Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Formáli
    (að frumútgáfunni)

    Þessi bók, “Ráðleggingar varðandi ráðsmennsku,” hefur verið tekin samán og er nú send út sem svar við víðtækri beiðni um slíkt ritverk. Mikið magn af mjög hagnýtum og hjálplegum leiðbeiningum frá Anda spádómsins varðandi ráðsmennsku hefur birst á liðnum árum. Þetta hefur verið prentað bæði í tímaritum og bókum, en þessi bók hefur að mestu leyti að geyma efni sem ekki er nú auðveldlega tiltækilegt fyrir starfsmenn okkar og meðlimi. í öðrum bindum er að finna mikið af viðbótar leiðbeiningum um sama efni, en mjög lítið af því hefur verið notað í þessa bók. Við erum mjög þakklát fyrir að allir geta nú haft aðgang að þessum fyrirtaks leiðbeiningum sem söfnuðinum hafa verið gefnar í þessu hagnýta formi. Þetta bindi hefur verið tekið saman á skrifstofu Ellen G. White útgáfunnar undir stjórn fjárhaldsnefndarinnar.RR 5.1

    Á sviði kristilegs lífs og þjónustu skipar spurningin um ráðsmennsku stóran og mikilvægan sess. Sérhver trúaður kristinn einstaklingur ber djúpa og stöðuga umhyggju fyrir þessu máli. Viðurkenning okkar á fullveldi Guðs, á eignarrétti hans til allra hluta og á náðarveitingum hans til okkar, er hluti af viðeigandi skilningi á meginreglum ráðsmennskunnar. Þegar skilningur okkar á þessum meginreglum vex og víkkar, öðlumst við fyllra innsæi inn í hvernig kærleiki Guðs og náð virka í lífi okkar.RR 5.2

    Þó að meginreglur ráðsmennskunnar fjalli um efnislega hluti, eru þær, umfram allt, andlegs eðlis. Þjónusta Krists er veruleiki. Drottinn krefst vissra hluta af okkur til þess að hann geti gert vissa hluti fyrir okkur. Að framkvæma þessar skyldur í samræmi við guðlegan vilja lyftir öllum málefnum ráðsmennskunnar upp á andlegt svið. Drottinn er ekki heimtufrekur. Hann heimtar ekki gjörræðislega að við annaðhvort þjónum honum eða viðurkennum hann með því að skila til baka af því sem hann gefur okkur. En hann hefur komið hinu guðlega efnahagskerfi þannig fyrir, að miklar andlegar blessanir streyma til baka til okkar sem ávöxtur þess að við störfum í samræmi við hann í þessum hlutum. Við munum fara á mis við þessar blessanir ef við vanrækjum að samstarfa með honum í að framkvæma áform hans og munum þannig svipta sjálf okkur þeim hlutum sem við þörfnumst mest.RR 5.3

    Við erum fullviss um að nákvæm rannsókn á meginreglum ráðsmennskunnar eins og þær eru settar fram í þessari bók muni hjálpa öllum sem rannsaka og fylgja þeim til ríkari og fyllri reynslu í því sem snýr að Guði. Á þetta er greinilega bent í eftirfarandi ummælum:RR 6.1

    “Hugmyndin um ráðsmennsku ætti að hafa hagnýtt gildi fyrir allt fólk Guðs. . . . Hagnýt gjafmildi mun veita andlegt líf þúsundum þeirra sem játast sannleikanum aðeins að nafninu til og sem nú harma sitt andlega myrkur. Það mun umbreyta þeim frá sjálfselskufullum, ágjörnum tilbiðjendum Mammons í einlæga, trygga samstarfsmenn Krists í frelsun syndara.” 3T 387.RR 6.2

    Með slíka umbreytingu í sjónmáli, ættu allir að rannsaka þessa bók í einlægni og biðja um að við mættum leiðast inn í fyllri og ríkari reynslu með Drottni.RR 6.3

    J.L. McElhany

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents