Eyðilegging Jerúsalemsborgar
- Formáli
- Inngangur
- Eyðilegging Jerúsalemsborgar
- Ofsóknir á fyrstu öldum
- Fráfallið
- Valdensarnir
- John Wycliffe
- Húss og Jerome
- Lúter yfirgefur Rómversku kirkjuna
- Lúter frammi fyrir ríkisþinginu
- Siðabótin heldur áfram á þýzkalandi
- Mótmæli höfðingjanna
- Siðabótin í öðrum löndum
- Whitefield og Wesleybræður
- Fyrirboðar morgunsins
- Stórkostleg trúarvakning
- Siðabótin í vesturheimi
- Vonbrigði
- Hvað er helgidómurinn?
- Í hinu allra helgasta
- Hið óumbreytanlega lögmál Guðs
- Siðabótastarf
- Hinn rannsakandi dómur
- Áform páfadómsins
- Baráttan sem yfir vofir
- Ritningin er örugg vörn
- Síðasta aðvörun
- Hörmungatíminn
- Guðs fólk frelsað
- Konungurinn kemur
- Jörðin verður að auðn
- Deilan enduð
Search Results
- Results
- Related
- Featured
- Weighted Relevancy
- Content Sequence
- Relevancy
- Earliest First
- Latest First
- Exact Match First, Root Words Second
- Exact word match
- Root word match
- EGW Collections
- All collections
- Lifetime Works (1845-1917)
- Compilations (1918-present)
- Adventist Pioneer Library
- My Bible
- Dictionary
- Reference
- Short
- Long
- Paragraph
No results.
EGW Extras
Directory
Eyðilegging Jerúsalemsborgar
Frá Olíufjallsbrúninni horfði Jesús á Jerúsalem. Fögur og friðsæl var sú sýn, er við honum blasti. Það var páskasýnin, og niðjar Jakobs höfðu safnast saman úr öllum áttum, til þess að halda heilaga hina miklu þjóðhátíð. Mitt í aldingörðum og vínviðarreitum og grasgrænum hlíðum, þöktum tjöldum pílagrímanna, gnæfðu í loft upp hæðirnar með sillum og stöllum; hinar tignarlegu hallir og hinir stórkostlegu múrar þess staðar, sem var höfuðborg Ísraelsmanna. Það var eins og Zíons dóttir segði með miklu drambi: “Eg sit og er drotning,...og fæ alls ekki sorg að sjá”. Þannig var hún fögur eins og hér hefir verið lýst, og taldi sig eins örugga þá fyrir augliti Drottins, eins og þegar hið konunglega skáld sagði mörgum öldum áður: “Yndislega rís Zíonsfjall, g. jörvalls landsins gleði ... borg þess mikla konungs”. 1Sálm. 48: 2 (þýðing frá 1866)DM 21.1
Hin stórkostlegu mannvirki musterisins blöstu beint við augum í allri sinni dýrð. Geislar hinnar hnigandi kvöldsólar ljómuðu upp marmaraveggi þess, sem voru hvítir eins og snjór. og skinu dýrðlega frá hinu gullna hliði, turni og háturni. Sem “ímynd fegurðarinnar” var borgin sá staður, sem Gyðinga þjóðin var stolt af. Hver var sá meðal Ísraelsmanna, sem horft gæti á þá dásam-legu sýn, án þess að í brjósti hans hreyfði sér straumur heitrar gleði og aðdáunar!DM 21.2
En það voru alt aðrar hugsanir, sem gagntóku Jesú. “Og er hann kom nær og sá borgina, grét hann yfir henni”. 2Lúk. 19: 41. Og hinn almenni fögnuður yfir hinni sigursælu innreið hans, þegar alt fólkið, og það jafnvel lærisveinarnir, áttu von á því að hann settist í hásæti Davíðs til þess að stjórna sem jarðneskur konungur; þegar veifað var pálmaviðargreinum; þegar glaðir riddarar hrópuðu siguróp er bergmáluðu í hæðunum, og þúsundir radda lýstu því yfir að hann væri konungur. — Já, þá var frelsari heimsins þungt haldinn af skyndilegri og leyndardóms-fullri hrygð. Hann, sjálfur sonur Guðs, sá sem fyrirheit-inn hafði verið Ísraelslýð; hann sem hafði með krafti sín-um yfirunnið dauðann og kallað fanga hans úr djúpi grafarinnar — hann grét fögrum tárum; ekki venjuleg-um sorgartárum, heldur tárum hafdjúpra og óútmálan-legra kvala.DM 21.3
“Ef einnig þú hefðir á þessum degi vitað hvað til friðar heyrir! en nú er það hulið sjónum þínum. Því að þeir dagar munu koma yfir þig að óvinir þínir munu gjöra hervirki um þig og setjast um þig og þröngva þér á alla vegu; og þeir munu leggja þig að velli og börn þín. sem í þér eru og ekki skilja eftir stein yfir steini í þér, vegna þess að þú þektir ekki þinn vitjunartíma”. 1Lúk. 19: 42-44.DM 22.1
Sagan um hina sérstöku vernd Drottins og hand-leiðslu á hinni útvöldu þjóð í meira en þúsund ár, var fyrir augum Jesú eins og opin bók. Jerúsalem hafði hlot-ið meiri heiður af Guði en nokkur annar staður á jarðríki. “Því að Drottinn hefir útvalið Zíon; þráð hana sér til bústaðar”. 2Sálm. 132: 13. Þar höfðu heilagir spámenn talað aðvörun-arorðum svo öldum skifti; þar hafði Drottinn birst sjálfur í skýi dýrðarinnar uppi yfir náðarstólnum. Ef Ísraelslýður sem þjóð hefði verið trúr hinum himneska stjórnanda, þá hefði Jerusalem staðið um aldur og æfi. sem Guðs útvalinn staður. 3Sjá Jer. 17: 21-25 En saga þessarar útvöldu þjóðar var saga afturfara og uppreista. Íbúar borgar-innar höfðu staðið á móti hinni himnesku náð, misbeitt hlunnindum sínum og lítilsvirt tækifæri sín.DM 22.2
Með dýpri ást og hluttekningu en jarðneskum föður er unt að auðsýna syni sínum hafði “Drottinn, Guð feðra þeirra sent þeim stöðugt áminningar fyrir sendiboða sína, því að hann vildi þyrma lýð sínum og bústað sín-um”. 42. Kron. 36: 15. pegar hvatningar, aðvaranir og ávítanir dugðu ekki, þá sendi hann þeim beztu gjöfina sem til var á himni; já, í þeirri einu gjöf var alt ríki himnanna fólgið. Sjálfur sonur Guðs almáttugs var sendur til þess, að leiða hina harðsvíruðu borg á rétta leið. í þrjú ár hafði Drottinn ljóssins og dýrðarinnar umgengist fólk sitt; huggað og styrkt hina sorgmæddu; frelsað þá sem bundnir voru; veitt blindum sýn, látið halta ganga og dauða heyra; hreinsað líkþráa, reist menn frá dauðum og boðað fátækum fagnaðarerindið. 1Sjá Lúk. 4: 18. Þótt hann hlyti ilt fyrir gott og hatur fyrir kærleika, 2Sjá Sálm. 109: 5. þá hafði hann stöðugt rekið miskunnarerindi sitt. Aldrei lét hann þá syrgjandi frá sér fara er á náðir hans leituðu. Öldur miskunnar-innar, sem hin steinhörðu hjörtu hrundu frá sér, komu aftur með enn þá meiri krafti djúprar meðaumkvunar og óútmálanlegs kærleika.DM 22.3
En Ísraelslýður hafði snúið bakinu við sínum bezta vini og sínu eina hjálpræði. Hinar kærleiksríku áminn-ingar hans höfðu verið fyrirlitnar; aðvaranir hans látnar eins og vindur um eyrun þjóta; ráð hans höfð að athlægi. Stund vonar og fyrirgefningar leið óðfluga; bikar Guðs reiði, sem lengi hafði verið frestað, var nálega barma-fullur. Skýið, sem verið hafði að draga upp á himininn, á hinum löngu tímum fráfalls og uppreista, var nú að því komið að steypast yfir hina seku þjóð. Og hann, som einn gat frelsað hana frá hinum yfirvofandi örlög-um, hafði verið lítilsvirtur, honum misboðið og hafnað og að því var komið að hann yrði krossfestur.DM 23.1
Þegar Kristur hékk á Golgata krossinum, þá voru hinir blessunarríku dagar fsraelslýðs sem þjóðar taldir og Guðs sérstaka handleiðsla á honum varaði ekki lengur. Tap jafnvel einnar sálar er meira virði en gróði allra auðæfa veraldarinnar. En þegar Kristur horfði á Jerú-salem, þá sá hann frammi fyrir sér dóm heillar borgar, heillar þjóðar — sú borg, sú þjóð, hafði einu sinni verið Guðs útvalin og hans sérstaki fjársjóður.DM 23.2
Þegar Kristur leit fram í aldirnar, sá hann Guðs út-völdu þjóð dreifða út um heim allan. Í hinni jarðnesku hefnd, sem þegar var að koma yfir börn borgarinnar, sá hann aðeins fyrsta teyginn af bikar reiðinnar, sem þjóðin verður að tæma til botns á degi dómsins. Guðleg með-aumkvun; óútmálanleg ást, lýstu sér í hinum hryggilegu orðum: “Jerusalem, þú sem líflætur spámennina og grýt-ir þá, sem sendir eru til þín, hversu oft hefi eg viljað samansafna börnum þínum, eins og þegar hæna safnar ungum sínum undir vængi sér — og þér hafið ekki viljað það”. 1Matt. 23: 37. “Og þó viljið þér ekki koma til mín, til þess að þér öðlist lífið”. 2Jóh. 5: 40. par sem Kristur sá Jerúsalem, sá hann ímynd heimsins forherts í trúleysi og uppreist á leiðinni til hegnandi reiði hins guðlega dóms. Hörmungar fallins mannkyns, sem lágu eins og þungt farg á sálu hans, knúðu af vörum hans hin ógurlega bitru orð; hann sá allar syndir skráðar í mannlegum tárum og hörmungum og blóði. Hjarta hans hrærðist af ómælanlegri með-aumkun yfir hinum þjáðu og líðandi íbúum jarðarinnar; hann brann af djúpri þrá til þess að friða þá alla. En jafnvel hans sterka hönd gat ekki haldið til baka hinni þungu öldu mannlegs böls. Fáir voru þeir, sem vildu snúa sér í bæn til hinnar einu hjálpar, sem þeim var möguleg. Hann var fús að selja sálu sína í dauðann þeirra vegna, til þess að þeir mættu hljóta frelsi. En fáir vildu koma til hans til þess að leita sér lífs.DM 23.3
Að hugsa sér almætti himinsins gráta fögrum tár-um. Son hins almáttuga Guðs hryggan í anda, yfirbug-aðan af sorg! Slík sjón varð öllum himinbúum undrun-arefni. Slík sjón opinberar oss hina ómælilegu spilling syndarinnar; hún sýnir hversu erfitt það er, jafnvel fyr-ir takmarkalausan kraft, að frelsa hina seku frá afleið-ingum þess að brjóta hið heilaga lögmál Guðs.DM 24.1
Þegar Jesús skoðaði í huga sér hina síðustu kynslóð, þá sá hann heiminn undirorpinn hinni sömu blekkingu, sem varð Jerusalem að falli. Höfuðsynd Gyðinga var sú að þeir höfnuðu Kristi; höfuðsynd kristinna manna sá hann að verða mundi sú að þeir höfnuðu lögmáli Guðs; grundvelli hans heilögu stjórnar á himni og jörðu. Fyr-irskipanir Jahve sá hann að verða mundu fyrirlitnar og lítilsvirtar. Miljónir manna í syndafjötrum sá hann sem falla mundu fyrir syndinni, sem þrælar djöfulsins; hann sá að þeir yrðu dæmdir til þess að líða hinn annan dauða; hann sá að þeir mundu ekki hlusta á orð sannleikans á meðan vit. iunartími þeirra stæði yfir.DM 24.2
Nálega í fjörutíu ár eftir að dómur Jerúsalemsborgar hafði verið tilkyntur af Kristi sjálfum, frestaði Drott-inn dómi sínum yfir borginni og þjóðinni. Undravert var það hversu þolinmóður Drottinn var við þá, sem höfnuðu náðarboðskap hans og myrtu son hans. Dæmisagan um ófrjóa tréð táknar skifti Guðs við Gyðinga þjóðina. Boð hafði verið gefið út á þessa leið: “Högg þú það upp; hvers vegna á það einnig að gjöra jörðina arðlausa”. 1Lúk. 13: 7. En guðleg náð þyrmdi trénu enn um nokkra stund. Enn voru margir meðal Gyðinga, sem voru mjög fáfróðir um eðli og verk Krists. Og börnin höfðu farið á mis við mentatækifæri og þekkingarljós það, sem foreldrar þeirra höfðu hafnað. Með prédikun postulanna og félaga þeirra lét Guð ljós skína í hugum þeirra; þeim átti að auðnast að sjá hvernig spádómarnir rættust, ekki aðeins að því er fæðing Krists og líf snerti, heldur einnig í dauða hans og upprisu. Börnin voru ekki fordæmd fyrir syndir for-eldra sinna, en þegar börnin höfnuðu því auka ljósi, sem þeim var sjálfum gefið, í viðbót við það, sem birst hafði foreldrum þeirra, þá urðu þau hluttakendur í syndum foreldra sinna, og fyltu mæli sinna eigin synda.DM 24.3
Allir spádómar Krists um eyðilegging Jerúsalems-borgar hafa bókstaflega komið fram. Gyðingar reyndu sannindi orða hans og aðvarana: “Þeim dómi sem þér dæmið verðið þér dæmdir og með þeim mæli sem þér mæl-ið verður yður mælt”. 2Matt. 7: 2. Tákn og stórmerki skeðu, sem boðuðu dóm og eyðileggingu. Um miðja nóttu ljómaði óeðlilegt ljós yfir musterinu og altarinu. Um sólarlag voru málaðir vagnar og menn samansafnaðir til orustu, á skýjum himinsins. Prestarnir sem framkvæmdu guðs-þjónustu að kveldinu í helgidóminum, urðu skelfdir af leyndardómsfullu hljóði, sem þeir heyrðu. Jörðin skalf og fjöldi radda heyrðist hrópa segjandi: “Látum oss fara héðan”.DM 27.1
Skelfingin sem kom yfir Jerusalem þegar Titus síð-ast sat um borgina var ógurleg. Ráðist var á borgina á þeim tíma, þegar miljónir Gyðinga voru þar samansafn-aðir á páskahátíðinni. Forðabúr þeirra, sem hefði geymt nægilegt af vistum handa öllum íbúum í mörg ár, ef spar-lega hefði verið með farið, hafði áður verið eyðilagt af afbrýðissemi og hefnigirni hinna ósammála flokka, og nú varð fólkið að þola hungursneyð með öllum þeim skelf-ingum sem henni fylgja. Þúsundir manna fórust af hungri og drepsóttum.DM 27.2
Foringjar Rómverja reyndu að skjóta Gyðingum skelk í bringu og fá þá þannig til þess að gefast upp. Fangarnir sem veittu mótstöðu þegar þeir voru teknir fastir, voru píndir og kvaldir og krossfestir úti fyrir borgarveggjunum. Hundruð manna voru daglega líflátn-ir á þennan hátt, og þessu hræðilega verki var haldið áfram þangað til krossarnir voru orðnir svo þéttir í röð í Jósafats dalnum og á Golgata, að tæplega var mögu-legt að komast á milli þeirra. Svona hræðileg voru þau orð, sem töluð voru frammi fyrir dómstóli Pílatusar: “Komi blóð hans yfir oss og yfir börn vor”. 1Matt. 27: 25. DM 28.1
Títus hefði verið fús að enda þessar skelfingar, og fría þannig Jerúsalem við mestu hörmungar þess dóms, er yfir henni var feldur. Honum blöskraði, þegar hann sá lík hinna dauðu liggja í hrúgum í dölunum. Eins og steini lostinn stóð hann á Olíufjallinu, horfði á hina tign-arlegu borg og skipaði þannig fyrir að ekki skyldi einn einasti steinn vera snertur. En boðum hans var ekki hlýtt. Eftir að hann var kominn inn í tjald sitt um kveld-ið, réðust Gyðingar á hermannasveit úti fyrir, þegar þeir komu frá musterinu. Í orustunni kastaði hermaður einn eldibrandi í gegn um op í súlnagöngunum, og innan augna-bliks voru herbergin umhverfis hina helgu byggingu í björtu báli, því þau voru þiljiuð með citrus-viði:DM 28.2
“Títusi varð ómögulegt að stöðva æði hermannanna; hann fór inn í musterið með herforingjum sínum og skoð-aði hina helgu byggingu að innan. Hann var gagntekinn af þeirri dýrð, sem hann leit þar, og með því að logarnir höfðu enn ekki læst sig inn í helgidóminn, reyndi hann árangurslaust að bjarga honum. Hann eggjaði enn her-mennina á að hætta skemdarverkum sínum. En jafnvel virðingin fyrir keisaranum var ekki nægileg til þess að sefa hið æsta skap þeirra gegn Gyðingum, hina miklu orustu þrá og hina óseðjandi löngun til herfangsDM 28.3
Hermaður kastaði brennandi eldibrandi, án þess að eftir væri tekið, inn á milli hjaranna á hurðinni. Öll byggingin stóð nú í björtu báli á augabragði. Blindandi reykur og óþolandi hiti olli því, að herforingjarnir urðu að fara út og hin tignarlega bygging brann til kaldra kola”. 1Milman, “History of the Jews”, 16. bók. DM 28.4
Eftir eyðilegging musterisins féll öll borgin við-stöðulítið í hendur Rómverja; bæði musterið og borgin voru sléttuð við jörðu, og jörðin þar sem hin helga bygg-ing hafði staðið var “plægð eins og akur”. 2Jer. 26: 18. Í umsátinni og manndrápinu sem henni fylgdi, fórst meira en miljón manna. Þeir sem eftir lifðu, voru fluttir burt sem fang-ar, seldir sem þrælar; dregnir til Rómaborgar, til þess að gjöra tilkomumeiri heimkomu sigurvegaranna; þeim var sumum kastað fyrir villudýr á leiksviðunum, en aðrir dreifðust út um allan heim, sem athvarfs-og ættjarðar-lausir farandmenn.DM 29.1
En ekki fórst einn einasti kristinn maður við eyði-leggingu Jerúsalemsborgar. Kristur hafði aðvarað læri-sveina sína, og allir þeir, sem trúðu aðvörunum hans, höfðu gætur á þeim táknum sem ske skyldu. “En er þér sjáið Jerusalem umkringda af herfylkingum”, sagði hann, “þá vitið, að eyðing hennar er í nánd. Þá flýi þeir, sem eru í Júdeu, til f jallanna, og þeir, sem eru inni í borginni, flytji sig burtu”. 3Lúk. 21: 20, 21. DM 29.2
Eftir að Rómverjar höfðu umkringt borgina, hættu þeir umsátinni að óvörum, þegar alt virtist þeim hag-stætt til tafarlausrar árásar. Hinir umsetnu örvæntu um möguleika þess að veita mótstöðu og voru að því komnir að gefast upp, þegar rómverski hershöfðinginn fór burt með lið sitt, að því er virtist gjörsamlega að ástæðulausu. En Guðs miskunnsemi og almætti stjórn-aði málum til hins bezta fyrir fólk sitt. Hið fyrirheitna teikn hafði verið gefið hinum eftirvæntandi kristnu mönn-um og nú var öllum veitt tækifæri sem vildu til þess að hlýða aðvörunum frelsarans. Tafarlaust flýðu þeir á örugga staði — til borgarinnar Pella í Persalandi, hinu-megin árinnar Jordan.DM 29.3
Spádómar frelsarans um dóm þann, sem yfir Jerú-salem átti að ganga, eiga enn eftir að hljóta aðra upp-fyllingu, og í sambandi við það var þessi skelfilega eyði-legging ekki nema lítilfjörlegur skuggi. í forlögum hinn-ar útvöldu borgar getum vér séð hvað fyrir heiminum á að liggja, sem hefir hafnað miskunn Guðs og fótumtroð-ið hans heilaga lögmál.DM 29.4
Svört er saga mannlegra hörmunga, sem skeð hafa á jarðríki um hinar mörgu aldir alls konar glæpa. Hjartað veiklast og hugurinn sljófgast þegar til þess er hugsað. Skelfilegar hafa verið afleiðingar þess að menn höfnuðu krafti Drottins; en þó er enn þá dimmra tímabil skýrt í opinberuninni viðvíkjandi framtíðinni. Saga hins liðna, — hinir löngu tímar óeirða, stríða og uppreista, “þegar hver maður gekk fram í miklum vopnagný, og klæðin velktust í blóði, og alt, sem brenna náði, varð eldsmatur”. 1Jes. 9: 5 (þýðing frá. 1866). Hvað er alt þetta í mótsetning við skelfing þess dags, þegar Guð heldur anda sínum með öllu frá hinum spiltu, svo þeir geta ekki lengur haldið í skefjum æði mannlegra girnda og djöfullegri grimd! Þá mun heimurinn sjá gleggra en nokkru sinni áður, áhrif hinnar djöfullegu stjórnar.DM 30.1
En á þeim degi, eins og þegar Jerusalem var eyðilögð, verður fólk Guðs frelsað: “Allir þeir, sem skráðir eru meðal hinna lifandi”.DM 30.2