Hið óumbreytanlega lögmál Guðs
- Formáli
- Inngangur
- Eyðilegging Jerúsalemsborgar
- Ofsóknir á fyrstu öldum
- Fráfallið
- Valdensarnir
- John Wycliffe
- Húss og Jerome
- Lúter yfirgefur Rómversku kirkjuna
- Lúter frammi fyrir ríkisþinginu
- Siðabótin heldur áfram á þýzkalandi
- Mótmæli höfðingjanna
- Siðabótin í öðrum löndum
- Whitefield og Wesleybræður
- Fyrirboðar morgunsins
- Stórkostleg trúarvakning
- Siðabótin í vesturheimi
- Vonbrigði
- Hvað er helgidómurinn?
- Í hinu allra helgasta
- Hið óumbreytanlega lögmál Guðs
- Siðabótastarf
- Hinn rannsakandi dómur
- Áform páfadómsins
- Baráttan sem yfir vofir
- Ritningin er örugg vörn
- Síðasta aðvörun
- Hörmungatíminn
- Guðs fólk frelsað
- Konungurinn kemur
- Jörðin verður að auðn
- Deilan enduð
Search Results
- Results
- Related
- Featured
- Weighted Relevancy
- Content Sequence
- Relevancy
- Earliest First
- Latest First
- Exact Match First, Root Words Second
- Exact word match
- Root word match
- EGW Collections
- All collections
- Lifetime Works (1845-1917)
- Compilations (1918-present)
- Adventist Pioneer Library
- My Bible
- Dictionary
- Reference
- Short
- Long
- Paragraph
No results.
EGW Extras
Directory
Hið óumbreytanlega lögmál Guðs
“Og musteri Guðs opnaðist, það sem á himni er, og sáttmálsörk hans birtist í musteri hans”.1Opinb. 11 : 19. Sáttmálsörk Guðs er í hinu allra helgasta, hinni annari deild helgidóms-ins. Við þjónustuna í hinni jarðnesku tjaldbúð, þar sem þjónað var “eftir mynd og skugga hins himneska”, var þessi deild aðeins opnuð á hinum mikla friðþægingardegi til hreinsunar helgidómsins. Þess vegna bendir yfirlýs-ingin um það að musteri Guðs sé opnað á himnum, og hitt að sáttmálsörk hans sást, á það að opnast skuli hið allra helgasta hins himneska helgidóms árið 1844, þegar Kristur fór þar inn til þess að fullkomna friðþægingar-verkið. Þeir sem í trú fylgdu hinum mikla æðsta presti, þegar hann byrjaði þjónustu sína í hinu allra helgasta, sáu sáttmálsörk hans. Þegar þeir lásu og hugsuðu um helgidóminn, höfðu þeir lært að skilja þjónustubreytingu frelsarans, og þeir sáu að hann var nú að framkvæma verk sitt frammi fyrir sáttmálsörk Guðs og friðþægja fyrir synduga menn með blóði sínu.DM 255.1
Í örkinni í hinni jarðnesku tjaldbúð voru hinar tvær steintölfur, þar sem á voru rituð boðorð Guðs heilaga lögmáls. Örkin var aðeins til þess að geyma í henni lög-málstöflurnar og þessir guðlegu helgidómar veittu henni það gildi og þá helgi, sem á henni hvíldi. Þegar musteri Guðs var opnað á himnum, þá sást sáttmálsörk hans. í hinu allra helgasta í helgidómi himnanna, eru hin guðlegu lög geymd í heilagri örk — login, sem fram voru borin af vörum Guðs sjálfs í þrumugnýnum frá Sínaí-fjalli og rituð með hans eigin fingri á steintöflurnar.DM 255.2
Lög Guðs í helgidóminum á himnum eru hin miklu frumlög, en eftirrit það sem skráð var á steintöflurnar og frá er skýrt í Mósebókunum, er sönn og rétt afritun þeirra. Þeir sem komust til skilnings um þetta mikils-verða atriði, sáu þannig hið helga, óumbreytanlega eðli hinna guðlegu laga. Þeir fundu betur en nokkru sinni áður kraftinn í orðum frelsarans: “Því að sannlega segi eg yður, þangað til himinn og jörð líða undir lok mun ekki einn smástafur eða einn stafkrókur lögmálsins undir lok líða, unz það alt er komið fram”.1Matt. 5 : 18. Lögmál Guðs, sem er opinberun vilja hans, skýring á eðli hans, hlýtur að vara eilíflega: “eins og hið trúa vitni á himnum”; ekki hefir eitt einasta boðorð verið úr gildi numið; ekki hefir smástaf eða stafkrók verið breytt. Sálmaskáldið segir: “Orð þitt, Drottinn varir að eilífu, það stendur fast eins og himininn”. “Verk hans eru trúfesti og réttvísi, öll fyrirmæli hans eru áreiðanleg, örugg um aldur og æfi”.2Sálm, 119 : 89; 111 : 7, 8.DM 256.1
Í sjálfu hjarta boðorðanna er fjórða boðorðið, eins og það var fyrst framsett: “Minstu þess að halda hvíld-ardaginn heilagan, sex daga skalt þú erfiða og vinna alt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur, helgaður Drotni Guði þínum; þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín, eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingar, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna, því að á sex dögum gjörði Drottinn himinn og jörðina, hafið og alt sem í þeim er og hvíldist sjöunda daginn; fyrir því blessaði Drottinn hvíld-ardaginn og helgaði hann”.32. Móse 20 : 8-11.DM 256.2
Andi Guðs hafði djúp áhrif á hjörtu þeirra, sem orð hans rannsökuðu; þeir sem sannfærðust um það að þeir hefðu í fávizku sinni brotið boðorð Guðs, með því að halda ekki helgan hvíldardag skaparans, byrjuðu að rannsaka ástæðurnar fyrir því, að haldinn var helgur fyrsti dagur vikunnar, í stað þess dags, sem Guð sjálfur hafði helgað; þeir fundu enga sönnun fyrir því í ritning-unni að fjórða boðorðið hefði verið úr gildi numið, eða að hvíldardeginum hefði verið breytt; blessun sú, er helgaði hinn sjöunda dag, hafði aldrei verið á burtu numin. Þeir höfðu einlæglega og samvizkusamlega leitast við að gjöra Guðs vilja; þegar þeir nú sáu að þeir höfðu brotið lögmál Guðs, fyltust hjörtu þeirra djúpri hrygð og þeir sýndu Guði trú sína með því að halda hvíldardag hans heilagan.DM 256.3
Margar og ákveðnar voru þær tilraunir, sem gerðar voru, til þess að svifta þá trú sinni. Engum gat dulist það, að ef hinn jarðneski helgidómur var ímynd eða eftir-líking hins himneska, þá var lögmálið, sem geymt var í örkinni, nákvæmt eftirrit af lögmálinu í örkinni á himnum, og það, að viðurkenna sannleikann viðvíkjandi hinum himneska helgidómi, hlaut að hafa það í för með sér, að viðurkendar væru kröfurnar í lögmáli Guðs, og þar á meðal sú skylda, að halda helgan hvíldardaginn, sam-kvæmt fjórða boðorðinu. Í þessu var fólginn leyndardóm-ur hinnar miklu og bitru mótstöðu gegn samkvæmri skýr-ingu heilagrar ritningar, sem skýrði embætti Krists í hinum himneska helgidómi. Menn reyndu að loka þeim dyrum, sem Guð hafði opnað, og opna þær dyr, sem hann hafði lokað. Hann hafði sagt: “Sjá, eg hefi látið dyr standa opnar fyrir þér, sem enginn getur lokað”.1Opinb. 3 : 7-8. Kristur hafði opnað dyrnar hins allra helgasta; ljós skein um þær opnu dyr helgidómsins á himnum og sýnt var fram á að fjórða boðorðið væri í lögmálinu, sem þar er greint. Það sem Guð hefir stofnsett, getur enginn maður koll-varpað.DM 257.1
peir sem meðtekið höfðu ljósið er sýndi meðalgöngu Krists og óraskanleika lögmáls Guðs, sannfærðust um að þetta var sá sannleikur, sem við er átt í fjórtánda kapítula Opinberunarbókarinnar. Boðskapur þessa kapítula hefir inni að halda þrefalda aðvörun, sem á að undirbúa þá er jarðríki byggja undir endurkomu Drottins. Boð-skapurinn sem þannig hljóðar: “Komin er stund dóms hans”, bendir til síðasta hlutans af starfi Krists, mönn-unum til sáluhjálpar. Hann boðar sannleika, sem stöð-ugt verður að boða, þangað til frelsarinn hefir lokið frið-þægingarstarfi sínu og kemur aftur til jarðarinnar til þess að taka fólk sitt til sín. Dómstarfið sem byrjaði árið 1844 verður að halda áfram þangað til allir hafa ver-ið dæmdir, bæði lifandi og dauðir, þess vegna varir það þangað til náðartími mannkynsins er á enda. Til þess að menn geti staðist dóminn, fyrirskipar boðskapurinn þeim að “óttast Guð og gefa honum dýrðina”, “og tilbiðja þann, sem gjört hefir himininn og jörðina og hafið og upp-sprettur vatnanna”. Árangurinn af því, að þessum boð-skap sé veitt móttaka er skýrður í þeim orðum, sem hér segir: “Hér reynir á þolgæði hinna heilögu — þeir sem varðveita boð Guðs og trúna á Jesúm”. Til þess að vera undír dómsdag búnir verða menn að halda lögmál Guðs. Það lögmál verður mælisnúra fyrir breytni manna á degi dómsins. Páll postuli segir: “Því að allir þeir, sem syndgað hafa undir lögmáli, munu dæmast af lögmáli . ... á þeim degi, er Guð dæmir hið dulda hjá mönnunum fyrir Jesúm Krist”, og hann segir að “gjörendur lög-málsins munu réttlættir verða”.1Róm. 2 : 12-16. Trú er nauðsynleg til þess að halda lögmál Guðs, því “án trúar er ómögulegt að þóknast honum”, og “alt, sem ekki er af trú, er synd”.2Heb. 11 : 6; Róm. 14 : 23.DM 257.2
Fyrsti engillinn kallar menn til þess að auðsýna Guði lotningu og lofsyngja honum, og tilbiðja hann sem skapara himins og jarðar. Til þess að gjöra þetta, verða menn að hlýða lögmáli hans. Spekingurinn segir: “Ótt-astu Guð og haltu hans boðorð, því að það á hver maður að gjöra”.3Préd. 12 : 13. Án hlýðni við boðorð hans getur engin til-beiðsla þóknast Guði: “Því að í þessu birtist elskan til Guðs, að vér höldum hans boðorð”. “Sá sem snýr eyra sínu frá, til þess að heyra ekki lögmálið — jafnvel bæn hans er andstygð”.41. Jóh. 5 : 3; Orðskv. 28 : 9.DM 258.1
Skyldan að tilbiðja Guð byggist á því að hann er skaparinn og að allar aðrar verur eiga honum tilveru sína að þakka. Og alstaðar í ritningunni þar sem krafa hans um hlýðni og tilbeiðslu fram yfir guði heiðingjanna, er fram borin, þá er vitnað í bans skapandi mátt: “Því að allir guðir þjóðanna eru falsguðir, en Drottinn hefir gjört himininn”.5Sálm. 96 : 5. “Við hvern viljið þér samlíkja mér, að eg sé honum jafn? segir hinn Heilagi. Hefjið upp augu yðar í hæðirnar og litist um. Hver hefir skapað þetta?” “Því að svo segir Drottinn, sá er himininn hefir skapað; — hann einn er Guð, sá er jörðina hefir myndað og hana tilbúið. — — Eg er Drottinn, og enginn annar”.6Jes. 40 : 25; 45 : 18. Sálmaskáldið segir: “Vitið að Drottinn er Guð; hann hefir skapað oss og hans erum vér”. “Komið, föllum fram og krjúpum niður; beygjum kné vor fyrir Drotni, skapara vorum”.1Sálm. 100 : 3; 95 : 6. Og hinar heilögu verur, sem veita Guði lotningu í himninum gefa þá ástæðu, sem hér segir. fyrir því að honum beri hlýðnin: “Verður ert þú, Drottinn og Guð vor, að fá dýrðina og heiðurinn og máttinn, því þú hefir skapað alla hluti”.2Opinb. 4 : 11.DM 258.2
Í fjórtánda kapítula Opinberunarbókarinnar eru menn hvattir til þess að tilbiðja skaparann, og spámaður-inn sýnir flokk, sem heldur boðorð Guðs, vegna hins þrefalda boðskapar. Eitt þessara boðorða bendir bein-línis á Guð sem skapara. Fjórða boðorðið hljóðar þann-ig: “Sjöundi dagurinn er hvíldardagur, helgaður DrotniDM 259.1
Guði þínum því að á sex dögum gjörðl DrottinnDM 259.2
himinn og jörð, hafið og alt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn; fyrir því blessaði Drottinn hvíldardag-inn og helgaði hann”.32. Móse 20 : 10. 11DM 259.3
Um hvíldardaginn segir Drottinn enn fremur að hann sé “sambandstákn milli mín og yðar, til þess að menn viðurkenni, að eg er Drottinn, Guð yðar”.4Esek. 20 : 20. Og ástæðan sem fram er færð er þessi: “Því að á sex dögum gjörði Drottinn himinn og jörð, en sjöunda daginn hvíldist hann og endurnærðist.”52. Móse 31 : 17.DM 259.4
Gildi hvídardagsins, sem minning um sköpunina er það, að hann viðheldur því ávalt hjá oss, hvers vegna beri að tilbiðja Guð — af því hann er sá sem skapaði og vér þeir, sem hann hefir skapað. “Hvíldardagurinn er því einmitt undirstaðan undir sannri guðsdýrkun, því hann kennir þennan mikla sannleika á fullkomnastan hátt, og engin önnur stofnun gjörir það sama. Hinn sanni grundvöllur guðsdýrkunarinnar, ekki einungis á hinum sjöunda degi, heldur öll guðsdýrkun, er innifalin í mis-muninum milli þess sem skapar og hins sem skapaður er. Þessi mikli sannleikur verður aldrei í burtu numinn, og honum má aldrei gleyma”.6Andrews, J. N., “Saga hvíldardagsins”, 24. kapDM 259.5
Það var til þess að halda þessum sannleika stöðug-lega í hugum manna, sem Guð stofnaði hvíldardaginn í Eden. Og á meðan sá sannleikur, að hann er skapari vor, verður sem ástæða til þess að vér tilbiðjum hann, á meðan helzt hvíldardagurinn, sem merki þess og áminning. Hefði hvíldardagurinn alment verið haldinn, þá hefðu hugsanir og tilfinningar manna leiðst til skaparans, sem þess er tilbiðja ætti og lotningu bæri að veita, og þá hefði aldrei verið til einn einasti skurðgoðadýrkandi, guðsaf-neitandi né trúleysingi. Það að halda helgan hvíldardag-inn er merki ura trúfestu við hinn sanna Guð. “Þann sem gjört hefir himininn og jörðina og hafið og uppsprettur vatnanna”. Það liggur í augum uppi að boðskapurinn, sem býður mönnunum að tilbiðja Guð og halda hans boð-orð, krefst þess sérstaklega að þeir haldi fjórða boðorðið.DM 259.6
Í mótsetningu við þá, sem halda boðorð Guðs og varðveita trúna á Jesúm, bendir þriðji engillinn á annan flokk manna, og er hátíðleg viðvörun og óttaleg látin í ljósi gagnvart þeim; hún er á þessa leið: “Ef einhver tilbiður dýrið og líkneski þess og fær merki á enni sitt eða hönd sína, þá skal sá hinn sami drekka af reiðivíni Guðs”.1Opinb. 14 : 9, 10. Nákvæmlega rétt þýðing er nauðsynleg á þeim líkingum, sem viðhafðar eru til þess að boðskapurinn verði skiljanlegur. Hvað er það sem dýrið, líkneskið og merkið eiga að tákna?DM 260.1
Dýrið með tvö hornin “lætur alla, smáa og stóra. auðuga og fátæka, frjálsa og ófrjálsa. setja merki á hægri hönd sér eða á enni sín, og kemur því til leiðar að enginn geti keypt eða selt nema hann hafi merkið, nafn dýrsins eða tölu nafns þess”.2Opinb. 13 : 16. 17. Aðvörun þriðja engilsins er á þessa leið: “Ef einhver tilbiður dýrið og líkneski þess og fær merki á enni sér eða á hönd sína, þá skal hinn sami drekka af reiðivíni Guðs”. Dýrið sem um er talað í þess-um boðskap, sem hið tvíhyrnda dýr skipar að tilbiðja, er fyrra dýrið, sem um er getið í þrettánda kapítula Opin-berunarbókarinnar og líkist pardusdýri — það tákna páfaveldið. Líkneski dýrsins táknar þann flokk hinna fráföllnu mótmælenda, sem fram kemur þegar mótmæl-enda kirkjurnar leita liðs hjá hinum veraldlegu völdum til þess að lögleiða kenningar sínar. Merki dýrsins hefii enn ekki verið skýrt.DM 260.2
Eftir aðvörunina um tilbeiðslu dýrsins og líkneski þess segir spádómurinn: “Hér reynir á þolgæði hinna heilögu — þeir er varðveita boð Guðs og trúna á Jesúm” Með því að þeir sem halda lögmál Guðs eru þannig teknir sem mótsetning við hina sem tilbiðja dýrið og líkneski þess og meðtaka merki þess, þá leiðir það af sjálfu sér að trúfetsi við lögmál Guðs annars vegar og brot þess hins vegar veldur mismuninum milli þeirra sem Guð tilbiðja og hinna sem tilbiðja dýrið.DM 260.3
Sérkenni dýrsins og þess vegna einnig líkneskis þess eru brot á boðorðum Guðs. Daníel spamaður segir um litla hornið, eða páfadóminn: “Hann mun hafa í hyggju að umbreyta helgitíðum og lögum”. Og Páll postuli kall-ar hið sama afl “mann syndarinnar”, sem setja mundi sjálfan sig upp yfir Guð. Báðir spádómarnir eiga saman og fullkomna hvor annan. Það var aðeins með því að breyta lögmáli Guðs, sem páfavaldið gat sett sjálft sig upp yfir Guð. Hver sem í fullum skilningi hefði haldið lögmálið eftir að því var þannig breytt, hann hefði jafn-framt með því veitt hinn mesta heiður því valdi, sem þannig hafði breytt því. Slík hlýðni við lög páfadóms-ins væri einkenni á páfadýrkun í stað guðsdýrkunar.DM 263.1
Páfavaldið hefir reynt að breyta lögmáli Guðs; ann-að boðorðið, sem fyrirbýður skurðgoðadýrkun, hefir af páfavaldinu verið numið brott úr lögmálinu, og fjórða boðorðinu hefir verið breytt þannig að skipað hefir verið að halda helgan fyrsta dag vikunnar í stað hins sjöunda. En páfatrúarmenn gefa það sem ástæðu fyrir því að sleppa öðru boðorðinu, að það sé ónauðsynlegt, með því að það sé innifalið í því fyrsta og að þeir kunni að halda lögmál Guðs nákvæmlega eins og hann hefir ætlast til að það væri skilið. Þetta getur ekki verið breytingin, sem spá-maðurinn segir fyrir; þar er átt við breytingu fyrirfram hugsaða af ásettu ráði: “Hann mun hafa í hyggju að umbreyta helgitíðum og lögum”. Breytingin á fjórða boðorðinu er það sem átt er við með þessum spádómi. Í því atriði setur páfavaldið sig opinberlega upp yfir Guð.DM 263.2
Með því að dýrkendur Guðs eru auðkendir af virð-ingu þeirra fyrir fjórða boðorðinu, af því það er vitni um hinn skapandi mátt hans og vottur um kröfur hans á lotningu mannanna og tilbeiðslu, þá verða dýrkendur dýrsins auðkendir af tilraunum sínum til þess að rífa niður minningu skaparans, í því skyni að upphefja hina rómversku stofnun. Það var viðvíkjandi sunnudeginum sem páfaveldið kom fram með sínar hrokafullu kröfur og fyrsti sigur þess yfir hinu veraldlega valdi var að neyða það til þess að fyrirskipa sunnudaginn sem “dag Drottins”. Fjórða boðorðið segir: “Sjöundi dagurinn er hvíldardagur Drottins”. Og samkvæmt orðum Jeseja spa-manns kallar Drottinn þennan dag “hinn heilaga dag Drottins”.1Jes.58 : 13.DM 263.3
Sú staðhæfing að Kristur hafi breytt helgideginum er hrakin með hans eigin orðum. Í fjallræðunni sagði hann: Ætlið ekki að eg sé kominn til þess að niðurbrjóta lögmálið og spámennina; eg er ekki kominn til þess að niðurbrjóta, heldur til þess að uppfylla; því að sannlega segi eg yður: pangað til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða einn stafkrókur lögmáls-ins undir lok líða, unz alt er komið fram. Hver sem því brýtur eitt af þessum minstu boðorðum, og kennir mönn-um það, hann mun verða kallaður minstur í himnaríki, en hver sem breytir eftir þeim og kennir þau, hann mun kallaður verða mikill í ríki himnanna”.2Matt. 5 : 17-19.DM 264.1
Það er atriði, sem mótmælendur alment viðurkenna, að ritningin veitir enga heimild til breytingar á hvíldar-deginum. Þetta er greinilega tekið fram í riti, sem gefið er út af “Hinu ameríska ritaútgáfufélagi” og “Hinu ame-riska sunnudagaskóla sambandi”. Eitt þessara rita við-urkennir “að algerlega sé ekkert gefið í skyn í nýja testamentinu að því er bein ákvæði snerti um skipun hvíldardagsins (sunnudagsins, fyrsta dags vikunnar) eða viðvíkjandi þeim reglum, sem fylgja skuli við helgidags-haldið”.3Elliott George, “The Abiding Sabbath’’, bls. 184.DM 264.2
Í öðrum ritum er þannig að orði komist: “Alt fram að dauða Krists hafði engin dagabreyting verið gerð”.4Waffle, A. E., “The Lords Day”, bls. 186. “Og eins langt og skýrslur sýna gáfu þeir (postularnir) enga ákveðna fyrirskipun viðvíkjandi því að hætta að halda helgan sjöunda daginn, né viðvíkjandi því að halda helgan fyrsta dag vikunnar”.5Sama bók, bls. 187, 188.DM 264.3
Rómversk kaþólskir menn viðurkenna að hvíldardags breytingin hafi verið gjörð af kirkju þeirra, og halda þeir því fram, að með því að halda helgan sunnudaginn, viðurkenni mótmælendur vald þeirra. Sem sönnun fyrir valdi kaþólsku kirkjunnar segja kaþólskir menn að “einmitt það að leyfa þá breytingu að sunnudagurinn sé talinn hvíldardagur, eins og mótmælendur geri, með því að halda helgan sunnudaginn, sé sönnun fyrir viðurkenningu þeirra (mótmælenda) fyrir valdi kaþólsku kirkjunnar til þess að fyrirskipa helgidaga og gjöra það að synd að van-helga þá”.1Tuberville, H., “An Abridgement of the Christian Doctrine”, bls.58. Hvað þýðir því breyting hvíldardagsin sannað en tákn eða merki um vald rómversku kirkjunnar — “merki dýrsins”?DM 264.4
Rómverska kirkjan hefir ekki hætt að halda fram yfirburðum sínum; og þegar heimurinn og mótmælenda kirkjurnar viðurkenna þann hvíldardag sem hún hefir fyrirskipað, en afneita hvíldardegi ritningarinnar, þá við-urkenna þeir í raun réttri rómverska valdið. Þeir geta haldið því fram að breytingin sé upprunnin í fornum sið-um og hjá forfeðrunum; en með því afneita þeir aðalatrið-inu, sem aðgreinir þá frá rómversku kirkjunni, sem sé því að “ritningin, og ekkert nema ritningin sé það, sem trú mótmælenda byggist á”. Páfatrúarmenn geta séð að þeir draga sjálfa sig á tálar, loka viljandi augum sínum fyrir sannleikanum í þessu máli. Eftir því sem hreyfingin fyrir því að fyrirskipa helgihald sunnudagsins festir dýpri rætur, eftir því gleðjast hinir kaþólsku menn og telja það víst að þetta muni um síðir koma öllum hinum mótmælenda heimi undir fána rómversku kirkjunnar.DM 265.1
Rómversk kaþólskir menn segja, “að helgihald sunnudagsins meðal mótmælenda, sé skuld er þeir greiði, eða viðurkenning til yfirvalda kaþólsku kirkjunnar, þrátt fyrir það þótt þeir kannist ekki við það sjálfir”.2“Plain Talk About Protestantism”, bls. 213. Framfylging sunnudagshelginnar meðal mótmælenda kirkna, er framfylging dýrkunar á páfavaldinu — dýrinu. Þeir sem heldur vilja halda rangan hvíldardag en réttan, þrátt fyrir það þótt þeir skilji kröfu fjórða boðorðsins, þeir greiða með því skatt því valdi, sem eitt hefir fyrirskipað breytinguna. En einmitt með því að framfylgja trúar-bragðaskyldu með veraldlegu valdi, verða kirkjurnar sjálf-ar líkneski dýrsins; þess vegna er það að framfylging sunnudagshelgihaldsins er tilbeiðsla dýrsins og líkneskis þess.DM 265.2
En kristnir menn á liðnum öldum héldu helgan sunnudaginn, trúandi því að sá dagur væri hinn biblíulegi hvíldardagur, og enn eru sannkristnir menn í hverri kirkju, að meðtöldum rómversk kaþólskum kirkjum, sem í einlægni trúa því að sunnudagurinn sé sá helgidagur, sem hinn alvaldi fyrirskipaði. Guð lítur á einlægni þeirra og þeir eru saklausir í hans augum. En þegar sunnudags-helgihaldi er framfylgt með lögum, og heiminum gefst tækifæri til upplýsingar viðvíkjandi skyldunni að halda hinn rétta hvíldardag, þá er það víst að hver sá er fót-umtreður boðorð Guðs og hlýðir í þeirra stað fyrirskipun-um, sem ekki koma frá æðri völdum en rómversku kirkj-unni, hann tekur páfavaldið fram yfir Guð; hann greiðir skatt rómverska valdinu og því valdi, sem framfylgir fyrirskipunum frá rómversku kirkjunni. Hann tilbiður dýrið og líkneski þess. Þegar menn þannig hafna þeirri stofnun, sem Guð hefir fyrirskipað og lýst yfir að væri tákn veldis síns, en dýrka í þess stað þá stofnun, sem rómverska kirkjan hefir valið sem einkenni um vald sitt, þá hafa þeir með því viðurkent vald rómversku kirkjunnar og samherja hennar — “líkneski dýrsins”. Og það er ekki fyr en þetta hefir greinilega verið skýrt fyrir fólkinu að þeim gefst kostur á að velja milli boðorða Guðs og fyrirskipana mannanna, að þeir sem áfram halda að brjóta boðorð Guðs fá á sig “merki dýrsins”.DM 266.1
Ægilegasta hótun, sem nokkru sinni hefir mætt dauðlegum mönnum er í boðskap hins þriðja engils. Það hlýtur að vera voða synd sem aflar þeim er hana drýgja reiði Guðs án nokkurrar miskunnar. Menn eru ekki yfir-gefnir í myrkri viðvíkjandi þessu mikilsverða atriði. Við-vörun gegn þessari synd verður veitt heiminum áður en dómsdagur Drottins kemur, til þess að allir megi vita, hvers vegna skelfingin vofir yfir þeim, svo að þeim gefist kostur á að umflýja hana. Spámaðurinn segir að boð-skapur fyrsta engilsins sé fluttur “sérhverri þjóð, og kyn-kvísl og tungu og lýð”. Aðvörun hins þriðja engils, er nokkur hluti af hinum þrefalda boðskap, og verður hún engu síður útbreidd. Því er lýst yfir í spádóminum þannig að sú aðvörun verði boðuð með hárri röddu, af engli, sem fljúgi um miðhimininn, og hún muni draga að sér athygli heimsins.DM 266.2
Þegar stríðið hefst, verður öllum skift í tvo flokka; í öðrum flokknum verða þeir, sem halda boðorð Guðs og varðveita trúna á Jesúm, hins vegar verða þeir, sem til-biðja dýrið og líkneski þess. Þrátt fyrir það þótt kirkja og ríki sameini vald sitt til þess að þvinga: “alla smáa og stóra, auðuga og fátæka og frjálsa og ófrjálsa”, til þess að “setja merki á hægri hönd sér eða enni sér”,1Opinb. 13 : 16. þá munu þeir sem Guði hlýða samt ekki meðtaka það. Spámaður-inn á Patmos sá “þá, sem unnið höfðu sigur á dýrinu og á líkneski þess og á tölu nafns þess, standa við glerhafið og halda á hörpum Guðs”, syngjandi söng Móse og söng lambsins.2Opinb. 15:2. 3.DM 267.1