Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Stórkostleg trúarvakning

    Stórkostleg trúarvakning er fyrir sögð í spádóminum við boðun hins fyrsta engils um hina nálægu endurkomu Drottins í 14. kap. Opinberunarbokarinnar. Engill sést fljúga “um miðhimininn, og hélt hann á eilífum fagnað-arboðskap til að boða þeim sem á jörðinni búa og sér-hverri þjóð og kynkvísl og tungu og lýð”. “Með hárri röddu” flutti hann boðskapinn: “Óttist Guð og gefið hon-um dýrð, því að kominn er stund dóms hans, og tilbiðjið hann, sem gert hefir himininn og jörðina og hafið og upp-sprettur vatnanna”.1Opinb. 14 : 6, 7.DM 191.1

    Það í sjálfu sér að sagt er að engill flytji þessa að-vörun er eftirtektavert. Með hreinleika, dýrð og krafti hins himneska sendiboða, hefir guðlegum vísdómi þókn-ast að upphefja eðli þess verks, sem vinnast átti með boð-skapnum, og þess máttar og þeirrar dýrðar, sem það átti að hafa í för með sér. Og flug engilsins “um miðhim-ininn”, hin “háa rödd”, sem flytur boðskapinn og sú til-kynning til allra “sem á jörðunni búa” — “sérhverrar þjóðar og kynkvíslar og lýðs” — alt þetta gefur til kynna hraðann og hina heimsvíðu útbreiðslu hreyfingarinnar.DM 191.2

    Boðskapurinn sjálfur gefur það til kynna hvenær þessi hreifing muni eiga sér stað. Því er lýst yfir að það verði nokkur hluti “hins eilífa fagnaðarboðskapar” og . boðskapurinn tilkynnir byrjun dómsins. Fagnaðarboð-skapur endurlausnarinnar hefir verið fluttur um allar aldir, en þetta er sá hluti fagnaðarboðskaparins, sem ekki gat verið fluttur fyr en á síðustu dögum, því ekki fyr en þá gat það verið rétt að stund dómsins væri komin. Spádómarnir flytja hvern viðburðinn á fætur öðrum, sem eru inngangur að byrjun dómsins. Þessu er sérstaklega þann-ig varið að því er bók Daníels snertir; en þeim hluta spá-dóma sinna sem snertu hina síðustu daga var Daníel boðið að loka “og innsigla þangað til endirinn kemur”. Boðskapur um dómsdag gæti ekki verið fluttur oss fyr en sá tími kemur, með því að slíkur boðskapur yrði að byggjast á uppfylling spádómanna; en þegar endirinn kemur segir spámaðurinn að: “Margir munu rannsaka hana og þekkingin mun vaxa”.1Daníel 12 : 4.DM 191.3

    Páll postuli varaði kirkjuna við því að vonast eftir komu Krists á sínum dögum. “Látið engan villa yður á nokkurn hátt, því að ekki kemur hann nema fráhvarfið komi fyrst og maður syndarinnar birtist”.22. Þess. 2, 3. Það er ekki fyr en eftir hið mikla fráfall og eftir að “maður syndarinnar” hefir stjórnað lengi að vér getum vænst komu Krists. “Maður syndarinnar”, sem einnig er nefndur “leyndardómur guðleysisins”, “sonur glötunarinnar” og “hinn glataði”, táknar páfavaldið, sem átti að halda völd-um í 1260 ár, samkvæmt spádómunum. Þetta tímabil endaði árið 1798. Koma Krists gat ekki átt sér stað fyr en þá. Páll tekur með varúð sinni yfir hið kristna tímabil niður til ársins 1798. Það er eftir þann tíma, sem endur-koma Krists á að vera boðuð.DM 192.1

    Enginn slíkur boðskapur hefir átt sér stað á liðnum öldum; Páll kendi hann ekki, eins og vér höfum tekið fram. Marteinn Lúter ákvað dómsdag hér um bil þrjú hundruð árum eftir sinn dag. En síðan 1798 hefir bók Daníels verið opnuð; þekking á spádómunum hefir vaxið og margir hafa kunngjört hinn hátíðlega boðskap að dómsdagur sé í nánd.DM 192.2

    Jafnframt hinni miklu siðabót sextándu aldar, birtist endurkomu hreyfingin í ýmsum kristnum löndum. Bæði í Evrópu og Ameríku voru bænræknir og trúaðir menn, sem leiddust til þess að lesa spádómana og rekja hinar innblásnu frásagnir, og sáu þeir öll merki þess að hinir síðustu tímar væru nálægir. Í ýmsum löndum voru krist-in félög til og frá, sem í raun og veru komust að þeirri niðurstöðu við lestur ritningarinnar að endurkoma lausn-arans væri í nánd.DM 192.3

    Árið 1821, þremur árum eftir að Miller hafði komist að niðurstöðu með skýringu sína á spádómunum, þar sem bent var á dómsdag, var það að Dr. Joseph Wolff, “trú-boði heimsins”, byrjaði að lýsa því yfir að koma frelsar-ans væri nálæg.DM 193.1

    Wolff trúði því að endurkoma Drottins væri nálæg, og var þýðing hans á spádómunum þannig að hann lagði mikla áherzlu á að þetta mundi ske innan fárra ára frá því sem Miller hafði til tekið. Þeim sem héldu því fram að samkvæmt ritningunni “vissi enginn maður daginn né stundina”, og að “menn eigi ekki að vita neitt um það hversu nærri endurkoman sé” svaraði Wolff á þessa leið: “Sagði Drottinn vor að um þann dag og þá stundu skyld-um vér aldrei vita ? Sagði hann oss ekki einmitt tímatákn til þess að vér skyldum að minsta kosti vita hvenær koma hans væri nálæg, alveg eins og maður veit að sumarið er í nánd er trén taka að skjóta frjóöngum? Matt. 24, 32. Er oss aldrei ætlað að vita um það tímabil, þrátt fyrir það þótt Drottinn sjálfur hvetji oss ekki einungis til þess að lesa spádóma Daníels, heldur einnig til þess að skilja þá?DM 193.2

    Auk þess er það ekki ætlun Drottins að segja með þessu að nálæging þess tíma skuli menn ekki vita, heldur hitt að daginn og stundina muni enginn þekkja nákvæm-lega. Hann segir að nóg skuli menn vita með því að taka eftir táknum tímanna, til þess að undirbúa oss svo að vér getum veitt honum viðtöku, eins og Nói undirbjó örkina”.1Wolff, “Researches and Missionary Labors”, bls. 404. 105.DM 193.3

    Um tuttugu og fjögra ára skeið, milli 1821 og 1845 ferðaðist Wolff víða um lönd ; hann var í Afríku ; Egypta-landi og Abessíníu; í Asíu, þar á meðal í landinu helga, Syríu, Persíu, Bokhara og Indlandi .... hann ferðaðist meðal hinna viltustu þjóða án þess að hafa vernd frá nokkrum Evrópiskum yfirvöldum; varð hann á þeim ferð-um að þola alls konar erfiðleika og leggja sig í hinar mestu hættur. Hann var húðstrýktur, sveltur, seldur sem þræll og þrisvar sinnum dæmdur til dauða. Hann var ofsóttur af ræningjum, og stundum lá við að hann léti lífið af þorsta. Einu sinni var hann rændur öllu sem hann átti og varð að ferðast þannig hundruð mílna um fjöll og firnindi á móti hríð og hörku; gekk hann berfættur á freðinni jörð og snjó.DM 193.4

    Þegar hann var varaður við að ferðast vopnlaus þar sem væru villumenn og óvinasveitir, svaraði hann og sagði: “Eg er vopnaður”, — bænin, áhugi fyrir málefni Krists og traust á hjálp hans eru vopn mín”. “Auk þess hefi eg ást á Guði og mönnum í hjarta mínu og biblíuna í hendinni”.1Adams, W.H.D. “In Perils Oft”, bls. 192. Hann hafði með sér biblíuna á ensku og hebresku hvar sem hann fór. Um eina af hinum síðari ferðum sínum fer hann þessum orðum: “Eg .... hafði biblíuna opna í hendinni; eg fann það að eg hlaut kraft frá þessari bók, og að afl hennar mundi veita mér sigur”.2Sama bók, bls. 201.DM 194.1

    Þannig hélt hann stöðugt áfram störfum sínum, þang-að til boðskapurinn um dóminn var kominn um mikinn hluta hins bygða heims. Á meðal Gyðinga, Tyrkja, Persa, Hindúa og margra annara þjóða og kynkvísla boðaði hann orð Drottins á þeirra ýmsu málum og kunngjörði hvervetna híð komandi ríki Messíasar.DM 194.2

    Þegar hann ferðaðist um Bokara komst hann að raun um að boðskapurinn um endurkomu Krists var einnig skilinn af þessari einstæðu og afskektu þjóð. “Arabar og Yemen”, segir hann, “eiga bók sem þeir kalla “Seera”. í þessari bók er boðuð endurkoma Krists og hans dýrðlega ríkis, og býst þessi þjóð við því að stórkostlegir viðburð-ir muni eiga sér stað árið 1840”.3Journal of the Rev Joseph Wolff, bls. 377. “Eg var sex daga í Yemen”, segir hann, “með börnum Rekabs. Þau drekka engin vín, gróðursetja engan vínvið, sá engu sæði og eiga heima í tjöldum; þau muna eftir hinum gamla góða Jonadab, syni Rekabs, og eg fann á meðal þeirra Ísraels-börn af kynþætti Dans .... sem vonast eftir því ásamt börnum Rekabs að Messías muni bráðlega birtast í skýjum himins”.4Sama bók, bls. 289.DM 194.3

    Samskonar trú fann annar trúboði meðal Tartara. Tartaraprestur spurði trúboðann hvenær Kristur mundi koma í annað skifti. Þegar trúboðinn sagðist ekkert vita um það, virtist presturinn verða steinhissa á þeirri fá-vizku hjá manni, sem þættist vera ritningarfróður og biblíukennari; sagði hann sína eigin trú, er hann sagðist byggja á spádómunum, og var hún sú að Kristur mundi birtast aftur um árið 1844.DM 194.4

    Jafnvel eins snemma og 1826 hófst kenning á Eng-landi um Endurkomu Krists. Hreyfingin þar fékk ekki eins ákveðið form og hún hlaut í Vesturheimi. Alment var það ekki kent hvenær Kristur kæmi; það er að segja tíminn var ekki nákvæmlega ákveðinn; en hinn mikli sannleikur um það að Kristur kæmi bráðlega í allri sinni dýrð var víða boðaður með alvöru. Og þessi kenning ríkti ekki einungis meðal sértrúarmanna og þeirra, sem lausir voru við ríkiskirkjuna. Mourant Brock, enskur rithöf-undur segir að um sjö hundruð prestar úr ensku kirkj-unni hafi lagt það fyrir sig að prédika þennan “fagnaðar-boðskap um ríkið”. Bent var einnig á árið 1844, sem endurkomutíma Krists, meðal manna á Englandi. Bæklingar um endurkomuna, sem út voru gefnir í Banda-ríkjunum, voru sendir til Bretlands og þeim víða útbýtí þar. Bækur og tímarit um þetta efni voru endurprentuð á Englandi og árið 1842 var það að Robert Winter, sem var enskur maður, en hafði kynst endurkomukenningun-um í Vesturheimi, for aftur heim til ættjarðar sinnar til þess að kunngjöra endurkomu Drottins. Margir gengu í lið með honum og boðskapurinn um dómsdag var fluttur um ýmsa parta Engalnds.DM 197.1

    Á Þýzkalandi hafði þessi kenning verið flutt á átjándu öldinni af manni sem Bengel hét og var lútersk-ur prestur og frægur fyrir lærdóm sinn og dómgreind á ritum biblíunnar.DM 197.2

    Rit Bengels hafa hlotið mikla útbreiðslu um allan hinn kristna heim; kenningar hans um spádómana voru svo að segja alment viðurkendar í hans eigin ríki Wurtem-berg og talsvert einnig í öðrum hlutum Þýzkalands. Hreyfingin hélt áfram eftir dauða hans og var endur-komukenningin flutt í Þýzkalandi á sama tíma sem hún var boðuð annarsstaðar. Snemma var það að nokkrir af þeim sem endurkomunni trúðu fóru til Rússlands og stofnuðu þar nýlendur; er kenningin um endurkomu Krists enn þá flutt í þýzku kirkjunni þar í landi.DM 197.3

    Ljósið skein einnig á Frakklandi og Svisslandi. Í Genf, þar sem Calvin og Farel höfðu boðað sannleika siðabótarinnar, útbreiddi Gaussen boðskapinn um endur-komuna.DM 197.4

    Á Norðurlöndum var kenningin einnig boðuð og vakti hún bæði djúpa hreyfingu og yfirgripsmikla. Margir vöknuðu af svefni andvaraleysisins, játuðu syndir sínar og sneru til hreinna lífernis; þeir leituðu fyrirgefningar í nafni Krists. En prestarnir í ríkiskirkjunni risu upp á móti hreyfingunni, og fyrir áhrif þeirra var það að sumir þeirra sem boðskapinn fluttu voru teknir og þeim varpað í fangelsi. Víða þar sem flytjendur boðskaparins um endurkomu Krists voru þannig sviftir málfrelsi, þóknað-ist Drotni að gera þau kraftaverk að láta lítil börn flytja boðskapinn. Með því að þau voru innan lögaldurs, gátu lög landsins ekki dæmt þau til fangelsis og var þeim leyft að tala án hindrunar.DM 198.1

    Hreyfingin var sterkust meðal hinna lægstu stétta þjóðfélagsins, og það var í hinum lítilmótlegu híbýlum verkamannanna, sem fólkið kom saman til þess að heyra kenningarnar. Börnin sjálf sem prédikuðu voru flest frá alþýðufólkinu. Sum þeirra voru ekki eldri en sex eða átta ára; en þó þau í líferni sínu sýndu það að þau elskuðu frelsara sinn og reyndu að lifa samkvæmt hinum heilögu boðum og kröfum Guðs, þá voru þau samt að öðru leyti aðeins gædd venjulegum skilningi og skerpu barna á þeirra aldri. Þegar þau stóðu frammi fyrir fólkinu og töluðu, var það auðséð að þeim var stjórnað af æðra afli, sem þá veitti þeim aukinn styrk andlega. Málblær og tilburðir breyttust og með hátíðlegum krafti vöruðu þau tilheyrendur sína við komandi dómi og notuðu orð-rétt kenningar ritningarinnar: “Óttist Guð og gefið hon-um dýrðina, því komin er stund dóms hans”. Þessi börn átöldu fólkið fyrir syndir þess; fordæmdu þau ekki ein-ungis ósiðferði og lesti, heldur einnig veraldlegar hugs-anir og andvaraleysi og hvöttu tilheyrendur sína til þess að bæta sem fyrst ráð sitt til þess að umflýja reiði hins komandi dóms.DM 198.2

    Fólkið hlustaði með ótta. Hinn sanníærandi kraftur heilags anda talaði í hjarta þess. Margir leiddust til þess að rannsaka ritninguna með nýjum og dýpri áhuga en áður; óráðvendnis-og óhófsmenn létu snúast til siðsam-legs lífernis; aðrir lögðu niður illa siði, og svo mikil áhrif hafði þessi hreyfing að jafnvel prestar ríkiskirkjunnar urðu nauðugir viljugir að viðurkenna að Guðs hönd hlyti að stjórna hreyfingunni.DM 198.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents