Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Ofsóknir á fyrstu öldum

    Frelsarinn sá það þegar í byrjun hversu ofviðrin mundu dynja á hinni kristnu kirkju, og þegar hann horfði lengra fram í tímann sá hann hina æðisgengnu eyðandi storma ofsóknanna, sem lærisveinar hans áttu að mæta í framtíðinni á öldum myrkranna og ofsóknanna. Í fáum og stuttum setningum, þrungnum af djúpri og ægilegri þýðingu, spáði hann um mótþróa þann, sem stjórnendur heimsins mundu veita söfnuði Drottins. 1Matt. 24: 9, 21, 22. DM 31.1

    Saga kirkjunnar á fyrstu öldum vitnaði um uppfyll-ing þessara spádóma frelsarans. Völd heims og helju tóku saman höndum gegn Kristi í ofsóknum á móti læri-sveinum hans. Heiðindómurinn sá það fyrir fram að ef náðarboðskapurinn yrði yfirsterkari, þá hryndu hof hans og ölturu til grunna; þess vegna var það að heiðindóm-urinn fylkti öllu sínu liði til þess að eyðileggja kristnina. Eldar ofsóknanna voru kyntir af alefli; kristnir menn voru sviftir eignum sínum og reknir burt frá heimilum sínum. Þeir “urðu að þola mikla raun þjáninga”. Þeir “urðu að sæta háðsyrðum og húðstrokum og þar á ofan fjötrum og fangelsi”. 2Heb. 11: 36, 37. Fjöldi þeirra innsiglaði vitnisburði sína með blóði sínu. Tignir borgarar jafnt sem þrælar; ríkir jafnt sem fátækir; lærðir jafnt sem fáfróðir voru líflátnir miskunnarlaust.DM 31.2

    Þessar ofsóknir hófust á ríkisstjórnarárum Nerós, um það leyti sem Páll postuli leið píslarvættisdauða og héldu áfram með meira og minna æði svo öldum skifti. Kristnir menn voru ranglega kærðir um hina ógurleg-ustu glæpi, og því lýst yfir að þeir væru orsök í ósegjanlegum hörmungum — svo sem hungursneyð, drepsóttum, og jarðskjálfta. Þegar þeir urðu fyrir almennu hatri og grunsemd voru menn reiðubúnir að koma fram gegn þeim og bera Ijúgvitni í gróða skyni, þótt þeir vissu að þeir væru saklausir. Þeir voru dæmdir sem uppreistar-menn gegn ríkinu, sem fjandmenn trúarinnar og vargar í véum í félagslífi manna. Fjölda mörgum þeirra var kastað fyrir óarga dýr eða þeir brendir á báli í samkvæm-issölum. Sumir voru krossfestir, aðrir voru vafðir í skinnum villidýra og þeim síðan kastað inn á leiksviðið, þar sem þeir voru rifnir í sundur af grimmum hundum. Þessar aðferðir, sem kallaðar voru hegningar, voru oft hafðar til skemtunar á almennum samkvæmum. Ótelj-andi manngrúi safnaðist oft saman til þess að horfa á slíkt sér til ánægju, og hlátur og lófaklapp gall við þegar hinir deyjandi píslarvottar engdust sundur og saman af ofraun kvalanna.DM 31.3

    Hvar sem lærisveinar Krists leituðu hælis voru þeir ofsóttir eins og þeir væru rándýr. Þeir neyddust til þess að fara huldu höfði og felast á auðnum og afskektum stöðum. “Alls vana, aðþrengdir og illa haldnir reikuðu þeir um óbygðir og fjöll og héldust við í helium og jarð-holum”. 1Heb. 11: 37, 38. DM 32.1

    Já, slík voru kjör þeirra manna, sem svo voru göfugir að heimurinn var þeirra ekki verður. Þúsundir manna leyndust í grafhvelfingum. Undir hæðum fyrir utan Rómaborg höfðu löng göng verið grafin gegn um jarðveg og kalk. Eins og net kvísluðust þessi mörgu jarðgöng í allar áttir út fyrir borgarmúrana. í þessum neðanjarð-arfylgsnum grófu lærisveinar Krists sína dauðu og þang-að leituðu þeir einnig á flótta fyrir ofsóknum og hnefa-rétti; þar var þrautalendingin þegar hvergi var örugt annarsstaðar.DM 32.2

    Engar ofsóknir, hversu hlífðarlausar sem þær voru, veiktu hjá lærisveinum Krists trúna á hann, né öftruðu þeim frá því að vitna um hann. Þó þeir væru rændir öllum þægindum; útilokaðir frá sólarljósinu, og leitandi hælis og heimilis í hinum dökku og dimmu iðrum jarðar-innar, þar sem friður og öryggi ríkti, þá mögluðu þeir aldrei. Þeir hughreystu hverir aðra með orðum trúar, þolgæði og vonar til þess að þola harðrétti og hörmungar. pótt þeir væru sviftir allri veraldlegri blessun, var það engum mögulegt að neyða þá til þess að afneita trúnni á Krist. Þrautir og ofsóknir skoðuðu þeir sem meðal er færði þá nær heimkynni hvíldar og verðlauna.DM 32.3

    Eins og þjónar Drottins í fornöld voru margir þeirra “pyndaðir og þáðu ekki lausnina, til þess þeir öðluðust betri upprisu”, 1Heb. 11: 35. — þeir heyrðu rödd Drottins segjandi: “Vertu trúr alt til dauðans og þá mun eg gefa þér lífsins kórónu”. 2Opinb. 2: 10. DM 35.1

    Árangurslausar voru tilraunir myrkrahöfðingjans til þess að eyðileggja kirkju Krists með ofbeldi. Hin mikla deila, sem lærisveinar Krists urðu að láta lífið fyrir, hvarf ekki úr sögunni þegar hinir trúföstu merkisberar gengu til moldar. Þeirra stærsti sigur var í ósigrinum. Verkamenn Drottins voru líflátnir, en verk þeirra héldu áfram stöðugt og sívaxandi. Náðarboðskapurinn út-breiddist og þeim fjölgaði ár frá ári sem hann aðhyltust. Hann komst þangað sem ómögulegt var að komast, jafn-vel hersveitum Rómverja.DM 35.2

    Þúsundum manna var varpað í fangelsi og þeir líf-látnir; en aðrir risu upp til þess að koma í þeirra stað og bera merkið sem þeir höfðu haldið á lofti. Og þeir sem dóu píslarvættisdauða fyrir trú sína voru trygðir Kristi og af honum taldir sigurvegarar. Þeir höfðu bar-ist góðri baráttu og þeir áttu að hljóta kórónu dýrðarinn-ar þegar Kristur kæmi. Allar þær hörmungar sem hinir kristnu menn liðu færðu þá bæði nær hverja öðrum og nær frelsara þeirra. Þeirra lifandi eftirdæmi og þeirra deyjandi vitnisburðir voru stöðugir vitnisburðir um sann-leikann og þar sem sízt var við búist yfirgáfu fylgjendur myrkrahöfðingjans þjónustu hans og fylktu sér undir merki Krists.DM 35.3

    Myrkrahöfðinginn þurfti því á leyniráðum að halda til þess að betur mætti hepnast stríð hans gegn stjórn Drottins; í því skyni laumaði hann merki sínu inn í hina kristnu kirkju. Ef honum tækist að blekkja fylgjendur Krists og fá þá til þess að vanþóknast Guði sínum, þá var það unnið að styrkur þeirra, þrek og staðfesta hlaut að fara út um þúfur og þeir að verða sigraðir með lítilli fyrirhöfn.DM 35.4

    Hinn mikli óvinur reyndi nú að koma því fram með brögðum, sem honum hafði mistekist að vinna með ofur-efli. Ofsóknirnar hættu og í þeirra stað komu hinar hættulegu ginningar og freistingar í sambandi við trúar-lega velgengni og veraldlega upphefð. Skurðgoðadýrk-endur voru leiddir til þess að taka upp nokkur atriði hinnar kristnu trúar, jafnframt því sem þeir neituðu öðr-um aðalsannindum hennar. Þeir þóttust viðurkenna Jesús sem Guðs son og trúa á dauða hans og upprisu; en þeir höfðu enga syndar meðvitund og fundu alls ekki til þess að þeim væri þörf á iðrun eða afturhvarfi. Þegar þeir þannig gáfu dálítið eftir, töldu þeir það sanngjarnt að hinir kristnu mættu þeim á miðri leið og allir gætu þannig mæzt á því atriði að trúa á Krist.DM 36.1

    Nú var kirkjan í voðalegri hættu. Fangelsi, pint-ingar, eldur og sverð voru blessun í samanburði við það, sem nú dundi yfir. Sumir hinna kristnu stóðu fastir fyrir eins og bjarg, hvað sem á gekk, og lýstu því yfir að þeim væri ómögulegt að slaka neitt til. Aðrir vildu sveigja til eða slá af í sumum kenningum trúar sinnar; sögðu þeir að með því móti að bindast félagsskap við þá sem játað hefðu nokkurn hluta kristninnar, gætu þeir ef til vill vonast eftir að ná takmarki sínu og snúið hinum til fullnustu. Þetta olli hinum sannkristnu mikilla áhyggja; undir skykkju og yfirskyni uppgerðar kristni var myrkra-höfðinginn að koma áhrifum sínum inn í sjálfa kirkjuna til þess að veikja trúna og snúa hugum manna frá sann-leikanum.DM 36.2

    Loksins létu flestir hinna kristnu tilleiðast að lækka merkið og sameining átti sér stað milli kristni og heiðin-dóms. Þrátt fyrir það þótt hjáguðadýrkendur þættust vera snúnir til kristni og sameinuðust kirkjunni í orði kveðnu, þá héldu þeir samt fast við hjáguðadýrkun sína og breyttu aðeins tilbeiðsluformi sínu þannig að þeir til-báðu líkneski Krists og jafnvel Maríu og hina helgu menn. Hin hættulegu áhrif skurðgoðadýrkunarinnar, sem þann-ig komust inn í kirkjuna, sýrðu hana stöðugt og afvega-leiddu. Óheilbrigðar kenningar, hjátrúarþulur og skurð-goðasiðir voru blandaðir kirkjutrúnni og guðsþjónust-unni. Þegar fylgjendur Krists sameinuðust þannig skurðgoðadýrkendum, spiltist kristna trúin og kirkjan tapaði hreinleika sínum og krafti. Þeir voru þó altaf nokkrir, sem ekki létu afvegaleiðast af þessum blekk-ingum. Þeir stóðu enn stöðugir í trúnni á höfund sann-leikans og tilbáðu hinn eina og sanna Guð.DM 36.3

    Það kostaði hina trúföstu ósegjanlega baráttu að standa óbifanlegir gegn blekkingum og móðgunum, sem voru bornar fram í dulargerfi heilagleikans og þeím laum-að inn í kirkjuna. Biblían var ekki viðurkend sem hin óskeikula regla og mælisnúra trúarinnar. Kenningarnar um trúarbragðafrelsi voru taldar villulærdómar og þeir sem þeim fylgdu voru hataðir og ofsóttir.DM 37.1

    Eftir langt og strangt stríð afréðu hinir fáu trúföstu að slíta öllu sambandi við hina fráföllnu kirkju, ef hún héldi áfram í falskenningum og skurðgoðadýrkun; þeir sáu það að skilnaður var óhjákvæmilegur ef þeir áttu að hlýða orði og boðum Drottins. Þeir gátu ekki þolað yfir-sjónir sem kostuðu sáluhjálp þeirra og gáfu þau eftir-dæmi sem stofnuðu sanntrúnaði barna þeirra og barna-barna í hættu. Þeir voru reiðubúnir að slaka til í hverju sem var, svo framarlega sem það kom ekki í bága við trúfesti þeirra við Guð; en þeir álitu að jafnvel friður yrði of dýrkeyptur ef hann ætti að vera borgaður með því að fórnfæra fyrir hann sannfæringunni.DM 37.2

    Hinir fyrstu kristnu voru sannarlega undarlegt fólk; hið óaðfinnanlega líferni þeirra og flekklausa breytni og staðfasta trú urðu stöðugt til þess að trufla frið syndar-anna. Þótt þeir væru fáir og fátækir, lítilsvirtir og fyrir-litnir, þá stóð illgerðamönnum ótti af þeim hvar sem framferði þeirra og kenningar þektust. Þess vegna höt-uðu hinir óguðlegu þá með því hatri, sem Kain hataði Abel bróður sinn. Af sömu ástæðum sem Kain myrti Abel líflétu þeir lærisveina hins lifanda Guðs, svo að þeir fengju losnað við áhrif hins heilaga anda. Það var fyrir sömu ástæðurnar að Gyðingar afneituðu frelsaranum og krossfestu hann — vegna þess að hreinleiki og heilagleiki í lífi hans og breytni var þeim stöðug áminning og ásökun fyrir sjálfselsku þeirra og spilling. Frá dögum Krists og alt til vorra daga hafa hinir trúu lærisveinar hans vakið á sér hatur og ofsóknir þeirra sem elska syndina og fylgja vegum hennar. Guðspjöllin eru friðarboðskapur; biblían er sannorð. Kristnin er þannig í eðli sínu að þegar hún er meðtekin og henni hlýtt, þá hlýtur hún að útbreiða frið, samræmi og hamingju á jarðríki. Kristna trúin sameinar í bræðralagi alla þá sem henni veita mót-töku og hlýða kenningum hennar. Það var erindi Krists í þennan heim að sætta mennina við Guð og þannig sætta þá hvern við annan. En veröldin er yfir höfuð undir stjórn Satans, versta óvinar Jesú Krists. Guðspjöllin kenna mönnum eiginleika lífernis, sem er öldungis and-stætt ástríðum og girndum og þeir gera uppreist á móti því. Þeir hata hreinleikann sem birtir og fordæmir syndir þeirra og þeir ofsækja og eyðileggja þá, sem brýna fyrir þeim hinar réttlátu og heilögu kröfur Guðs orðs. Það er í þessum skilningi sem guðspjöllin eru nefnd sverð.DM 37.3

    Hið leyndardómsfulla almætti, sem lætur það við-gangast að hinir réttlátu þoli ofsóknir af höndum hinna óguðlegu, hefir verið mörgum þeim mönnum erfið gáta, sem trúarveikir hafa verið. Sumir eru jafnvel reiðubún-ir að kasta trúnni á Drottinn fyrir þá sök að hann lætur viðgangast að hinir verstu menn komist áfram með klæki sína og farnast vel, en hinir beztu og hreinustu eru of-sóttir og kvaldir með grimdarafli þeirra. Frelsarinn sagði við lærisveina sína: “Minnist orðsins sem eg hefi talað til yðar: Ekki er þjónn meiri en húsbóndi hans. Hafi þeir ofsótt mig, þá munu þeir líka ofsækja yður”. 1Jóh. 15: 20. Jesús leið fyrir oss meira en nokkrir lærisveina hans gætu liðið vegna grimdar vondra manna. Þeir sem verða fyrir hörmungum og píslarvætti gera ekkert annað en feta í fótspor Guðs elskulega sonar.DM 38.1

    “Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið”. 22. Pét. 3: 9. Hann gleymir ekki börnum sínum og vanrækir ekki þarfir þeirra, en hann leyfir hinum illu að sýna hið sanna hugarfar þeirra til þess að enginn er á hann trúir blekk-ist að því er þá snertir. Enn er hinum réttlátu varpað í glóandi ofn hörmunganna til þess að þeir geti sjálfir hreinsast og til þess að eftirdæmi þeirra geti sannfært aðra um veruleika trúar og guðdóms. Og einnig til þess að hin óskeikula stefna þeirra verði til fordæmingarhinum óguðlegu og trúlausu.DM 38.2

    Guð líður það að hinum illu farnist vel, og hann líður það að þeir opinberi óvináttu sína gegn honum; til þess að þegar þeir hafa fylt mæli synda sinna geti allir séð réttlæti hans og miskunnsemi í algerðri eyðileggingu þeirra. Reiðidagur hans nálgast þegar allir þeir er brotið hafa lög hans og þjakað fólki hans hljóta nú makleg málagjöld, þegar öll grimdarverk hinna illu gegn hinum trúuðu sæta hegningu, eins og þau væru framin gegn Kristi sjálfum.DM 38.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents