlega náð birtist, sem samfara verður síðustu boðun náðarboðskaparins. Fyrir upplýsingu heil-ags anda hefir höfundi þessarar bókar birst hinn langi bardagi milli góðs og ills. Smám saman hefir mér auðn-ast að sjá það og skilja, hvernig fram hefir farið deilan mikla milli Krists, konungs lífsins og höfundar sáluhjálp-ar vorrar annars vegar, og Djöfulsins, konungs hins illa og höfundar syndarinnar, þess er fyrst braut Guðs heilaga lögmál.DM 13.3

  Með því að andi Guðs hefir opnað huga mínum að-gang að sannindum síns heilaga orðs og sýnt mér bæði fortíð og framtíð, hefir mér verið falið að kunngjöra öðr-um það, sem mér hefir þannig verið opinberað — að fara yfir sögu deilunnar á umliðnum öldum, og sérstaklega að skýra frá því á þann hátt að eg varpaði sem björtustu ljósi á framtíðarbaráttuna, sem óðum nálgast. Til þess að gjöra þetta hefi eg leitast við að velja og setja saman atriði í kirkjusögunni á þann hátt að fylgja mætti full-komnun hins áreiðanlega sannleika, sem á ýmsum tímum hefir verið veittur heiminum, sem hefir æst hinn vonda til reiði og vakið óvild hinnar heimselskandi kirkju, og sem fram hefir verið haldið með vitnisburði þeirra, sem “eigi var lífið svo kært að þeim ægði dauðinn”.DM 14.1

  Í þessu, sem hér er birt, má sjá ímynd hins komandi stríðs. Þegar það er skoðað í ljósi Guðs orðs og við upp-lýsing heilags anda, þá sjáum vér afhjúpuð vélabrögð hins illa og þær hættur, sem þeir verða að forðast, sem íinnast vilja “lýtalausir” frammi fyrir Drotni þegar hann kemur.DM 14.2

  Það er ekki eins mikið til þess að koma fram með nýjan sannleika um baráttu fyrri tíma, að þessi bók er rituð, eins og hitt að draga fram grundvallar atriði og veruleika, sem snerta hina komandi viðburði. Samt sem áður er það að þegar þetta er skoðað sem einn hluti af deilunni milli myrkursins og ljóssins, þá sést að alt hefir það þá stefnu að gefa nýja þýðingu og með aðstoð þess er lýst fram í ókomna tímann, og ljósi kastað á vegu þeirra, sem verða eins og hinir fyrri siðabótamenn, kall-aðir til þess að “bera vitni um orð Guðs og um vitnisburð Jesú Krists”, jafnvel þótt það kosti þá tap sinnar jarð-nesku sælu.DM 14.3

  Til þess að skýra hina miklu deilu milli sannleika og villu; til þess að opinbera ilsku Satans, og þau meðul, sem bezt dugi til varnar gegn honum; til þess að leysa við-unanlega úr gátunni um hið illa; með því að bregða slíku ljósi yfir uppruna og síðustu afmáning syndarinnar að fullkomlega yrði skýrt réttlætið og náðin Guðs í allri breytni hans við oss, og að sýna hið heilaga, óbreytilega eðli lögmáls hans, alt þetta er takmark þessarar bókar. Að fyrir áhrif hennar megi sálir frelsast frá valdi myrkr-anna og “til að fá arfleifð heilagra í ljósinu” til dýrðar honum, sem elskaði oss og gaf sjálfan sig vor vegna, það er einlæg bæn höfundarins.DM 14.4

  E. G. W.

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents