Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Whitefield og Wesleybræður

  Málefni Drottins, sem þannig var með heiðri og stað-festu varið og útbreitt á seytjándu öldinni; það að sann-leikurinn sé framfaragjarn; að kristnir menn ættu að vera reiðubúnir til þess að taka á móti öllu andlegu ljósi, sem skín frá Guðs heilaga orði; þessu málefni gleymdu afkomendur hinna trúföstu manna. Mótmælendakirkj-urnar, sem svo mikillar blessunar höfðu notið að þeim auðnaðist að sjá hið rétta ljós Guðs orðs á dögum siða-bótarinnar, þær brugðust í því tilliti að halda áfram á brautum sannleikans og siðabótanna. Þótt fáeinir trú-fastir menn risu upp hér og þar öðru hvoru, sem prédik-uðu trúarsannindin, þá létu flestir sér það nægja að trúa eins og feður þeirra höfðu trúað og lifa eins og þeir höfðu lifað. Trúarbrögðunum hnignaði aftur svo mjög að þau urðu mestmegnis líflausar reglur, villukenningar og hjá-trú, sem hefði eyðilagst með öllu, ef kirkjan hefði haldið áfram að fara eftir ljósi Guðs orðs. Kirkjan prédikaði og verndaði hégiljur, í stað þess að halda fast við þá trú, sem hinum helgu mönnum hafði verið gefin. Þannig voru smánuð þau grundvallaratriði, sem siðabótamennirnir höfðu boðað, lifað fyrir, liðið fyrir og látið lífið fyrir.DM 174.1

  Á átjándu öldinni, sem var öld andlegs náttmyrkurs, komu þeir fram Whitefield og Wesley sem ljósberar Drottins. Undir stjórn ríkiskirkjunnar á Englandi hafði fólkið hörfað aftur til baka í trúarlegt kæruleysi. Nátt-úrulögin voru talin hin æðstu trúarbrögð og þau lásu klerkar og lærðir menn með ástundun; með því var guð-fræði þeirra svo að segja lokið. Hærri flokkar mannfé-lagsins gerðu gys að guðfræðinni og stærðu sig af því að þeir væru hafnir upp yfir það, sem þeir kölluðu ofstæki.DM 174.2

  Lægri flokkarnir voru fávitrir í mesta máta og mjög gefnir til lasta, en kirkjan hafði nú tapað öllu hugrekki og allri alvöru til þess að koma til bjargar hinum fótum troðna málstað sannleikans.DM 175.1

  Hin mikla kenning um réttlæting af trúnni, sem Lúter kendi svo greinilega, hafði svo að segja fallið nið-ur með öllu; en rómverska kenningin um réttlæting af verkunum var komin í staðinn. Whitefield og Wesley-fylgjendur, sem voru meðlimir hinnar viðurkendu kirkju, sóttust í einlægni eftir því að þóknast Guði, og hafði þeim verið kent það að sú velþóknun fengist með góðum verk-um, dygðugu líferni og með hlýðni við boð kirkjunnar.DM 175.2

  Þegar Karl Wesley varð veikur í eitt skifti og bjóst við að deyja, þá var hann spurður hvað það væri, sem hann bygði á sáluhjálp sína; svar hans var þetta: “Eg hefi gert mitt bezta til þess að þóknast Guði”. Svo hefir honum víst fundist sem vinur hans er spurði hafi ekki verið allskostar ánægður með svarið, og bætti hann því við þessum orðum, eftir stutta þögn: “Hvað er þetta; eru ekki tilraunir mínar nægilegt vonarefni um sáluhjálp? Mun Guð ekki taka tilraunir mínar gildar? Eg hefi ekkert annað á að byggja”. Slíkt var myrkur það sem um-kringdi kirkjuna og huldi friðþægingar kenninguna, rændi Krist þeirri dýrð sem honum bar og sneri hugum manna frá hinni einu sáluhjálpar von — blóði hins krossfesta endurlausnara.DM 175.3

  Eftir að John og Karl Wesley voru vígðir til prests-þjónustu, voru þeir sendir sem trúboðar til Vesturheims. Á skipinu voru nokkrir Herrnhútar. Veður var afar ilt, og þegar John Wesley stóð augliti til auglitis frammi fyrir dauðanum, fann hann að hann átti ekki fulla vissu fyrir friði við Guð almáttugan; pjóðverjar aftur á móti voru svo rólegir og fullir trausts að hann dáðist að og skildi það ekki.DM 175.4

  Þegar þeir voru á ferðinni heim aftur fékk Wesley skýringar á biblíunni hjá þýzkum prédikara, og veitti það honum skýrari skilning. Hann sannfærðist um það að hann yrði að hverfa frá öllu trausti á eigin verk til sálu-hjálpar, og setja alt traust sitt á “lamb Guðs, sem burtu ber heimsins syndir”. Á fundi Herrnhúta í Lundúnaborg, var lesin upp yfirlýsing frá Lúter með skýringu á þeim breytingum, sem heilagur andi gerði í hjarta hins trúaða manns. Þegar Wesley hlustaði á þetta, kviknaði trú í sálu hans: “Eg fann til undarlegs hita í hjarta mínu”, sagði hann; “eg fann það að eg treysti á Krist og hann einan mér til sáluhjálpar; og eg fékk vissu fyrir því að hann hefði tekið burtu syn lir mínar; jafnvel mínar og frelsað mig frá lögmáli syndarinnar og dauðans”. 1 Whitehead, “Life of John Wesley”, 52. bls. DM 175.5

  Wesley hafði um margra ára skeið neytt allra krafta til þess að leita Guðs; hafði hann valið til þess vegi sjálfs-afneitunar, ásakana og lítillækkunar. Nú hafði hann fundið Guð; og hann hafði fundið það að sú náð sem hann reyndi að ávinna sér með bænum og föstum, með ölmusu-gjöfum og sjálfsafneitun, var gjöf sem ekki fékst “fyrir peninga né nokkurt veraldlegt verð”.DM 176.1

  Þegar Wesley var einu sinni orðinn staðfastur í trúnni á Krist, brann sál hans af þrá til þess að veita öðrum þekkinguna, sem hann sjálfur hafði öðlast; hann þráði heitt og innilega að koma út í allar áttir þekkingunni um hina gefnu náð Guðs mikla gleðiboðskapar. “Eg skoða allan heiminn sem minn söfnuð” sagði hann. “Eg skoða það sjálfsagða skyldu mína að kunngjöra öllum sem vilja heyra, gleðiboðskap sáluhjálparinnar”. 2 Whitehead, “Life of John Wesley”, 74. bls. DM 176.2

  Whitefield og Wesley bræður höfðu verið búnir undir verk sitt með langvarandi og beiskri sannfæringu um það, hversu vonlaust væri um þeirra eiginn hag, með því að treysta á réttlæting verkanna; og til þess að þeir gætu staðist hörmungarnar eins og góðir liðsmenn Krists, höfðu þeir orðið að þola eldraunir háðunganna, aðhlátursins og ofsóknanna, bæði á háskólanum og eins þegar þeir tóku við prestskap. Þeir og nokkrir aðrir menn sem fylgdu skoðun þeirra voru í háði nefndir meþódistar af hinum óguðlegu samnámsmönnum þeirra — en nú á dögum er það nafn talið virðulegt af einni hinni stærstu kirkjudeild á Englandi og í Vesturheimi.DM 176.3

  Meþódistar þeirra daga — bæði prestarnir og söfn-uðurinn — urðu fyrir aðhlátri og ofsóknum, bæði frá þeirra hálfu sem kirkjunum tilheyrðu og hinum, sem opin-berlega játuðu það að þeir væru trúlausir; var þetta gert með ranghermi og misskilningi. Þeir voru teknir fastir og dregnir fyrir lög og dóm — var sá dómur ekki neitt réttarfar nema að nafninu til — sannarlegur réttur var sjaldgæfur í þá daga. Þessir menn urðu oft að sæta illri meðferð af höndum ofsóknarmannanna, fóru skríls-flokkar hús úr húsi og eyðilögðu eignir og húsbúnað, rændu því sem þeim sýndist o. s. Írv., svívirtu þeir oft konur, misþyrmdu börnum og meiddu menn. Stundum voru festar upp auglýsingar á almanna færi, þar sem menn er viljugir væru til þess skyldu gefa sig fram á vissum stað og vissum tíma, til þess að brjóta glugga og ræna hús meþódista. Þessi opinberu brot á lögum Guðs og manna voru látin viðgangast án nokkurrar hegningar. Regluleg ofsókn fór fram gegn fólki, sem ekkert hafði til saka unnið nema það að reyna til þess að snúa mönnum frá syndsamlegum verkum og illu líferni til hreinleika og trúar.DM 176.4

  Hin mikla andlega afturför, sem hafði átt sér stað á Englandi rétt fyrir daga Wesleys, var að miklu leyti sprottin af syndalausnarkenningunni. Margir héldu því fram að Kristur hefði í eitt skifti fyrir öll og fyrir alla menn borið byrði syndarinnar og borgað þá skuld, væru því kristnir menn lausir við hana og hvítþvegnir; Kristur hefði afnumið siðferðislögin og kristnir menn væru ekki skyldir að hlýða þeim; þeir héldu því fram að trúaðir menn væri frelsaðir frá “lögmáli góðra verka”. Aðrir viðurkendu að vísu að siðferðislögin væru eilíflega í gildi, en héldu því fram hins vegar að ónauðsynlegt væri fyrir presta að eggja fólkið til hlýðni við þau vegna þess að þeir sem Guð hafði fyrirhugað til frelsunar mundu, sam-kvæmt hinu ómótstæðilega afli guðlegrar náðar, leiðast sjálfkrafa til guðræðni og hreinlífis, “en hinir, sem dæmd-ir væru til eilífrar glötunar, gætu ekki með neinum ráðum hlýtt hinum guðlegu lögum”.DM 177.1

  Sem svar gegn því að með dauða Krists hefðu boð-orðin verið afnumin og siðalögin með, sagði Wesley þetta: “Siðferðislögin í hinum tíu boðorðum sem postularnir héldu fram afnam Kristur ekki, það var ekki tilgangur-inn með komu hans að afnema neitt af þeim. Þetta eru lög, sem aldrei geta orðið úr gildi numin, þau standa stöð-ug “eins og hið trúfasta vitni á himnum”.... þessi lög eru frá alda öðli “rituð — ekki á steintöflur” heldur á hjörtu allra mannanna barna, þegar þau koma frá hendi skapara síns. Og þótt þau rit sem einu sinni voru skráð af fingri Guðs, séu nú afmáð að miklu leyti fyrir áhrif syndarinnar, þá samt verða þau aldrei með öllu afmáð á meðan vér getum að nokkru leyti gert greinarmun ills og góðs. Lög þessi verða að vera í gildi meðal allra þjóða um allar aldir; þau eru hvorki bundin við stund né stað og þau geta ekki breyzt, heldur eru þau sama eðlis og hinn eilífi, alstaðar nálæg sem hinn óumbreytanlegi Guð sjálfur; þau eru lög milli Guðs og manna og verða það svo lengi sem afstaða mannanna til Guðs er sú sem hún er og verður altaf. — — “Eg er ekki kominn til þess að afnema, heldur til þess að fullkomna” Á því leikur enginn efi að hugsun frelsarans á bak við þessi orð er (þegar alt er tekið til greina á undan og eftir), — eg er til þess kominn að fullkomna lögin, þrátt fyrir allan ófullkomleik mannanna; eg er til þess kominn að leiða það í ljós, sem í myrkrum var hulið og skýra það fyrir mönnum sem þeir skildu ekki eða misskildu í lögunum; eg er til þess kominn að lýsa því yfir hversu áríðandi séu allir partar þess-ara laga, öll boðorðin; eg er kominn til þess að sýna hæð og dýpt og hinn óskiljanlega hreinleika og guðdómleika laganna í öllum atriðum”. 1Wesley works, 25. ræða. DM 177.2

  Wesley lýsti því yfir að fullkomið samræmi væri milli lögmálsins og fagnaðarerindisins. “Það er þess vegna hið nánasta samband sem hugsast getur milli lögmálsins og guðspjallanna. Annars vegar dregur lögmálið sig stöð-ugt í hlé og bendir oss til fagnaðarerindisins, hins vegar leiða guðspjöllin oss til nákvæmari uppfyllingar lögmáls-ins. Lögmálið skipar oss t. d. að elska Guð, að elska náunga vorn, að vera auðmjúkir, lítillátir, eða heilagir. Vér finn-um til þess að vér getum ekki uppfylt þessi boðorð, meira að segja ‘að fyrir oss mennina séu þessi boðorð ómögu-leg’, en vér sjáum hvar Guð lofar að veita oss þessa élsku og gera oss auðmjúka, lítilláta og heilaga; vér meðtökum þessi guðspjöll, þennan gleðiboðskap; vér njótum þeirra samkvæmt trú vorri, og ‘réttlæti lögmálsins uppfyllist á oss’ fyrir trú sem vér höfum á Jesú Kristi”. ....DM 178.1

  “Meðal allra verstu óvina náðarboðskaparins”, sagði Wesley, “eru þeir sem opinberlega og greinilega dæma lögmálið sjálft og ‘tala illa um það’; þeir sem kenna mönnum að brjóta (að leysa upp, að losa) skuldbindinguna ekki að eins undan einu boðorðinu, hvort sem það er það mesta eða minsta, heldur öllum boðorðunum í einu. Það undrunarverðasta af öllu í sambandi við þessa blekk-ingu, er það að þeir sem yfirgefið hafa lögmálið trúa því í raun og sannleika að þeir heiðri Krist með því að varpa fyrir borð hans eigin lögmáli, og að þeir séu að víðfrægja köllun hans á sama tíma sem þeir eyðileggja kenningar hans. Þessir menn heiðra hann á sama hátt og Júdas gerði þegar hann sagði: ‘Heill sért þú, meistari, og kysti hann’. Og Kristur getur alveg með sama rétti sagt við sérhvern þeirra: ‘Svíkur þú mannsins son með kossi?’ pað er ekkert annað en að svíkja hann með kossi að tala um blóð hans, en taka burtu kórónu hans; að ganga fram hjá nokkrum hluta af lögmáli hans, undir því yfirskyni að með því séu boðuð guðspjöll hans. Enginn getur heldur komist undan þessari kæru, sem prédikar trú á nokk-urn þann hátt, sem beinlínis eða óbeinlínis styður að því að vanrækja nokkra grein hlýðninnar; sem prédikar Krist á þann hátt að hann rýrir gildi eða veikir á nokkurn hátt hið allra minsta boðorðanna”. 1Wesley works, 25. ræða. DM 178.2

  Sumir voru þeir sem héldu því fram að prédikun fagnaðarboðskaparins uppfylti alt lögmálið; þeim svaraði Wesley þannig: “Vér neitum þessu með öllu. Það full-komnar ekki hið allra fyrsta atriði lögmálsins, sem sé það að sannfæra menn um syndina, að vekja þá til meðvitund-ar, sem sofa á barmi glötunarinnar. Postulinn Páll segir: “Fyrir lögmálið fæst þekking syndarinnar”. Og það er ekki fyr en maðurinn er orðinn sannfærður um synd sína, að hann finnur innilega til þeirrar þarfar að leita fyrir-gefningar fyrir endurleysandi blóð Jesú Krists.... “Heil-ir þurfa ekki læknis við”, segir postulinn sjálfur, “heldur hinir sem vanheilir eru”. Það er þess vegna heimskulegt að bjóða þeim lækni sem heilir eru, eða sem að minsta kosti ímynda sér að þeir séu heilir. Fyrst verður að sannfæra þá um það að þeir séu veikir, annars þakka þeir ekki fyrirhöfnina. Það er jafn heimskulegt að bjóða þeim Krist sem eiga heilt hjarta, sem aldrei hefir enn orðið sundurkramið”. 2Wesley works, 3 5. ræða. DM 179.1

  Þannig reyndi Wesley eins og meistari hans, að “mikla lögmálið og heiðra það”, jafnframt því sem hann prédikaði náðarboðskapinn. Trúlega leysti hann það verk af hendi sem Guð hafði fengið honum, og dýrðlegir voru þeir ávextir, sem honum auðnaðist að sjá. Þegar hann leit yfir sinn liðna, langa æfi dag, eftir hálfrar aldar trú-boðsstarf, voru einlægir fylgjendur hans fleiri en hálf miljón manna. En fjöldi sá er fyrir áhrif starfs hans hafði hafist upp frá glötun og niðurlægingu syndarinnar, til hærra og hreinna líferins; og tala þeirra, sem fyrir prédikanir hans höfðu fengið dýpri og dýrðlegri reynslu, verður aldrei opinber mönnum fyr en alt Guðs fólk safnast saman frelsað og endurleyst í ríki Drottins. Líf hans er fyrirmynd, sem meira er virði hverjum kristnum manni en metið verði. ó, að hans mikla trú, og lítillæti; hans óþreytandi áhugi og sjálfsafneitun; hin mikla undir-gefni þessa staðfasta þjóns frelsarans mætti endurspegl-ast í kirkju vorra daga!DM 179.2

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents